Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Erlendir kröfuhafar föllnu bankanna
hafa notið þess „aðstöðumunar“ að
hafa haft betra tækifæri en aðrir að
ná til sín takmörkuðum erlendum
gjaldeyri þjóðarbúsins. Hann birtist
meðal annars í því að slitabúin eru
undanþegin skilaskyldu gjaldeyris.
Þetta kom fram í máli Heiðars
Más Guðjónssonar, hagfræðings og
fjárfestis, en hann var einn fram-
sögumanna á fundi Félags viðskipta-
og hagfræðinga í gær, þar sem rætt
var um losun fjármagnshafta og
hvaða leið væri skynsamlegast að
fara við uppgjör slitabúa bankanna.
Heiðar benti á að oft væri haldið á
lofti „missögnum“ sem væru til þess
fallnar að „rugla“ umræðuna. Þann-
ig væri því stundum haldið fram að
það jafngilti „eignaupptöku“ að veita
ekki búunum heimild til að greiða út
gjaldeyriseignir til kröfuhafa. „Af-
nám sérréttinda er hins vegar ekki
eignaupptaka,“ sagði Heiðar.
Hann telur að það blasi við að slit-
astjórnirnar þurfi að óska eftir
gjaldþroti í stað þess að ljúka upp-
gjöri búanna með nauðasamningi –
en þannig sé tryggt að allir njóti
jafnræðis undir fjármagnshöftum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfest-
ir og gjaldkeri Samfylkingarinnar,
sagðist í erindi sínu óttast að gjald-
þrotaleiðin svonefnda, eða „Kjarn-
orkukosturinn“ líkt og hann kaus að
kalla hana, hefði ýmsar ófyrirséðar
afleiðingar í för með sér, þar sem
kröfuhafar myndu fara fram á kyrr-
setningu erlendra eigna slitabúanna
ef flytja ætti þær til Íslands og
skipta í krónur.
Eiríkur Svavarsson hæstaréttar-
lögmaður sagði í pallborðsumræðum
að það þyrfti að nálgast þau mál er
vörðuðu slitabúin og losun hafta með
heildarlausn í huga – ekki aðeins fyr-
ir kröfuhafa heldur með hagsmuni
íslenska þjóðarbúsins að leiðarljósi.
Það gæti ekki verið skynsamlegt út
frá áhættusjónarmiðum að ráðast í
afnám hafta og „hengja áhættuna“
alfarið á íslenskan almenning.
Stjórnvöld hafa ekki skoðun
Á fundinum var rætt talsvert um
hvaða afleiðingar það kynni að hafa
fyrir trúverðugleika Íslands í hinum
alþjóðlega fjármálaheimi ef búin
væru tekin til gjaldþrotaskipta. Ei-
ríkur, sem átti jafnframt sæti í ráð-
gjafahópi stjórnvalda um afnám
hafta, sagði aðspurður að íslensk
gjaldþrotalöggjöf hefði verið nánast
óbreytt í áratugi. Hann gæti því ekki
séð „að það skaði trúverðugleika Ís-
lands að fara að lögum landsins“.
Það lægi fyrir að samkvæmt lögum
og dómi Hæstaréttar sl. september
að kröfuhafar ættu aðeins kröfur í
krónum á slitabúin. Á meðan ekki
hefði átt sér stað framsal á eignum
búanna, sem væru íslenskir lögaðil-
ar, til kröfuhafa væri ekki hægt að
halda því fram að þeir ættu réttmæt-
ar væntingar til greiðslu í gjaldeyri.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri eignastýringar MP
banka, rifjaði upp að það hefðu verið
ríkir hagsmunir fyrir því að höftun-
um var komið á á sínum tíma – og sá
„íþyngjandi fortíðarvandi“ væri enn
til staðar. Á meðan hann væri enn
óleystur þyrftu allar undanþágu-
beiðnir frá höftum að taka tillit til
áhrifa þess fyrir allt þjóðarbúið ef
tilteknum aðilum væri hleypt undan
höftum. Sigurður sagði jafnframt að
það væri ekki hlutverk stjórnvalda
að hafa sérstaka skoðun á því hvor
leiðin yrði farin við uppgjör búanna –
nauðasamningar eða gjaldþrot. Það
gæti þó orðið sú atburðarás að ekki
tækist að ljúka nauðasamningum og
þá þyrftu stjórnvöld að vera tilbúin
að vinna út frá þeirri stöðu.
Samtals nema eignir föllnu bank-
anna ríflega 2.500 milljörðum króna
og þar af eru um tveir þriðju í er-
lendum gjaldeyri. Tilraunir slit-
astjórna Glitnis og Kaupþings til að
ljúka uppgjöri með nauðasamning-
um og í kjölfarið útgreiðslu gjaldeyr-
is til kröfuhafa hafa ekki gengið eft-
ir. Ekki hefur fengist undanþága frá
höftum frá Seðlabankanum.
Áhættan verði ekki hengd á Ísland
Hæstaréttarlögmaður segir að það skaði „ekki trúverðugleika Íslands að fara að lögum“ við uppgjör
slitabúa Takist ekki nauðasamningar þurfa stjórnvöld að vera tilbúin að vinna út frá þeirri stöðu
Pallborð Sigurður, Eiríkur, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahags-
sviðs Samtaka atvinnulífsins, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Morgunblaðið/Þórður
Afnám hafta og slitabú
» Heiðar Már segir kröfuhafa
hafa notið þess að búa við „að-
stöðumun“ sem hefur veitt
þeim betra tækifæri að ná til
sín gjaldeyri þjóðarbúsins.
» Sigurður Hannesson segir
stjórnvöld ekki þurfa að hafa
sérstaka skoðun á leiðum við
uppgjör búanna.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Gengi Icelandair Group hefur lækkað
um 12% á þremur mánuðum, þar af
4% í gær, en félagið á í harðri kjara-
deilu við um 40% starfsmanna sinna,
samkvæmt samantekt Arion banka.
Starfsmennirnir hafa gripið til verk-
fallsaðgerða og yfirvinnubanns sem
raskað hefur flugáætlun við upphaf
ferðamannatímabilsins og kostað fé-
lagið fjármuni. Sérfræðingur segir við
Morgunblaðið að „óvissan í kringum
Icelandair heldur markaðnum í gísl-
ingu“ enda hafi alla jafna verið mest
velta með bréf fyrirtækisins. Úrvals-
vísitalan hefur lækkað um 7% á sama
tíma.
Hafa ber í huga að Icelandair Gro-
up greiddi 2,15 milljarða króna í arð til
hluthafa sem leiddi til lítils háttar
gengislækkunar sökum rýrnunar á
eigin fé. Aftur á móti hafa bréf Ice-
landair hækkað mikið á undanförnum
árum og langtíma fjárfestar hafa því
hagnast vel, líkt og sjá má á meðfylgj-
andi töflu. Lífeyrissjóðir eru áberandi
í hluthafahópi Icelandir Group. Þeir
sem hafa selt bréf sín núna gætu því
hafa kosið að innleysa ágætan hagnað.
Hátt í 90 ferðir felldar niður
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að hátt í 90 flugferðir hefðu verið
felldar niður hjá Icelandair vegna
verkfallsaðgerða flugmanna og herma
heimildir blaðsins að hætta sé á að 100
ferðir í viðbót falli niður fyrir áramót.
Flugmenn samþykktu verkfallsað-
gerðir í lok apríl og hófst fyrsta tíma-
bundna verkfallið 9. maí.
Samkvæmt útreikningum Arion
banka, sem sendir voru til viðskipta-
vina í liðinni viku, er ósamið við rúm-
lega 1.100 starfsmenn Icelandair. Þar
af 330 flugmenn, tæplega 500 flug-
freyjur (í færri stöðugildum) og um
300 flugvirkja. „Alls eru þetta um 40%
starfsmanna félagsins sem ósamið er
við, en að okkar mati má gera ráð fyrir
að yfir helmingur alls launakostnaðar
félagsins tilheyri þessum starfsstétt-
um. Samanber að 92 af 100 launa-
hæstu starfsmönnum Icelandair eru
flugmenn. Heildarkostnaður launa og
launatengdra gjalda nam tæplega 240
milljónum dollara á síðasta ári eða
27% af heildarkostnaði félagsins,“
segir í bréfi Arion banka.
Stjórnendur Icelandair hafa til-
kynnt að ekki sé hægt að segja til um
hversu mikil áhrif aðgerðirnar hafa
fyrr en þær séu yfirstaðnar. Hinn 6.
maí var upplýst að áætlað tap Ice-
landair Group vegna boðaðs verkfalls
Félags íslenskra atvinnuflugmanna
næmi um 13-15 milljónum dollara eða
um 1,5-1,7 milljörðum króna, ef verk-
fallið varaði allan þann tíma sem það
hefði verið boðað. Hinn 11. maí var
aftur á móti tilkynnt að verkfall, yf-
irvinnubann og aðrar aðgerðir flug-
manna hefðu leitt til þess að aflýsa
hefði þurft fleiri flugferðum en gert
hefði verið ráð fyrir. Héldu aðgerð-
irnar áfram mundu þær því hafa verri
áhrif á afkomu Icelandair Group en
áður hefði verið greint frá. Lög voru
sett á verkfall flugmanna 15. maí en
yfirvinnubann stendur enn.
Rétt er að taka fram að í ofan-
greindri fjárhæð eru áætlaðar tapað-
ar tekjur að frádregnum sparnaði
vegna niðurfelldra flugferða auk
beins áætlaðs kostnaðar vegna að-
stoðar við farþega. Í fjárhæðinni eru
hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnu-
banns né áhrif verkfallsins á bókanir
og tekjur félagsins á þeim dögum sem
verkfallið stendur ekki yfir. Jafn-
framt er ekki tekið tillit til hugsan-
legra langtímaáhrifa verkfallsins á
Icelandair Group og Ísland almennt
sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
Kjaradeila bítur
í gengi Icelandair
Gengi Icelandair hefur hækkað mikið á nokkrum árum
Gengisþróun Icelandair Group
2011 2012 2013 2014
2011:
+60%
2013:
+118%
2012:
+61%
Frá áramótum:
-10%
Tólf mánuðir:
+30%
Síðustu þrír mánuðir:
-12%
Einn mánuður:
-7%
Hluthafar
» Lífeyrissjóður verslunar-
manna er stærsti hluthafi Ice-
landair Group með 15%.
» Hlutabréfasjóðurinn Stefnir
ÍS-15 er næststærstur með
11% hlut.
» Lífeyrissjóður starfsm. ríkis-
ins, A-deild, á 7% hlut.
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
K 2.21
110 bör max
360 ltr/klst
K 4.200
130 bör max
450 ltr/klst
K 7.700/K 7.710
160 bör max
600 ltr/klst
K 5.700
140 bör max
460 ltr/klst
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
T 400
Snúningsdiskur
Fyrir pallinn,
stéttina o.fl.