Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 STUTTAR FRÉTTIR ● Hampidjan USA, sem er í eigu Hamp- iðjunnar, hefur keypt 65% hlut í neta- verkstæðinu Swan Net L.L.C í Seattle í Bandaríkjunum fyrir 2,3 milljónir doll- ara eða 260 milljónir króna. Þrír stofnendur ásamt einum smærri meðeiganda hafa verið eigendur Swan Net frá stofnun þess 1995 og keypti Hampiðjan hlut tveggja þeirra í sam- ráði við þriðja aðaleigandann og fram- kvæmdastjórann, Seamus Melly, segir í tilkynningu. Hann mun áfram eiga sinn upprunalega hlut sem er 32,5%. Kaup- verðið hefur verið greitt að fullu. Swan Net þjónar aðallega uppsjávar- flotanum sem gerður er út frá Seattle og Dutch Harbor í Alaska og veiðir með- al annars alaskaufsa. Hampiðjan kaupir félag í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Golli Starfsmenn Hampiðjunnar í Reykjavík önnum kafnir við vinnu. ● Á ársfundi Sam- taka álframleið- enda á Íslandi, Samáls, var skrifað undir viljayfirlýs- ingu um stofnun á rannsóknasetri um ál og efnisvísindi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og við- skiptaráðherra, og fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samáls undirrituðu samninginn, segir í frétt mbl.is. Fyrir hvert eitt starf í álveri verður til eitt og hálft starf annars staðar í hag- kerfinu að sögn Ragnheiðar. Hún vill sjá þetta hlutfall hækka á næstunni og sagði alla virðiskeðju álsins vera þar undir. Stofna rannsóknasetur um ál og efnisvísindi Ragnheiður Elín Árnadóttir                                     !  "#  #"$  ! #! %# !! #% !#$ &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $"  "  %$ $" # ! %    #"%! !" %# $%  "  %#$ $! # ! %"% " ## !"!  !$"$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% afsláttur Stefna skal að því að afnema ríkis- ábyrgð á skuldbindingum Lands- virkjunar og liður í því gæti verið sala á hluta fyrirtækisins. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra, á árs- fundi Landsvirkjunar í gær. „Það er mikilvægt að Landsvirkjun standi til boða alþjóðlega samkeppn- ishæf kjör án ríkisábyrgðar, “ sagði Bjarni í ræðu sinni, „og að lokum hljótum við að stefna að því að afnema ríkisábyrgðina.“ Liður í að hraða því ferli væri hugsanlega að fá meðeig- endur að félaginu. „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir líf- eyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði ráðherrann. Í ræðunni benti fjármálaráðherra jafnframt á mikilvægi þess að Lands- virkjun þjónustaði fjölbreyttari starf- semi og dreifði með því áhættunni í rekstrinum. Ráðherra vill skoða sölu á hluta Landsvirkjunar Morgunblaðið/Ómar Ársfundur Fjármálaráðherra vill afnema ríkisábyrgð Landsvirkjunar. Þrír bankar, Credit Agricole, HSBC og JPMorgan, hafa verið sakaðir um að hafa haft ólögleg áhrif á millibankavexti í evrum, Euriobor- vexti. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins greindi frá því í gær að rannsókn á málinu benti til þess að bankarnir hefðu brotið samkeppn- islög „með því að sammælast um að hafa áhrif á verðlagningu á vaxtaaf- leiðum í evrum,“ eins og það er orð- að. Það hafi verið gert „með það að markmiði að brengla eðlilegt verð- lagningarferli á vaxtaafleiðum í evrum.“ HSCB og JPMorgan svörðuð því strax til að bankarnir hygðust verj- ast ásökunum af fullum krafti, á meðan Credit Agricole kvaðst þurfa að kynna sér málið betur. Í desember sektaði Evrópusam- bandið sex banka um 1,7 milljarða evra, 263 milljarða króna, fyrir hlutdeild í að eiga við verðlagningu vaxta með óeðlilegum hætti. Þrír bankar sakaðir um að brengla Euribor-vexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.