Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 jánssonar hf., hjá J. Þorlákssyni og Norðmann hf. og Lögreglustjór- anum í Reykjavík, sem tækniteikn- ari hjá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík og Vatnsveitu Reykja- víkur. Frá 1982 hefur Erna rekið og starfað ásamt manni sínum lög- mannsstofuna Lögver og um tíma fasteignasöluna Fasteigna- miðstöðin í samvinnu við systur sína og fjölskyldu hennar. Frá árinu 1995 hefur Erna starf- að sem fasteigna-, skipa- og fyrir- tækjasali. Hún hóf þá störf hjá fasteignasölunni Húsvangi, starfaði síðan hjá fasteignasölunni Húsa- kaupum en hefur rekið sína eigin fasteignasölu, Fasteignakaup, í Ár- múla 15 í Reykjavík frá árinu 2001. Erna hefur starfað víða að fé- lagsstörfum m.a. var hún einn af stofnfélögum Neistans, foreldra- félags hjartveikra barna, sat í stjórn Foreldrafélags Háteigsskóla og var formaður þess félags um skeið. Hún hefur setið í nefndum á vegum FKA, Félags kvenna í at- vinnulífinu, og setið í nefndum á vegum Félags fasteignasala. Erna hefur einnig komið að mannrækt- arstarfi innan þjóðkirkjunnar. Áhugamál Helstu áhugamál Ernu eru fjöl- skyldan, leikhús, útivera, hundar og ekki síst sælureitur fjölskyld- unnar vestur við Breiðafjörð þar sem fjölskyldan hefur sameinast við uppbyggingu staðarins og hafa hæfileikar Ernu til að fegra um- hverfi sitt fengið þar að njóta sín, m.a. að varðveislu gamalla muna. Erna hefur einnig áhuga á ferðalögum og er fyrirhugað að fara um Húnavatnssýslurnar í sumar og eitthvað til útlanda með haustinu. Fjölskylda Eiginmaður Ernu er Sveinn Skúlason, f. 16.7. 1951, lögmaður. Foreldrar hans eru Skúli Sveins- son, f. 28.11 1905, d. 13.7. 1990, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, og Sigríður Ingibergs- dóttir, f. 22.7. 1911, d. 20.1. 1988, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Ernu og Sveins eru Skúli Sveinsson, f. 21.1. 1974, lögmaður og viðskiptafræðingur, búsettur í Kópavogi. Maki: Sigríður Hrund Guðmundsdóttir. Barnabörn: Natalía fósturdóttir, Dagbjört, Al- exander fóstursonur og Sveinn Valur; Arna Sveinsdóttir, f. 2.2. 1982; Brynjar Sveinsson, f. 22.1. 1990, nemi. Systkini Ernu eru Rósa Stefanía Sigurjónsdóttir, f. 28.1. 1940, starf- aði lengst af hjá Skattstofunni á Akureyri. Búsett á Akureyri; Sig- rún Valsdóttir, f. 5.3. 1945, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík; Björk Valsdóttir, f. 12.1. 1948, fulltrúi hjá Landsbank- anum, búsett í Garðabæ. Foreldrar Ernu eru Valur Guð- mundsson, f. 27.10. 1918, d. 12.1. 2012, starfaði lengst af hjá Ríkis- skipum, Kassagerð Reykjavíkur og Múlalundi, og Lára Antonsdóttir, f. 3.7. 1921, d. 30.9. 1986, gæslukona hjá leikvöllum Reykjavíkurborgar. Úr frændgarði Ernu Valsdóttur Erna Valsdóttir Vigdís Einarsdóttir f. í Tungumúla á Barðastr., fiskverkakona Eiríkur Eiríksson verkamaður á Patreksf., Ísaf., síðast sjómaður í Rvík Stefanía Eiríksdóttir húsfreyja á Ísafirði Anton Magnússon sjómaður í Hafnarfirði Margrét Antonsdóttir húsfreyja Magnús Bergur Guðmundsson skósmíðameistari á Flateyri Þórlaug Finnsdóttir f. á Kaldárhöfða í Grímsnesi Jónas Sigvaldason bóndi á Björk í Grímsnesi Sigrún Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigvaldi Jónasson veitingamaður í Rvík og á Lögbergi Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur í Reykjavík Valur Guðmundsson verkamaður í Reykjavík Guðmundur Gíslason skósmiður í Reykjavík Hallfríður Guðmundsdóttir húsfreyja Gísli Jónsson bóndi í Haga í Hraunhr. og víðar Jón Ívarsson fulltrúi skatt- stjórans í Rvík Sonja B. Jónsdóttir kvikmynda- gerðarmaður Ívar Jónsson prófessor Lára Antonsdóttir gæslukona í Reykjavík Alltaf á vaktinni Afmælisbarnið. Björn R. Stefánsson fæddist áDesjarmýri í Borgarfirðieystra 21. maí 1880. For- eldrar hans voru Stefán Pétursson, f. 25.10. 1845, d. 12.8. 1887, prestur á Desjarmýri, bróðir Björns Péturs- sonar alþingismanns, og kona hans, Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir í Möðrudal Jónssonar, f. 7.9. 1844, d. 6.1. 1923, húsmóðir. Stefán var af svokallaðri Vefaraætt og áttu hann og Ragnhildur tólf börn sem komust upp. Björn tók upp stafinn R. til minningar um móður sína. Björn tók gagnfræðapróf á Möðruvöllum 1899. Hann stundaði kennslu og verslunarstörf 1899- 1901, var verslunarmaður hjá Pönt- unarfélagi Fljótsdalshéraðs á Seyð- isfirði 1902-1903, en Jón bróðir hans, kallaður Filippseyjakappi, veitti því forstöðu. Síðan varð Björn kaup- félagsstjóri og verslunarstjóri á Breiðdalsvík í tíu ár frá 1903 til 1913, og kaupmaður á Búðareyri við Reyðarfjörð frá 1913 til 1919. Hann flutti þá til Reykjavíkur og stundaði þar skrifstofustörf til æviloka. Síðast vann hann hjá Tryggingastofnun ríkisins. Björn var alþingismaður S- Múlasýslu 1916-1919 fyrir Heima- stjórnarflokkinn. Í minningargrein um Björn segir: „Björn R. Stefánsson var ágætlega gefinn maður og áhugamaður mesti um stjórnmál. Var hann mesti áhrifamaður í S-Múlasýslu á sinni tíð. Hann hafði mikið yndi af þjóð- legum fræðum og hefir ýmislegt birst eftir hann í þeirri grein. Ber alt það, sem eftir hann hefir sjest, þess merki, að hann var ágætlega ritfær og kunni vel að segja frá.“ Eiginkona Björns var Guðný Har- aldsdóttir, f. 13.3. 1874, d. 24.8. 1943, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Haraldur Ólafsson Briem og kona hans Þrúður Þórarinsdóttir Briem. Sonur Björns og Guðnýjar var Har- aldur Briem, f. 7.2. 1902, d. 17.3. 1930, verslunarmaður í Reykjavík. Eiginkona Haraldar var Lára Jóns- dóttir. Þau áttu fjögur börn. Björn R. Stefánsson lést 12.9. 1936. Merkir Íslendingar Björn R. Stefánsson 90 ára Guðrún Sigurðardóttir Halldór Hafstað Kristín Pétursdóttir 85 ára Gunnar Kristján Hallgrímsson Hulda I. Guðmundsdóttir Jónína Guðbjörg Björnsdóttir Trausti Helgi Árnason 80 ára Atli Björnsson Baldur Jónasson Björn St. Líndal Sigtryggsson Guðlaug S. Haraldsdóttir Guðmundur Pétursson Kristín Jónsdóttir 75 ára Guðrún Þórðardóttir Guðrún Þórðardóttir Ingibjörg Erla Jósefsdóttir Sigurjón Jóhannsson Sævar Kristbjörnsson 70 ára Erlingur Helgason Gylfi Jónsson Helgi P. Breiðfjörð Ingólfur Andrésson Jón Eyþór Jónsson Jón Ólafsson Kolbrún Benediktsdóttir Kolbrún Elín Anderson Kristín Gísladóttir Magnea Kristbjörg Andrésdóttir Margrét Jónsdóttir Stefán Kristjánsson 60 ára Ágústa Ólafsdóttir Hafþór Gestsson Hallgrímur Björgólfsson Jóhann Ingi Gunnarsson Jórunn Tómasdóttir Júlíus H. Kristjánsson Katrín Ásgeirsdóttir Pálmi Þór Hannesson Steinunn Kristensen 50 ára Ágúst Arnbjörnsson Elísabet Sigurðardóttir Fríða B. Andersen Gunnar Sverrisson Hanna Eiðsdóttir Janusz Leper Margrét Gylfadóttir Niramai Khamsri Rannveig Halldórsdóttir Ríkarður Guðmundsson Sigurjón Aðalsteinsson Svava Bjarnadóttir Urszula Ciach 40 ára Anna Steinunn Þórhallsdóttir Arnar Þór Valsson Ásta Herdís Hall Bastian Hans Fritz Stange Berglind Sigurðardóttir Bergur Stefánsson Elín Granz Jóhann Valdimarsson Jón Símonarson Sverrir Rúnar Hilmarsson Þórarinn Sigfússon Ögmundur Rúnar G. Stephensen 30 ára Andreas Guðmundsson Birgitta Ben Þórarinsdóttir Eva Dögg Kristjánsdóttir Gísli Páll Jónsson Marvin Haukdal Einarsson Særún Heiða Sævarsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Erlingur er frá Hlíðarenda í Bárðardal, S- Þing., og er reiðkennari, tamningamaður á Sand- haugum, og sauðfjár- bóndi á Hlíðarenda. Maki: Diljá Óladóttir, f. 1979, bóndi. Börn: Rakel Eir, f. 2005, og Atli Hrafn, f. 2012. Foreldrar: Ingvar Vagns- son, f. 1949, frjótæknir, og Aníta Þórarinsdóttir, f. 1949, kennari, bús. á Hlíðarenda. Erlingur Ingvarsson 40 ára Stefanía er hundaræktandi og at- hafnakona, bús. á Þóru- stöðum 1 í Ölfusi. Börn: Sigurður Edgar, f. 1992, Dagbjört, f. 2000, og Sigríður Pála, f. 2007. Foreldrar: Sr. Sigurður Sigurðarson, f. 1944, d. 2010, prestur á Selfossi og vígslubiskup í Skál- holti, og Arndís J. Jóns- dóttir, f. 1945, fv. skóla- stjóri í Reykholti í Biskupstungum. Stefanía Sigurðardóttir 40 ára Linda Björk er framkvæmdastj. Fimleika ehf. og býr í Kópavogi. Maki: Jón Finnbogason, f. 1973, forstöðumaður hjá Stefni. Börn: Elsa, f. 1997, Lauf- ey, f. 1999, María, f. 2005, Andri, f. 2007 og Logi, f. 2009. Elsa og Logi eiga einnig afmæli í dag. Foreldrar: Logi Knútsson, f. 1952, prentari, og Ásta Kristjánsdóttir, f. 1954, ritari, bús. í Kópavogi. Linda Björk Logadóttir Laser Blade er enn ein byltingin frá iGuzzini í framleiðslu LED lampa. Með nýrri tækni lýsir Laser Blade upp hlutinn án þess að ljósgjafinn trufli. Laser Blade hefur hlotið margar alþjóðlegar viður- kenningar fyrir hönnun og gæði. Ármúla 24 • S: 585 2800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.