Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Rekur málið til hjónabands síns 2. Svo falleg að henni yrði nauðgað 3. Æ mistök hjá sýslumanni 4. Ein geðveik og önnur súlu... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Grísalappalísa frum- sýnir í Stúdentakjallaranum í kvöld nýtt myndband við lag af væntanlegri breiðskífu sinni, Rökrétt framhald, sem kemur út á 70 ára afmæli lýð- veldisins, 17. júní. Lagið nefnist ABC og er það fyrsta sem gefið er út á smáskífu af lögum plötunnar. Mynd- bandið vann Sigurður Möller, tromm- ari sveitarinnar og samstarfsmaður hans Heimir Gestur. Boðið verður upp á óvænt skemmtiatriði á samkom- unni í Stúdentakjallaranum sem hefst kl. 20 og munu Gunnar Ragn- arsson og félagar í Grísalappalísu jafnframt halda á henni sína fyrstu tónleika í Reykjavík á árinu. Ljósmynd/Magnús Andersen Rökrétt framhald gefið út 17. júní  Tónlistarhátíðin Sumarmölin verð- ur haldin í annað sinn í Samkomu- húsinu Baldri á Drangsnesi 14. júní. Á henni koma fram Moses High- tower, Samaris, Púsl, Sin Fang, Prins Póló, Borko og Futuregrapher og Hermigervill og að tónleikum loknum tekur útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon við og þeytir skífum fram eftir nóttu fyrir dansþyrsta gesti á Malarkaffi. 16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru hjartanlega vel- komnir í fylgd full- orðinna enda markmið skipuleggj- anda, Björns Kristjáns- sonar, Borko, að halda fjöl- skyldu- væna hátíð. Moses Hightower o.fl. á Sumarmölinni Á fimmtudag Suðvestan 3-8 m/s, skýjað en yfirleitt þurrt um landið vestanvert, en víða bjart fyrir austan. Hiti 5 til 12 stig. Á föstudag Suðlæg átt 5-10 og rigning, en hægari austantil á landinu og yfirleitt þurrt. Fremur milt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt 3-10 m/s og víða bjart- viðri, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 3 til 13 stig. VEÐUR Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen er að mati Morgunblaðsins leik- maður 4. umferðar í Pepsi-deildinni í knatt- spyrnu en Ólafur átti fín- an leik í 4:3 sigri Stjörn- unnar gegn Þórsurum um síðustu helgi. Ólafur Karl skoraði eitt mark og lagði upp annað en hann er markahæstur í Pepsi- deildinni með fjögur mörk. »2 Ólafur Karl best- ur í 4. umferðinni Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að Rhein-Neckar Löwen undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar sé í kjörstöðu til að vinna þýska meistaratitilinn í ár en úrslitin ráðast á laugardag- inn. Löwen og Kiel eru jöfn að stig- um fyrir lokaumferð- ina. »4 Löwen í kjörstöðu, segir Alfreð Gíslason FH er eina liðið sem hefur fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna að loknum tveimur umferðum í deildinni. FH trónir á toppi deildarinnar með 6 stig eftir 2:0-sigur á ÍA í gærkvöld. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni unnu sinni fyrsta leik í deildinni í sumar með 4:0-sigri á ÍBV. Valur vann Aftureldingu, 7:0 en Breiðablik og Fylkir gerðu markalaust jafntefli. »2 FH-ingar á toppnum í Pepsi-deild kvenna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Írinn Nirbhasa Shane Magee varð í 3. sæti í 10 daga götuhlaupi í New York (The Self-Transcendence 10 days race) fyrir skömmu og fór upp um eitt sæti frá því í keppninni í fyrra. Hann flutti til Reykjavíkur í haust sem leið og æfði sig á götum borgarinnar fyrir keppnina í ár, þar sem hann hljóp 702 mílur eða sam- tals um 1.130 kílómetra. „Ég vissi af þessu hlaupi og þegar ég var í New York í viðskipta- erindum 2012 fylgdist ég með keppninni um miðnætti einn daginn, hún kveikti strax í mér og ég ákvað að taka þátt í henni að ári,“ segir Nirbhasa um þátttökuna í hlaupinu. En það er ekki hlaupið að því að hlaupa um og yfir 100 km á um 18 tímum á dag, 10 daga í röð, og sofa ekki meira en um þrjá tíma á sólar- hring. Nirbhasa segir að á þessum tíma fyrir um tveimur árum hafi hann aldrei tekið þátt í lengra hlaupi en 50 mílna hlaupi. Til að byrja með hafi hann því hugsað sér að taka þátt í sex daga keppni sem er samfara 10 daga keppninni, byrjar bara fjórum dögum síðar. „Ég byrjaði að æfa mig fyrir keppnina og eftir að hafa tekið þátt í 24 tíma hlaupi í London ákvað ég að setja stefnuna á 10 daga hlaup- ið, ákaft studdur af fjölda fólks sem sagði að það væri skemmtileg reynsla.“ Nirbhasa hefur stundað hug- leiðslu hjá Sri Chinmoy í yfir áratug og var kennt að hugleiðsla og hlaup hentuðu vel saman. „Þá byrjaði ég að hlaupa og komst að því að þetta var satt. Ég byrjaði að taka þátt í maraþoni og eitt leiddi af öðru.“ Ströndin skemmtilegust Nirbhasa vinnur við umönnun á daginn og æfir sig áður en hann fer að sofa seint á kvöldin. Hann hefur hlaupið um margar götur í Reykja- vík og finnst skemmtilegast að hlaupa með ströndinni, þar sem hann getur notið útsýnisins í leið- inni. „Þetta er góð aðferð til þess að kynnast borginni,“ segir hann. Hlauparinn byrjar æfingar frá klukkan 22 til 24 á kvöldin og hleyp- ur í tvo til þrjá tíma daglega. „Ég hleyp lengri vegalengdir um helgar og þegar ég átti 35 ára afmæli í mars hljóp ég 50 mílur, 50 hringi í kring- um Tjörnina í Reykjavík. Hver hringur í hlaupinu í New York er ein míla og því var þetta góð andleg æf- ing fyrir keppnina. Hlaupið tók um 10 tíma en þar sem þetta var afmæl- isdagurinn minn ákvað ég að njóta hans, tók mér hlé eftir 25 hringi og fékk mér pitsu.“ Langhlaupari Írinn Nirbhasa Shane Magee á ferðinni í New York. Íri búsettur á Íslandi hljóp 1.130 km og varð í 3. sæti í 10 daga götuhlaupi í New York Fékk sér pitsu í miðju hlaupi Nirbhasa Shane Magee hljóp 622 mílur eða 1.000 km í keppninni í fyrra og varð í 4. sæti af 36 kepp- endum, 20 körlum og 16 konum. Í ár tóku 36 karlar og 16 konur þátt í hlaupinu og Írinn bætti sig um 130 km og eitt sæti. „Ég er mjög ánægður með árangurinn en báðir hlaupararnir, sem voru á undan mér, hafa sigrað í lengsta keppn- ishlaupi heims, sem er 3.100 míl- ur,“ segir hann. Bætir við að það verði jafnvel á dagskrá hjá honum næsta sumar. „Hlaupið tekur 52 daga, sem þýðir um 100 kílómetra á dag,“ segir hlauparinn léttur. Lengsta keppnishlaupið VILL TAKA ÞÁTT Í 52 DAGA HLAUPI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.