Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 vegi 29, var alltaf opið hús fyrir okkur vini Steins og ekkert mál að bæta við nokkrum sísvöngum strákum í mat eða kaffi. Ég þakka fyrir tímann sem við áttum saman í öll þessi ár og stundirnar sem við vorum saman í veikindum hans þar sem við rifj- uðum upp þær dásamlegu stund- ir sem við áttum með vinum okk- ar. Það var af nógu að taka. Siglingaklúbbarnir Kópanes og Ýmir, Sjallinn, Sigtún, Klúbbur- inn og Saltstokk. Ferð með sigl- ingaklúbbnum til Glasgow. Heimsmeistaramót á Fireball í Travemünde, Smíðin á Skýja- borginni með Rúnari, bróður hans, og Binna. Þegar Steinn var kominn yfir tvítugt varð hann skyndilega mjög upptekinn og hvarf okkur vinum sínum um stund en kom svo stoltur til baka með hana Mæju sína og eftir það voru í okk- ar huga eitt Mæja og Steinn. Það kom fram hve innilega honum þótti vænt um Maju og börnin og var stoltur af þeim og gleðin hans með barnabörnin og spennan fyr- ir því sem er á leiðinni Nú er hann sestur að ekta Steinsen veisluborði, hjá mömmu sinni, pabba og Nonna, í sumar- landinu. Elsku Maja, Steinunn Dögg, Steinar Logi, Auðun, tengda- börn, barnabörn, systkini Steins og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir Stefán Hans. Kær félagi og vinur hefur kvatt okkur langt um aldur fram- .Kynni okkar hófust þegar við urðum nágrannar í Öldugötunni árið 1998. Síðan þá höfum við átt margar skemmtilegar samveru- stundir. Steinn var fagmaður í bifvéla- virkjun og einstaklega handlag- inn. Fundahöld í bílskúrnum urðu smám saman að föstum punkti í tilverunni. Þar urðu líf- legar umræður, aðrir nágrannar litu inn og tóku þátt í spjallinu. Bílskúrsfundirnir urðu að föstum lið í daglegu amstri þar sem þjóð- félagsmálin voru rædd í þaula. Það var mjög notalegt að koma til Steins. Hann var á heimavelli og alltaf boðinn og búinn til að að- stoða og veita góð ráð. Veikindi hans bar brátt að og lítill tími gafst til að átta sig á hvað væri í vændum. Ég heimsótti hann síðast á Líknardeild LSH. Við spjölluðum saman dágóða stund og m.a. um að nú yrðu engin formleg funda- höld í bílskúrsfélaginu á næst- unni. Steinn hefur nú kvatt okkur og eftir sitja minningar um góðan vin. Blessuð sé minning Steins. Elsku Ásta María. Við Sigga sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnús Heimisson. Það var mikið lán þegar Stein- sen-fjölskyldan kom inn í líf okk- ar systranna og mömmu þegar þau tóku hluta íbúðarinnar á leigu gegn því að passa mig, þá ársgamla. Sambúðin varð eins og best verður á kosið. Fyrstu ævi- minningar mínar eru tengdar máltíðum með þessari nýju fjöl- skyldu okkar, fjölskyldu sem samanstóð af þremur fullorðnum og fjórum börnum. Þeirra á með- al voru bræðurnir Rúnar og Steinn Steinsen. Við Steinn vorum yngst í hópnum, hann aðeins tveimur ár- um eldri en ég. Steinn lét sig samt hafa það að hafa mig í eft- irdragi hvert sem farið var. Eftir því sem mér var síðar sagt sýndi hann mér einstaka þolinmæði. Meðal annars skilaði hann mér og öllu okkar dóti alltaf skil- víslega heim til okkar, jafnvel þótt hann hefði slasast í leik. Samviskusamur og ábyrgðarfull- ur, strax á barnsaldri. Nokkrum árum síðar flutti Steinsen-fjölskyldan á Nýbýla- veg í Kópavogi. Tengslin rofnuðu þó ekki við það því ég fór til þeirra með strætó og sótti stíft í að leika mér heima hjá þeim. Ófáa daga dvaldi ég þar í góðu yfirlæti. Hjá Steinsen-fjölskyld- unni var nægt hjartarúm þó stundum væri þröngt setinn bekkurinn. Kópavogurinn var gósenland fyrir krakka. Þar fékk Steinn svigrúm fyrir meðfæddan fram- kvæmdakraft og vinnusemi. Allt- af var skemmtilegt í kringum Stein og systkini hans og nóg við að vera. Við byggðum kofa, smíð- uðum teygjubyssur og steyptum tindáta. Og ófáir bílar voru smíð- aðir sem síðan brunuðu með ógn- arhraða niður brekkuna við hús- ið. Steinn var sífellt að vinna eitthvað og ég naut þess ríkulega að fá að leika mér að afrakstr- inum. Á veturna renndum við okkur á sleðum eða fórum á skauta á skurðunum neðan við húsið. Alltaf brást Steinn við af ljúf- mennsku þegar ég bað hann um greiða. Og það breyttist ekki þegar árin og áratugirnir liðu og við urðum fullorðin. Ljúf- mennska og greiðvikni ein- kenndu þennan góða dreng sem nú er kvaddur allt of snemma. Elsku Maja og fjölskylda, kæru Steinsen-systkini og fjöl- skyldur, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra, missir okkar er mikill. Ástrós Arnardóttir og fjölskylda. Ekki man ég hve gamlir við Steinn vorum þegar við hittumst fyrst. Líklega fyrir minni okkar beggja, mæður okkar voru nefni- lega æskuvinkonur frá Hjalteyri og við tveir jafnaldrar, Steinn tveimur vikum eldri. Í uppvext- inum vorum við mikið samferða, þegar við vorum báðir á sama landshorninu. Ég sótti skóla á Akureyri, vann stundum á sumr- in einhvers staðar úti á landi. Steinn var í Kópavogi eins og hver annar fastur punktur í til- verunni og þangað fór ég þegar ég kom í bæinn. Í Hávamálum segir að til vina liggi gagnvegir. Þótt ég byggi í Hafnarfirði lá leiðin á Nýbýla- veginn allar lausar stundir. Þar var ævintýraland. Einskonar miðja alheimsins á meðan strákaskarinn safnaðist þar sam- an, við ærsl og leiki æskuáranna og síðar ærsl og skemmtan síð- táningsáranna. Hlé varð á samskiptum okkar Steins, langt hlé. En vinátta af þessu tagi slitnar aldrei, ekki þegar maður eins og Steinn á í hlut. Öðru hverju þurfti ég að leita til hans á því skeiði ævinnar þegar maður átti vonlausar bíl- druslur. Þá var ævinlega eins og við hefðum síðast hist í gær. Svo leið enn langur tími og við gerð- um okkur held ég báðir grein fyrir því að við vorum ekki leng- ur ungir, tókum upp þráðinn aft- ur og þá var eins og enginn tími hefði liðið. Þá hafði Steinn á orði að nú væri best að fara að leggja meiri rækt við samskiptin við vini, þar vorum við sammála, vináttan er verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað. Mér finnst jafnvel skrítið að hugsa til þess eftirá, ég held að aldrei hafi slest upp á vinskapinn á milli okkar, svo gjörólíkir sem við vorum alla tíð. Steinn fullur af óþrjótandi orku, atorkusamur og glaðsinna, ég eins og ég er, hálfgerð andstæða við hann. Þegar áfallið reið yfir, Steinn fékk þessa hörðu og óvægnu sjúkdómsgreiningu, ræddum við stundum þessa gömlu daga. Þær samræður kölluðu fram bros og hlátur, en um leið fann ég hve þakklátur hann var fyrir að geta litið yfir farinn veg sáttur við að hafa fetað farsæla leið. T.d. hafði hann sérstaklega á orði að mitt í ungæðishætti okkar, þegar ærsl- in voru hvað mest og áhyggju- leysið, hafði aldrei komið fyrir að í þessum hópi hefði nokkur okk- ar gert neitt það sem þyrfti að iðrast fyrir eða sjá eftir. Þetta var rétt og það var ekki síst hans staðfesta sem skýrir þá gæfu okkar. Ég man nokkur tilvik þegar leit út fyrir að atburða- rásin færi úr böndunum, en Steinn lempaði málin og gerði það hávaðalaust, en af djúpri al- vöru og ákveðni. Hann reyndist vera sú kjölfesta sem við hinir þurftum. Ég kveð nú mikinn vin og góð- an dreng sem af aðdáunarverðu æðruleysi tókst á við áfallið mesta nú síðustu mánuði. Og þá líka var kjölfestan góð – engar óraunhæfar grillur, en það besta gert úr því sem til var. Með óbil- andi stuðningi Maju, barnanna, fjölskyldunnar. Ég trúi að Steinn hafi vitað að hann hafði skilað dagsverki, sem hann gat verið stoltur af. Þórhallur Jósepsson. Leiðir okkar Steins lágu fyrst saman í Digranesskóla í Kópa- voginum og höfum við haldið sambandi alla tíð síðan. Við átt- um sameiginlegt áhugamál, sem var siglingar á seglbátum, og eyddum mestum hluta unglings- áranna í og á Fossvoginum. Í sameiningu og með öðrum góð- um Kópavogsbúum stofnuðum við Siglingafélagið Ými sem skyldi hafa siglingar á seglbát- um sem íþróttagrein að mark- miði. Mikill hugur var í okkur á þessum tíma og eins og fyrr sagði eyddum við mestum tíma unglingsáranna í og við Fossvog- inn ásamt stórum hópi vina og félaga. Margs er að minnast frá þessum tíma og kemur alltaf efst upp í huga minn ein sigling okk- ar Steins á „Trillunni“ sem var trilla sem hafði verið breytt í for- láta seglskútu og nýstofnað sigl- ingafélag okkar hafði fengið hana að gjöf. Í trillunni var gam- all mótor sem við höfðum átt í töluverðu basli með að halda gangandi í nokkurn tíma. Við Steinn sigldum trillunni á segl- um út Fossvoginn og Skerja- fjörðinn og vorum komnir góðan spöl út fyrir skerin á Skerjafirð- inum þegar við ákváðum að snúa við. Þegar við komum inn í inn- siglinguna á Skerjafirðinum dettur á okkur dúnalogn og trill- an missir alla ferð, Steinn fer niður og fer að reyna að koma vélini í gang en ég sat við stýrið og reyndi að halda stefnunni inn fjörðinn. Meðan við sitjum fastir þarna í innsiglingarrennunni kemur risastórt olíuskip siglandi í kjölfar okkar og við gjörsam- lega stjórnlausir og högguðumst ekki, Steinn að bjástra við vélina sem sýndi enga tilburði til að fara í gang. Olíuskipið var komið óhugnanlega nærri og mér fannst ég sjá stefnið á olíuskip- inu beint fyrir ofan mig og ennþá er Steinn pollrólegur að reyna við vélin, á elleftu stundu hrekk- ur hún í gang og gengur akkúrat nógu lengi til að við náum að koma okkur úr siglingaleið olíu- skipsins. Eins og gerist og geng- ur fækkaði samverustundunum með tímanum. Við fórum að koma okkur upp fjölskyldum, ég fluttist til Danmerkur en samt var Steinn aldrei langt undan. Steinn og Mæja heimsóttu okkur þangað 1977 og við ferðuðumst saman um Þýskaland, Sviss og Frakkland með allan viðlegu- búnað í Fiat 127. Mér var brugðið þegar ég frétti af veikindum Steins, ein- hvernveginn er maður aldrei undirbúinn undir svona fregnir. Ég heimsótti Stein fyrir 3 vikum, og þó að hann væri greinilega mikið veikur var stutt í húmor- inn hjá honum eins og venjulega. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Steini og ég á mikið og gott safn minninga frá barnaskólaárum okkar í og við Fossvoginn, úr kjallaranum við Nýbýlaveginn, unglingaferðalagi til Skotlands og svo ótal margt fleira. Ég er sannfærður um að kynni okkar gerðu mig að betri manni. Minningin um góðan fé- laga lifir áfram. Ásta María, Steinunn, Auðun og Steinarr, missir ykkar er mik- ill og ég bið almættið að veita ykkur styrk til að takast á við sorg ykkar og styrkja ykkur á erfiðum tíma. Valdimar Karlsson. „Sjáið þið hvernig hann gerir þetta, fer ekki einu sinni úr úlp- unni.“ Þannig komst einn af samstarfsfélögunum að orði eftir að hafa séð mynd af Steini sem tekin hafði verið á Djúpalónss- andi í Dritvík, Snæfellsnesi ekki alls fyrir löngu, en myndin sýnir Stein, brosandi út að eyrum, með Fullsterkan, 154 kg völu, í fang- inu og af svipbrigðum Steins á myndinni mætti halda að hann héldi á kettlingi í stað völunnar. Hvort Steinn hafði reynt sig við Hálfsterkan, 140 kg, eða Lið- leskju, 23 kg, fylgdi ekki sög- unni, en einhvernveginn er það þannig að við sem þekktum Stein vitum að hann gekk beint að Fullsterkum, en einmitt þannig var Steinn. Hann gekk teinrétt- ur í baki og jákvæður til allra starfa og átaka. Steinn var af- burða verkmaður og góður félagi hafði sterka og um leið jákvæða sýn á lífið og tilveruna og smitaði okkur hin með sér. Mannamunur var ekki til í orðabók Steins og það fundu yngri samstarfsfélag- ar fljótt sem leituðu til hans um ráðleggingar og leiðbeiningar, og skipti þá ekki máli hvor það var vinnutengt eða leiðsögn í glímunni við lífið sjálft, alltaf var Steinn til staðar. Síðustu þrír mánuðir hafa ver- ið erfiðir, það að horfa uppá bar- áttu þessa stóra og sterka manns upp á líf og dauða hefur tekið á, en að sama skapi hafa þeir verið lærdómsríkir og kennt okkur að ekki er hægt að ganga að öllu vísu í henni veröld. Það hefur gert okkur hin að betra fólki að upplifa hvernig þau hjónin, Steinn og Ásta María, hafa geng- ið í gegnum þennan erfiða tíma af æðruleysi, ást og virðingu, missir Ástu Maríu er mikill og biðjum við fyrir styrk, henni til handa. Steinn skilur eftir sig stórt og vandfyllt skarð hjá okkur sam- starfsfélögunum og minningin um hann á eftir að lifa meðal okkar um ókomna tíð. Með þessum orðum viljum við samstarfsfélagar hjá Bernhard ehf. þakka samfylgdina við Stein um leið og við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Ástu Maríu, fjölskyldunnar og að- standenda. Fyrir hönd starfsmanna Bernhard ehf., Haraldur Þorsteinsson. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Mikið elska ég þig. Ég segi Nonna Steini frá þér og ferðalögum og allt það skemmtilega og hvað þú varst alltaf hress eins og í veiðiferðinni. Sakna þín svo mikið. Guð blessi þig. Ævar Freyr. Elsku afi. Ég er svo glöð og ánægð að hafa verið afastelpan þín. Það var alltaf svo gam- an að koma í heimsókn til þín og fá að leika með þér. Þú varst alltaf tilbúinn að leika og gera eitthvað skemmtilegt. Mér fannst alltaf svo gaman þegar við fórum með þér og ömmu í sumarbústað og áttum sumarfrí saman. Ég lofa að passa ömmu vel og vera góð við hana og gera allt með henni sem við vorum vön að gera saman. Þín, Iðunn Vala. ✝ Jónína S. Sig-urjónsdóttir (Didda) fæddist í Reykjavík 9. októ- ber 1935. Hún lést á gjörgæslu Land- spítalans við Hringbraut 8. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Þóroddsson, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 1998, og Þórunn Jónína Guðrún Sigurðardóttir, f. 11.10. 1915, d. 10.9. 1985. Systur Diddu eru Sonja Hulda, f. 1943, og Hafdís Ethel, f. 1946. Börn Diddu eru 1) Sig- rún Fjóla Baldursdóttir, f. 1954, eiginmaður Guðjón Arn- ar Kristjánsson, f. 1950, börn þeirra Kristján Hrafn, f. 1974, Sveinn Geir, f. 1976, og Kol- brún Fjóla, f. 1981. 2) Sigurjón Þórir Sigurjónsson, f. 1956, eiginkona Anna Þorkelsdóttir, f. 1957, dætur hans Dagný, f. 1979, og Lena, f. 1986. 3) Oli- ver Hinrik Oliversson, f. 1958, var ættleiddur. 4) Brynjar Hildibrandsson, f. 1959, eig- inkona hans Herborg S. Sigurðardóttir, f. 1973, sonur þeirra er Helgi Karl, f. 1992. Börn Diddu og fv. eiginmanns hennar, Sveins Geirs Krist- jánssonar, f. 27.10. 1937, d. 10.9. 1986 5) Kristján Sveins- son, f. 1963, ókvæntur. 6) Þór- unn Sveinsdóttir, f. 1967, eig- inmaður Þórir Hans Svavarsson, f. 1966, börn þeirra Hulda Sif, f. 1986, Elín Sandra, f. 1988, og Þórir Örn, f. 1995. 7) Sóley Sveinsdóttir, f. 1972, eiginmaður Gísli Bald- vin Gunnsteinsson, f. 1970. börn hennar Gunnar Sindri, f. 1995, Sveinn Andri, f. 1995, Kristján Breki, f. 1999, Hera Rut, f. 2001, Heba Sif, f. 2002, Katrín Dís, f. 2004, Helga Líf, f. 2006, og saman eiga þau Rúnar Geir, f. 2013. Didda ólst upp í Fjalakettinum við Að- alstræti í Reykjavík. Eftir að hún kynntist Sveini flutti hún til Keflavíkur, fluttu þau svo þaðan í Stykkishólm 1980. Þegar Sveinn lést árið 1986 flutti hún vestur á Ísafjörð, þar kynntist hún Ólafi Eyjólfs- syni og giftu þau sig árið 2001 og voru saman til andláts hennar. Útför Jónínu fór fram frá Ísafjarðarkirkju 17. maí 2014. Elsku mamma, ég sakna þín endalaust, er samt ekki alveg að meðtaka það að þú sért farin. Þessir dagar sem við systkinin, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn sátum yfir þér á gjör- gæslunni eru einhvern veginn svo fjarlægir. En samt svo stutt síðan. Þegar við Þórir komum svo hingað heim til þín þá var eins og þú hafir bara skroppið út í búð. Og nú sit ég hér heima hjá þér og Óla og er ekki enn að skilja þetta. Síðustu dagar búnir að vera frek- ar óraunverulegir og trúlega á maður eftir að vakna upp við slæman draum fljótlega. En ég er ekki alveg að skilja hvernig lífið getur verið án þín í okkar tilveru. Nógu var erfitt að takast á við það þegar pabbi féll frá 1986. En vona að þér líði vel og þú sért á góðum stað í faðmi látinna ástvina. Elska þig endalaust. Ef ég væri fugl og gæti flogið myndi ég fljúga til þín og taka þig með mér til tunglsins. Missirinn er sár. Ef ég ætti eina ósk, myndi ég óska mér þig aftur til mín, svo þú gætir lifað lífinu eins og þú hefðir kosið. Ef þú finnur þig knúna að koma aftur til mín. Birstu mér í draumi og segðu mér að þér líði vel. (Vjofn) Þórunn (Tóta). Jónína Sigríður Sigurjónsdóttir Það er komið að kveðjustund en ekki óraði mig fyr- ir því, þegar Elsa heimsótti mig í byrjun apríl, að þetta væri síðasta heimsókn hennar. Elsa hefur verið svo lengi hluti af minni fjölskyldu, en ég var aðeins fimm ára þeg- ar hún og Friðgeir, föðurbróðir minn, hófu sambúð. Allt frá þeim tíma er hún flutti á Eski- fjörð hafa kynni okkar verið mér mikils virði. Sem barn sótti ég mikið til Elsu og eftir að ég varð eldri og flutti frá Eskifirði hafa samskipti okkar haldist. Fyrstu árin hennar á Eskifirði var heimili þeirra Friðgeirs í sama húsi og for- eldra minna og ömmu Krist- rúnar. Á þessum tíma tók ég miklu ástfóstri við Elsu enda var hún barngóð og góður fé- lagi. Elsa var bóngóð og lét allt eftir mér og hún hafði skemmtilega frásagnarhæfi- leika, góðan húmor og sagði skemmtilega frá. Elsa var mik- Elsabet Jónsdóttir ✝ Elsabet Jóns-dóttir fæddist 25. maí 1933. Hún lést 24. apríl 2014. Útför Elsabetar fór fram 2. maí 2014. il hannyrðakona, prjónaði fallegar flíkur sem margir hafa notið góðs af. Hún las mikið og hafði sérstakt yndi af góðum bókum. Þær eru orðnar margar, heimsókn- irnar okkar Braga til hennar á Eski- fjörð, og alltaf kom hún til okkar þegar hún kom suður. Elsa og Frið- geir voru samrýnd hjón og barnahópurinn varð stór. Frið- geir stundaði lengst af sjó- mennsku á togurum frá Eski- firði og var oft fjarverandi af þeim sökum. Á herðum Elsu hvíldi heimilið og uppeldi barnanna. Eftir að Friðgeir lést, í ársbyrjun 1999, bjó Elsa ein í húsinu þeirra á Eskifirði. Þótt börnin væru öll flutt á suðvesturhluta landsins vildi hún vera áfram á Eskifirði. Stuðningur góðra nágranna varð henni því mikils virði. Ég vil að lokum þakka Elsu fyrir allt það ástríki sem hún sýndi mér alla tíð, minning um hana verður mér alltaf mikils virði. Við Bragi vottum börnum hennar og öðrum afkomendum innilega samúð. Auður Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.