Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
dáðist að þessu þreki og þessari
æðrulausu umhyggju fyrir öllum.
Þannig tókst þú svo á við illvígan
sjúkdóm og í þeirri langvinnu bar-
áttu tókst þér að bæta umhyggju
fyrir samfélaginu öllu við þitt
stolta risastóra hjarta. Þjóðin
fékk að fylgjast með þér í Ljósa-
göngunni frá Hveragerði til
Reykjavíkur og eins þegar þú
safnaðir fyrir skjám handa lang-
veikum börnum á líknardeildinni.
Kæri vinur, við áttum margar
góðar stundir saman og fyrir það
er ég þakklátur. Síðustu árin
tefldum við oft og lengi vel töldum
við sigrana í því einvígi en við vor-
um hættir að telja og síðasta
skákin er búin í bili. Orðstír þinn
lifir og lífsþróttur þinn og um-
hyggja er okkur öllum lífsbót og
til eftirbreytni.
Ég vil minnast á og þakka
starfsfólki líknardeildar fyrir
kærleiksríka umönnun og hlýtt
viðmót.
Hugur minn er hjá Ingu, börn-
unum þínum og barnabörnum,
foreldrum og systur.
Willum Þór Þórsson.
Kynni okkar Sigga hófust þeg-
ar hann kom til liðs við Hauka frá
Þrótti árið 2000, með vini sínum,
Willum Þór Þórssyni. Þá hafði
hann tímabilið áður verið kallaður
úr sumarfríi til að tryggja Þrótti
áframhaldandi veru í 1. deild þar
sem hann skoraði sigurmark
Þróttar í lokaleiknum.
Siggi kom inn í Haukahópinn
með sína alkunnu nærveru, hvatti
menn áfram, reif kjaft og sagði
brandara og sögur. Ég tel að það
að fá Sigga inn í liðið hafi á end-
anum gert gæfumuninn fyrir vel-
gengni liðsins. Fyrir utan ótrú-
lega mikilvæg mörk á ögurstundu
í leikjum þá var það keppnisskap-
ið og sigurviljinn sem smitaði alla
í kringum hann. Okkar samskipti
héldu svo áfram eftir að ég fór að
starfa fyrir Knattspyrnufélagið
Þrótt sem má kalla okkar stórfjöl-
skyldu og þar fylgdum við liðinu
okkar upp og niður til skiptis úr
úrvalsdeild.
Það fyrsta sem kom upp í huga
mér þegar ég frétti af andláti þínu
var þegar við sátum saman í rútu
á leið í leik gegn Hugin á Seyð-
isfirði, í úrslitakeppni 3. deildar.
Þú sagðir mér frá því að þú hafðir
farið nokkru áður í stúdíó hjá Jóni
vini þínum Ólafssyni og tekið upp
lag fyrir Ingu konuna þína. Þú
leyfðir mér síðan að hlusta á upp-
tökuna sem þú varst með í spil-
aranum. Þetta var lagið It must
be love með Madness. Virkilega
vel gert hjá þér og sýndi þig svo-
lítið í hnotskurn og ást þína til
Ingu. Það var þetta lag og þessi
minning sem fyrst kom upp í huga
mér. Allt þitt viðhorf í þessum
löngu veikindum þínum hefur
rækilega tryggt að minning þín
mun lifa um langa tíð. Þegar þú
vissir í hvað stefndi þá tekur þú
upp á því að ganga frá Hveragerði
til Reykjavíkur, til þess að hjálpa
öðrum. Ég á ekki til önnur orð að
lýsa því en It must be love.
Ég vil að lokum fá að senda
fjölskyldu þinni og nánustu vinum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Hvíl í friði, kæri vinur. Þinn
vinur,
Helgi Sævarsson.
Mamma kallaði þig aldrei ann-
að en Sigga senter og margir
þekktu þig aðeins undir því nafni.
Enda spilaði ég aldrei með eins
hreinræktuðum senter og þér,
allt frá því við vorum smápollar,
upp alla yngri flokka og svo í
mörg ár með meistaraflokki í okk-
ar ástkæra félagi Þrótti.
Við urðum Íslandsmeistarar í
5. flokki 1975. Það ár spilaði ég
senter með þér og voru það full-
komlega kvótalausar veiðar – við
mokuðum inn mörkum en það
sem meira var, feður okkar tóku
upp á því að greiða okkur fyrir
hvert skorað mark. Er það fyrsti
vísir að atvinnumennsku í Þrótti
þótt sú þróun hafi í kjölfarið verið
hæg og róleg. Eftir leiki var síðan
farið út í sjoppu og gúffað í sig fyr-
ir allan peninginn, enda voru eng-
ir sérstakir nammidagar á þeim
árum.
Það er dálítið merkilegt þegar
maður horfir nú um öxl og rifjar
upp ferðasöguna hve mikill senter
þú varst. Og þá á ég ekki bara við
inni á fótboltavellinum, heldur í
lífinu sjálfu. Það var alltaf stefnt
fram á við – stiklað stórum skref-
um fram þá velli sem á veginum
urðu. Barátta þín við veikindin
síðustu 10 árin er eitthvert besta
dæmið um þetta. Þar var spilaður
sóknarleikur allt þar til dómarinn
flautaði leikinn loksins af eftir ótal
framlengingar og vítaspyrnu-
keppni. Æðruleysi, jákvæðni og
framtakssemi var leiðarvísir
hvers dags og gerði þetta okkur
öllum, sem í kringum þig voru, svo
miklu auðveldara að takast á við
þetta með þér.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar þú komst á tímabili
reglulega til mín á skrifstofuna til
að fá lúpínuseyðið. Ég hafði þá ný-
lega bragðbætt seyðið, en þú
sýndir þeirri viðleitni enga virð-
ingu svo ég varð að framleiða
ákveðinn skammt fyrir þig án
bragðefna – þetta var síðan tekið á
stút og farið langt ofan í tveggja
lítra flöskuna í einum teyg.
Allt eins „original“ og maður-
inn sjálfur.
Þróttur hefur orðið stærri með
þér, Siggi minn. Þrótturinn sem
þú hefur sýnt í baráttu þinni er
aðdáunarverður og okkur Þrótt-
urum öllum leiðarvísir inn í fram-
tíðina. Hvernig eigi að berjast við
mótlæti og vinna eins marga sigra
og mögulega geta verið í boði. Mig
langar fyrir hönd okkar strákanna
í Þrótti, sem vorum þér samferða í
boltanum, að þakka þér fyrir öll
mörkin innan vallar sem utan. Við
sendum Ingu þinni og barnahópn-
um innilegar samúðarkveðjur og
geymum minningu um góðan
dreng.
Haukur Magnússon.
Vinur minn og félagi, Siggi
Hallvarðs, er fallinn frá. Sigga
kynntist ég fyrst 1990 þegar ég
var púpa í meistaraflokki Þróttar
en hann stjarna liðsins sem maður
var búinn að horfa á á vellinum og
dást að og því merkilegt að vera
byrjaður að æfa með honum. En
Siggi tók manni vel eins og honum
einum var lagið, enda skemmti-
legur með eindæmum og góð
manneskja sem var ekki í vand-
ræðum með að kynnast fólki.
Siggi var mikill markaskorari og
var það allan sinn feril en hann
þjálfaði líka með fínum árangri
enda var hann tilbúinn til að leið-
beina mönnum og gefa góð ráð.
Sigga þekkti maður ekki öðruvísi
en sem glaðværan mann sem gott
var að vera með enda var alltaf
gaman þegar hann var með okkur
í Þrótti hvort sem það var á æfing-
um eða í leikjum. Siggi var mikill
Þróttari sem gerði mikið fyrir fé-
lagið og mun nafn hans lifa í félag-
inu um ókomna tíð.
Kæri vinur, ég kveð þig með
söknuði en minningarnar eru góð-
ar, en það verður samt skrítið að
geta ekki kallað þig með færeysku
nöfnunum aftur, Högni og Súni,
sem við bjuggum til á færeyska
tímabilinu hér á Íslandi. En ég
trúi því að þér líði vel á nýjum
stað. Fjölskyldu Sigga sendi ég
samúðarkveðjur.
Páll Einarsson.
Kveðja frá Knattspyrnu-
sambandi Íslands
Genginn er góður félagi, Sig-
urður Hallvarðsson, markaskor-
ari af Guðs náð. Ég minnist ófárra
stunda á vellinum þar sem Siggi
Hallvarðs skoraði og gerði út um
leikinn, oft á einstaklega glæsileg-
an hátt. Hann hafði einfaldlega
þessa gáfu að skora mörk og þau
urðu mörg á ferlinum. Sigurður er
tíundi markahæsti leikmaður ís-
lenskrar deildarkeppni í knatt-
spyrnu frá upphafi. Það var einnig
sérlega skemmtilegt að fylgjast
með Sigga á fjölum Laugardals-
hallar en þar lék hann manna best
og raðaði inn mörkum til fjölda
ára í Íslandsmótinu innanhúss í
knattspyrnu. Hæfileikar Sigga til
að koma skoti á mark úr hvaða
færi sem var á litlum leikvelli
komu þar bersýnilega í ljós og oft-
ar en ekki lá boltinn í netinu.
Siggi Hallvarðs var Þróttari
inn að hjarta og í raun setti ég
alltaf samasemmerki á milli
Þróttar og Sigga. Þróttarar og
knattspyrnuhreyfingin öll hafa
misst góðan félaga en minningin
um Sigga Hallvarðs mun lifa.
Mörkin, sigrarnir og sanna Þrótt-
argleðin gleymist ei – sem end-
urspeglast svo fallega í Lifi Þrótt-
ur!
Knattspyrnuhreyfingin saknar
góðs félaga sem lagði sitt af mörk-
um fyrir okkar góðu íþrótt innan
sem utan vallar. Ekki síst hin síð-
ustu ár utan vallar með ein-
stökum dugnaði og baráttu sem
er okkur öllum til eftirbreytni.
Við sendum fjölskyldu Sigga
og vinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Geir Þorsteinsson,
formaður.
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast liðsfélaga okkar og
vinar, Sigurðar Hallvarðssonar,
sem fallinn er frá eftir hetjulega
baráttu.
Siggi Hallvarðs skipti yfir í
Hauka árið 2000 og það reyndist
gæfuspor fyrir félagið. Hann átti
stóran þátt í því að við unnum 3.
deildina það sumar og 2. deildina
ári síðar eftir mörg ár án árang-
urs.
Siggi var einstakur maður,
glettinn húmoristi og sterkur kar-
akter sem hafði mikil áhrif á liðið.
Siggi bjó yfir gríðarlegum sigur-
vilja sem smitaði út frá sér og
gerði líklega á endanum gæfu-
muninn í árangri liðsins, ásamt
mörkunum en Siggi hafði einstakt
nef fyrir að skora – ósjaldan þeg-
ar neyðin var mest, þegar næsta
mark skipti sköpum. Við gleym-
um því líklega seint þegar hann
skoraði mark gegn Fjölni í undan-
úrslitum 3. deildar sem nánast
tryggði það að við færum upp um
deild. Það var sem þungu fargi
væri af okkur létt, markmiðið var
í sjónmáli. Siggi var einnig léttur
sem fjöður eftir markið og hljóp
alla leið út að sundlauginni, nokk-
urn spöl frá Fjölnisvellinum, til að
fagna markinu. Það var honum
líkt.
Við minnumst Sigga af hlýhug
en munum ekki aðeins mikilvægu
mörkin heldur minnumst líka
tryggðar hans og ósérhlífni, hár-
beittrar kímnigáfu og traustrar
vináttu. Siggi hafði sterk áhrif á
okkur strákana og ekki grunaði
okkur þá hversu víðtæk og djúp-
stæð þau áhrif yrðu nokkrum ár-
um síðar þegar hann hélt áfram
að vera okkur sannur innblástur
er hann barðist á öðrum vett-
vangi, öllu erfiðari viðureignar.
Siggi var baráttujaxl og sönn
hetja sem tókst á við veikindi sín
af æðruleysi og einstöku hug-
rekki.
Siggi var Siglfirðingur og
Þróttari en okkur finnst við þó
eiga svolítið í honum líka. Þó svo
Siggi hafi aðeins leikið með okkur
í tvö ár, og komið fram á seinni
hluta ferilsins, þá var tilfinning
okkar aldrei sú að hann nálgaðist
það sem hvert annað verkefni.
Siggi var samherji af heilum hug
sem lagði sig alltaf allan fram fyr-
ir hönd liðsins og liðsfélaga sinna.
Eftir að Siggi hætti hélt hann
áfram að koma á leiki, stóð í
brekkunni í bláa kuldagallanum
og hvatti okkur áfram. Hann var
félagi okkar og góður vinur. Ef
við hittum Sigga á förnum vegi
mörgum árum síðar og heilsuðum
honum með útrétta höndina þá
bandaði hann henni bara í burtu,
lagði frá sér hækjurnar og faðm-
aði mann að sér. Þannig var Siggi.
Þegar við yfirgefum þessa ver-
öld þá skiljum við fátt eftir annað
en það sem við gáfum af okkur á
meðan við lifðum. Og það gerði
Siggi, hann gaf meira en margir.
Hann skilur eftir sig minningar
um skemmtilegan félaga, ótrúleg-
an keppnismann og einstaka
manneskju. Siggi var okkur öllum
hvatning til að gera betur og
þannig minnumst við vinar okkar
og samherja. Í leik fór hann fyrir
liðinu með góðu fordæmi og stýrði
síðan fagnaðarópunum eftir sig-
urleiki á sinn einstaka hátt: „Var
það ekki!?“ Jú, það var það svo
sannarlega, Siggi minn.
Við vottum fjölskyldu Sigga
samúð okkar og óskum henni
styrks í sinni sorg. Siggi, hvíldu
þig nú hvar sem þú ert niðurkom-
inn.
Fyrir hönd félaga þinna í
meistaraflokki Hauka 2000-2001,
Darri Johansen.
Nöfn Þróttar og Sigurðar H.
Hallvarðssonar hafa verið og
munu verða samofin um ókomna
tíð. Óhætt er að segja að Siggi sé
einn af dáðustu sonum félagsins.
Þróttur naut hans bestu ára í bolt-
anum, bæði sem leikmanns og
eins eftir að ferlinum lauk.
Siggi var fæddur á Siglufirði en
fluttist ungur með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur. Foreldrar
hans settust að í ört vaxandi
hverfi sem í dag er kennt við
Laugardal. Á malarvellinum inn
við Sæviðarsund steig hann sín
fyrstu spor á knattspyrnuvellin-
um. Og það varð ekki aftur snúið,
Þróttur varð stór hluti af lífi Sigga
og Siggi varð stór hluti af Þrótti.
Siggi hafði sannkallað mark-
anef og hrelldi markmenn um
árabil. Um leið var hann mikill
leiðtogi innan sem utan vallar og
sannkallaður grallari. Þó Siggi
hafi lengst af leikið með Þrótti þá
lék hann eitt tímabil með Hugin
Seyðisfirði ásamt því að þjálfa lið-
ið Fjölni og loks tvö tímabil með
Haukum. Alls staðar þar sem
Siggi kom við á sínum langa
knattspyrnuferli er hans minnst
með hlýhug.
Fyrir um áratug greindist
Siggi með heilaæxli. Með sömu
eljunni og kraftinum sem hafði
einkennt hann sem knattspyrnu-
mann tókst honum að sigrast á
veikindunum, þó aðeins tíma-
bundið. Í erfiðleikum sínum var
honum mikið í mun að hjálpa öðr-
um eins og kom svo berlega í ljós
þegar hann safnaði 8 milljónum
króna fyrir endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöðina Ljósið. Siggi
var okkur öllum mikil fyrirmynd í
leik og starfi.
Knattspyrnufélagið Þróttur
sendir aðstandendum Sigga inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurlaugur Ingólfsson,
formaður Knattspyrnu-
félagsins Þróttar, f.h.
aðalstjórnar félagsins.
Í mínum augum var Sigurður
Hallvarðsson eins og verðhlaupa-
hestur sem sætti sig aldrei við að
bíða lægri hlut. Hann var reistur
á velli, stórstígur, eldfljótur og
einbeittur, með markanef enda
útsjónarsamur með eindæmum.
Leið hans lá ekki til hliðar, heldur
beint að markinu og fyrirstaðan
var engin. Siggi var erfiður við-
ureignar og málaði leikinn yfir-
leitt sínum litum þótt hann léki
fyrir liðsheildina. Fyrir mér hefur
Siggi Hallvarðs ævinlega verið
sendiherra Þróttar. Þegar ég
hugsa um félagið kemur Siggi
fyrst upp í hugann. Og hann var
líka sendiherra manngæsku, hug-
prýði og dugnaðar enda drengur-
inn einstakur persónuleiki. Þótt
Þróttarinn mikli, þessi elskandi
faðir og eiginmaður, sé fallinn frá
er hann engu að síður sigurvegari
og skilur okkur eftir djúpt snortin
yfir þeirri sýn sem hann hafði á
lífið og því sem hann lagði á sig
fyrir aðra.
Fyrir hönd Valsmanna sem
öttu kappi við Sigurð Hallvarðs-
son og nutu vináttu hans utan
vallar sendi ég fjölskyldu hans,
ættingjum og vinum samúðar-
kveðjur.
Þorgrímur Þráinsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
INGIBJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR
frá Fljótstungu,
lést laugardaginn 12. júlí.
Jarðsungið verður frá Reykholti laugardaginn
19. júlí kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Guðmundar Böðvarssonar,
kt. 680379-0259, banki 0326-13-301487.
Hjörtur B. Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir,
Jónína M. Árnadóttir, Guðbjörn Sigvaldason,
Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
SIGURGEIRS SIGURÐSSONAR
bónda,
Lundarbrekku í Bárðardal,
sem lést föstudaginn 27. júní og var
jarðsettur laugardaginn 5. júlí.
Hjördís Kristjánsdóttir,
dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ODDFRÍÐUR BJARNEY MAGNÚSDÓTTIR
(Fríða),
lést föstudaginn 11. júlí á Droplaugarstöðum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á MS-félag Íslands.
Ingibergur Hraundal,
Þórir Jónsson Hraundal, Ragnheiður Kristinsdóttir,
Fríða Bjarney Jónsdóttir, Jón Karl Helgason
og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
margföld amma,
GERÐUR STURLAUGSDÓTTIR
hvunndagshetja
frá Múla í Ísafjarðardjúpi,
löngum til heimilis að
Hamraborg 32,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 12. júlí.
Útförin verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 21. júlí
kl. 15.00.
Kristján, Sturlaugur, Arnar, Daðey, Rúnar,
Guðlaug, Sigurborg og Þórunn Daðabörn.
Tengdabörn og afkomendur.
✝
Ástkær systir okkar,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
(Stella),
Litluvöllum 18,
Grindavík,
áður Höfn, Grindavík,
er látin.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
mánudaginn 21. júlí kl. 14.00.
Guðmundur Guðjónsson,
Pétur Guðjónsson,
Jón Elli Guðjónsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir og
mágkona,
ÁSTRÍÐUR HAFDÍS
GUÐLAUGSDÓTTIR GINSBERG,
Dverghöfða 25,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 16. júlí.
Útförin auglýst síðar.
Heinz Dieter Ginsberg,
Guðrún Jónsdóttir,
Hilmar Guðlaugsson, Jóna Steinsdóttir,
Kristín Guðlaugsdóttir,
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir.