Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kjötsúpa hefur lengi þóttsælkeramatur hjá Íslend-ingum þar sem hún sam-einar margt af því besta úr íslenskum landbúnaði, lambakjöt- ið og íslenskt grænmeti. Engan ætti því að undra að kjötsúpan sé reglu- lega á boðstólum á íslenskum heim- ilum. Hún er allt í senn góð, holl og gefur svöngu heimilisfólki kraft og næringu sem þarf eftir langan vinnu- eða skóladag. Kjötsúpan á Skólavörðuholtið Það liggur í augum uppi að súp- an sem hefur gefið Íslendingum magafylli í áratugi ætti að renna ljúf- lega niður hjá þeim fjölda ferða- manna sem sækja Ísland heim og vilja upplifa íslenska menningu og náttúru. Jónína Gunnarsdóttir, fé- lagsráðgjafi, var í það minnsta viss í sinni sök þegar hún ákvað að ráðast í sinn eigin rekstur með íslensku kjöt- súpuna í farabroddi. „Nokkrar vin- konur mínar starfa sem leiðsögu- menn og höfðu svo oft kvartað undan því að ekki væri hægt að setjast nið- ur með ferðamenn og fá sér eitthvað fljótlegt án þess að rata inn á ham- borgarastað. Ég taldi því kjörið tækifæri til að bæta kjötsúpunni við flóru matarmenningarinnar í og við miðbæinn,“ segir Jónína sem býður viðskiptavinum sínum einnig upp á grænmetissúpu sem hún segir engu síðri en kjötsúpuna. Súpubíllinn frá Þýskalandi Hugmyndin að eigin rekstri vaknaði fljótlega eftir áramót hjá Jónínu sem taldi vanta góðan súpu- stað þar sem væri á boðstólum há- gæða íslensk kjötsúpa með einföld- um og fljótlegum hætti. Staður þar sem viðskiptavinurinn þarf ekki að setjast inn, panta og bíða heldur er súpan afgreidd strax á staðnum og gestir geta borðað hana fyrir framan bílinn eða tekið með sér heim. „Ég hef búið erlendis þar sem vagnar sem þessir eru vinsælir og fólk notar þetta mikið úti. Ég var því viss um að þetta myndi ganga hér og vildi bjóða upp á eitthvað annað en hamborgara eða pylsur,“ segir Jónína en hún keypti bílinn í Þýskalandi og fór sjálf út að sækja hann. „Ég flaug til Hol- lands og tók lestina til Þýskalands þar sem bíllinn beið mín. Þá tók við þriggja tíma akstur í næstu umskip- unarhöfn og svo fimm daga ferðalag með Arnarfellinu heim.“ Hráefnið beint frá býli Ekki er sama hvaða hráefni er notað í góða matargerð og mikilvægt fyrir alla matsölustaði að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á besta hráefnið sem völ er á. Jónína gerir sér grein fyrir mikilvægi hráefnisins enda segist hún aðeins nota það besta. „Ég er búin að semja við bónda um að fá að kaupa af honum, beint frá býli, bæði grænmeti og kjöt. Þá nota ég bara lærið í kjötsúp- una og hágæða hráefni.“ Súpurnar Eðalkjötsúpa á Skólavörðuholti Farmers Soup er nýopnaður súpubíll sem stendur á bílastæðinu á Skólavörðu- holti. Það er framtak Jónínu Gunnarsdóttur og sona hennar, þeirra Óskars Steins Ómarssonar og Ómars Arnar Ómarssonar. Bíllinn var opnaður laugardaginn 10. maí og hefur gengið vel. Þetta er algjör nýjung í íslenskri matarmenningu, því nú geta þeir sem eiga leið hjá gripið með sér ekta íslenska kjötsúpu á góðu verði. Afgreiðsla Ómar Örn Ómarsson, sonur Jónínu, og tengdadóttir hennar, Sigríður Mogensen, afgreiða kjötsúpu úr Súpubílnum snemma eftir opnum. Viðskipti Félagar úr Víkingafélagi Reykjavíkur fengu sér súpu hjá Jón- ínu og sonum hennar ásamt svöngum ferðamönnum. Þegar kemur að ferðalögum setja margir kostnaðinn fyrir sig. Það á sérstaklega við þegar ferðast er út fyrir landsteinana. Yfirleitt kostar það nokkuð ferðast frá landinu með flugi og þá á eftir að greiða fyrir gistingu og jafnvel bíla- leigubíl. Þegar ferðast á lengri vegalegndir bætist enn á ferða- kostnaðinn ef skipta þarf um flug. Notendum Dohop síðunnar gefst hins vegar kostur á því að finna ódýrustu ferðirnar hjá fjölda flug- félaga um allan heim. Oft má þá finna sérstaklega hagstæð tilboð á ferðum og þeim sem þurfa ekki langan umhugsunarfrest eða lengri tíma til að undirbúa ferðir gefst gjarnan færi á að hoppa með skömmum fyrirvara upp næstu vél og á vit ævintýranna. Einnig er hægt að finna ódýr og góð hótel í flestum borgum heims og hvar bestu tilboðin eru á bíla- leigubílum. Þeir sem vilja þjónustu og mikil gæði og setja verðið ekki fyrir sig ættu líka að nota síðuna því hún þjónustar ekki bara þau okkar sem vilja ferðast ódýrt. Það er allur skalinn á Dohop. Vefsíðan www.dohop.is Fríið Ferðalagið hefst á netinu. Síðan sem hjálpar fólki að ferðast ódýrt Það er enginn grár og hversdagslegur veruleiki í verkum Huldu Hlínar Magnúsdóttur, myndlistarkonu, en hún hefur litina að meginviðfangs- efni sínu í sýningu sem hún hefur sett upp í Eiðisskeri, sýningarsal bókasafnsins á Seltjarnarnesi. Sýn- ing Hlínar verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Hulda Hlín Magnúsdóttir ólst upp í Kaupmannahöfn, París og Reykjavík og nam málaralist í Flórens, Fen- eyjum, Bologna og Róm. Hún útskrif- aðist í málaralist með hæstu einkunn og láði frá Listaakademíu Ítalíu í Róm ,Accademia di Belle Arti, og hefur haldið einka- og samsýningar hér á landi og á Ítalíu. Hulda Hlín lauk mastersnámi í listasögu frá Bologna- háskóla með mastersritgerð á sviði litafræði og merkingarfræði hins sjónræna. Á sýningunni hennar í Eiðistorgi verður að finna olíumálverk og teikn- ingar þar sem draumkenndri veröld í sterkum litum bregður fyrir. Olíu- málverkin eru flest stór í sniðum og leiða áhorfandann inn í seiðandi lita- heim. Sum verkin eru innblásin af, að því er virðist, íslenskri náttúru en litir og form breyta þeim í annan og hug- rænni stað. Endilega... ...sjáið hugræna litheima Hlínar Listaverkasýning Hlín er brosmild innan um litadýrðina í verkunum sínum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.