Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Sú kollsteypa sem íslenskt samfélag varð fyrir á haust- dögum árið 2008 og kallast hrunið skildi marga eftir í sárum og skapaði mörg vandamál sem enn eru óleyst. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, eru skilgetið afkvæmi þessara dramatísku atburða í lífi íslensku þjóðarinnar. Dögun í Reykjavík býður nú fram í fyrsta skipti í borgarstjórn- arkosningum og er Þorleifur Gunnlaugsson oddviti framboðs- ins. Sá sem þessa grein ritar er í því fimmta. Undanfarnar vikur hefur farið fram gríðarleg mála- efnavinna hjá Dögun og má segja að ný stefna hafi verið unnin með þarfir íbúanna í Reykjavík í huga og þeirra sem þangað koma. Margir hafa lagt hönd á plóginn, eins og sagt er. Dögun er félagshyggjuafl og hefur markað sér stefnu eða áherslur í fjölmörgum málaflokk- um. Framboðið setur húsnæðismál á oddinn og vill t.d. byggja 300-500 íbúðir til að leysa bráða- vanda í húsnæðis- málum í höfuðborg- inni. Þetta kom fram í fréttum þegar Dögun kynnti stefnu sína þann 8. maí síðastlið- inn. Dögun vill efla og styðja dyggilega við mannréttindi hinna fjölmörgu hópa, sem búa í borginni, en Reykjavík er ásamt Íslandi öllu orðið að fjölmenning- arsamfélagi. Sú þróun hefur átt sér stað í grófum dráttum frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Dögun er einnig mjög umhugað um lýðræði og opnara stjórnkerfi, þar sem valdinu er dreift út í hverfin og til íbúanna. Breiðholtið er til dæmis með um 20.000 íbúa, fleiri en Akureyri og eins og allir vita þá er höfuðstaður Norður- lands með eigin bæjarstjórn. Hvers vegna ekki Breiðholt? Þá vill Dögun að íbúarnir í borginni komi með mun atkvæðameiri hætti að ákvörðunum um fjármál og í hvað útsvarstekjum þeirra er eytt. Til eru fordæmi um þetta, nefna má borgina Porto Alegre í Brasilíu, þar sem 1,5 milljónir manna búa. Í grein um þetta mál segir Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar: „ Fjárhagsáætl- unargerð með þátttöku íbúanna er aðferð sem rakin er til borg- arinnar Porto Alegre í Brasilíu, en þar vann flokkur sem hafði sett þessa stefnu á oddinn óvæntan kosningasigur árið 1988. Þar er allt að fimmtungur fjárhagsætl- unar borgarinnar unninn í nánu samráði við íbúana og þetta hefur reynst vel, haft félagslegar um- bætur í för með sér, slegið á spill- ingu og aukið hagsæld í borginni.“ (DV.is, 26/2 2014.) Dögun vill að menntakerfi borg- arinnar verði rekið þannig að bekkjastærðir verði minnkaðar og að unnið verði að því að bæta læsi meðal nemenda (sérstaklega drengja) og að skólar verði aldrei reknir á forsendum hagnaðar. Tryggja beri aðgengi allra að skólum borgarinnar og tekjuteng- ingar verði notaðar með virkari hætti, þar til gjaldfrjálsum skóla er náð. Einnig vill framboðið nota tekjutengingar á leikskólastiginu og á frístundaheimilum. Þannig að hinir efnaminni borgi minna og efnameiri meira. Í nýlegri frétt sem birtist í Morgunblaðinu kom fram að stærstur hluti launa- manna er með um 200-300.000 í regluleg mánaðarlaun. Margir eru með lægri laun og eiga því erf- iðara með að ná endum saman. Fjölmargir lifa á örorkubótum eða slíku. Hag þessa fólks verður að verja og Dögun vill stuðla að því. Dögun setur fjölmörg önnur mál á oddinn eins og t.d. stofnun sér- staks Borgarbanka, sem er ein- ungis viðskiptabanki en ekki fjárfestingarbanki, endurreisn bæjarútgerðar í Reykjavík og þá vill Dögun að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Sjálfur tel- ur sá sem ritar þessa grein að Vatnsmýrin eigi ekki að verða fyllt af steinsteypu, það myndi meðal annars gjörsamlega eyði- leggja fallegt útsýni yfir á Reykja- nesskagann, þar sem til dæmis Keilir blasir við. Fjölmörg önnur rök væri hægt að tína til, t.d. ör- yggisrök fyrir alla íbúa Íslands og fleiri. Að lokum vil ég svo hvetja les- endur til að kynna sér stefnu Dög- unar nánar á heimasíðu framboðs- ins, www.dogunreykjavik.is. Dögun – breytum Reykjavík Eftir Gunnar Hólm- stein Ársælsson Gunnar Hólmsteinn Ársælsson »Dögun hefur markað sér ítarlega stefnu. Framboðið setur meðal annars húsnæðismál á oddinn og vill hafa flug- völlinn áfram í Vatns- mýrinni. Höfundur er stjórnmálafræðingur og í fimmta sæti á lista Dögunar. Margir læknar og sjúkraliðar hafa stað- fest að staðsetning Reykjavíkurflugvallar hafi bjargað mörgum mannslífum á liðnum árum. Sé það rétt, sem ég efast ekki um, þá fer heldur ekki á milli mála að stað- setning hans heldur áfram að bjarga mannslífum á kom- andi árum fái hann að vera þar sem hann er í dag. Er einhver sem mótmælir því? Er einhver sem vill í alvöru taka á sig ábyrgð mannfórna, vitandi vits? Það er erfitt að trúa því. Hvernig í ósköpunum getur þá meirihluti borgarstjórnar, með Dag B. Eggertsson, lækni, í broddi fylk- ingar leyft sér að vinna leynt og ljóst að því að fórna vellinum, þó staðhæft sé af marktækum mönn- um að staðsetning hans geti ráðið úrslitum um björgun mannslífa? Er ekki eitthvað til sem heitir lækna- eiður? Allir vita sem vilja vita að það er ekkert annað ásættanlegt flugvall- arstæði til í borgarlandinu. Að auki eru engir peningar til í nýjan flug- völl. Um þetta átakamál hlýtur að verða kosið í vor. Þó ég viti að for- usta D-listans og Framsóknar hér í borg sé á móti því að völlurinn hverfi úr Vatnsmýrinni þyldi þjóðin alveg að þeir sýndu meiri bar- áttuvilja í þessu máli. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefur sýnt svo af- gerandi í skoðanakönnun vilja sinn sem er að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er í dag, svo hann megi halda því hlutverki sínu áfram að bjarga mannslífum með góðra manna hjálp og þjóna land- inu öllu. Eigum við að trúa því að meiri- hluti borgarstjórnar sé svo gæfu- snauður að hann ætli sér að rústa innanlandsfluginu og um leið að hundsa þennan afgerandi meiri- hlutavilja þjóðarinnar? Sé svo, er þessu blessaða fólki meira en lítil vorkunn. Svo eru það fluggarðar, þar skal nú bíta hausinn af skömminni. Þar eru hátt í eitthundrað kennslu- og einkaflugvélar, flugskólar, flugskýli og verkstæði fyrir flugflotann, þar sem hundruð manna hafa atvinnu. Á haustdögum skal nú rústa þessu öllu. Áratuga uppbygging og ævistarf margra ásamt innanlandsflugi og nýnemar reknir brott. Já, er það ekki flott? Hjá mestu flug- þjóð veraldar miðað við fræga hausatölu. Reykvíkingar, við eigum leik í stöðunni 31. maí. Verði sá leikur afleikur verður hann ekki bara ógæfa Reykvíkinga, heldur þjóðarinnar allrar. Náttúruhamfarir í Reykjavík? Eftir Hafstein Sveinsson Hafsteinn Sveinsson »Er einhver sem vill í alvöru taka á sig ábyrgð mannfórna, vitandi vits? Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.                              !"#   $  % & ''' ()*% & ()* + ,  +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.