Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 X-Men: Days of Future Past Stökkbreyttu ofurhetjurnar, hinir sk. X-menn, eru mættar aftur til leiks og að þessu sinni þurfa þær að glíma við vélmenni Bolivers Trask úr myrkum hliðarheimi. Vélmenni þessi hafa fengið það verkefni að veiða og myrða stökkbreytta. Pró- fessor X og Magneto ákveða að senda Wolverine, þ.e. Jarfa, aftur í tímann til að breyta sögulegum við- burði sem gæti haft áhrif á alla, jafnt mannfólk og stökkbreytta. Með aðalhlutverk í myndinni fara Jennifer Lawrence, James McAvoy, Michael Fassbender, Hugh Jack- man, Ian McKellen, Halle Berry, Patrick Stewart og Ellen Page. Leikstjóri er Bryan Singer. Metacritic: 72/100 Rotten Tomatoes: 92% IMDb: 9,3/10 Walk of Shame Gamanmynd sem segir af fréttaþulinum Meghan Miles. Hún vaknar dag einn skelþunn, peningalaus, símalaus, skilríkja- laus, jakkalaus og bíllaus í vafa- sömu hverfi og á að mæta í mik- ilvægasta atvinnuviðtal ævi sinnar eftir átta klukkustundir. Eru þá góð ráð dýr og ekki víst að Miles takist að komast í við- talið. Leikstjóri myndarinnar er Steven Brill og með aðal- hlutverk fara Elizabeth Banks, Bill Burr, Ethan Suplee, Gillian Jacobs, James Marsden, Kevin Nealon, Oliver Hudson, Sarah Wright, Tig Notaro og Willie Garson. Metacritic: 25/100 Rotten Tomatoes: 13% IMDb: 6,1°/10 Blá Jennifer Lawrence sem Myst- ique í X-Men: Days of Future Past. Bíófrumsýningar Skammarganga og X-menn MÚSÍK Í LJÓSVAKA Guðmundur Emilsson ge224@simnet.is Maður vann fyrir sér samhliðagrafalvarlegu námi viðTónlistarháskólann í Skip- holti. Sá og heyrði ýmislegt. Guðsmaður og organisti. Hægferð- ug Cortinu-drusla á Miklubraut. Þokulúður. Bíll stöðvaður. Leður- klædd lögga. Talsmaður Drottins skrúfar niður og andar þessu í ásjónu mannsins. Hafið þið ekkert betra að gera en að skelfa presta milli barna- guðsþjónustu og síðdegismessu? Skrúfar upp. Ekur brott. Mótorhjóla- yfirvaldið hverfur í rykmekki. Við heimkomu: Þeir halda alltaf að maður sé að skrölta heim af balli. Það læra börn. Triumph Spitfire. Löggan segir pollróleg. Ökuskírteini? Er að hlaupa í skarð! Það er aldeilis. Á að vera byrjaður að spila við útför! Dramatísk þögn. Er það hann Jón minn? Já – og farðu fyrir okkur! Ha? Já, þú meinar það. Lúðrar þeyttir niður órannsakanlega Miklubraut Guðs, yfir ljós í öllum regnbogans. Fæ svo ákúrur í skrúðhúsi. Prestar eru sérfræðingar í svívirðilega kurt- eislegum skömmum og þiggja laun fyrir þær – blessaðir. Sálmanúmerin! Þá hófst loks útför Jóns míns. Lögreglufagnaður á mánudegi. Hótel Saga. Að loknum endalausum síðdegisfordrykk, þrírétta dinner, eftirrétti og fjöldasöng – skellir Har- ley Davidson Kaldalóns á flygilinn. Svo kom gusa uppá hanabjálka. Hamraborgin. Skuldadagar: Hægt verður Cortinu-hægt. Hratt Spitfire- hratt. Þagnir dramatískar. Millispil svívirðilega kurteis. Loks hið fræga háa c2, sem lýkur á ljósum í öllum regnbogans á norðurhveli jarðar – þegar undirleikara hentar. Vopn snú- ast: Andvana tenór er fagnað. Alls- herjar uppistand. Þvílík túlkun! Kvenpeningur tárast. Foringi hækk- aður í tign. Fólk tók að dansa! Það var ekki á matseðli. Píanóleikarinn fær loks pásu á mið- nætti eftir sjö klukkustundir. Felur sig í fatahengi. Hræddur við tenór. Eru þá ekki lögreglustjóri og dóms- málaráðherra á hljóðskrafi. Eigum við ekki að framlengja? Greip síma. Hringi í neyðarvakt. Vek söngvara þjóðarinnar. Haukur birtist á sviði. Aftur fögnuður. Tondeleyo og fleira. Vansvefta þjóðsagnir tínast á svið. Eyþór gítar, Ormslev sax, Papa djass og Sverrir bassi. Tjúttað og trallað. Loks leigusjúkrabíll kl. 05:00. Bíl- stjóra spurn. Er drengurinn drukk- inn? Syng ekki með fyllibyttum svar- aði vammlaust sjentílmenni. Hvað er að honum greyinu? Spilaði yfir sig – í tólf klukkustundir svaraði Morthens og borgaði. Það er nú ekki mikið – sagði bílstjórinn. Dr. Páll Ísólfsson Bach-lögga hafði ekki hugmynd um hjáguð fermingar- drengs. Sá hét Jimmy Smith pedala- maður. Nemandinn hélt því leyndu. Eins hinu – að maður spilaði á Borg- inni í Tríói Guðmundar sénís Ingólfs- sonar og Guðmundar Papa djass – á pedal Hammond. YouTube slóðir:  Haukur Morthens / Ég skal bíða þín. #1 (og fleiri lög)  Björk - Björk Guðmundsdóttir & Tríó Gu – Tondeleyo (og fleiri lög)  Jimmy Smith - Jazz Scene USA (1962) Greengrass Music Með lögum skal land byggja www.gudmunduremilsson.is 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR ÍSL TALÍSL TAL 12 12 L L Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar POWE RSÝN ING KL. 10 EMPIRE 9,3 - IMDB 93% - Rottentomatoes.com STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN! T.V. , biovefurinn og s&h LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar X-MEN 3D Sýnd kl. 7 - 10 (P) VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 - 10:40 BAD NEIGHBOURS Sýnd kl. 8 - 10:10 LÁSI LÖGGUBÍLL Sýnd kl. 5 RIO 2 2D Sýnd kl. 5 „Meinfyndin og heldur húmornum alla leið“ T.V. - Bíóvefurinn ★★★ 14 „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið EGILSHÖLLÁLFABAKKA GODZILLA KL.3D:5:20-8-10:402D:6-9 GODZILLAVIP2D KL.8-10:40 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 BADNEIGHBOURS KL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5:15 TRANSCENDENCE KL.8 CAPTAINAMERICA22D KL.10:40 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5:10-8-10:50 GODZILLA2D KL.5:20-8-10:40 WALKOFSHAME KL.5:50-8 OLDBOY KL.10:10 X-MEN:DAYSOFFUTUREPAST3DKL.5:15-8-10:45 WALKOFSHAMEKL.5:50-8-10:10 GODZILLA KL.3D:5:20-8-10:40 2D: 6:50-9:30 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES  THE BATTLE FOR THESTREET BEGINS. SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE  AKUREYRI GODZILLA3D KL.5:20-8-10:30 WALKOFSHAME KL.5:50-8-10:10 KEFLAVÍK GODZILLA3D KL.8-10:40 VONARSTRÆTI KL.8-10:40 VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG CHICAGO TRIBUNE  ROGEREBERT.COM  FRÁBÆR GAMANMYND MEÐ ELIZABETH BANKS FILM.COM  T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H  “STANSLAUS SPENNA OG BRJÁLAÐ SKEMMTANAGILDI. LANGBESTA X-MYNDIN!”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.