Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Frans páfi hefur fengið óvenjulegt bréf frá 26 ítölskum konum sem segjast vera núverandi eða fyrrver- andi ástmeyjar presta eða munka sem þær elska og vilja fá að njóta ásta með. Þær biðja páfa um að beita sér fyrir því að loforð nær allra vígðra manna innan kaþólsku kirkj- unnar um einlífi verði afnumið. Einlífið var lögfest innan kirkj- unnar fyrir tæpum þúsund árum, opinberlega var markmiðið m.a. að tryggja að prestar einbeittu sér að köllun sinni, boðun trúarinnar en ekki jarðbundnari málum. Konurnar 26 segjast hafa náð saman með aðstoð samskiptamiðla og eru þær sannfærðar um að mun fleiri konur séu í sömu stöðu. Þær undirrita bréfið að sögn La Stampa með fornafni sínu og fyrsta bókstaf í eftirnafninu, nefna einnig heima- byggð sína. Blaðið segir hins vegar að utan á umslaginu hafi þær gefið upp full eftirnöfn sín og símanúmer. „Við elskum þessa menn og þeir elska okkur,“ segir í bréfinu. „Í flest- um tilfellum er ekki hægt að gefa upp á bátinn samband sem er svo tryggt og fagurt, jafnvel þótt fólk leggi sig fram við að hætta. Því mið- ur fylgir þessu allur sársaukinn í kjölfar þess að geta ekki lifað fullu og eðlilegu lífi.“ Einlífið er ekki jafnmikil grund- vallarhefð og margt annað í kenn- ingum kirkjunnar og því auðveldara að afnema það. Frans páfi hefur á stuttum valdaferli sínum vakið at- hygli fyrir að setja spurningarmerki við ýmislegt í stefnu Páfagarðs, ekki síst varðandi neikvæða afstöðu til samkynhneigðar. Hann hefur einnig lýst sig reiðubúinn að ræða einlífið. Þess má geta að nú geta prestar ensku biskupakirkjunnar gerst kaþ- ólskir og séu þeir giftir fyrir lifa þeir áfram í hjónabandi. kjon@mbl.is Frans páfi láti af- nema einlífisheitið  Vígðir menn í kirkjunni eru ókvæntir AFP Málin rædd Kaþólskir biskupar á ráðstefnu í Páfagarði um sl. helgi. Purp- urarauð kollhúfan er eitt af embættistáknum þeirra. Elska prest eða munk og biðja páfa um hjálp Kristján Jónsson kjon@mbl.is Yfirmaður hersins í Taílandi, Pra- yuth Chan-Ocha, gaf í gær skipun um herlög í landinu en ekki er ljóst hvort næsta skref verður að herinn taki völdin eins og hann hefur oft gert. Forn lög gera hernum kleift að hrifsa völdin ef hætta blasir við. Her- inn hvatti um leið deiluaðila í landinu til að hefja viðræður en tugir manna hafa fallið í átökum þeirra síðustu mánuði. Fjöldi hermanna kom sér fyrir á mikilvægum stöðum eins og sjón- varpsstöðvum, fréttir eru nú ritskoð- aðar og herbílar á ferðinni í miðborg Bangkok. For- sætisráðherra landsins til bráða- birgða, Niwatt- umrong Boon- songpaisan, sem tók við þegar Yingluck Shina- watra var nýlega sett af, boðaði í gær þingkosning- ar 3. ágúst. Stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir hörðum fjöldamótmælum og krafist þess að stjórnin segði af sér en í staðinn tæki einhvers konar þjóðarráð við. Rauðskyrturnar, liðs- menn Shinawatra, hafa hótað borg- arastyrjöld ef leiðtogar sem ekki hafa verið kjörnir taki við. Vandi andstæðinga stjórnvalda og Shinawatra er að flokkur hennar hennar hreppti hreinan meirihluta í síðustu kosningum og hefur því lýð- ræðislegt umboð. Flokkurinn hefur einkum fylgi meðal fátækra kjós- enda úti á landsbyggðnni en and- stæðingarnir í höfuðborginni Bang- kok. Hinir síðarnefndu njóta stuðnings hefðbundinna valdastofn- ana, konungs og hæstaréttar en einnig margra velefnaðra Taílend- inga. Shinawatra var sökuð um að hafa misnotað vald sitt í tengslum við afar vinsælar niðurgreiðslur á hrís- grjónum en einnig íbúðarhúsnæði. Taílandsher að taka völdin  Bráðabirgðastjórnin samt enn við völd í landinu að nafninu til Margra ára deilur » Deilurnar milli annars vegar Shinawatra og bróður hennar, Thaksin Shinawatra, og hins vegar stjórnarandstæðinga hófust 2006 þegar herinn hrakti bróðurinn úr embætti. forsætisráðherra. Hann er nú í útlegð. » Bróðirinn er vellauðugur og er m.a. sakaður um að hafa keypt atkvæði. Prayuth Chan-Ocha David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær til þess að ferlið sem notað er þegar afbrota- menn eru framseldir til annara landa yrði stytt. Róttækur múslím- aklerkur, Abu Hamza al-Masri, var í vikunni dæmdur sekur um aðstoð við mannrán og hryðjuverk fyrir dómi í New York. Hamza, sem er 56 ára, gæti hlotið ævilangt fangelsi en dómur verður kveðinn upp í september. Tíu ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn kröfðust framsals Hamza frá Bret- landi. kjon@mbl.is Framsal hryðju- verkamanna taki skemmri tíma BRETLAND Evo Morales, for- seti Bólivíu, er 54 ára. En eitt af bestu knatt- spyrnuliðum landsins, Sport Boys, hefur nú gert atvinnu- mannasamning við forsetann fyr- ir næsta keppn- istímabil. Ætlunin er að Morales verði miðjumaður. En vegna þess hve gamall hann er mun hann ekki spila í meira en 20 mínútur í hverjum leik. Hann velur sjálfur hvenær hann verður með. kjon@mbl.is Forseti semur við atvinnulið í fótbolta Evo Morales BÓLIVÍA Alls hafa nú yfirvöld í Tyrklandi ákært átta manns fyrir aðild að manndrápi vegna námuslyssins ný- verið í borginni Soma þegar 301 maður fórst. Meðal hinna ákærðu er forstjóri fyrirtækisins sem stýrði námunni. Nú er talið að gas hafi safnast fyrir í námunni og það loks sprungið. Ekki hafi verið tekið neitt tillit til viðvarana um hættuna frá mælitækjum. kjon@mbl.is Átta ákærðir vegna námuslyss í Soma TYRKLAND Starfsmenn stálvers í Maríupol í Úkraínu á friðarfundi sem eigand- inn, auðkýfingurinn Rínat Akmet- ov, efndi til í gær. Var fundinum beint gegn uppreisnarmönnum, hlynntum Rússum, sem hafa lagt undir sig allmargar borgir. Akmet- ov vill með framtakinu reyna að tryggja að hægt verði að kjósa í landinu öllu á sunnudag en þá fara fram forseta- og þingkosningar. Talið er að Rússar hafi nú flutt um 40.000 manna herlið, sem síðustu vikurnar hefur verið rétt við aust- urlandamæri Úkraínu, burt en úkraínskur ráðherra sagði þó ekki enn hægt að staðfesta að svo væri. Uppreisnarmenn gera allt til að koma í veg fyrir að hægt verði að kjósa í borgum sem þeir ráða, hafa m.a. hótað embættismönnum Úkra- ínustjórnar á staðnum limlest- ingum og dauða. Óttast er að millj- ónir manna geti ekki kosið. Auðkýfingur efnir til frið- arfunda í Austur-Úkraínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.