Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 17
meðal háskólamenntaðra kjósenda
en nemur meðalfylgi hans. Vilja
12% úr þessum hópi hann sem
borgarstjóra, en 67% vilja Dag.
28% þeirra sem kusu Sjálfstæð-
isflokkinn í síðustu borgarstjjórn-
arkosningum vilja Dag sem borg-
arstjóra. Sama er að segja um
fimmtung þeirra sem ætla að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn til þings.
Gamalt embætti
Fráfarandi borgarstjóri, Jón
Gnarr, er hinn 21. í rúmlega hund-
rað ára sögu embættisins. Dagur B.
Eggertsson, sem líklega verður arf-
taki hans, gegndi embætti borgar-
stjóra í nokkra mánuði 2007 til
2008. Fyrsti borgarstjóri Reykvík-
inga var Páll Einarsson. Hann
gegndi embættinu frá 1908 til 1914.
Enginn hefur setið jafnlengi á stól
borgarstjóra og arftaki Páls, Knud
Zimsen. Hann var borgarstjóri í 18
ár, til 1932. Tveir hafa verið borg-
arstjórar í þrjú kjörtímabil, Gunnar
Thoroddsen frá 1947 til 1959 og
Geir Hallgrímsson frá 1959 til 1972.
Æðsta embættið
Borgarstjórinn í Reykjavík er
æðsti yfirmaður starfsmanna
Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri er
ráðinn af borgarstjórn og getur
verið borgarfulltrúi. Sé hann borg-
arfulltrúi hefur hann skyldur sem
slíkur einnig. Borgarstjóri gegnir
þremur meginhlutverkum. Hann er
framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
borgar, opinber fulltrúi Reykjavík-
urborgar og pólitískur leiðtogi
meirihlutans.
Borgarstjóri hefur rétt til setu á
fundum nefnda sveitarfélagsins
með málfrelsi og tillögurétt. Hann
undirritar skjöl varðandi kaup og
sölu fasteigna borgarinnar, lántök-
ur og aðrar skuldbindingar eða ráð-
stafanir sem samþykki borgar-
stjórnar þarf til.
Tólf ár í borgarstjórn
Dagur B. Eggertsson var fyrst
kjörinn í borgarstjórn fyrir tólf ár-
um, vorið 2002, þá sem fulltrúi
Reykjavíkurlistans. Hann er 41 árs
gamall, fæddur í Osló 19. júní 1972.
Hann ólst upp í Árbæjarhverfi,
sonur Eggerts Gunnarssonar
dýralæknis og Bergþóru Jóns-
dóttur lífefnafræðings. Maki Dags
er Arna Dögg Einarsdóttir læknir
á Landspítalanum – háskóla-
sjúkrahúsi.
Morgunblaðið/Golli
Borgarstjórar Eftir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2010 tóku Besti flokkurinn og Samfylkingin upp meirihlutasamstarf. Þá var þessi mynd tekin
af oddvitunum, Jóni Gnarr sem varð borgarstjóri og Degi B. Eggertssyni sem varð formaður borgarráðs. Jón Gnarr lætur af embætti í næsta mánuði.
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylk-
ingarinnar, nýtur yfirburðafylgis í
embætti borgarstjóra í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir
Morgunblaðið. Sögðust 63% þátttakenda sem afstöðu tóku vilja hann sem borgarstjóra. Halldór Halldórs-
son, oddviti sjálfstæðismanna, nýtur fylgis um 19% kjósenda. Persónufylgi Dags er mun meira en fylgi
Samfylkingarinnar sem þó hefur aukist verulega að undanförnu og var 34% í könnun sem birt var í gær.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
jafnt eftir sveitarfélögum. Í þeim
stærstu er greidd er föst upphæð á
mánuði. Mánaðarlegar greiðslur
eru í einu tilviki 100-124 þús.kr., í
tveimur tilvikum 150-174 þús.kr. og
í einu tilviki, Reykjavík, meira en
200 þús.kr. á mánuði. Greiðslurnar
eru mun lægri í litlum sveitar-
félögum og yfirleitt er þar greitt
fyrir hvern fund sem setinn er.
Morgunblaðið/Ómar
Sveitarfélög Sveitarstjórnarmenn þungt hugsi á fjármálaráðstefnu Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Þeir glíma við fjölbreytt viðfangsefni,
Við hátíðleg tækifæri ber borgar-
stjórinn í Reykjavík sérstaka emb-
ættiskeðju. Þetta er þó ekki gamall
siður. Hugmyndin kviknaði í
tengslum við aldarafmæli Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík fyrir
tæplega hálfri öld. Fékk félagið
Leif Kaldal gullsmið til að smíða
slíka keðju og afhenti formaður fé-
lagsins, Ingólfur Finnbogason, Geir
Hallgrímssyni borgarstjóra gjöfina
á afmælisdegi félagsins 6. febrúar
1967. Myndin hér að ofan er tekin
við það tækifæri.
Borgarstjórakeðjan er vönduð
smíð. Hún er skreytt táknum á
hringlaga skjöldum fyrir tíu þætti
borgarlífsins auk skjaldarmerkis
Reykjavíkurborgar. Táknin eru
þessi. Tannhjól og hamar fyrir iðju
og iðnað, vængjuð húfa Merkúrs
fyrir verslun, haki og skófla fyrir
verkamannavinnu, seglbátur fyrir
sjósókn, ax og páll fyrir jarðyrkju,
ugla fyrir bókmenntir, grímur
harms og gleði fyrir leiklist, stafur
og slanga fyrir læknavísindi, vog
fyrir lögspeki og kaleikur fyrir
trúarbrögð. gudmundur@mbl.is
Keðja borg-
arstjóra er
frá 1967
Embætti Borgarstjóri tekur við
embættiskeðjunni að gjöf árið 1967