Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 KOMDU ÞÉR AF STAÐ! SUMAR 2014 SPORTÍS HLAUPAFATNAÐUR OG HLAUPASKÓR Í MIKLU ÚRVALI MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst alltaf best að semja textana við drög að tónlistinni til þess að hafa einhvern ytri ramma. Því stemningin í lögunum hefur mikil áhrif á textagerðina mína,“ segir Jóhannes Birgir Pálmason, forsprakki hljómsveitarinnar Epic Rain sem nýverið sendi frá sér breiðskífuna Somber Air. Á plöt- unni er að finna átta frumsamin lög eftir hljóm- sveitarmeðlimi, en Epic Rain skipa, auk Jó- hannesar sem syngur, hljóðblandar og semur alla textana, þeir Bragi Eiríkur Jó- hannsson söngvari og gítarleikari, Stefán Ólafsson píanóleikari og Guðmundur Helgi Rósuson gít- arleikari. Á plötunni leggja sveit- inni lið þeir Roland Hartwell á fiðlu og víólu, Richard Korn á kontra- bassa og Magnús Elías Tryggvason á trommur auk þess sem Elín Ey- þórsdóttir, Ingunn Erla Bóadóttir og Rachel Langlais eru gesta- söngkonur. „Tónlistin okkar er fremur hrá og raddir okkar Braga djúpar og hrjúfar og þess vegna finnst okkur mikilvægt að fá kven- legt mótvægi.“ Allt leyfilegt í Frakklandi Hálft annað ár er síðan Epic Rain sendi frá sér sína síðustu plötu, Elegy, og því liggur beint við að for- vitnast um hvað sveitin hafi verið að fást við í millitíðinni fyrir utan að undirbúa nýja plötu. „Við erum búnir að vera að spila víða um Evr- ópu, bæði á tónlistarhátíðum og tón- leikum,“ segir Jóhannes og dregur ekki dul á að heitustu aðdáendur sveitarinnar séu á meginlandinu. „Mér finnst það frekar regla en hitt að íslenskar hljómsveitir séu eft- irsóttari erlendis en hérlendis,“ seg- ir Jóhannes og tekur fram að sér finnist hentugra fyrirkomulagið er- lendis þar sem tónleikar byrji kl. 20 en ekki kl. 23 eins og hérlendis. „Það er allt öðruvísi og skemmti- legra andrúmsloft á tónleikum úti, en íslenskir tónleikagestir mæta iðulega mjög seint á tónleika og eru í meira djammstuði.“ Aðspurður hvaða land sé í mestu uppáhaldi þegar kemur að tónleikahaldi stendur ekki á svari hjá Jóhannesi: „Það er Frakkland og þar hafa við- tökur alltaf verið gríðargóðar. Tón- listin okkar virðist virka mjög vel þar,“ segir Jóhannes og tekur fram að þar virðist allt leyfilegt. Erfitt að skilgreina tónlistina „Í viðtölum úti erum við oft spurðir að því hvernig við skil- greinum tónlist okkar og ég hef enn ekki fundið almennilegt svar við því. Það eru svo margir þættir og tónlistartegundir sem blandast sam- an í tónlist okkar og því erfitt að finna eitthvert eitt orð sem skil- greinir það,“ segir Jóhannes og tek- ur fram að stíll hljómsveitarinnar mótist af ólíkum bakgrunni hljóm- sveitarmeðlima. „Bragi er með bak- grunn í blús og fólk-tónlist. Við Stebbi ólumst meira upp við hipp- hopp og raftónlist. Gummi hlustaði frekar á blús og gamalt djassstöff,“ segir Jóhannes og tekur fram að helst megi lýsa tónlist sveitarinnar sem dimmri og drungalegri. „Enda finnst mér mikilvægt að mynda ein- hvers konar mótvægi við allt létt- metið. Persónulega finnst mér þyngri tónlist skilja meira eftir við hlustun.“ Hreinlega verður að semja Að sögn Jóhannesar snýr næst- algengasta spurning erlendra blaðamanna að því hvort íslenska náttúran hafi mikil áhrif á tón- sköpun sveitarinnar. „Ég held að öll íslensk bönd séu spurð að þessu. Satt að segja hef ég aldrei pælt í því hvort náttúran hafi einhver áhrif. Maður er svo vanur að hafa hana í kringum sig að maður tekur ekki eftir henni, en kannski hefur hún ómeðvitað áhrif,“ segir Jóhannes og bendir á að textar hans vísi fremur í borgina en náttúruna. „Ég skrifa sögur um fólk og aðstæður í borg- inni, en ég er mjög forvitinn um náungann.“ Spurður hvort auðvelt sé að finna sér tíma til að skrifa texta og semja tónlist samhliða tónleikahaldi og vinnu svarar Jóhannes því játandi. „Maður finnur sér alltaf tíma. Ég ákveð samt aldrei hvenær ég ætla að skrifa eitthvað, heldur kemur efnið einfaldlega til mín og þá hreinlega verð ég að setjast niður og skrifa. Þetta er því meira af þörf heldur en planlagt.“ Inntur eftir því hvað sé fram- undan hjá Epic Rain segir Jóhannes að Somber Air sé væntanleg á vínyl í 100 eintökum þar sem listamenn frá Möller Records á borð við Steve Sampling, Futurgrapher, Orang Volante, Ambátt, Thiz One og Bistro Boy munu endurhljóðbanda plötuna. „Í nóvember verðum við með stóra tónleika í Caen í Frakklandi, en tónleikastaðurinn tekur um 750 áhorfendur. Kannski má segja að tónleikarnir séu frekar eins og leik- sýning, því við verðum með leik- mynd, búninga, leikmuni, ljós, sjö manna band, franskan strengja- kvartett og leikara sem miðla tón- listinni með okkur,“ segir Jóhannes og tekur fram að á efnisskránni verði lög bæði af Somber Air og Elegy. Að sögn Jóhannesar eru fleiri en íburðarminni tónleikar á dagskránni í Frakklandi í ágúst og september, auk þess sem til stendur að finna tíma fyrir útgáfutónleika plötunnar hérlendis. Þyngri tónlist skilur meira eftir  Epic Rain sendir frá sér plötuna Somber Air og hyggur á endurhljóðblöndun hennar  Skipuleggur umfangsmikla tónleikasýningu í Frakklandi í árslok Drungi Bragi Eiríkur Jóhannsson og Jóhannes Birgir Pálmason flytja lögin sem þykja býsna drungaleg og dökk. Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar, Himnastigatríóið, held- ur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20.30 til heiðurs söngkonunni Billie Holiday en hún hefði orðið 99 ára 7. apríl sl. Á efnisskrá verða lög sem Holiday hljóðritaði og tengjast henni sterklega. Tríóið skipa auk Sigurðar þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontrabassaleik- arinn Lennart Ginman en hann kemur hingað til lands sérstaklega vegna þessara tónleika. „Tríóið er stundum kennt við sinn fyrsta disk; Himnastigann sem kom út árið 1999 og fékk frábæra dóma,“ segir m.a. í tilkynningu. Miða má nálgast á midi.is og við innganginn. Himnastigatríóið Sigurður Flosason, Lennart Ginman og Eyþór Gunnarsson. Tónleikar til heið- urs Billie Holiday Út er kominn hljóðdiskurinn Söngvar hnúfubaksins sem byggist á rannsóknum Eddu Elísabetar Magnúsdóttur á hljóðnotkun hvala við Íslandsstrendur, er hún stund- aði í doktorsnámi sínu við HÍ. Neð- ansjávarupptökurnar eru frá þriggja ára tímabili. „Hnúfubaks- tarfar eru með sanni söngvarar hafsins en hægt er að greina lög, sem þeir nota til þess að laða að maka og halda öðrum karldýrum frá, á fengitímanum,“segir m.a. í tilkynningu. Diskurinn er einnig fá- anlegur á ensku og nefnist þá Songs and Sounds of the Icelandic Humpback whale. Söngvar hnúfu- baksins gefnir út Dansk-íslenskur djasskvartett Richards Andersson kontrabassa- leikara heldur þrenna tónleika á Ís- landi á næstu dögum. Fyrstu tón- leikarnir verða á morgun, fimmtudaginn 22. maí kl. 21 á kaffi- húsinu Bryggjunni í Grindavík. Laugardaginn 24. maí kl. 21 leikur kvartettinn á Hendrix í Reykjavík og sunnudaginn 25. maí kl. 15 á Kex hosteli í Reykjavík. Kvartettinn skipa auk Andersson Danirnir Simon Krebs á gítar og Rasmus Schmidt á trommur auk Ís- lendingsins Agnars Más Magnús- sonar á píanó. Samkvæmt tilkynningu frá lista- mönnunum er tónlistin á tónleik- unum samin af Richard Andersson og Simon Krebs. Hún mun vera inn- blásin af nútímadjassi New York borgar ásamt tilfinningu tvímenn- inganna fyrir norrænum djass- hljóm. Niðursokknir Gítarleikarinn Simon Krebs, trommuleikarinn Rasmus Schmidt og bassaleikarinn Richard Andersson eru allir frá Danmörku. Djasskvartett Andersson leikur víða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.