Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 ✝ Gunnur Elísafæddist á Ísa- firði 31. mars 1980. Hún lést 10. maí 2014 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hennar eru Kristlaug Björg Sigurðardóttir, f. 2. janúar 1963 og Sím- on Elí Teitsson, f. 8. maí 1962. Þau slitu fljótt samvistir. Kristlaug giftist Stefáni Ingólfssyni, f. 7. okt. 1947, sem gekk Gunni í föður- stað. Hún ólst upp með þeim í Bolungarvík til 16 ára aldurs en þá fluttust þau á Djúpavog. Það- an lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún nam við Lýðskólann og seinna tók hún nám í snyrti- fræðum. Systkini hennar í móð- urætt, börn Kristlaugar, eru Sig- urður Anton, f. 18. mars 1981, Auðbjörg Elísa, f. 14. mars 1983, Kristín Halla, f. 27. desember 1985, og Stefán Ólafur, f. 31. ágúst 1989. Systkini henn- ar í föðurætt, börn Símonar, eru Díana Margrét, f. 22. ágúst 1983, Teitur Már, f. 23. nóv. 1985, Ingvar Freyr, f. 17, júní 1990, og Salbjörg Rós, f. 25. maí 1994. Gunnur giftist Davíð Karli Sigursveinssyni, f. 7. jan. 1978. Börn þeirra eru Alexander Bjarmi, f. 23. janúar 2000, Daníel Snær, f. 20. apríl 2001, og Embla Júlía Mjöll, f. 16. mars 2009. Gunnur hreifst af starfi víkinga og þegar hægði á í erlinum við rekstur heimilisins lagði hún sitt lið meðal góðra vina í flokki Ein- herja í Reykjavík. Útför Gunnar Elísu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 21. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku fallega Gunna mín, núna kveð ég þig í hinsta sinn. Ég mun alltaf eiga þær minn- ingar sem við áttum saman, sér- staklega síðustu heimsóknina. Þú varst alltaf svo hress og kát og vildir allt fyrir mann gera ef þú gast, alveg sama hvað það var. Hvort sem það var bara eitt lítið knús eða splæsa á mann pylsu. Krakkarnir þínir voru heppnir að fá að eiga þig sem móður, systkini þín sem systur, foreldrar þínir sem dótt- ur og ég sem frænku. Eitt vil ég bara segja þér, Gunna mín, takk fyrir að vera alltaf þú, með þitt stóra hjarta. Ég mun alltaf elska þig og mun sakna þín endalaust, yndislega frænka mín. Nú kveð ég þig með sökn- uði, en ég veit að þú ert í góðum höndum þar sem þú ert núna. Góða nótt. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (Höf. ók) Elínborg Ósk Þórðardóttir. Tengdadóttir okkar, Gunnur Elísa, er látin, nýlega orðin 34 ára. Gunnur var öflugur liðsmaður og gekk að hverju sem var. Á síð- ustu árum starfaði hún með vík- ingaklúbbi og síðla í febrúar kom hún heim úr för á víkingahátíð í York á Englandi í boði víkinga- klúbbs þar í borg. Hún var nokk- urn veginn eins og hún átti að sér að vera í fimm ára afmæl- ishófi Emblu þann 17. mars. Um nóttina var hún flutt á bráða- móttökuna með mikil krampa- flog. Fljótlega kom í ljós að hún hafði illvígan vágest í heilanum, Gliomatosis Cerebris, sem engin lækning þekkist við. Það tók orku þessarar kraftmiklu konu sjö vikur að fjara svo út að loks varð ekki lengra haldið. Hún naut nærveru fjölskyldu og vina og alveg sérstaklega móður sinn- ar, systur og ömmu allt til hinstu stundar og frábærrar aðstoðar og hlýhugar hjúkrunarfólks á B2 á Borgarspítalanum og á líkn- ardeild Landspítalans. Gunnur kaus að fá vísur í gestabókina sína: Við heilsumst öll við hjúkrabeðinn þinn sem hér ert umlukt mengi góðra vina við horfum til og heiðrum veginn þinn með hjartans þökkum fyrir samfylgdina. Í hugann kemur handavinna Gunnar, sem fylgir tengdapabb- anum á ferðalögum. Það er sér- staklega hannað úrvalsteppi. Eftir eina kaldviðrisnótt í Nýja- dal varð til þessi morgunvísa: Rjúki fold við reginstig og rofni himins brunnar þá er ljúft að leggj’á sig leynivopnið Gunnar. Innilegt samúðarstreymi okk- ar til Davíðs, sonar okkar, og barnanna, Alexanders Bjarma, Daníels Snæs og Emblu Júlíu Mjallar, til allra ættingja þeirra og Gunnar fjölmörgu vina og kærar þakkir til þess óþreytandi starfsfólks Landspítalans sem annaðist hana. Fæðing, lífið, ævintýrið – uns opnum brám er loksins aftur strokið markar ramma alls vors ævibruns – eilífð drottningar er þar með lokið. Ragna Freyja Karlsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson. Það er alltaf sárt að sjá á bak fólki í blóma lífsins. Gunna Lísa var barn að aldri þegar við kynntumst. Allar götur síðar lágu leiðir okkar saman þar til hún yfirgaf þennan heim, allt of ung. Gunna mín var listakona sem fegraði lífið með stórkostlegum hannyrðum sínum, hafði þá náð- argáfu úr móðurætt sinni. Fátt fannst henni skemmtilegra en að undirbúa komu jólanna. Allt varð fínt eins og í ævintýralandi jóla- barnsins. Það var eitthvað svo yndislegt að hringja í þessa elsku í október og heyra glað- lega frásögnina af því að hún væri að skreyta, baka, skrifa kortin og meira að segja pakka in jólagjöfunum. Hún átt bara eftir að setjast niður með elsku- legu börnunum sínum til að skreyta sjálft jólatréð. Það var ómetanlegt og smitandi að fá frá henni kraftinn og gleðina til að halda áfram í amstri skammdeg- isins. Gunnu lá á, hún var alltaf að flýta sér, það var eins og hún hefði vitað að jarðvist hennar yrði stutt og margt var sem hana langaði að gera. Við hjónin erum svo lánsöm að eiga nokkuð af glæsilegu handverki hennar, muni sem gleðja og veita hlýju inn í hvern dag. Síðustu vikur voru Gunnu og fjölskyldu hennar mjög erfiðar en valkyrjan bugaðist ekki, held- ur mætti örlögum sínum með fullri reisn og djörfung. Gunna Lísa, þú skilur eftir svo mikla fegurð í hjarta okkar sem eftir erum, fegurð minninganna um góða stelpu. Við erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Hvíldu í friði, elsku Gunna mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Sigurbjörg (Silla). Kæra vinkona Hér sit ég eftir að hafa lesið dánartilkynninguna um þig og vil ekki trúa því að þetta sé okk- ar vinkonuendir. Þessi veikindi tók fljótt af, kannski sem betur fer, því þú hataðir að vera lasin. Vildir bara vera hamingjusöm, kát og alltaf hafa nóg að gera. Þú sinntir heimilinu þínu af mik- illi samviskusemi og vildir alltaf vera að laga það og bæta og allt- af fórstu aðeins framúr þér. Við vorum búnar að bralla svo mikið saman og skemmta okkur — og margt meira á dagskránni. Allavega, við frestum því þá bara þangað til að við hittumst næst. Takk fyrir alla rúntana niður Laugaveginn með tónlistina í botni, fyrir öll kvöldin sem við dönsuðum af okkur skóna, Te- nerifeferðina 2007 og allt hitt sem við erum búin að bralla saman. Ég sakna þín óendanlega mikið. Vertu frjáls, vinkona. Fljúgðu — fljúgðu. Sendi Davíð og krökkunum, fjölskyldunni og öðrum vinum mínar innilegu samúðarkveðjur. Ágústa Nellý Hafsteinsdóttir. Gunnur Elísa Stefánsdóttir ✝ Anna MargrétCortes var fædd í Reykjavík 18. ágúst 1921. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 12. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Björg Zoëga Cortes, fædd í Reykjavík 1885, dáin 1960 og Ema- núel R.H. Cortes, yfirprentari í Gutenberg, fædd- ur í Stokkhólmi 1875, dáinn í Stokkhólmi 1947. Anna Margrét var yngst barna þeirra hjóna og síðust til að kveðja þennan heim. Systkini hennar voru: Thor Emanúel Cortes, prentari, fæddur 1910, dáinn 1974, Gunn- ar Jóhannes, læknir, fæddur 1911, dáinn 1961, Emma Magdalena, fótaaðgerðafræð- ingur, fædd 1912, dáin 2007, Axel Hermann, myndfaldari, fæddur 1914, dáinn 1969, Carl Torfi, fæddur 1916 og dáinn sama ár. Óskar Torfi, fiðluleik- hjá Andrési á Laugavegi 3. Seinna á ævinni starfaði hún í nokkur ár sem dagmóðir. Anna Margrét og Stefán eignuðust tvær dætur. Sú eldri er Björg Cortes Stefánsdóttir, BA, kenn- ari, f. 2.9. 1947, eiginmaður hennar er dr. Halldór I. Elías- son, stærðfræðingur, f. 16.7. 1939, prófessor emeritus. Börn þeirra eru: a) Stefán Valdimar, f. 8.12. 1968, stúdent frá MR, starfar hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, b) Dr. Anna Margrét Halldórsdóttir, sér- fræðilæknir hjá Blóðbankanum, f. 18.9. 1973, eiginmaður henn- ar er dr. Haraldur Darri Þor- valdsson, tölvunarfræðingur, f. 27.10. 1973. Börn þeirra eru: Halldór Alexander, f. 2001, Jök- ull Ari, f. 2003 og Hugrún Eva, f. 2007. C) Steinar Ingimar Hall- dórsson, f. 13.5. 1975, bygg- ingaverkfræðingur, kvæntur Xue Li, BA í alþjóðaviðskiptum og íslenskunema við HÍ, f. 23.12. 1978. Yngri dóttirin er Steinunn Guðbjörg Stefáns- dóttir, f. 28.10. 1951, fulltrúi á auglýsingadeild Ríkisútvarps- ins. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Laugarneskirkju, í dag, 21. maí 2014, og hefst at- höfnin klukkan 13. ari, fæddur 1918, dáinn 1965. Að lok- inni hefðbundinni skólagöngu hóf Anna Margrét störf við afgreiðslu hjá Klæðaverslun Andrésar Andr- éssonar þar sem hún kynntist Stef- áni Valdimar Þor- steinssyni, feld- skera, sem einnig starfaði þar. Stefán fæddist 2. júní 1919 á Bakka í Bakkafirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Valdimarsson, bóndi á Bakka, fæddur 1887, dáinn 1950 og Steinunn Guðbjörg Stefáns- dóttir frá Viðvík, fædd 1890, dáin 1922. Anna Margrét og Stefán giftust 1946 og voru í af- ar farsælu hjónabandi þar til Stefán lést 30. október 2012. Lengst af var Anna Margrét heimavinnandi húsmóðir en vann um tíma í Sælgætisgerð- inni Freyju og einnig við af- greiðslustörf í herradeildinni Móðir okkar, Anna Margrét Cortes, lést mánudaginn 12. maí, á 93. aldursári. Mamma var sannkölluð Reykjavíkurmær, fædd í Reykjavík 18. ágúst 1921 og bjó þar allan sinn aldur. Það er ljúft nú, þegar mamma hefur lokið sinni lífsgöngu, að eiga margar góðar minningar henni tengdar og minnast um leið löngu liðinna samveru- stunda. Mamma bar með sér sérstakan andblæ reisnar og lífs- gleði, enda tápmikil og hraust alla tíð. Hún var glaðlynd að eðl- isfari, kjarkmikil og áræðin og hreinskiptin í allri framgöngu. Allir þessir góðu eiginleikar áttu eftir að nýtast henni vel á lífs- leiðinni. Mamma ólst upp í stórum systkinahópi. Systkinin voru sex talsins, mamma var yngst. Hún átti eina systur, Emmu, og fjóra bræður, þá Gunnar, Thor, Axel og Óskar. Það var mjög kært á milli systkinanna, og fjölskyldu- böndin sterk. Á heimili foreldra okkar bjó einnig móðuramma okkar, Björg. Þær mæðgur áttu vel skap saman og gátu hlegið innilega að sömu hlutunum og gæddu þannig oft gráan hvers- dagsleikann lífi. Mamma var heimavinnandi húsmóðir að þeirra tíma hætti og það var ekki fyrr en seinna á ævinni að hún fór að vinna með heimilinu. Pabbi vann fyrir heimilinu sem feldskeri og klæðskeri, oft lang- an vinnudag. Heimilislífið ein- kenndist af vinnusemi því þær mæðgur, mamma og amma, voru báðar myndarlegar í höndunum, saumavélin var óspart notuð, auk þess sem amma prjónaði, mamma saumaði út í púða, dúka, myndir og heilu veggteppin sem prýddu heimilið. Mamma og pabbi voru afar samrýnd og samtaka um að hlúa að fjölskyld- unni, og nutu þess að skapa hlý- legt og menningarlegt heimili þar sem bækur, fallegar myndir á veggjum, fallegt handverk og tónlist var í hávegum haft. Þau keyptu píanó á heimilið á fyrstu búskaparárunum, enda var mamma mjög músíkölsk og spil- aði stundum eftir eyranu en ann- ars tóku gestir og gangandi í hljóðfærið sem gerði heimilislífið líflegt og skemmtilegt. Þær mæðgur höfðu líka gaman af að halda boð, og minnisstæð eru jólaboðin fyrir stórfjölskylduna sem haldin voru á heimili for- eldra okkar. Sambýlið við ömmu var afar ánægjulegt og gefandi fyrir alla í fjölskyldunni. Emma, systir mömmu, sem var ógift, var sjálfsagður gestur á öllum stórhátíðum og afmælum og dagsdaglega voru þær systur í góðu sambandi. Á sínum yngri árum var mamma í fimleikum hjá fimleikadeild Ármanns, og var í sýningarflokki félagsins, enda bar hún sig vel alla tíð, bein í baki og frjálsleg í fasi. Þegar við systurnar vorum vaxnar úr grasi og barnabörnin komu til sögunnar hófst nýr kafli í lífi mömmu og pabba. Barnabörnin, þau Stefán, Anna Margrét og Steinar, voru þeirra gimsteinar og vildu afinn og amman allt fyr- ir þau gera. Fylgdust af áhuga með uppvexti þeirra og tóku virkan þátt í uppeldinu. Stund- um fylgdust þau vel með úr fjar- lægð, þ.e. þegar Björg var bú- sett erlendis með fjölskyldu sinni. Við systurnar erum óendan- lega þakklátar fyrir þá um- hyggju og kærleika sem mamma sýndi okkur alla tíð. Hvíl í friði, elsku mamma, Minning þín mun lifa í huga okkar og hjarta. Björg og Steinunn. Tengdamóðir mín, Anna Mar- grét Cortes, er látin. Kynni mín af Önnu, sem voru bæði löng og góð, höfðu varað í 44 ár. Þau koma sterkt upp í huga minn nú og munu lifa í minningunni. Hún og Stefán, eiginmaður hennar, sem lést 2012 reyndust okkur hjónum farsælir förunautar í líf- inu. Fyrir það er ég þakklátur og er viss um að lífskraftur hennar og gleði mun fylgja okk- ur áfram. Börnin okkar Bjargar hændust alla tíð að ömmu sinni og afa og sóttust eftir að vera hjá þeim. Amman og afinn munu einnig lifa í minningu þeirra. Megi hún hvíla í friði. Halldór I. Elíasson. Nú hefur amma á Silfurteign- um kvatt okkur. Blessuð sé minning hennar. Þegar við systkinin uxum úr grasi var allt- af mikil tilhlökkun að koma í helgarheimsókn til ömmu, afa heitins og Steinunnar frænku enda einkenndist heimili þeirra samtímis af gleði og ró. Gjarnan var tekið í spil eins og Ólsen Ól- sen eða lönguvitleysu, en amma hafði alltaf gaman af spilum og spilaköplum. Hún átti líka stór púsluspil sem við fengum að hjálpa til við að setja saman. Á meðan við gleymdum okkur í leikjum fór amma gjarnan inn í eldhús og hóf bakstur. Amma kunni svo sannarlega að baka og erum við ekki hissa á að klass- íska brúntertan hennar er uppá- haldskaka barnabarnabarnanna. Þegar amma tók sér hvíld frá húsverkum kom hún sér mak- indalega fyrir í uppáhaldsstóln- um í stofunni og tók sér annað hvort krossgátu í hönd eða skáldsögu. Ósjálfrátt pössuðum við að hafa hægara um okkur og fórum gjarnan út í garð að leika. En við tókum eftir að amma hafði alltaf augun á okkur. Hjá ömmu og afa fundum við alltaf öryggi og hlýju og þeim var alltaf svo annt um að okkur liði vel og gengi vel. Þegar við dvöldumst erlendis með foreldr- um okkar var alltaf gaman að fá póstsendingarnar frá ömmu og afa. Hugur þeirra var alltaf hjá okkur og þau vissu upp á hár hvers við systkinin söknuðum að heiman. Þó amma væri hæglát var hún sterkur persónuleiki og kraftmikil. Líkt og gilti um margar stúlkur þeirra tíma fékk amma ekki tækifæri til þess að ganga menntaveginn þó hugur- inn stæði til frekara náms. Þó hún væri almennt sátt við sitt hlutskipti í lífinu nefndi hún stundum að hún hefði gjarnan viljað læra meira og fannst henni hjúkrunarstarfið spennandi. Hefði hún án efa sómt sér vel í því hlutverki eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Heim- ilið varð hennar vettvangur, en hún starfaði þó sem dagmóðir um nokkurt skeið og hafði ánægju af. Þær eru svo margar ljúfu minningarnar um ömmu og við- horf hennar til lífsins hafði djúp- stæð áhrif á okkur. Glaðlyndi einkenndi hana, enda sjáum við hana fyrir okkur brosandi og oft- ast raulaði hún eða blístraði lag- stúf við dagleg störf. Hún kenndi okkur að bera virðingu fyrir öll- um og mátti aldrei heyra nein blótsyrði eða illt umtal. Einnig lærðum við af henni að njóta líð- andi stundar og að meta friðinn sem fallegt og snyrtilegt heimili hefur að bjóða. Hvíl þú nú í friði, elsku amma. Minning þín mun fylgja okkur um alla framtíð. Barnabörnin þín, Stefán, Anna Margrét og Steinar. Anna Margrét Cortes Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.