Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
E
N
N
E
M
M
/
N
M
6
2
6
0
5
Sjáðu og heyrðu Turiya eftir Högna
Egilsson í miðbænum og
á siminn.is/listahatid
Síminn fagnar Listahátíð í Reykjavík og gerir
öllum kleift að fylgjast með flutningi Högna
Egilssonar á tónsmíð sinni Turiya í beinni
útsendingu. Verkið verður meðal annars flutt
með kirkjuklukkum í miðborginni.
Bein útsending frá Tjörninni í Reykjavík hefst
kl. 17.30 fimmtudaginn, 22. maí
Komdu og fylgstu með flutningi Högna Egilssonar
eða njóttu hans í tölvunni eða snjalltækinu
á stærsta farsímaneti landsins.
ding frá opnunarverki
r Reykjavíkur
Fyrir tæplega ári varð árekstur á
milli tveggja báta í góðu veðri á
Breiðafirði og komst rannsóknar-
nefnd sjóslysa að þeirri niðurstöðu
að áreksturinn mætti rekja „til
skorts á varðstöðu um borð í Sæ-
rifi“.
Í skýrslu rannsóknarnefndar sjó-
slysa kemur fram að Fjóla SH hafi
verið við veiðar á makríl með hand-
færum á Breiðafirði á áttunda tím-
anum kvöldið 22. júlí í fyrra. Særif
SH hafi verið á siglingu á svipuðum
slóðum á sama tíma. Báðir bátarnir
hafi verið á siglingu í svipaðri
stefnu þegar Fjóla hafi hægt ferð-
ina og beygt á stjórnborða í átt að
makríltorfu. Særif hafi verið um
400 til 500 metra á eftir Fjólu.
„Þegar beygju Fjólu á stjórnborða
lauk var færunum rennt og þau hífð
einu sinni og þá stöðvaði skipstjóri
ferðina. Þegar skipstjóri Fjólu sá
engin viðbrögð til stefnubreytingar
hjá Særifi þá bakkaði hann til að
reyna að forða árekstri,“ segir í
skýrslunni.
Særif var á 9,5 hnúta siglingu og
var stýrt með sjálfstýringunni.
Skipstjórinn var að færa inn í afla-
dagbókina og sagðist hafa átt í erf-
iðleikum með að sjá á tölvuskjáinn.
Hann hafi vitað af Fjólu sem hafi
virst „sikk-sakka út um allan sjó“.
Áreksturinn var þannig að Særif
rakst með stefni og bakborðsbóg á
veiðarfæri Fjólu og hafnaði síðan á
stjórnborðsbóg bátsins. Bátarnir
héngu saman á veiðarfærunum þar
til þeir voru losaðir í sundur og
þeim siglt til Rifshafnar eftir að at-
vikið hafði verið tilkynnt.
Morgunblaðið/Alfons
Særif SH 25 Þetta er 15 tonna yfirbyggður plastbátur smíðaður 2005.
Ásigling rakin til
skorts á varðstöðu
Árekstur á Breiðafirði í góðu veðri
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Framkvæmdir hér á Borgarfjarðar-
brúnni ganga vel og ökumenn eru þol-
inmóðir. Við höfum líka stillt þessu
dæmi þannig upp að verkinu sé lokið
áður en sumarumferðin hefst um 15.
júní,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson
brúarsmiður.
Þessa dagana er unnið að viðgerðum
á Borgarfjarðarbrú. Höf brúarinnar
eru alls þrettán og hvert þeirra 40
metrar. Síðustu sumur hefur yfirlag
brúargólfsins í hverju hafinu á fætur
öðru verið brotið upp og ný steypa lögð
þar á. Á síðustu tveimur árum hafa sex
höf verið tekin svona. Byrjað var vest-
anmegin og nú eru menn komnir út á
miðja brú. „Á nánast hverju ári síðan
1998 hafa verið teknir áfangar í viðhaldi
brúarinnar,“ segir brúarsmiðurinn.
Þrjár vikur með hvora rein
Sá háttur var hafður á brúarbótum
nú að fyrst var syðri akreinin tekin.
Framkvæmdum þeim megin lauk í
fyrradag og þá var farið á þá nyrðri.
Meðan á þessu stendur er umferðinni
stýrt, opið er til hvorrar áttar 2 til 3
mínútur í senn. Því er breytt eftir atvik-
um, svo sem að síðdegis á föstudögum,
þegar margir eru á leiðinni út á land er
umferð til vesturs gefinn lengri tími og
svo öfugt í eftirmiðdaginn á sunnudög-
um.
„Við erum um þrjá vikur með hvora
rein; fyrst að brjóta gólfið upp og svo
leggja sérherta steypu í. Og við höfum
svo sem gert þetta áður, þetta eru
þrælvanir strákar,“ segir Sigurður
Hallur sem er verkstjóri brúarvinnu-
flokks Vegagerðarinnar sem gerður er
út frá Hvammstanga.
Mörg verkefni framundan
„Verkefnin framundan eru fjöl-
mörg. Þegar þessu lýkur förum við í
verkefni í Þingeyjarsýslum og svo þarf
að snara upp brúm á Svartá í Skaga-
firði og Geitá í Borgarfirði á leiðinni
upp að Langjökli,“ segir Sigurður
Hallur, sem hefur verið í brúarvinnu
frá árinu 1981 og eftir þann tíma sér
verkanna víða stað.
Bæta brúarhöfin með
enn sterkari steypu
Viðgerðir á Borgarfjarðarbrú Steypt og bætt frá 1998
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður á vettvangi. Brúar-
gólfið er hoggið upp og ný steypa lögð í. Ein akrein opin og umferð stýrt.
Mikil umferð
» Borgarfjarðarbrúin er önnur
lengsta brú landsins, er 520 m.
» Að jafnaði fara 3.355 bílar á
dag veginn við Hafnarfjall,
skammt frá Borgarfjarðarbrú.
Gefur það vísbendingu um um-
ferðarþunga. Í fyrra fóru flestir
bílar þessa leið hinn 3, ágúst,
það er um verslunarmanna-
helgina, alls 8.361. Bílarnir
voru fæstir 5. mars, 304.