Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Í dag hefði faðir
okkar, Magnús
Gíslason múrari,
orðið 100 ára, en
hann fæddist í
Reykjavík, 21. maí,
árið 1914. Hann var
sonur hjónanna
Gísla Péturs Magn-
ússonar, múrara-
meistara (1863-
1948) frá Urðum í
Svarfaðardal og
Guðlaugar Jónsdóttur, húsfreyju
(1880-1943) fædd á Kotungsstöð-
um, Hálsahreppi. Hann lauk
sveinsprófi í múraraiðn árið 1934
undir handleiðslu föður síns,
Gísla Péturs, og varð félagi í
Magnús Gíslason
Múrarafélagi
Reykjavíkur ári síð-
ar og allt til dánar-
dags.
Þann 19. júní
1938 kvæntist hann
móður okkar, Fer-
dínu Stefaníu
Bachman (f. 19.
mars 1917 í Reykja-
vík, d. 27. júlí 1968).
Foreldrar hennar
voru Ásmundur
Jónsson, sjómaður í Reykjavík
(1881-1921) frá Vindási í Rang-
avallasýslu og Guðlaug Gríms-
dóttir (1890-1982) frá Akranesi.
Faðir okkar átti eina systur,
Helgu Jónínu, sem fæddist í
Vestmannaeyjum 26. nóvember
1917 en lést 30. mars 1942 í
Reykjavík.
Foreldrar okkar hófu búskap
sinn á Brávallagötu 8, en bjuggu
lengst af í Hæðargarði 40 í
Reykjavík.
Faðir okkar starfaði við múr-
araiðn, alla sína tíð og þá jafn-
framt við hlið sonar síns, Gísla,
sem tók sveinspróf í múraraiðn
árið 1961.
Faðir okkar var útivistarmað-
ur og ferðaðist mikið, hvort sem
það var með fjölskyldu sinni eða
Ferðafélagi Íslands innanlands,
eða til útlanda. Þar að auki var
hann lengi í skíðadeild KR og var
einn þeirra sem tóku þátt í bygg-
ingu fyrsta skíðaskála KR í
Skálafelli.
Faðir okkar lést í Reykjavík 7.
október 1980.
✝ Sigríður Dav-íðsdóttir fædd-
ist á Kóngsengi í
Rauðasandshreppi
13. ágúst 1919.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík
hinn 7. maí 2014.
Foreldrar hennar
voru Davíð Jó-
hannes Jónsson, f.
á Geirseyri við
Patreksfjörð 16.
desember 1884, d. 10. janúar
1930, og Andrea Andrésdóttir,
f. á Vaðli á Barðaströnd 20.
október 1887, d. 3. maí 1968.
Systkini Sigríðar, sem öll eru
látin, voru: Hörður, f. 19.10.
1917, Bjarnheiður, tvíburasyst-
ir Sigríðar, f. 13.8. 1919, Sigur-
jón, f. 14.9. 1921, Andrés, f.
14.9. 1921, Vikar f. 1.9. 1923
og Leifur, f. 5.12. 1924. Sigríð-
ur giftist Ólafi Þ. Sigurðssyni
25.8. 1944. Ólafur var fæddur í
Reykjavík 27.2. 1921. Hann var
elstur af sjö börnum hjónanna
Sigurðar Þorsteinssonar, kaup-
manns á Freyjugötu 11, og
fyrri konu hans, Lilju Mar-
teinsdóttur. Börn Sigríðar og
Ólafs eru þrjú: Jóhanna Ólafs-
dóttir, f. 25.5. 1944, gift Guðna
Gunnarssyni vélstjóra, þau búa
í Kópavogi og eiga saman sex
börn, níu barnabörn og tvö
barnabarnabörn. Urður, f.
19.10. 1945, búsett í Kópavogi,
var gift Sigurði Bjarnasyni frá
Bíldudal en hann lést 21. júní
1983. Saman eignuðust þau
fjögur börn og eru barnabörn-
in tíu. Leifur, f. 18.11. 1948,
giftur Jóhönnu Ólafsdóttir, bú-
sett í Kópavogi og eiga þau
saman tvö börn og fjögur
barnabörn.
Sigríður bjó fyrstu ár ævi
sinnar í Hænuvík við Patreks-
fjörð og síðar á
Geirseyri við Pat-
reksfjörð hjá for-
eldrum sínum.
Þegar Sigríður var
11 ára lést faðir
hennar, eftir stutta
sjúkdómslegu, frá
eiginkonu og 7
börnum, öllum á
unga aldri. Það
sumar var Sigríð-
ur send til móður-
systur sinnar, Vigdísar á Ösku-
brekku í Arnarfirði, þar sem
hún dvaldist í tvö ár. Sigríður
undi sé ekki vel fjarri fjöl-
skyldunni og fluttist aftur til
Patreksfjarðar 1933. Sigríður
ólst upp við knöpp kjör og erf-
iðar aðstæður og vandist því
snemma að hjálpa til við heim-
ilisstörfin. Þegar Sigríður var
17 ára fór hún á síld til Siglu-
fjarðar til að safna sér fyrir
saumanámi. Eftir tvö sumur á
síld fluttist hún til Reykjavíkur
þar sem hún lærði að sauma
hjá kjólameistara. Að námi
loknu hóf hún störf hjá Feld-
inum í Reykjavík og vann þar í
nokkur ár áður en hún stofn-
aði sína eigin saumastofu með
systur sinni og vinkonu.
Saumaskapur var hennar aðal
ævistarf en auk þess vann Sig-
ríður ýmis verslunarstörf.
Eitt aðaláhugamál Sigríðar
var söngur. Hún tók þátt í
fyrsta kvennakór Íslands, söng
lengi í Dómkirkjukórnum und-
ir stjórn Páls Ísólfssonar. Að
auki söng hún 9. sinfóníu
Beethovens inn á plötu með
Fílharmóníukórnum. Sigríður
lifði í 94 ár og eignaðist 40 af-
komendur.
Útför Sigríðar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu
hinn 16. maí 2014.
Sigríður Davíðsdóttir móðir
mín er látin. Hún var orðin
södd lífdaga og fegin svefninum
langa og ég er viss um að ætt-
ingjar okkar taka vel á móti
henni. Það dreif margt á okkar
daga og við upplifðum bæði
gleði og sorgir á langri ævi
hennar. Hún mamma háði
harða lífsbaráttu og það vita
þeir sem til hennar þekkja.
Elsku mamma, margt leitar á
hugann að leiðarlokum og við
munum ávallt minnast þín með
kærleik í huga og að lokum
kveðjum við þig með eftirfar-
andi ljóðum.
Elsku mamma, auðnudjásn þín glóa,
ævi þinnar lýsa gengna braut.
Á vegi þínum vænir laukar gróa
þó varðaður sé bæði líkn og þraut.
(Ólína Þorvarðardóttir)
Tíminn líður furðu fljótt,
fölna hár á vanga,
söngvar þagna, nálgast nótt,
nóttin hljóða langa.
Ljósið dvín og lokast brá,
lætur vel í eyrum þá
ómur æsku söngva.
(Fr. G.)
Farðu í Guðs friði. Þín dóttir,
Urður.
Þegar ég frétti að amma væri
dáin brá mér svolítið í brún.
Það kom mér ekki á óvart að
háöldruð og langveik amma mín
hefði látist heldur fékk ég sam-
viskubit yfir því að hafa ekki
heimsótt hana oftar. Ég sá
ömmu síðast um jólin og þá
gerði ég mér grein fyrir því að
hún ætti stutt eftir. Amma tók
mér alltaf fagnandi og ég átti
ótal skemmtilegar stundir með
henni. Ég var ungur þegar afi
dó og ólst upp í fjarlægð frá
ömmu. Minningarnar um dvöl-
ina hjá afa og ömmu eru sveip-
aðar hlýju. Þrátt fyrir erfiðar
fjölskylduaðstæður í æsku
komu þau amma og afi sér vel
fyrir í Reykjavík og bjuggu af
miklum myndarskap þar sem
þau báru niður. Heimilisbragur
þeirra var ætíð hlýlegur. Ólafur
afi sá til þess að pípulykt tók á
móti mér og átti hann það til að
sýna mér frímerkjasafnið og
margt fleira sem hann safnaði.
Amma var listfeng og laghent
saumakona sem setti sterkan
svip á snyrtilegt og fallega búið
heimili þeirra hjóna. Þau hófu
búskap á Freyjugötu 11 þar
sem þau ólu upp mömmu og
systkini hennar. Eftir að börnin
fluttust að heiman fluttu þau
nokkrum sinnum um set og
bjuggu meðal annars í Mávahlíð
34, Álfhólfsvegi 14 og Tungu-
heiði í Kópavogi. Síðustu ár afa
bjuggu þau í Nökkvavogi 3 en
þaðan man ég mest eftir mér.
Síðustu árin bjó amma á dval-
arheimili fyrir aldraða og lést á
Hrafnistu.
Amma var regluföst og
stundum skammaði hún mig ef
ég sat ekki kyrr og talaði um
orma sem ég skildi löngu síðar.
Þrátt fyrir háan aldur undir það
síðasta var hún ern og lá síður
en svo á skoðunum sínum. Hún
bölvaði lífeyrissjóðunum, vit-
andi að ég veiti einum slíkum
forstöðu, og hafði skoðanir á
öllu. Við töluðum gjarnan um
gamla tíma og hún hafði frá
mörgu að segja. Hún var minn-
ug á nöfn og sagði mér stolt fá
því sem dreif á hennar daga.
Hún upplifði margt um ævina
og ég er þakklátur fyrir þær
stundir sem ég átti með henni.
Undir það síðasta háði hún
harða baráttu við sjúkdóma sem
leggja okkur öll að lokum. Ég
kveð hana ömmu mína, þakk-
látur fyrir þær stundir sem ég
átti með henni, með virðingu
fyrir konu sem lifði tímana
tvenna.
Ólafur Sigurðsson.
Sigríður
Davíðsdóttir✝ Björn Eysteins-son fæddist 26.
ágúst 1920 í Meðal-
heimi á Ásum í
Austur-Húnavatns-
sýslu og ólst þar
upp fyrstu átta ár-
in. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 5. maí 2014.
Foreldrar Björns
voru Eysteinn
Björnsson, f. 17.7.
1895, d. 2.5. 1978, bóndi og Guð-
rún Gestsdóttir, f. 11.12. 1892,
d. 30.8. 1970, húsfreyja. Björn
fluttist með foreldrum sínum að
Hofstöðum í Skagafirði og síðan
að Hnausum í Þingi og loks að
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal.
Björn stundaði nám við ungl-
ingaskóla hjá séra Þorsteini
Gíslasyni í Steinnesi í tvo vetur
og síðan við Samvinnuskólann í
Reykjavík þaðan sem hann út-
skrifaðist 1940.
Björn flutti til Reyðarfjarðar
1941, stundaði afgreiðslu- og
skrifstofustörf hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa á Reyðarfirði 1941-
46, var aðalbókari og skrif-
Árið 1977 flutti Björn til
Hafnarfjarðar og átti þar heima
síðan. Hann starfaði á endur-
skoðunarskrifstofu SÍS í
Reykjavík 1977-89 eða þar til
hann hætti störfum vegna ald-
urs.
Björn kvæntist 3.3. 1945 Sig-
rúnu Jónsdóttur húsmóður, f.
7.5. 1925, d. 10.4. 1973. Þau
bjuggu allan sinn búskap á
Reyðarfirði þar til Sigrún lést
og Björn flutti til Hafnar-
fjarðar. Börn þeirra eru: 1)
Erna Guðrún, f. 9.2. 1944, kenn-
ari við Ártúnsskóla, gift Ellert
Borgari fv. skólastjóra og ráð-
gjafa, börn: a) Sigrún lyfjafræð-
ingur, maki Ágúst Leósson,
fjármálastjóri hjá Medis, sonur
þeirra er Arnar Leó; b) Kristín
leikskólakennari, börn hennar
eru: Ellert, í sambúð með Sól-
veigu Magnúsdóttur og eiga
þau soninn Daníel Gauta; Daníel
og Erna; c) Björn Valur og á
hann dótturina Anítu Sól, 2) Ey-
steinn, innkaupastjóri hjá Bók-
sölu stúdenta, 3) Hanna Ragn-
heiður félagsráðgjafi gift
Hafþóri Theódórssyni stýri-
manni. Sonur Hönnu er Jóhann
Birnir.
Útför Björns hefur farið fram
í kyrrþey.
stofustjóri þar
1947-67, fulltrúi
kaupfélagsstjóra á
Reyðarfirði 1967-76
og var deildarstjóri
Reyðarfjarðar-
deildar KHB og
fulltrúi á aðal-
fundum um árabil.
Björn sat í
hreppsnefnd Reyð-
arfjarðarhrepps
1955-58 og 1963-74
og var m.a. endurskoðandi
sveitarstjórnarreikninga, hafði
umsjón með byggingu félags-
heimilisins Félagslundar og var
formaður bygginganefndar.
Hann var um tíma formaður
Ungmennafélagsins Vals, sat
nokkur ár í stjórn Ungmenna-
og íþróttasambands Austur-
lands og var fulltrúi á þingum
þess í nokkur skipti. Þá var
hann bókavörður Lestrarfélags
Búðareyrarþorps og endurskoð-
andi útgerðarfélagsins Austfirð-
ings hf. meðan það starfaði.
Hann var umboðsmaður Happ-
drættis Háskóla Íslands og SÍBS
árum saman.
Hniginn að foldu í hárri elli er
Björn Eysteinsson, samsveitungi
minn til fjölmargra ára, mætur
drengur og ágætur kunningi.
Hans er mér ljúft að minnast.
Þessi röski Húnvetningur kom
ungur til starfa heim á Reyðar-
fjörð og lét þar til sín taka í ára-
tugi, skarpgreindur og gjörhug-
ull, einstaklega glöggur
stærðfræðingur, vandvirkur og
nákvæmur. Starfsvettvangur
hans var Kaupfélag Héraðsbúa
sem var stórveldið mest fyrir
austan á þeim árum og þar var
Björn skrifstofustjóri, hægri
hönd kaupfélagsstjóra og sýndi
þar hæfileika sína til farsældar
fyrir kaupfélagið sem og fé-
lagsmenn þess. Björn kom víða
við og skal fátt eitt talið: Kirkju-
kórinn naut lengi ágætrar söng-
raddar hans, ungmennafélagið
átti hann sannarlega að á hans
yngri árum þar sem hann tók
þátt af lífi og sál, framlag hans til
byggingar Félagslundar einkar
dýrmætt þar sem fjárreiður allar
voru sannarlega í lagi. Bókasafn-
ið heima sem Björn sá um í fleiri
ár og naut þar aðstoðar konu
sinnar, þau efldu safnið eftir
fremsta megni, bókaúrval einkar
fjölbreytt enda bæði bókfróð vel.
Björn var lengi í sveitarstjórn
okkar og kom þar ágætlega að
svo mörgu félagslegs eðlis, fram-
sóknarmaður með samvinnuhug-
sjón í farteski sínu. Hann var
enginn málskrafsmaður, en setti
skoðanir sínar fram í skýru og
hnitmiðuðu máli, orð hans hittu í
mark og á hann var hlustað.
Alls staðar lagði Björn sig
fram, hvergi var um neitt hálfkák
að ræða, öllu skyldi skilað heilu í
höfn. Persónuleg kynni mín af
Birni hófust í raun er við vorum
saman sem endurskoðendur
hreppsreikninga, þar kynntist ég
hamhleypunni Birni sem lagði
allar útlínur, en lét aldrei neitt
smærra fram hjá sér fara að
heldur. Síðar urðum við sam-
starfsmenn í sveitarstjórn og það
var gott að vinna með Birni Ey-
steinssyni, allt skyldi klárt og
kvitt og á góðum stundum leyfði
hann eðlislægri hnyttni sinni að
létta okkur lundina.
Hugurinn leitar til horfinna
stunda á síðkvöldum hjá þeim
hjónum, ég minnist öndvegiskon-
unnar Sigrúnar sem sá um að
endurskoðendur væru vel haldn-
ir. Það var hins vegar lífsharmur
Björns hve skjótt grimmur vá-
gestur lagði þessa einstaklega vel
gerðu konu að velli. Björn var
hraustur maður og traustur þegn
um leið, hann var vinfastur en
dulur og munu fáir hafa vitað í
hug hans allan, en orðheldinn og
áreiðanlegur í hvívetna. Þökkuð
er löng og ánægjuleg samfylgd
heima á Reyðarfirði, það var gott
að eiga hann Björn að þegar á
þurfti að halda, þar var engum í
kot vísað. Hans ágætu börnum og
þeirra fólki öllu eru sendar ein-
lægar samúðarkveðjur frá okkur
Hönnu. Langri og gifturíkri veg-
ferð er lokið og hvarvetna glitrar
í gömul og gefandi kynni sem ylja
huga á kveðjustund. Blessuð sé
minning hins horska Húnvetn-
ings.
Helgi Seljan.
Björn Eysteinsson
Elsku mamma
mín. Þar kom að því
að til kveðjustundar
kæmi. Þá hellist yfir
mig söknuðurinn og minningarn-
ar. En nú er komið að leiðarlok-
um þínum. Það er nú einu sinni
hluti af okkar æviskeiði.
Brattagata var heimili þitt og
pabba. Þar réðir þú ríkjum með
krafti og festu. Þú varst úrræða-
góð og það þurfti líka til að hafa
aga á hjörðinni. Gestrisni var þitt
sérfag, veisluhöld voru þitt uppá-
hald og þóttir þú höfðingi heim að
sækja.
Eftir fyrsta ár okkar saman
hjá ömmu og afa á Kirkjuvegin-
Geirrún
Tómasdóttir
✝ GeirrúnTómasdóttir
fæddist 2. apríl árið
1946. Hún andaðist
29. apríl 2014.
Útför Geirrúnar
fór fram 10. maí
2014.
um, þar sem þú
fæddist, fluttum við
á Bröttugötuna og
horfðum upp á
systkinahóp minn
stækka það mikið að
ég missti út úr mér,
þegar þú tilkynntir
okkur systkinunum
að von væri á því
sjöunda, hvort þetta
ætlaði aldrei að
enda og ekki stóð á
svörum en þar sem ég væri að
fara í skóla upp á land þá væri
herbergið mitt laust. Þótt ég hafi
ekki skilið hvað ykkur gekk til í
den, þá varst þú að framleiða ger-
semar í konungsríki þitt. það var
alltaf líf og fjör á Bröttugötunni,
allir leikfélagar okkar systkina
fylltu húsið og var það aldrei
neitt vandamál. Þá vorum við
systkinin líka búin að taka í notk-
un íþróttasvæði í húsinu og var
gangurinn aðalleikvangurinn.
Þar fengu að fjúka ljósakrónur
og spegill. Allir smáhlutir voru
faldir eða varðir. Feluleikir, skot-
bardagar, kubbaleikir og fleira
var dreift um allt hús. Alltaf
hélstu ró þinni á lærdómsárum
mínum þar sem utanbókar ljóða-
lærdómur og annað var að fara
með mig og úrræðasemi þín
beindi mér á rétta braut. Einnig
þurfti að hafa sterkar taugar
þegar lúðrablástur minn tók að
berast um húsið. Þú varst mikið
fyrir fjölskylduna og tókst
snemma upp á því að drífa hana í
sumarferðir í Kjósina með hjól-
hýsið í eftirdragi. Ekki var ærsla-
gangurinn minni þar.
Þú varst mikill íþróttaunnandi,
varst í handbolta á þínum yngri
árum með Þór. Þóttir hæfileika-
rík og stundaðir hann af krafti
áður en þú snerir þér að móð-
urhlutverkinu. Öll við systkinin
voru mikið í íþróttum og studdir
þú okkur heilshugar. Bókalestur
þinn á uppvaxtarárum þínum var
þér mikið kappsmál.
Síðar snerist líf þitt um ömmu-
hlutverkið en þar var af nógu að
taka með barnabörnin 19. Þú
varst sannur vinur vina þinna og
áttir góðan hóp af þeim.
Fótbolta- og handboltaáhugi
þinn var ódrepandi og þurftir þú
helst að sjá alla þá viðburði sem
þú hafðir tök á. ÍBV, ÞÓR og Liv-
erpool voru þitt uppáhald.
Aldrei kvartaðir þú um heilsu
þína og sagðir að hún væri fín,
eyddir öllu slíku tali en hafðir all-
ar þínar áhyggjur af okkur og
öðrum. Alltaf varst þú til staðar,
elsku mamma mín, vildir allt fyr-
ir aðra gera og áttir til að gleyma
sjálfri þér.
Þú starfaðir í verslun foreldra
þinna, Framtíðinni, gerðist móð-
ir, starfaðir í Gámavinum og yfir
20 ár á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja allt þar til veikindi
þín tóku sinn toll eftir sumarfrí
þitt í fyrra. Það er oft með ólík-
indum hvað lagt er á eina mann-
eskju, búin að sjá á eftir Jóa sín-
um og syni á besta aldri,
foreldrum og tengdaforeldrum.
Alltaf stóðst þú sem Heimaklett-
ur.
Þetta er brot af samveru-
stundum okkar sem tengja okkur
saman og vináttu okkar.
Ég hugga mig í sorginni yfir
að þú sért komin á betri stað. Ég
er svo þakklátur fyrir að hafa
haft þig svona lengi í lífi mínu.
Blessuð sé minning þín og Guð
geymi þig.
Tómas.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar