Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 1
Mikil gleði braust út í húsnæði Ríkissáttasemjara í gærkvöldi þegar samninganefndir grunnskóla- kennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir nýjan kjarasamning. Deilan hefur verið hjá Ríkis- sáttasemjara frá því í mars og hafa um þrjátíu fundir verið haldnir síðan. Því var ekki að furða að Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskóla- kennara, og félagi hans í samninganefndinni féll- ust í faðma þegar samningur var í höfn. »2 Morgunblaðið/Eggert Kennarar féllust í faðma eftir undirritun M I Ð V I K U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  119. tölublað  102. árgangur  KJÖTSÚPUBÍLL Á SKÓLAVÖRÐU- HOLTINU SPILA Í FRAKKLANDI Í SUMAR TILFINNINGA- LEGT VAL OG EKKI ÚTPÆLT EPIC RAIN 38 KORTLAGNING LANDS 39FARMERS SOUP 10 Ómar Friðriksson Kjartan Kjartansson Fundi í kjaradeilu sjúkraliða var slitið á ellefta tímanum í gærkvöldi án þess að niðurstaða hefði náðst. Nýr fundur hefur verið boðaður kl. 9.15 í dag. Ótímabundið allsherj- arverkfall sjúkraliða og fé- lagsmanna í SFR á hjúkrunarheim- ilum og stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu er til starfsmanna þessara stofnana og þeir fengju launaleiðréttingar frá 1. febrúar sl. Áætlaður kostnaður við framlag ríkisins til jafnlaunaátaks- ins fyrir hjúkrunarfræðinga og Efl- ingarfólk er á bilinu 600 til 700 milljónir kr. skv. upplýsingum blaðsins. Með jafnlaunaátakinu sem hófst 1. mars í fyrra voru laun í hefð- bundnum kvennastörfum á heil- brigðisstofnunum sem heyra undir ríkið hækkuð en það náði ekki til hjúkrunarheimila. Vilja SFR og Sjúkraliðafélag Íslands að launa- leiðrétting félagsmanna þeirra vegna jafnlaunaátaksins verði aft- urvirk og gildi frá 1. mars 2013. Það er talið kosta aðildarfélög SFV nokkra tugi milljóna til viðbótar og hefur ekki fengist vilyrði um fjár- framlög frá ríkinu vegna þess. MRíkið lofar auknum … »13 boðað kl. 8 á morgun hafi samn- ingar ekki náðst. Vel hefur miðað í viðræðum um réttindamál starfsmanna en ágrein- ingur er óleystur um launaliðinn. Búið er að semja við hjúkrunar- fræðinga og félagsmenn í Eflingu á þessum stofnunum og í framhaldi af því gaf ríkisstjórnin loforð sl. föstu- dag um viðbótarfjárframlög til sjálfseignarstofnana svo jafnlauna- átak fyrri ríkisstjórnar næði einnig Verkfall vofir enn yfir  Ríkið lofaði fjárframlagi til SFV svo jafnlaunaátakið næði einnig til hjúkrunar- heimila  SFR og sjúkraliðar vilja afturvirka leiðréttingu  Fundað fram á kvöld  Mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík vill að Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylkingar- innar, verði næsti borgarstjóri. Í nýrri könnun Félagsvísindastofn- unar Háskólans fyrir Morgun- blaðið á fylgi borgarstjóraefna framboðslistanna er hann nefnd- ur af 63% þátttakenda sem af- stöðu tóku. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, er nefndur af 19%. „Ég er mjög þakklátur fyrir þennan stuðning og mun gera mitt til að standa undir honum. En það eru auðvitað kosning- arnar sem gilda,“ sagði Dagur í samtali við Morgunblaðið. Persónufylgi Dags er mun meira en fylgi Samfylkingar- innar í Reykjavík sem þó hefur aukist verulega að undanförnu. Fylgi flokksins var 34% í könn- un sem birt var í gær. Fylgi við Dag hefur aukist í hverri könnun sem gerð hefur verið undanfarna mánuði. Það var 58% fyrir tíu dögum. » 16-17 Mikill meirihluti kjósenda í Reykjavík vill að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri Dagur B. Eggertsson  Ráðist verður í framkvæmdir við nýtt móttökuhús við Skógasafn í Rangárvallasýslu á næstunni. Loka þarf aðal- inngangi safns- ins á meðan á framkvæmdum stendur. Rekstur safnsins gengur vel og það skilar hagnaði á hverju ári og honum er varið til uppbygg- ingar. 62 þúsund gestir sóttu safnið heim á síðasta ári en þeim hefur fjölgað um 20% á ári í mörg ár. »12 Rekstur stendur undir uppbyggingu Safn Áraskipið Pétursey í Skógum. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stúdentar við Háskóla Íslands og framhaldsskólanemar eru svartsýnir á atvinnuhorfur fyrir sumarið. Vel- ferðarráðuneytið ver um 150 millj- ónum í svokallað sumarátak, fimmta árið í röð. Þar gefst námsmönnum, einkum háskólastúdentum, kostur á sumarstörfum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Í boði eru 390 störf, nokkuð færri í ár en áður. María Rut Kristinsdóttir, formað- ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stúdenta í skólanum hafa þungar áhyggjur af afkomu sinni í sumar. Könnun, sem Stúdentaráð lét vinna fyrir um mánuði um atvinnu- horfur stúdenta sýndi að 65% svar- enda voru ekki komin með sumar- starf. Í framhaldinu þrýsti ráðið á Vinnumálastofnun um áframhald sumarátaksins. „Það er auðvitað mjög gott að það verði aftur nú í sumar, þó að þessi tæplega 400 störf dugi engan veginn til,“ segir María. „Það væri langbest ef það þyrfti ekki alltaf að koma til sérstaks átaks.“ Allur gangur er á því hvort enn er hægt að sækja um sumarstörf hjá sveitarfélögunum. Til dæmis sóttu 2.818 um 1.550 sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. 846 sóttu um sum- arstörf hjá Kópavogsbæ og verða all- ir ráðnir. „Það er lítið sem býðst og helst á vegum sveitarfélaganna. Það er ekki verið að ráða eins mikið á al- mennum vinnumarkaði,“ segir Lauf- ey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhalds- skólanema. »4 Áhyggjur af sumrinu  Námsfólk uggandi um atvinnuhorfur  Átak dugar ekki til Gengi Icelandair Group, sem líf- eyrissjóðir eiga mikið í, hefur lækkað um 12% á þremur mán- uðum, þar af 4% í gær. Félagið á í harðri kjaradeilu við um 40% starfsmanna. Á undanförnum tólf mánuðum hefur gengið samt sem áður hækk- að um 30%. Á síðasta ári hækkaði það um 118% og samtals um 121% á árunum 2012 og 2011. »18 Icelandair hefur lækkað um 12% Fram kemur í nýrri skoðanakönn- un meðal íbúa Vesturlands að um fjórðungur íbúa í Dalasýslu telur mjög eða frekar líklegt að hann flytji frá Vesturlandi á næstu tveimur árum. Það er mikil breyt- ing frá könnun sem var gerð fyrir þremur árum þegar 14% íbúa höfðu hug á því að flytja. Nýja könnunin leiðir jafnframt í ljós að íbúar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa minni hug á að flytja en íbúar í öðrum hér- uðum Vesturlands, eða 14%. Hlut- fallið er 18% á Snæfellsnesi og 21% í Borgarfirði. Það er talið eiga þátt í hinu háa hlutfalli í Borgarfirði að þar hafa margir háskólapróf. »22 Fjórðungur íhugar að flytja í burtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.