Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
✝ Steinn Steinsenbifvélavirkja-
meistari fæddist í
Reykjavík 20. febr-
úar 1953. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 12. maí 2014.
Foreldrar hans
voru Eggert Stein-
sen, f. 5. desember
1924, d. 15. janúar
2010 og Steinunn
Jónsdóttir, f. 7. janúar 1930,
d. 1. mars 2014. Systkini
Steins eru: a) Rúnar Hans, f.
1949, maki Guðrún Guð-
mundsdóttir, b) Anna, f. 1959,
maki Sigurður Már Einars-
son, c) Ragnheiður, f. 1963 og
d) Jón, f. 1967, d. 1994, maki
Brynja Sigurðardóttir. Eftir-
lifandi maki Steins er Ásta
Steinn lærði bifvélavirkjun
og má segja að það hafi verið
hans aðalstarf í gegnum tíð-
ina þó svo að hann hafi unnið
ýmis önnur störf í lengri eða
skemmri tíma. Hann vann við
og rak síðar hljómplötupress-
unina Alfa í Hafnarfirði um
árabil. Einnig vann hann við
plastgluggasmíði, byggingar-
eftirlit, blikksmíði og tré-
smíði. Síðustu árin vann hann
á þjónustuverkstæði Bern-
hard ehf. á Íslandi. Steinn
hafði alltaf mikinn áhuga á
siglingum og var einn af
stofnendum Siglingafélagsins
Ýmis í Kópavogi. Hann átti
þátt í að smíða Skýjaborgina,
eina af fyrstu keppnisskútum
hér á landi. Hann sigldi tvisv-
ar á seglskútu yfir Atlands-
hafið frá Bretlandi til Ís-
lands.
Útför Steins fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag,
21. maí 2014, kl. 13.
María Björns-
dóttir, leik-
skólastjóri, f.
22. mars 1957.
Þau giftust 30.
júlí 1987 og
bjuggu lengst af
á Öldugötu 22 í
Hafnarfirði.
Þeirra börn eru:
a) Steinunn
Dögg, efnaverk-
fræðingur, f.
1979, maki Kristbjörn Helgi
Björnsson, f. 1977, þau eiga
Iðunni Völu, f. 2010, b) Stein-
arr Logi, málari, f. 1985,
maki Arnbjörg Jóhannsdóttir,
f. 1985, og á hún einn son,
Ævar Frey, f. 2005, en saman
eiga þau Nonna Stein, f.
2014, c) Auðun, nemi í LHÍ, f.
1993.
Steinn bjó í foreldrahúsum
þangað til hann varð 24 ára eða
þar til hann hóf búskap með þá-
verandi kærustu sinni, verðandi
unnustu og, miklu miklu seinna,
eiginkonu, henni Ástu Maríu
Björnsdóttur. Enginn er full-
kominn eins og við öll vitum en
Steinn og Maja vega hvort annað
upp og eru því næstum fullkomin
heild.
Ást þeirra bar snemma ávöxt
því fljótlega eignuðust þau sitt
fyrsta barn. Þó svo að ástin hafi
ekki dvínað milli kærustuparsins
liðu sex ár þangað til annað barn
kom í heiminn. Árið 1987 giftu
þau skötuhjúin sig loksins og er
örverpið því þeirra eina barn sem
ekki fæddist í lausaleik.
Við börnin höfum setið síðustu
daga og skemmt okkur yfir góð-
um minningum. Minningum úr
sumarfríum, jólum, páskum og
öðrum hátíðisdögum. Sterkastar
eru þó minningar úr hversdags-
leikanum, sérstaklega ylja okkur
minningarnar um alla kvöldmat-
artímana á Öldugötunni þar sem
allt sem á vegi okkar var þann
daginn var rætt til hlítar. Hlegið
var að óförum okkar og annars-
konar bröndurum. Og síðast en
ekki síst reynt að þegja og hlusta
á veðrið.
Þegar við hugsum til pabba
dettur okkur fyrst og síðast í hug
þolinmæði. Hann gaf sér alltaf
tíma fyrir okkur, og það var aldr-
ei neitt annað sem ekki mátti
bíða ef við þurftum á honum að
halda.
Okkur er ljóst hversu verð-
mætt það er að eiga góðan
pabba. Okkur finnst við allavega
vera rosalega heppin að hafa
fengið í vöggugjöf besta pabba í
heimi. Pabba sem hefur elskað
okkur skilyrðislaust frá fæðingu.
Pabba sem hefur svo mikla trú á
okkur að við höldum að engin
fjöll séu okkur ókleif. Pabba sem
finnur sér alltaf tíma til að hugga
okkur þegar við erum sorgmædd
og hlæja með okkur þegar allt er
svo skemmtilegt.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Steinunn Dögg, Steinarr
Logi, Auðun
Elsku Steinn.
Andlát þitt og veikindi eru enn
svo óraunveruleg fyrir mér. Það
er svo stutt síðan við vorum sam-
an í Kaupmannahöfn að keppa í
músastigagerð. Við skemmtum
okkur svo vel öll. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa kynnst þér og
fengið tíma með þér á Öldugöt-
unni, í skúrnum og á flakki um
landið. Þú opnaðir heimili þitt og
hjarta fyrir okkur mæðginunum
og fengum við aldrei að upplifa
annað en að vera partur af fjöl-
skyldunni. Þú fórst í öll hlutverk
og gerðir allt svo vel. Ekki er
hægt að hugsa sér betri tengda-
föður og betri afa fyrir börnin
sín, þín verður sárt saknað.
Arnbjörg Jóhannsdóttir
Eftir fráfall Steins, okkar ást-
kæra bróður, hefur hugur okkar
systkina hans leitað til æskuár-
anna þegar við vorum að alast
upp í Kópavoginum. Í minning-
unni var alltaf líf og fjör í kring-
um Stein, hann var alltaf að
framkvæma eitthvað þegar hann
var strákur, alltaf að búa eitt-
hvað til. Hann smíðaði ótrúlega
flotta kassabíla og eftir að smíða-
völlur var settur upp á vegum
bæjarins í nágrenni við heimili
okkar var hann þar öllum stund-
um við smíðar á miklum bygg-
ingum. Foreldrar okkar studdu
við þessa sköpunarþörf sonarins
með því að hjálpa til við að út-
vega efni, spýtur og nagla til að
smíða úr, málningu til að mála
hús og bíla, ásamt hjólum sem
þurfti undir alla kassabílana.
Óhjákvæmilega fylgdu þessari
athafnaþörf ýmis meiðsli sem
þurfti að láta gera að og voru þau
um tíma tíðir gestir á slysavarð-
stofunni með drenginn.
Eflaust hafa foreldrar okkar
ekki alltaf verið jafn ánægðir
með uppátækin hans því hann
var líka algjör prakkari. Eitt sinn
smíðaði Steinn kofa við Nýbýla-
veginn og setti upp blómabúð,
þar sem hann seldi fjölær blóm.
Okkur minnir að búðin hafi ekki
verið opin nema einn dag, því for-
eldrar okkar uppgötvuðu að
hann hafði „grisjað“ garða ná-
granna til að fá blóm í búðina
sína. Ein jólin þurfti að ritskoða
piparkökurnar sem boðnar voru
gestum því Steinn og vinur hans,
Þórhallur að okkur minnir, buð-
ust til að hjálpa til við að skreyta
kökurnar. Þeir skreyttu karlana
og kerlingarnar þannig að þau
litu út fyrir að vera nakin, ná-
kvæmlega teiknuð brjóst og aðr-
ir líkamspartar, sem venjulega
eru huldir fötum, prýddu kök-
urnar.
Þegar Steinn var unglingur
fékk hann áhuga á siglingum og
seglbátum og smíðaði ásamt öðr-
um fyrstu „Fireball“-seglbátana
á Íslandi og tók síðar þátt í að
smíða Skýjaborgina, 25 feta kjöl-
bát, með Rúnari bróður sínum og
fleirum. Steinn óx aldrei upp úr
því að hafa gaman af því að
smíða, bæta og laga og nutum við
systkini hans góðs af því í gegn-
um árin, því það var sama hvað
þurfti að gera, það lék allt í hönd-
unum á honum. Hann var alla tíð
boðinn og búinn að hjálpa okkur
ef við þurftum aðstoð, hvort sem
það var að gera við bílinn okkar,
flytja búslóðir á milli húsa, setja
upp eldhúsinnréttingu eða styðja
okkur ef við lentum í erfiðleikum.
Steinn sinnti fjölskyldu sinni
af miklum kærleik og hafa þau
nú misst mikið. Ásta María og
börnin þeirra, Steinunn Dögg,
Steinarr Logi og Auðun, stóðu
sem klettar við hlið hans í hans
stuttu og snörpu veikindum og
fyrir þá hlýju og umönnun sem
þau sýndu okkar kæra bróður
viljum við þakka um leið og við
sendum þeim og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðju.
Við systkinin teljum það vera
mikil forréttindi að hafa fengið
að alast upp með þessum duglega
og fjöruga bróður, töffaranum
sem var líka svo hlýr og nærgæt-
inn ef á þurfti að halda, prakk-
aranum sem náði að varðveita
barnið í sér alla tíð.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Minning þín er ljós í lífi okkar,
elsku bróðir. Þín systkini,
Rúnar, Anna og
Ragnheiður Steinsen.
„Fallegasti maður og minn
besti vinur, í öllu og allstaðar,
guð hvað ég sakna hans, elsku
frænka.“
Tárin streyma niður kinnar
frænku minnar þegar hún talar
um fallegu stundirnar þeirra
Steins, enda alltaf bros og heið-
arleiki í hjónabandi þeirra. Góðar
minningar eru demantar sem
glitra í fallegu, heilu börnum
þeirra og barnabörnunum. Takk,
elsku Steinn, fyrir að hafa hitt
frænku mína, Maríu, og að ég
hafi fengið að horfa á hamingju
ykkar og barnanna.
Elsku frænka, börn og barna-
börn, Guð styrki ykkur og blessi.
Þín,
Sigríður María.
Við andlát Steins rifjast ein-
göngu upp góðar minningar. Ég
kynntist þeim hjónum árið 1998
og hefur sú vinátta staðið síðan
þó mislangt hafi verið á milli
heimsókna. Steinn og Ásta María
voru einstök hjón og það sem ein-
kenndi þau bæði var hvað þau
voru góðir vinir hvort annars. Ég
man ekki í eitt einasta skipti eftir
að hafa heyrt þau tala illa um
nokkurn mann og alltaf var ég
velkomin. Hvergi var betra að
leita ráða en hjá þeim hjónum.
Steinn var alltaf tilbúinn að hlusta
og spjalla, hann hafði einstakan
húmor og ég man ekki eftir að
hafa farið frá honum öðru vísi en í
betri líðan. Steinn var einstaklega
fallegur maður, bæði að innan og
utan.
Elsku Ásta María, ég sam-
hryggist þér og fjölskyldu þinni
innilega og bið Guð um styrk ykk-
ur til handa.
Ég kveð vin minn með þessu
ljóði:
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Herdís Hjörleifsdóttir
Á Öldugötunni í Hafnarfirði
hófum við búskap endur fyrir
löngu og Steinn og Maja voru
fyrstu nágrannarnir sem við
kynntumst. Reyndar þeir einu,
því þessi vinátta dugði okkur
ágætlega. Þetta voru ár með basli
og bruggi, barneignum og bílavið-
gerðum. Veðrið var gott, tilveran
tiltölulega ljúf og okkur leiddist
aldrei. Á þessum árum vann
Steinn mikið heima í bílskúrnum
en þrátt fyrir mikla vinnu hafði
hann alltaf tíma fyrir börnin og
hafði einlægan áhuga á öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur.
Þessa gömlu daga rifjuðum við
Steinn upp fyrir rúmum mánuði.
Við gátum alltaf hlegið að versl-
unarmannahelginni 1988 þegar
við fórum aldrei lengra en út í
kjörbúðina til að kaupa grillmat
og gefa kaupmanninum í aðra
tána, sem endaði með því að hann
nennti ekki lengur að afgreiða og
lokaði frekar snemma. Við mund-
um allt sem hafði gerst þennan
dag og aðra álíka skemmtilega
daga. Við mundum líka hvernig
við höfðum ákveðið framtíðina.
Við ætluðum öll að verða gömul
saman, sitja á góðviðrisdögum út
undir vegg, kannski með eitthvað
létt í glasinu, horfa á barnabörnin
leika sér, áhyggjulaus, því ekkert
væri annað fram undan en að
njóta lífsins.
Þessar minningar yljuðu okkur
þetta síðdegi. Steinn vissi hvað
var framundan, var æðrulaus og
ókvíðinn og nokkuð sáttur við
dagsverkið sitt, þótt hann hefði
kosið að sinna því lengur. En í
þessu ræður enginn hvar nótt
nemur:
Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki:
komdu sæll þegar þú vilt heldur
segi ég:
máttu vera að því að bíða
stundarkorn?
Ég bíð aldrei eftir neinum segir hann
og heldur áfram að brýna ljáinn sinn.
Þá segi ég:
æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég
bara ofurlítið fram á vorið
því þá koma þessi litlu blóm þú veist
sem glöddu mig svo mikið í vor er leið
og hvernig get ég dáið án þess að fá
að sjá þau
einu sinni enn
bara einu sinni enn?
(Jóhannes úr Kötlum)
Hugur okkar og samúð er hjá
Maju og börnunum. Minning
Steins lifir.
Gísli Ásgeirsson og Margrét
Sigrún Jónsdóttir.
Kær vinur er farinn, svo alltof,
alltof fljótt. Steinn greindist með
illvígan sjúkdóm fyrir 3 mánuðum
sem tók smátt saman frá honum
allan mátt þar til yfir lauk, 12.
maí. Það var um átta ára aldur
sem við kynntumst og vinir vor-
um við frá því við vorum þrettán
ára.
Á æskuheimili hans, Nýbýla-
Steinn Steinsen
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN HERMANN HANNESSON,
Mýrum 1,
áður Valhöll,
Patreksfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
11. maí. Útförin fer fram frá Patreks-
fjarðarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00.
Guðrún Guðjónsdóttir Bergmann,
Guðni Guðjónsson, Hrafnhildur Steingrímsdóttir,
Hermann Guðjónsson, Guðný Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn og fósturfaðir okkar,
HERMANN ÞORSTEINSSON,
Espigerði 2,
(Þórsgötu 9),
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 22. maí kl. 15.00.
Konurnar hans þrjár:
Helga Rakel, Steinunn Sara og María.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLEIF KRISTJÁNSDÓTTIR,
Staðarhvammi 7,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. maí.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00.
Helgi Hermann Eiríksson,
Halldóra Kristín Helgadóttir, Samúel Guðmundsson,
Eiríkur Þór Helgason, Cecilia Nfono Mba,
Ívar Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR
frá Þingholti,
Bessahrauni 11b,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja.
Guðmundur Huginn Guðmundsson, Þórunn Gísladóttir,
Bryndís Anna Guðmundsdóttir,
Páll Þór Guðmundsson, Rut Haraldsdóttir,
Gylfi Viðar Guðmundsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls föður okkar,
BJÖRNS EYSTEINSSONAR,
Hjallabraut 25,
Hafnarfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Erna Björnsdóttir,
Eysteinn Björnsson,
Hanna Ragnheiður Björnsdóttir.
✝
Okkar ástkæri
GÍSLI JÓN HELGASON,
Hátúni 4,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut
mánudaginn 19. maí.
Útför auglýst síðar.
F.h. fjölskyldu og vina,
Jónína Böðvarsdóttir,
Sigurður Ellert Sigurðsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS KR. BJARNASONAR,
Sléttuvegi 21,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
8. maí.
Útförin fór fram í kyrrþey föstudaginn 16. maí
að ósk hins látna.
Guðríður Pálsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Halldóra Ingibergsdóttir,
Ingunn Jónsdóttir, Snorri Páll Kjaran,
Kristján Örn Jónsson, Ragnheiður Sveinsdóttir,
Bjarni Jón Jónsson, Hafdís Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.