Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 1
                                        !                                             ! "       L A U G A R D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  168. tölublað  102. árgangur  FRUMRAUN UNU STEF Í ÚTGÁFU BANNAÐ AÐ TALA UM HESTINN Á FUNDUM LJÚFUR HRYLLINGUR 10FYRSTA PLATAN 49 Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, sagðist í gær myndu persónulega sjá til þess að þeir seku yrðu látnir sæta ábyrgð ef sönnur yrðu færðar á að farþegaþota Malaysia Air- lines, flug MH17, sem fórst í austurhluta Úkra- ínu á fimmtudag, hefði orðið fyrir árás. Meðal farþega voru 189 Hollendingar og fjöldi sér- fræðinga sem hugðust sækja alþjóðlega ráð- stefnu um alnæmi í Melbourne í Ástralíu. Uppreisnarmenn á svæðinu þar sem flug- vélin féll til jarðar veittu rannsóknarteymi frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu aðgang að brakinu í skamma stund í gær en viðhöfðu fjandsamlega tilburði og hleyptu að lokum af viðvörunarskoti, sem varð til þess að teymið Sekir verða látnir sæta ábyrgð  189 Hollendingar meðal farþega MH17  Einnig margir alnæmissérfræðingar á leið á ráðstefnu  Rannsóknarteymi flæmt af vettvangi  Grunsemdir um yfirhylmingu magnast  Flug bannað hafði sig á brott. Móttökurnar þykja styðja þá kenningu að unnið sé að því að eyða sönnunar- gögnum og þá hefur það vakið grunsemdir að sögum uppreisnarmanna um afdrif flugrita farþegaþotunnar ber ekki saman. Stjórnvöld í Úkraínu tilkynntu í gær að allt flug um lofthelgina yfir Donetsk, Luhansk og hluta Kharkiv væri nú bannað. Margir hafa spurt þeirrar spurningar af hverju áætlunar- flugi var enn beint yfir átakasvæðin í Úkraínu þegar þotan var skotin niður, ekki síst í ljósi þess að fjöldi flugfélaga í Asíu hafði fallið frá því fyrir þó nokkru. holmfridur@mbl.is MFlugvélin skotin niður »22,24 Kallar eftir breyttri afstöðu » Barack Obama sagðist í gær vona að atburðurinn yrði til þess að Evrópuríkin breyttu afstöðu sinni og áttuðu sig á nauðsyn þess að knýja Rússa til að hætta stuðningi við aðskilnaðarsinna. » Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis- ráðherra Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær áríðandi að óháð alþjóðleg rannsókn færi tafarlaust fram. AFP Leit Námumenn aðstoða við leitina að fórnar- lömbum harmleiksins á akri nærri Torez. Á lokahátíð listhópa og götuleikhúss Hins húss- ins, er nefndist Vængjasláttur, máluðu efnilegir listamenn verk án titils á glært plast. Listhópur- inn ROF hafði í sumar málað sig út í horn og gerði heiðarlega tilraun til að skrifa sig út úr því við miðborgarskiltið við Laugaveg. Lokahátíð Hins hússins fór fram á nokkrum stöðum í miðborginni, þar sem ungmenni léku listir sínar með söng, hljóðfæraleik og dansi. Morgunblaðið/Eggert Listmálun á lokahátíð Hins hússins Þórarinn Ævars- son, fram- kvæmdastjóri IKEA, segir tals- verðar líkur á því að opnuð verði IKEA-verslun á Akureyri ef efna- hagsástandið heldur áfram á sömu braut og verið hefur. Búðin yrði þá um 4-5 þúsund fermetrar og mundi innihalda vinsælustu vörurnar, en ekki er talið að rekstrargrundvöllur sé fyrir álíka stórri búð og er í Garðabæ. IKEA hefur verið að prófa sig áfram erlendis, t.d. á Kan- aríeyjum og Mallorca, með minni búðir en áður hafa verið opnaðar og Þórarinn segir að áhugi sé fyrir því að gera hið sama á Akureyri. Að sögn Þórarins hefur IKEA- verslunin í Garðabæ gengið vel, en þar vinna um 300 manns í dag. Þá bætir hann við að mörg störf myndu fylgja hinni nýopnuðu búð yrði hún að veruleika. Þórarinn segir að málið sé í skoðun enn sem komið er. »4 Vilja opna nýja IKEA  Beina sjónum að Akureyri Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir afar líklegt að björgunarsveitir muni fljótlega byrja að styðjast við drón þegar leitir standa yfir að týndu fólki. „Þau geta auðvitað aldrei komið í stað göngumanna en við fylgjumst vel með þróuninni á þessari tækni og það er augljóst mál að hún gæti reynst mjög nytsamleg viðbót við okkar úrræði,“ segir Jón Svanberg. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins er fjallað ýtarlega um mikinn vöxt í drónaiðnaði í Bandaríkjunum og þá margvíslegu möguleika sem slík tæki veita, meðal annars við hvers kyns leitir. „Það gæti til dæmis reynst mjög vel að nota drón þegar verið er að leita á hættu- legum stöðum eins og í jökul- sprungum og klettabeltum – á stöð- um þar sem erfitt er að komast yfir. Í upphafi leitar væri einnig mögu- leiki að koma manni fyrir uppi á hæð og láta hann skanna svæðið með dróni. Við sjáum tækifærin helst liggja þar og það er gaman að fylgjast með þessari tækni þróast.“ Jón Svanberg telur mjög líklegt að björgunarsveitir landsins muni kaupa leitardrón þegar fram líða stundir og segir að einstakir björg- unarsveitarmenn hafi þegar gert tilraunir með lítil drón í einkaeigu. Morgunblaðið/Golli Björgun Drónar eru víða notaðir. Björgunarsveitir beiti drónum  Gæti nýst við leit á týndu fólki Nýjustu laxveiðitölur frá Landssam- bandi veiðifélaga þykja ekki vera til marks um gott veiðiár og það sem af er sumri hefur veiðst miklu minna af laxi en gengur og gerist í meðalári. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir tölurnar í ár koma mönnum gjör- samlega í opna skjöldu. Hann segir miklar sveiflur í afla á milli ára verðugt rannsóknarefni. Ólíklegt megi teljast að sumarið í ár nái sömu veiðitölum og í meðalári. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir að erfitt sé fyrir vísindamenn að spá um lax- veiðina. „Við vor- um komin með ákveðna vísa í umhverfinu, hiti og sjávarselta að vori sögðu oft mikið fyrir um veiðina. En allar þær vísitölur eru farnar í þessu óvenjulega ástandi þegar sjórinn er orðinn 2-3 gráðum hlýrri en hefur verið. Forsendurnar fyrir öllum okkar spámódelum eru eigin- lega brostnar,“ segir Sigurður. »14 Dræm laxveiði kemur mönnum í opna skjöldu Smálaxinn veiðist illa þetta sumarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.