Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Guðni Páll Viktorsson er Vestfirðingur, frá Þingeyri. Hann sérum útflutningsdeildina hjá Össuri. „Ég kann vel að meta aðvinna hjá Össuri. Vinnuandinn er góður og starfið er skemmtilegt og fjölbreytt.“ Guðni reri á kajak umhverfis Ísland í fyrra. Hann kynntist íþrótt- inni fyrir fimm árum og nú er hún hans helsta áhugamál. „Ég er alltaf á kafi í kajaknum. Núna er ég nýkominn úr tólf daga ferð um Vestfirði. Ég fer oft heim til Vestfjarða á sumrin og fer með fólk í kajakferðir. Kajakróður er frábært sport. Ég upplifi mikið frelsi því hægt er að skoða staði sem fáir hafa farið á. Í sumar ætla ég þó að hafa það rólegt og gott. Síðasta sumar var langt og strembið, þegar ég reri umhverfis Ísland á þremur mánuðum.“ Afmælisdagurinn verður hefðbundinn hjá Guðna. „Afmælisdag- urinn verður ekkert stærri dagur en venjulega. Ég fæ mér eitthvað gott að borða um kvöldið, annars geri ég ráð fyrir að reyna að kom- ast burt úr borginni yfir helgina í kajakferð.“ Guðni styður Fylki í íslenska boltanum. „Þegar ég er ekki á kajak, þá sinni ég fjölskyldumálum og vinum. Ég er gamall fótboltastrákur þannig að ég fylgist líka mikið með íslensku deildinni, enda á ég marga vini sem eru ennþá í boltanum. Ég er Fylkismaður og vona að þeir tryggi sæti sitt í deildinni sem fyrst.“ isb@mbl.is Guðni Páll Viktorsson er 27 ára í dag Kajakkempa „Kajakróður er frábært sport. Ég upplifi mikið frelsi því hægt er að skoða staði sem fáir hafa farið á,“ segir Guðni. Vestfirðingur og kajakræðari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hermann Hjart- arson, frá Ísafirði, verður áttræður á morgun, laugar- daginn 19. júlí. Af því tilefni verður opið hús á milli kl. 14-18 að heimili hans, Hæðarseli 2, Reykjavík. Allir hjartanlega velkomnir. Árnað heilla 80 ára Baldur Jóhanns- son, Reykjavík, einn stofnenda Snarfara, er átt- ræður í dag, 18. júlí. Hann fagnar afmælinu með fjölskyldu sinni. 80 ára Kópavogur Sóley Sigurdís fæddist 10. september 2013 kl. 8.59. Hún vó 3.670 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Steinarsdóttir og Sigurður Halldórsson. Nýir borgarar Kópavogur Sunna Sigríður fæddist 14. október 2011 kl. 22.55. Hún vó 3.670 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Steinarsdóttir og Sigurður Halldórsson. J óhanna Eyrún fæddist í Keflavík 18.7. 1974 á af- mælisdegi móðurömmu sinnar. Því var kjörið að skíra barnið í höfuðið á henni. Jóhanna ólst upp á Laug- arvatni, æfði og keppti í frjálsum íþróttum frá sex ára aldri og fór oft í Eyrarsveitina til ömmu og afa í föð- urætt, að aðstoða við sauðburð og hjálpa ömmu með vorverkin í garð- inum: „Þar brallaði ég margt með frænku minni og nöfnu. Við settum upp veitingahús í stofunni, fórum í nautaat í fjörunni með sérvöldum skeljum og í sjóræningjaleik á þök- um útihúsanna. Hjá afa fengum við besta harðfisk í heimi og rúsínan í pylsuendanum var að gefa heimaln- ingunum pela.“ Fjölskylda Jóhönnu flutti til Reykjavíkur þegar hún var sextán ára. Hún fór í ML, var þar á heima- vist og kynntist þar eiginmanninum, Rafni Steinþórssyni. Að loknu stúd- entsprófi tók hún eins árs frí frá námi en hóf síðan nám í mat- vælafræði við HÍ og lauk BS-prófi í þeirri grein. Skömmu síðar fæddist frumburðurinn, Sigurður Darri, en aðeins tveimur mánuðum fyrr hafði Jóhanna eignast systur, Kristjönu. Þær mæðgurnar eyddu því haustinu 1998 saman í fæðingarorlofi. Jóhanna stundaði skrifstofustörf hjá rannsóknarstofu í næringar- fræði, hóf síðan meistaranám í nær- ingarfræði við HÍ, vann verkefnið úr íslenskum gögnum en tók bóklegu Jóhanna Eyrún Torfad., nýdoktor í lífheilsuvísindum við HÍ – 40 ára Í Seljalandslaug sumarið 2013 Jóhanna Eyrún með börnunum, Sigurði Darra, Hildi Bellu og Kolbrúnu Lenu. Rannsakar mataræði, lífslíkur og heilsufar Fjórar blómarósir Kristjana systir, Jóhanna, Hildur Bella og Kolbrún Lena. D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 Gæði og þægindi síðan 1926

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.