Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Stúdentar við Háskóla Íslands eru
svartsýnir á atvinnuhorfur fyrir
sumarið og segir formaður Stúd-
entaráðs að enn og aftur sé komið
að miklu álagstímabili hjá stúdent-
um þar sem þeir leiti allra leiða til
að tryggja framfærslu sína yfir
sumartímann. Störfum á vegum
átaks velferðarráðuneytisins, sem
einkum henta háskólastúdentum,
hefur fækkað síðan í fyrra. For-
maður Félags framhaldsskólanema
segir menntskælingum fyrst og
fremst bjóðast sumarstörf á vegum
sveitarfélaganna, lítið sé um ráðn-
ingar á almennum vinnumarkaði.
Velferðarráðuneytið ver um 150
milljónum úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði til átaks sem ætlað er að
tryggja 390 námsmönnum 18 ára
og eldri sumarstörf hjá ríki og
sveitarfélögum. Þetta er í fimmta
skiptið sem ráðist er í átak af þessu
tagi og eru störfin nokkuð færri nú
en áður, í fyrra voru þau 650 og 900
árið 2012. Gissur Pétursson, for-
stjóri Vinnumálastofnunar, segir
ástæðurnar aðallega vera lægra
framlag til verkefnisins og að að-
stæður á vinnumarkaði hafi batnað
aðeins.
Opnað var fyrir umsóknir í síð-
ustu viku og lýkur umsóknarfresti
28. maí. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður greiðir viðkomandi vinnu-
veitanda 192.000 kr. á mánuði fyrir
hvert starf, sem er grunnfjárhæð
atvinnuleysisbóta, auk 8% í lífeyr-
issjóð. Vinnumálastofnun sér um
skipulag átaksins, en hefur engin
afskipti af ráðningarmálum.
„Þetta er allt á fullri ferð og
greinilega mikil eftirspurn,“ segir
Gissur. „Ég held að það sé enginn
vafi á því að það verður ráðið í öll
þessi störf.“
Störfin sem um ræðir eru afar
fjölbreytt. „Með þessu er verið að
bjóða upp á víðtæka möguleika fyr-
ir þjálfun fyrir ungt háskólafólk
sem fær þarna möguleika á að
þjálfa sig í því fagi sem það er að
læra. Þetta er tækifæri sem þyrfti
að vera til oftar og víðar til staðar í
okkar þjóðfélagi. Það hlýtur t.d. að
vera lærdómsríkara fyrir líffræði-
nema að vinna við sitt fag á sumrin
en að keyra út pitsur,“ segir Gissur.
65% ekki komin með starf
María Rut Kristinsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands, segir stúdenta í skólanum
hafa þungar áhyggjur af afkomu
sinni í sumar. Hún vísar til könn-
unar sem ráðið lét gera í apríl um
atvinnuhorfur stúdenta, en þá voru
65% svarenda ekki komin með sum-
arstarf. „Við þrýstum þess vegna á
Vinnumálastofnun um sumarátakið
og það er auðvitað mjög gott að það
verði aftur nú í sumar, þó að þessi
tæplega 400 störf dugi engan veg-
inn til,“ segir María. „Það væri
langbest ef það þyrfti ekki alltaf að
koma til sérstaks átaks.“
María segir að brýn þörf sé á að
endurskoða kjör stúdenta, ólíðandi
sé að þeir þurfi að hafa áhyggjur af
afkomu sinni á sumrin ár eftir ár.
„Við getum ekki verið í námi yfir
sumarið, það eru engar sumarannir
og við eigum ekki rétt á atvinnu-
leysisbótum. Allir sem ekki fá vinnu
geta fengið atvinnuleysisbætur
nema stúdentar.“
Lítið í boði
Laufey María Jóhannsdóttir, for-
maður Sambands íslenskra fram-
haldsskólanema, segir engar tölur
liggja fyrir um atvinnuhorfur fram-
haldsskólanema, en segir að sam-
kvæmt þeim erindum sem sam-
bandinu hafi borist sé ekki um
auðugan garð að gresja. „Það er lít-
ið sem býðst og helst á vegum sveit-
arfélaganna. Það er ekki verið að
ráða eins mikið á almennum vinnu-
markaði en það er erfitt að segja
hvort ástandið sé betra eða verra
en í fyrra. Fólk leitar allra leiða til
að fá vinnu og það er alveg ótrúlegt
hvað margir eru úrræðagóðir,“ seg-
ir hún.
Morgunblaðið/Golli
Stúdentar mótmæla Formaður Stúdentaráðs HÍ og formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema lýsa yfir áhyggjum vegna atvinnuhorfa.
Svartsýnir á sumarstörf
Námsmenn segja atvinnuhorfur fyrir sumarið slæmar Þurfa að hafa
áhyggjur af afkomu sinni á hverju sumri Færri átaksstörf nú en í fyrra
Hallbjörn Hjart-
arson tónlistar-
maður var í gær
dæmdur í þriggja
ára fangelsi fyrir
kynferðisbrot
gegn tveimur
drengjum. Var
dómurinn kveð-
inn upp í Héraðs-
dómi Norður-
lands vestra.
Fram kemur í dómsorðum að
framburður drengjanna og móður
annars þeirra þyki trúverðugur. Var
talið „hafið yfir allan vafa“ að Hall-
björn hefði framið brotin. Það skipti
ekki máli „þótt vafi geti leikið á um
stað og stund brotanna, enda um
aukaatriði að ræða“.
Var niðurstaðan meðal annars
studd með bréfi sem Hallbjörn ritaði
dóttur sinni og móður annars brota-
þolans. Segir í dómsorðum að hann
þyki þar reyna að koma ábyrgð á
brotum sínum á brotaþola. Þá kem-
ur fram að framburður Hallbjarnar í
heild hafi verið ótrúverðugur.
Virt til refsiþyngingar
Litið var til þess við ákvörðun
refsingar að háttsemin hafi verið til
þess fallin að valda drengjunum
skaða og var bréf Hallbjarnar þar
sem hann reyndi að koma ábyrgð á
brotum sínum á brotaþola, ekki talið
honum til málsbóta og var virt hon-
um til refsiþyngingar.
Hann var ákærður fyrir að hafa á
árinu 1999 misnotað annan drenginn
kynferðislega á heimili sínu. Þá hafi
Hallbjörn í lok árs 2000 eða á árinu
2001, á heimili drengsins, framið
brot af sama tagi gegn honum.
Jafnframt var Hallbjörn ákærður
fyrir að hafa í tugi skipta er hinn
drengurinn var á aldrinum 7 til 18
ára gamall brotið gegn honum kyn-
ferðislega. Drengirnir eru barna-
börn Hallbjarnar.
Brotin vörðuðu við 1. og 2. mgr.
202. gr almennra hegningalaga þar
sem lýst er refsiverðri háttsemi sem
felst í því að hafa samræði eða önnur
kynferðismök við börn.
Litið var til þess að brotin hefðu
verið mörg og staðið í samfellu um
árabil en lokið á árinu 2011. Hall-
birni var gert að greiða brotaþolum
1.250.000 krónur í bætur og allan
sakarkostnað.
Hallbjörn er þekktur kántrý-
söngvari og stofnaði á sínum tíma
Kántrýbæ á Skagaströnd.
Dæmdur í
þriggja ára
fangelsi
Dómur kveðinn
upp yfir Hallbirni
Hallbjörn
Hjartarson
Ær nr. 0142 í Skarði í Landsveit hefur borið fimmtán
lömbum á fjórum árum. Hún bar fimm lömbum um
helgina, eins og á síðasta ári. Öll lömbin hennar hafa
fæðst lifandi nema fimmta og síðasta lambið í vor.
0142 er af Þokukyninu frá Smyrlabjörgum í Suður-
sveit en fé af þessum stofni er afburða frjósamt. Erlend-
ur Ingvarsson, bóndi í Skarði, segir að ær og hrútar af
Þokukyninu hafi verið á fjárbúinu í Skarði í rúm tuttugu
ár. Hann getur þess að önnur ær hafi verið með nákvæm-
lega sama mynstur og 0142 nema hvað öll lömbin hafi
drepist í henni síðasta árið og þá hafi hún algerlega verið
búin. „Það sést ekkert á þessari kind, þetta virðist vera
henni meðfætt,“ segir Erlendur um 0142. Hann getur
þess að kindur af þessu kyni hafi stærri leg en aðrar
kindur og því fæddar til að bera mörgum lömbum. Þá
verði lömbin iðulega stór og jöfn en ekki litlir grísir með
eins og stundum sé hjá þrílembum. Það eigi við 0142. Tvö
af lömbum 0142 voru vanin undir einlembur í fyrra og
Erlendur segir að hún muni einnig ganga með þremur
lömbum í sumar.
Um þúsund fjár er í Skarði og nóg að gera. Í gær voru
um 150 kindur óbornar. Sauðburðurinn hefur gengið vel
enda vorið verið gott og auðvelt að koma fénu á beit.
Fjöldi aðstoðarmanna er í sauðburði þannig að fimm eru
starfandi að jafnaði, við sauðburð og í fjósi. helgi@mbl.is
Nr. 0142 í Skarði fimm-
lembd annað árið í röð
Ær af Þokukyni hefur borið fimmtán lömbum á fjórum árum
Ljósmynd/Kristinn Ágúst Þórsson
Fimmlemba Ærin 0142 með lömbin fjögur sem lifðu.
Óhætt er að segja að störfin í
átaki velferðarráðuneytisins séu
fjölbreytt. T.d. vantar staðarvörð
í Klausturstofu á Þingeyrum,
Landspítalinn auglýsir eftir aðila
til að búa til þrívíddarlíkön af
heilum nýbura, Háskólann á
Akureyri vantar starfsmann til að
vinna efni úr rækjuskel, Listasafn
Einars Jónssonar auglýsir eftir
starfskrafti til að skrá safnkost-
inn, Þjóðskjalasafnið þarf að láta
að lesa dómabækur frá 18.-20.
öld, Hafró auglýsir starf sem
felst í að skoða áhrif makríls á
vistkerfi hafsins og Nýsköpunar-
miðstöð vantar starfsmann til
steinsteypurannsókna.
Steypurannsóknir og makríll
FJÖLBREYTT STÖRF Í BOÐI