Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 forsteyptar einingar BM Vallá • Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík • Sími: 412 5050 • sala@bmvalla.is · Sterk, falleg og hagkvæm · Endalausir möguleikar Fljótlegur og hentugur kostur fyrir öll svið atvinnulífsins, heimilið og bústaðinn. Lækkar viðhalds- og rekstrarkostnað. PI PA R\ TB W A ·S ÍA ·1 41 47 7 Smellinn einingahús Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ráðist verður í framkvæmdir við nýtt móttökuhús við Skógasafn í Rangár- vallasýslu á næstunni. Rekstur safns- ins gengur vel og það skilar hagnaði á hverju ári og honum er varið til upp- byggingar. Skógasafn er í húsum sem byggð voru 1955 og 1995. Þau eru tengd sam- an með skúrbyggingu við gamla safn- húsið og glerhýsi. Skúrinn mun víkja og nýtt móttökuhús rísa í portinu og skaga um tíu metra fram á hlaðið. Þar verður tekið á móti hópum sem dreif- ast síðan um safnhúsin og útisvæðið. Um leið verður gamla safnhúsið tekið í gegn að utan og útlit húsanna samræmt, að sögn Sverris Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Skóga- safns. Nýbyggingin verður að mestu úr gleri en þó verður torfþak með lyngi á hluta þaksins og einnig á þaki gamla safnhússins. Hagnaður til uppbyggingar Móttökuhúsið verður 144 fermetrar að stærð og er kostnaður við að byggja það og breyta gamla safnhúsinu áætl- aður um 75 milljónir kr. Rekstur Skógasafns gengur vel. Hann hefur skilað hagnaði í mörg ár og er rekstrarafgangurinn notaður í uppbyggingu. Gestum hefur fjölgað stöðugt. Um 62 þúsund gestir heim- sóttu safnið á síðasta ári, 10 þúsund fleiri en árið á undan. „Reksturinn sýnir að það er hægt að markaðssetja menninguna. Hún getur skilað arði í beinhörðum peningum, auk annars,“ segir Sverrir. Hann segir að lengi hafi verið þörf á að byggja móttökuhús. Því hafi ver- ið frestað við bankahrunið og í staðinn ráðist í byggingu geymslu- og verk- stæðishúss sem hægt var að dreifa á fjögur ár. Framkvæmdir við mót- tökuhúsið hafa mikið rask í för með sér og þurfa þær að vinnast á stuttum tíma. Því hefur Skógasafn óskað eftir heimildum eigenda sinna, Héraðs- nefndar Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu og sveitarfélanna fimm, til að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir framkvæmdinni og endurfjármagna um leið lán sem hvíla á samgöngusafninu. Sverrir segir að safnið muni sjálft greiða þessi lán. Áætlað er að framkvæmdir taki eitt ár. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Skógasafn Skúrbyggingin á milli eldra og yngra safnhússins verður rifin og í staðinn byggt nýtt móttökuhús. Eldra húsið var að hluta byggt utan um áttæringinn Pétursey sem enn er einn af vinsælustu gripum safnsins. Ný móttaka á Skógum  Skógasafn bætir aðstöðu til að taka á móti gestum  Öll uppbygging greidd með afgangi af rekstri safnsins Teikning/Argos Móttaka Tekið verður á móti hópum í nýja húsinu. Fólkið dreifist þaðan um safnhúsin og útisvæðið. Gamla safnhúsið verður einnig tekið í gegn. Gestum fjölgar » Auk byggðasafns er Skóga- safn með samgönguminjasafn og stórt útisýningarsvæði. » Gestum Skógasafns hefur fjölgað um 20% á ári í mörg ár. » Á síðasta ári komu 62 þús- und gestir í safnið, 10 þúsund fleiri en árið á undan. » Reksturinn hefur lengi verið sjálfbær og þarf ekki á rekstr- arstyrk að halda frá ríki og sveitarfélögum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páll Rósinkranz tekur þátt í stór- tónleikum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 3. ágúst næst- komandi. Ásamt honum koma fram bandarísku hjónin Vonnie og Woddy Wright, sem eru þekktir flytjendur sveitatónlistar, og færeyska söng- konan Kristina Bærendsen. Hljóm- sveit undir stjórn Jakups Zach- ariassen annast undirleik. „Ég fékk beiðni um að koma og syngja tólf lög,“ sagði Páll. „Þeir kalla þetta „gospel country“ tón- leika. Ég fékk sendan lista með nokkuð mörgum óskalögum. Þetta eru lög af plötunum mínum og lög sem ég hafði heyrt hjá þeim og litist vel á. Ég tek til dæmis lag af nýrri plötu með Johnny Cash, Liljuna og fleiri lög. Færeysku tónlistarmenn- irnir eru góðir vinir Kris Krist- offerson og ég syng eitt af lögunum hans. Svo báðu þeir mig að syngja færeyskt lag við íslenskan texta og einhver á ég að velja til viðbótar.“ Páll söng fyrst í Færeyjum 1997 og hélt þá tónleika í Norðurlanda- húsinu með Christ Gospel Band. Svo var honum boðið til Færeyja af sér- stöku tilefni fyrir tveimur mánuðum. Gullbrúðkaup í Þórshöfn „Ég söng á Hátíð vonar. Þar var fólk frá Færeyjum sem líkaði söngur minn. Það vildi fá mig til að syngja við gullbrúðkaup sitt í Þórshöfn. Það var mikil veisla, 400-500 manns sem komu víða að. Þarna voru margir stjórnmálamenn frá Norðurlöndum. Það voru haldnar ræður og margir sungu. Allir töluðu sitt móðurmál. Ég kom nokkrum sinnum fram og talaði bara á íslensku! Þetta var mjög norrænt,“ sagði Páll. Fyrrnefndur Jakup Zachariassen hélt utan um tónlistina í veislunni. Hann er atvinnutónlistarmaður og á stórt hljóðver í Færeyjum, semur mikið af tónlist og stjórnar upp- tökum. Zachariassen hefur m.a. unnið með færeyska sveitasöngv- aranum Halli Joensen og samdi mörg laga og texta á plötunni Hallur With Stars and Legends þar sem Hallur syngur með þekktum banda- rískum sveitasöngvurum. Jakup hef- ur lengi átt gott samstarf við tónlist- armenn í Nashville, háborg sveitatónlistar, sem spila í upp- tökum hans. Zachariassen leikur sjálfur á fjölda hljóðfæra og þykir mjög góður stálgítarleikari. En hvað finnst Páli um tónlist þeirra Fær- eyinga á sviði sveita- og gospel- tónlistar? „Ég held að þetta sé mjög hár standard. Þeir virðast vera miklir kántríboltar og kántrí er mjög sterkt í Færeyjum,“ sagði Páll. „Færeyingar eru skemmtilegt fólk. Manni líður eins og heima hjá sér þegar maður kemur þangað. Það er virkilega gaman að heimsækja Fær- eyjar. Þar tala allir næstum því ís- lensku!“ Færeyingar eru „kántríboltar“  Páll Rósinkranz á stórtónleikum þar sem sveitatónlistin verður í fyrirrúmi Morgunblaðið/Golli Söngvarinn Páll Rósinkranz kann vel að meta Færeyjar. Hann segir Fær- eyinga mjög góða í að flytja sveitatónlist sem sé mjög vinsæl í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.