Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn eru fjórirmánuðir þartil Skotar
taka ákvörðun um
sjálfstæði sitt en
kosningabaráttan
er þrátt fyrir það komin á full-
an snúning. Fullsnemmt er að
spá fyrir um niðurstöðuna, en
þó má segja að saxast hefur
nokkuð á fylgi þeirra sem vilja
halda áfram sambandinu við
Bretland. Við bætist að sjálf-
stæðissinnar telja sig eiga heil-
mikið inni áður en gengið verð-
ur til atkvæða í september.
En það er ansi margt sem
gæti haft áhrif á niðurstöðuna,
sem ekki tengist þeirri grund-
vallarspurningu hvort Skotar
ættu að vera sjálfstæð þjóð.
Kosningabaráttan til að mynda
hefur snúist að miklu leyti af
hálfu sambandssinna um að tala
niður möguleika Skota til þess
að geta staðið á eigin fótum.
Hætt er við að sú neikvæðni
hafi frekar fælt hugsanlega
kjósendur frá málstaðnum en
hitt, en fáir virðast tilbúnir til
þess að tala máli ríkja-
sambandsins sem varað hefur í
307 ár.
Þetta sá David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands, og
hélt hann því til Skotlands um
helgina til þess að reyna að
snúa baráttu sambandssinna
inn á jákvæðari braut. Cameron
hafði hins vegar verið nærri því
ósýnilegur í kosningabaráttunni
fram að því, af þeirri ástæðu að
íhaldsmenn eru það
óvinsælir í Skot-
landi að formaður
skoska flokksins
hefur lagt til að
hann verði lagður
niður og nýr hægri flokkur
stofnaður undir öðru nafni.
En þó að Cameron hefði
helst viljað halda sér utan við
baráttuna kemst hann ekki
undan henni. Hávær umræða
hefur myndast meðal skoskra
sjálfstæðissinna, um að með því
að kjósa með sjálfstæði myndu
Skotar græða tvennt: Í fyrsta
lagi yrði Skotland sjálfstætt og
í öðru lagi myndi Cameron
neyðast til þess að segja af sér.
Svo rammt hefur kveðið að
þessari staðhæfingu að Came-
ron sá sig tilneyddan til þess að
lýsa því yfir að hann myndi alls
ekki yfirgefa Downingstræti 10
þó að Skotar kysu með sjálf-
stæði sínu. Það hefur þó ekki
dugað til að eyða þeim efa.
Líklega sýnir þetta dæmi
einna best hættuna á því að
umræðan í Skotlandi næstu
fjóra mánuði verði á röngum
nótum. Það eru til margvísleg
rök bæði með og á móti sjálf-
stæðu Skotlandi og framtíð
þess ríkis. Því miður er hætta á
að þau rök muni hverfa í skugg-
ann fyrir pólitískum stund-
arhagsmunum þegar Skotar
taka afstöðu til þess hvort leysa
skuli upp eitt farsælasta ríkja-
samstarf sem mannkynssagan
hefur að geyma.
Persóna Camerons
er orðin að kosn-
ingamáli í Skotlandi}
Verður valið á réttum
forsendum?
Á sunnudaginner stefnt að
því að Úkraínu-
menn kjósi sér nýj-
an forseta í stað
Viktors Janúkovíts.
Það er hins vegar
algjörlega á reiki
hvort kosningarnar muni geta
farið fram í öllum héruðum
Úkraínu, einkum í Donetsk, þar
sem rússneskumælandi aðskiln-
aðarsinnar hafa lýst yfir sjálf-
stæði héraðsins. Það gæti veikt
mjög stöðu þess sem sigrar í
kosningunum, ef þátttakan ann-
ars staðar verður dræm. Mikil-
vægt verður því fyrir yfirvöld í
Kænugarði að tryggja að ekk-
ert fari úrskeiðis við fram-
kvæmd kosninganna þar sem
þær geta farið fram, en líklegt
er að reynt verði að trufla þær
með einhverjum hætti.
Skoðanakannanir benda til
þess að óligarkinn Petro Poro-
sjenkó, sem hefur verið bæði
utanríkis- og efnahagsráðherra,
muni fari með öruggan sigur af
hólmi, en hann hefur talsvert
forskot á Júlíu Tímósjenkó,
sem er í öðru sæti. Porosjenkó,
sem hefur viðurnefnið „súkku-
laðikóngurinn“ vegna viðskipta-
veldis síns í sælgætisfram-
leiðslu, var á sínum tíma talinn
líklegur forsætis-
ráðherra undir
Janúkovíts áður en
honum var gert að
yfirgefa forseta-
embættið.
Sigurvegarans
bíður hins vegar
erfitt verkefni. Einsýnt er að
Rússar muni draga lögmæti
hans sem forseta í efa, sama
hvað gerist. Fari kosningarnar
illa fram er líka erfitt að sjá
hvernig Porosjenkó, eða nokkur
annar, muni geta staðist þær
þrautir sem bíða hans. Örlög
súkkulaðikóngsins yrðu þá lík-
lega þau að stýra Úkraínu í átt
að sambandsríki, þar sem aust-
urhluti landsins yrði að leppríki
Rússa.
Ef þátttakan í kosningunum
verður hins vegar góð og al-
menn, að minnsta kosti í þeim
héruðum þar sem kjörstaðir
verða opnir, þarf nýkjörinn for-
seti einkum að hafa áhyggjur af
því hvernig eigi að brúa það bil
sem myndast hefur í Úkraínu.
Það mun hins vegar kosta mikl-
ar umbætur á stjórnkerfi og
efnahag landsins, þar sem for-
setakosningarnar eru aðeins
fyrsta skrefið. Framtíð Úkraínu
krefst þess að það skref verði
farsælt.
Óvíst er um fram-
haldið eftir komandi
forsetakosningar í
brothættri Úkraínu}
Sigurvon súkkulaðikóngs
É
g lærði nýtt orð í síðustu viku,
sögnina að brottvísa; rakst á hana
í frétt um nígeríska konu, Izekor
Osazee, sem gift er íslenskum
manni. Svo var málum háttað að
Osazee var handtekin og stóð til að senda hana
úr landi án frekari fyrirvara og það frá nýbök-
uðum eiginmanni hennar. Áður en af þeirri ós-
vinnu varð var henni þó sleppt og í samtali
mbl.is við lögmann hennar kom fram að Izekor
Osazee hefði verið sleppt úr haldi og „henni
verði ekki brottvísað í fyrramálið“.
Nú heldur eflaust einhver að ég ætli að amast
við orðfæri lögmannsins, enda er ég alræmdur
(rómaður) fyrir afskiptasemi af íslensku máli
samborgara minna, en því er öðru nær – það er
bara gaman að fá nýjar sagnir, en ég næ ekki
upp í nef mér af skömm á íslenskum stjórnvöld-
um og stofnunum fyrir harðneskju þeirra og ruddaskap
gagnvart þeim sem vilja flytjast hingað til lands.
Í ljósi þess að þessi pistill birtist í Morgunblaðinu má
gera ráð fyrir að þú, kæri lesandi, sért á miðjum aldri eða
kominn yfir hann, líkt og ég sjálfur. Þú manst þá, líkt og
ég, hvernig Ísland var á okkar uppvaxtarárum, þar sem
ríkti einn siður, eitt kyn, einn aldur, einn flokkur og einn
litur. Þeir sem féllu undir þá lýsingu, miðaldra hvítir karl-
menn og kristnir sjálfstæðismenn í þokkabót, höfðu það
því býsna gott, en aðrir síður. Eitt af því sem braut upp
þetta gamla og staðnaða þjóðfélag var innflutningur fólks
frá ýmsum löndum, fólks sem flutti með sér ferskar hug-
myndir í menningu og listum, glæddi með okk-
ur áhuga á nýstárlegri matargerð, vakti upp
spurningar um mannréttindi og sitthvað fleira
sem við höfðum ekki rænu á að velta fyrir okk-
ur og svo má lengi telja. Það fólk sem hingað
hefur flust á síðustu áratugum hefur nefnilega
gert samfélag okkar betra og ríkara.
Það hefur þó ekki gengið þrautalaust fyrir
sig, enda löngu ljóst að Íslendingar eru ekki
haldnir minni fordómum en aðrar þjóðir þegar
litaraft, trú eða tungumál er annars vegar.
Minnumst þess að ekki eru mörg ár síðan hér
var starfræktur stjórnmálaflokkur sem byggði
starf sitt að stórum hluta á kynþáttahatri og
kom þó mönnum á þing. Það er því nóg af for-
dómum og hatri í garð útlendinga hér á landi
þó að þeir fremji færri glæpi en innfæddir, séu
síður líklegir til að þiggja félagslega aðstoð og
skari að jafnaði fram úr í vinnusemi og skyldurækni. Þess-
ir fordómar sjást til að mynda í starfi svonefndrar Útlend-
ingastofnunar, án þess að ég haldi því fram að starfs-
mönnum hennar sé um að kenna – það er fyrir pólitískan
vilja ráðamanna sem svo hart er gengið fram.
Í ljósi þess hve innflutningur á fólki hefur gagnast okk-
ur vel er það því tillaga mín að ráðherra beiti sér fyrir því
að reglan verði að taka vel á móti fólki en ekki að sýna því
hörku. Við eigum að bjóða Izekor Osazee velkomna hingað
til lands og ekki bara hana heldur líka þá sem dúsa í fanga-
búðum innanríkisráðuneytisins í Reykjanesbæ.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Fleiri innflytjendur, takk
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þ
ótt Vestlendingar séu
ánægðir með búsetuskil-
yrði í heimabyggð og
ánægðari en þeir voru
fyrir þremur árum telja
þeir að ýmislegt megi bæta. Meðal
þess sem þeir telja að þurfi að lagast
eru launatekjur, atvinnuöryggi og
vöruverð.
Í skoðanakönnun meðal íbúa
Vesturlands voru þátttakendur beðn-
ir um að taka afstöðu til stöðu og mik-
ilvægis margra mikilvægustu búsetu-
þátta hvers samfélags. Könnunin er
gerð á þriggja ára fresti þannig að
hægt er að sjá þróun. Skýrsla um nið-
urstöður nýjustu könnunarinnar hef-
ur verið birt.
Vífill Karlsson, hagfræðingur
hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest-
urlandi, bendir á að sem fyrr séu það
helst þættir sem tengjast vinnumark-
aði og framfærslu sem virðist vera
mest aðkallandi úrlausnarefni á öll-
um svæðum Vesturlands.
Vandamálin eru svipuð á milli
svæða. Íbúar á Akranesi, í Hvalfirði
og Borgarfirði töldu að helst þyrfti að
bæta laun, atvinnuúrval, atvinnu-
öryggi, framfærslukostnað og vöru-
verð. Á Snæfellsnesi og í Dölum var
vöruverð efst á blaði. Vöruúrval var
fólki einnig ofarlega í huga á þeim
stöðum og í Dölum komu því til við-
bótar launatekjur, atvinnuúrval og
kostnaður við framfærslu.
Vífill segir að óánægja með hátt
orkuverð til upphitunar á Snæfells-
nesi og í sveitum kunni að skýra
áherslu á framfærslukostnað. Þá sé
þekkt að meðallaun séu undir með-
altali á vissum svæðum Vesturlands,
sérstaklega í landbúnaðarsveitum.
Þá kunni óvissan í sjávarútvegi að
skýra áherslu á atvinnuöryggi, sömu-
leiðis umræða um hagræðingu hjá
ríkinu eins og til dæmis umræðan um
framtíð Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri sé dæmi um
Kröfur um bætt fjarskipti
Ýmsar aðgerðir sem farið hefur
verið í frá því 2010, þegar síðasta
könnun var gerð, virðast mælast vel
fyrir hjá íbúum alls Vesturlands.
Nefna má núverandi fyrirkomulag al-
menningssamgangna, framhalds-
skóla í Dölum í samstarfi við Mennta-
skóla Borgarfjarðar og menningarlíf
sem gæti tengst framkvæmd Menn-
ingarsamnings á Vesturlandi og
framtaki einstaklinga á því sviði.
Ef nefndir eru þættir sem þykja
hafa versnað má nefna stöðuna á hús-
næðismarkaði, ekki síst lítið framboð
á leiguíbúðum en einnig íbúðum til
kaups. Krafa um bættar samgöngur
er sígild en nú bætist við óánægja
með fjarskiptamál. Vífill vekur at-
hygli á því að krafan um bættar net-
tengingar og farsímasamband virðist
vaxa á milli kannana þrátt fyrir um-
bætur á því sviði. Því virðist upp-
byggingin ekki halda vel í við hraða
þróun. Þess má geta að sveitarfélög
og samtök einstaklinga víða um land
eru að taka lagningu ljósleiðara í
sveitum í eigin hendur vegna þess að
fjarskiptafélögin hafa ekki séð sér
hag í því. Slík þróun er í gangi á Vest-
urlandi og er framtak Hvalfjarðar-
sveitar það markverðasta enn sem
komið er.
Vinnur í borginni
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að sókn Vestlendinga í
vinnu á öðrum svæðum, til dæmis á
höfuðborgarsvæðinu, hefur aukist
aftur en úr henni dró verulega
eftir bankahrunið. Vífill telur að
fasteignamarkaðurinn á höfuð-
borgarsvæðinu kunni að skýra
þessa þróun að einhverju leyti.
Fólk sé beinlínis að flytja þaðan til
að geta keypt ódýrara húsnæði en
haldið vinnunni.
Óánægja með laun
og atvinnuöryggi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Akranes Íbúar á öllum svæðum Vesturlands vilja hærri laun og lægra vöru-
verð. Atvinnuöryggi er fjölskyldufólki einnig ofarlega í huga.
Um fjórðungur íbúa í Dala-
sýslu telur mjög eða frekar
líklegt að hann flytji frá Vest-
urlandi á næstu tveimur árum.
Er það mikil breyting frá könn-
un sem gerð var fyrir þremur
árum þegar 14% íbúa höfðu
hug á því að flytja. Kemur
þetta Vífli Karlssyni á óvart
því þótt íbúum hafi fækkað
heldur á síðustu árum er ekki
hægt að tala um fólksflótta.
Íbúar Akraness og Hval-
fjarðarsveitar hafa minni hug
á að flytja en íbúar í öðrum
héruðum Vesturlands,
eða 14%. Hlutfallið er
18% á Snæfellsnesi og
21% í Borgarfirði. Mikill
fjöldi háskóla-
menntaðra í
Borgarfirði er
talinn skýra
frekar hátt
hlutfall fólks
sem hefur hug
á brottflutningi
þaðan.
Dalamenn
vilja flytja
EKKI HREYFING Á AKRANESI
Vífill
Karlsson