Morgunblaðið - 21.05.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014
✝ Stefán KarlLinnet fædd-
ist á Sauðárkróki
19. nóvember
1922. Hann lést
10. maí 2014.
Foreldrar hans
voru Kristján Lin-
net, f. 1881, d.
1958, lengst af
bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum
og kona hans Jó-
hanna Júlíusdóttir Linnet, f.
1890, d. 1968. Alsystkini Stef-
áns eru Henrik, f. 1919, El-
ísabet Lilja, f. 1920, d. 1997,
Hans Ragnar, f. 1924, d.
2002, Bjarni Eggert Eyjólfur,
f. 1925, d. 2013 og Anna
Kristín, f. 1927. Hálfsystir
hans sammæðra er Mjallhvít
Margrét Linnet, f. 1911, d.
1972, og uppeldissystir Krist-
ín Ásmundsdóttir, f. 1932.
Árið 1924 fluttist hann með
foreldrum sínum til Vest-
mannaeyja þar sem hann ólst
eldrar hennar voru Sigurður
Guðnason f. 1888, d. 1974 og
Kristín Árnadóttir f. 1893, d.
1972. Stefán og Elín eign-
uðust tvo syni. Kristján Karl,
f. 1957 giftan Sigríði Önnu
Guðbrandsdóttur, Dætur
þeirra eru Kristín Lilja, f.
1992 og Sólveig Júlía, f.
1998. Áður átti Kristján El-
ínu f. 1982, barnsmóðir Sig-
rún Finnsdóttir, og Sigurð
Karl, f. 1959, giftan Erlu
Einarsdóttur. Dætur þeirra
eru Sigurlaug, f. 1993 og
Stefanía Elín, f. 1999, stjúp-
sonur Sigurðar, sonur Erlu,
er Einar Aðalsteinsson, f.
1987. Stjúpdætur Stefáns,
dætur Elínar og Júlíusar
Gestssonar, eru Helga, f.
1952, gift Arnfinni Róberti
Einarssyni f. 1962, dóttir
hennar er Alba Solís, f. 1987
og Sigríður Sigurlaug, f.
1951, dætur hennar eru Laila
Sif Cohagen, f. 1979 og Nína
Cohagen, f. 1986. Barna-
barnabörnin eru fimm.
Útför Stefáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. maí
2014, og hefst kl 15.
upp. Í æsku fór
hann í sveit á
sumrin að Kleif-
um í Gilsfirði.
Hann lauk prófi
frá Gagnfræða-
skóla Vest-
mannaeyja 1940,
og frá Loftskeyta-
skólanum í
Reykjavík 1941.
Árið 1942 lá leið-
in til Bandaríkj-
anna þar sem hann var við
nám og störf í fjölda ára.
Lengst af vann hann hjá Rík-
isútvarpinu við það sem upp-
haflega kallaðist magnara-
vörður en fékk svo heitið
útsendingastjóri. Samhliða
því starfi vann hann sem
framkvæmdastjóri Hermes
lyfjaheildverslunar í mörg ár
og eins starfrækti hann heild-
verslunina Linnet s/f á heim-
ili sínu. Stefán kvæntist, 2.
ágúst 1957, Elínu Sigurðar-
dóttur, f. 1930, d. 2005, for-
Mínar fyrstu minningar um
Stefán eru dekur hans við mig,
matvanda. Um smurbrauðsgerð
var að ræða þar sem mysingur
var smurður vel sléttur og síð-
an skreyttur fagurlega með
röndum dregnum í ferninga og
tígla. Maðurinn var líka vel
hagur í teikningu og liggja eftir
hann myndir sem bera því
sannarlega vitni. Hann vildi þó
sverja sig í Kleifaættina í smíð-
um þar sem menn höfðu víst
fleiri en einn þumal á hverri
hendi. Á Kleifum var hann í
sveit og minntist þess með gleði
allt fram í andlátið. Vestmanna-
eyjar áttu líka stóran sess í
hjarta hans, þar mundi hann
eftir sér fyrst og bjó langt fram
á unglingsárin. Stefán var að
mörgu leyti sérstakur, vildi
vera vel til fara og átti töluvert
safn af fötum. Þó man ég sér-
staklega eftir aragrúa af fal-
legum bindum og slaufum sem
þurfti að hnýta. Allt sem hann
notaði næst sér varð að vera
hvítt, nærfötin, rúmfötin og
handklæðin. Meira að segja
sápan varð að vera hvít og helst
af gerðinni Lux.
Hann var ekki einn af þeim
sem stóðu út við dyr verslana
og biðu þess að konan lyki við-
skiptunum. Hann tók virkan
þátt, þreifaði og hafði sína
skoðun. Sem unglingur fékk ég
mikinn áhuga á fötum. Minipils
voru í tísku og mamma gat
saumað. Stefán vann þá í Ing-
ólfsapóteki og stundum var far-
in bónleið þangað í von um að
verða sér úti um efni í pilsið.
Hann tók mér alltaf vel en vildi
fara með og kanna gæðin.
Stundum mátti sjá þóttasvip á
afgreiðslukonunum þegar hann
lýsti yfir að þetta væri nú ekki
alveg nógu gott og því er ekki
að neita, þetta var nokkuð
þungur tollur fyrir unglinginn.
Hann var hjálpsamur, hafði
búið lengi í Ameríku, talaði
ensku og var vel ritfær. Hann
hjálpaði mörgum í bréfaskrift-
um þegar þeir voru að byrja sín
viðskipti við útlönd. Þeir töldu
sig oft standa í mikilli þakk-
arskuld og vildu gjalda honum,
oft löngu síðar þegar allt var
komið í höfn.
Það eru mikil lífsgæði að
fæðast með gott skap. Það
fylgdi Stefáni alltaf, líka í veik-
indum hans. Það var því alltaf
gaman að heimsækja hann á
hjúkrunarheimilið Mörk, þar
sem þjónustan var afar góð þó
þjónustufólkið kynni ekki að
greina á milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. Hann var sann-
færður um að hótelið tilheyrði
Hafnarfirði, Þaðan fékk hann
sér huglægan göngutúr niður
að höfn með látnum bróður sín-
um. Hér var lífið hætt að fylgja
tímalínu. Allt var komið í hring
þar sem forfeður og barna-
barnabörn gengu samferða.
Stefán var sýslumannssonur
og hafði alltaf haft nægt við-
urværi í æsku. Erfiðara var á
fullorðinsárum þegar koma
þurfti upp húsnæði og lán voru
ekki á hverju strái. Hann var
þó alltaf bjartsýnn og byggði
hús við Rauðalæk ásamt bræðr-
um sínum. Við bjuggum þar í
hálfkláraðri íbúð í nokkur ár en
fluttum svo í Skipasundið þar
sem öllum leið mjög vel. Þar
var paradís fyrir börn, skurðir
og hestar í túnum.
Þetta var á þeim tímum þeg-
ar allt var tekið fyrir fram enda
brann allt á verðbólgubáli.
Margir voru í reikningi og
fengu skrifað í búðinni. Eitt ár-
ið fyrir jól var hart í húsi og
fékk Stefán þá skrifaða peninga
til að geta haldið jólin með stæl.
Hann valdi alltaf það besta þó
oft væru peningar af skornum
skammti. Næstu kaup fengu
bara að bíða þar til þau síðustu
voru greidd.
Stefán sagði alltaf að ég ætti
að giftast prinsi og því tók ég
sem miklu hrósi. Þeir hafa nú
verið fleiri en einn og hefur
hann tekið þeim öllum afar vel.
Ég minnist hans með mikilli
hlýju.
Helga Júlíusdóttir.
Þegar ég hugsa um afa
hugsa ég um tvær manneskjur.
Afa Stefán úr barnæsku minni
sem passaði mig eftir skóla,
hélt öll fjölskylduboðin, kynnti
fyrir mér klassíska tónlist og
Charles Dickens; og afa Stefán
eftir andlát ömmu. Sá afi
gleymdi flestu, keypti kornflex
fjórum sinnum í Rangá því
hann var búinn að gleyma að
það var til heima; hann bauð
mann samt alltaf velkominn,
spurði þrisvar hvort hann væri
búinn að bjóða manni eitthvað.
Mér var eitt sinni sagt að
maður ætti að einblína á góðu
minningarnar frekar en að
velta sér upp úr sorginni og afi
veitti mér fjölda minninga til að
rifja upp þegar ég þarf á því að
halda. Skákin sem við spiluðum
oft, þolinmæði hans þótt ég
hefði lítinn áhuga á taflinu og
vildi heldur fara með skák-
mennina í skrúðgöngu; ritvélin
sem við frænkurnar stálumst til
að skrifa á, mjólkin með bláa
handfanginu, lágværa blístrið
sem enn þann dag í dag minnir
mig á gamla tíð.
Elsku afi, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar, minning
þín mun lifa með mér hvert
sem ég fer. Með kærleikskveðju
og söknuði kveð ég þig og veit
að þú ert kominn á betri stað.
Kristín Lilja Linnet.
Þá er hann elsku afi búinn að
kveðja. Síðustu daga hefur hug-
urinn reikað mikið til afa og
ömmu í Skipasundið þar sem ég
var svo lánsöm að búa í nokkur
ár, sem barn, ásamt mömmu,
Stjána, Sigga og Ellu frænku.
Eftir að við fluttum úr Skipa-
sundinu var ég þó alltaf með
annan fótinn þar og fannst ég
eiga mitt annað heimili þar.
Það var alltaf fullt hús heima
hjá afa og ömmu í Skipó. And-
rúmsloftið inni á heimilinu var
alveg einstakt og við barna-
börnin sóttum mikið þangað. Á
sumrin fannst mér Skipasund
43 heimsins besti staður og
gisti oft í litla svefnsófanum á
neðri hæðinni og þurfti mamma
stundum að plata mig heim
þegar ég hafði fengið að gista
margar nætur í röð. Bæði
amma og afi voru svo þolinmóð
og ljúf og umfram allt voru þau
svo dugleg að tala við mann um
lífið og tilveruna. Mér er sér-
staklega minnisstætt eitt kvöld
þegar amma, á sinn yfirvegaða
máta, reyndi að útskýra fyrir
mér hvað það væri að vera
hamingjusamur.
Afi hefur alltaf verið mjög ið-
inn við að taka myndir af fjöl-
skyldunni og í herberginu með
litla svefnsófanum var bókahilla
full af myndaalbúmum sem
spönnuðu marga áratugi. Afi
hafði alltaf nógan tíma til að
sitja með mér og segja frá öllu
fólkinu á myndunum og aldrei
fékk ég nóg af að hlusta. Við
frændsystkinin flettum þessum
albúmum ennþá þegar við hitt-
umst og minnumst góðra tíma
úr Skipasundinu. Þarna var allt
fyrir mann gert; Disneyspólur,
Olsen Olsen og amerískur
„milkshake að hætti afa server-
aður út í garð.
Það var sjaldan dauð stund
hjá afa. Hann æfði leikfimi og
hitti félaga í bridge. Tæplega
áttræður ákvað hann að mála
alla glugga á húsinu og stóð þar
eins og unglingur, hátt upp í
tröppum með pensilinn. Amma
veiktist skyndilega síðla sumars
árið 2000 og afi stóð sig eins og
hetja. Í þau fimm ár sem hún
bjó á Droplaugarstöðum fór
hann til hennar tvisvar á dag,
alla daga vikunnar og sat hjá
henni og hugsaði svo ótrúlega
vel um hana. Hann passaði
meira að segja upp á að hún
fengi sherrytár á kvöldin eins
og henni hafði þótt svo gott.
Þrátt fyrir að minnið hafi
orðið ansi slappt á seinustu ár-
um tókst afa alltaf að muna öll
nöfn og þekkja alla afkomendur
sína, sem manni þótti oft ótrú-
legt miðað við hvað margt ann-
að hafði horfið. Öll tímabil lífs
hans virtust renna saman undir
það síðasta og allir sem höfðu
verið honum kærir voru í hans
huga lifandi og í blóma lífsins.
Það er sárt að kveðja en ég
sá á honum um jólin að hann
var orðinn þreyttur og tilbúinn
til þess að kveðja þennan heim
eftir góða ævi. Hann myndi ef-
laust segja „Þetta er allt í or-
den.“
Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt hann afa að.
Takk fyrir allt.
Alba.
Nú eru þeir allir horfnir yfir
móðuna miklu, föðurbræður
mínir, sem voru mér svo mikils
virði í æsku, Hansi, Bjarni og
Stebbi, sem við kölluðum alltaf
Stebba Kalla, nema Bjarni
frændi, sem var sérfræðingur í
viðurnefnum og kallaði hann
Spessa, því hann notaði gjarnan
orðið „special“ þegar hann var
að segja frá einhverju merki-
legu. Faðir minn, Henrik, sem
er elstur þeirra bræðra, og
yngsta systirin, Anna Kristín,
eru ein eftir á lífi.
Það var viss ævintýraljómi
yfir Stefáni Karli Linnet, því
hann hafði verið í Ameríku á
heimsstyrjaldarárunum og
„lært fjarskiptafræði, radio og
loftskeyti og innvolsið í græj-
unum sem þar koma við sögu,
en notað frístundirnar til að
kynna sér ljósmyndavélar,
tækni og tökur,“ svo vitnað sé í
Þjóðsögur Jóns Múla Árnason-
ar. Ennfremur upplýsti Jón
Múli að þegar Stebbi myndaði á
kvöldin á Zansibarklúbbnum í
New York, kyssti söngkona
Duke Ellingtons, Kay Davis,
hann alltaf þegar hún kom í
vinnuna að syngja með Elling-
tonbandinu. Það var því ekki
ónýtt að eiga myndir sem
Stebbi tók á Zansibar af hetjum
mínum í djassinum, Duke Ell-
ington og Louis Jordan. Þær
fékk ég síðar að birta í Lyst-
ræningjanum. Hann gerði
meira en það, því þegar við
Kristján bróðir vorum enn á
barnaskólaaldri, gaf hann okk-
ur tugi 78 snúninga platna og
tífaldaði þar með djassplötusafn
okkar. Duke Ellington, Fats
Waller, Benny Goodman og
megnið af því sem Lionel
Hampton hljóðritaði fyrir RCA-
Victor. Var nokkur furða að
kettinum okkar væri gefið nafn-
ið Lionel Hampton.
Þegar Stebbi kom heim fór
hann að vinna hjá Ríkisútvarp-
inu sem magnaravörður, en
slíkir kallast víst útsendinga-
stjórar nú um stundir, og þar
sátu þeir Jón Múli saman í
fjörutíu ár, hvor sínum megin
við glerið sem skildi að magn-
aravörðinn og þulinn. Af þeirri
samvinnu eru skemmtilegar
sögur í öðru bindi Þjóðsagna
Jóns Múla. Stebbi var vinsæll
og traustur starfi í sínu og voru
þulirnir, tæknimennirnir og
aðrir starfsmenn útvarpsins
miklir vinir hans. Við Stebbi
unnum báðir hjá Útvarpinu síð-
ustu starfsár hans þar. Þá vann
hann við að ganga frá segul-
böndum og sjá um að hvergi
vantaði neitt í hljóðverin. Hann
var kjörinn í það starf því ná-
kvæmari og reglufastari maður
fyrirfannst ekki innan veggja
stofnunarinnar. Þeirra kosta
hans naut Ella kona hans ríku-
lega, er hún varð rúmföst vegna
veikinda enda Stebbi mikill fjöl-
skyldumaður. Hann var líka
mikill Linnet og hafði uppi
vatnslitamyndir af skjaldar-
merki ættarinnar og spörfugl-
inum linnet, sem hollensku
keppendurnir, er urðu í öðru
sæti Evrópusöngvakeppninnar
kenndu sig við. Stebbi frændi
hefði kunnað að meta það.
Kristjáni, Sigga, Helgu, Lottu
og þeirra fólki sendum við
Anna Bryndís okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Vernharður Linnet.
Stefán Karl Linnet
✝
ÓLAFUR ÁSGEIRSSON
fv. þjóðskjalavörður og skátahöfðingi,
sem lést sunnudaginn 11. maí verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
23. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningarsjóð Ólafs Ásgeirssonar til
uppbyggingar á Útilífsmiðstöð skáta á
Úlfljótsvatni, kt. 420278-0209, reikn. 0513-14-290940.
Vilhelmína E. Johnsen,
Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Guðmundur Viðar Hreinsson,
Ásgeir Ólafsson, Helga Auður Gísladóttir,
Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Stefán Ingi Valdimarsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
SVERRIR BENEDIKTSSON,
Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði,
áður til heimilis á Öldugötu 6,
Reyðarfirði,
lést aðfaranótt mánudagsins 19. maí á
sjúkrahúsinu á Seyðisfirði.
Útför auglýst síðar.
Þökkum starfsfólki Sjúkrahússins á Seyðisfirði fyrir góða
umönnun.
Örn B. Sverrisson, Ingibjörg G. Marísdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg dóttir mín,
HILDUR ÓSKARSDÓTTIR,
Einarsnesi 62a,
lést á heimili sínu mánudaginn 19. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaug Emilsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KERSTIN TRYGGVASON,
áður til heimilis að Nökkvavogi 26,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum laugardaginn 17. maí.
Útför fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 26. maí kl. 13.00.
Þorsteinn Tómasson, Sophie Kofoed-Hansen,
Haraldur Tómasson, Inga Guðmundsdóttir,
María Tómasdóttir, Hafsteinn Gunnarsson,
Tumi Tómasson, Allyson Macdonald,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍNGUNNUR BIRGISDÓTTIR,
Ellý,
Vestursíðu 12 A,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar
föstudaginn 16. maí.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 26. maí
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélags
Íslands.
Gunnar Þór Jónsson,
Anna Kristín Jónsdóttir,
Sólrún Helga Jónsdóttir,
Margrét Hjördís Jónsdóttir, Richefeu Olivier,
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir,
Sylvía Sædís Kristjánsdóttir, Sigurður I. Steindórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir mín,
LAURA LOUISE BIERING,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík,
er látin.
Jarðarför auglýst síðar.
F.h. fjölskyldunnar,
Henrik P. Biering.