Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 21
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Ákveðin hætta er á að íslenska lífeyr-
iskerfið breytist smám saman í gegn-
umstreymiskerfi vegna vaxandi væg-
is eigna með ábyrgð opinberra aðila,
ríkis eða sveitarfélaga, í eignasafni
lífeyrissjóðanna.
Þetta er mat Ara Skúlasonar, sér-
fræðings hjá hagfræðideild Lands-
banka Íslands.
Hlutfall svo-
kallaðra gegnum-
streymiseigna –
skuldabréf með
ríkisábyrgð,
skuldabréf sveit-
arfélaga og sjóðs-
félagalán – af
heildareignum líf-
eyrissjóðanna
hefur hækkað ört
frá árinu 2008.
Eignirnar voru um þriðjungur af
heildareignum sjóðanna fyrir sex ár-
um en eru nú tæplega helmingur.
Hlutfallið hefur þó farið lækkandi frá
því að það náði hápunkti í tæplega
sextíu prósentum í byrjun árs 2012,
en Ari bendir samt sem áður á að
staðan sé heldur varhugaverð og
eignirnar miklar í samanburði við
aðrar þjóðir.
Til útskýringar greiðir gegnum-
streymiskerfi eftirlaunaþegum lífeyri
beint af tekjum þeirra sem eru vinn-
andi. Kerfið gerir ráð fyrir að ein kyn-
slóð greiði fyrir aðra og njóti síðan í
staðinn sambærilegra greiðslna frá
næstu kynslóð.
Sjóðsöfnunarkerfi byggist aftur á
móti á því að hver kynslóð spari og
safni upp sjóði til að standa undir eft-
irlaunum þegar hún fer af vinnu-
markaði.
Ari segir að félagsmenn lífeyris-
sjóðanna séu sjálfir skattgreiðendur
og beri þannig ábyrgð á helmingi
þeirra eigna sem ætlað er til að
tryggja eigin lífeyri. Þróunin sé sér-
staklega varhugaverð í ljósi þess að
lífaldur Íslendinga fer hækkandi.
„Það er altalað að ríki á borð við Ítal-
íu, Frakkland og Spán, sem búa við
gegnumstreymiskerfi, hafa ekki efni
á öllum lífeyrinum. Tekjur þeirra sem
eru vinnandi og greiða skatta duga
ekki til að borga lífeyri til þeirra sem
eru komin á eftirlaunaaldur,“ útskýr-
ir hann.
Óvissan um Íbúðalánasjóð
Hann bendir jafnframt á að stærsti
hluti þessara gegnumstreymiseigna
lífeyrissjóðanna hér á landi sé skulda-
bréf útgefin af Íbúðalánasjóði. „Það
hefur lengi verið umræða í gangi um
að hve miklu leyti eigendur bréfanna
geta átt von á því að fá fulla endur-
greiðslu. Er ríkisábyrgð á skuldbind-
ingum sjóðsins eða ekki? Ef sú staða
kemur upp að endurgreiðslan verður
ekki full, þá er ekki hægt að uppfylla
þau réttindi sem búið er að lofa.
Þannig að það hangir óþægilega mik-
ið á hinu opinbera í þessu sambandi.“
Hvernig á að vinda ofan af þessari
þróun?
Ari segir að lífeyrissjóðirnir verði
að dreifa áhættunni betur. En þar
rekist þeir hins vegar á vegg. Gjald-
eyrishöftin geri það að verkum að
þeir megi ekki fjárfesta í erlendum
eignum og þá séu fjárfestingarheim-
ildir þeirra hér innanlands nokkuð
takmarkaðar. Bregðast verði við
þessari stöðu og taka „róleg og örugg
skref í rétta átt,“ að sögn Ara. Ekki
komi til greina að „vera í höftum alla
ævi“.
Segir hættuna ofmetna
Hann segir að því sé oft haldið
fram að lífeyrissjóðirnir muni flytja
stóran hluta af eignum sínum til út-
landa strax þegar höftunum verður
aflétt. „Ég held að sú hætta sé ofmet-
in. Það er ekkert sérstakt markmið
lífeyrissjóðanna að flytja peningana
úr landi. Þeir eru að leita að raun-
ávöxtun sem er umfram lögbundið
3,5% markmið og ef þeir sjá fram á að
ávöxtunin hér á landi verði umfram
það, þá hafa þeir enga ástæðu til að
flytja peningana út.
En nýjar eignir sjóðanna þurfa
hins vegar að fara í eitthvað annað en
opinber skuldabréf því við verðum að
minnka þann stabba.“
Aðspurður segir hann að ólíklegt
sé að hlutfall gegnumstreymiseigna
af heildareignum lífeyrissjóða muni
hækka aftur. „Eins og landið liggur
er líklegt að það verði meiri útgáfa á
fyrirtækjaskuldabréfum. Breiddin
ætti að verða meiri á skuldabréfa-
markaðinum, en það þarf hins vegar
að tryggja að svo verði.“ Hann bætir
jafnframt við að einnig þurfi að
tryggja að fjárþörf ríkisins verði ekki
aftur það mikil, eins og hún var í kjöl-
far efnahagshrunsins, að ríkisskulda-
bréf verði ráðandi á framboðshlið
markaðarins.
Hætta á að lífeyriskerfið breytist
Morgunblaðið/Ómar
Lífeyrir Sérfræðingur segir nauðsynlegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættu sinni betur og fái að fjárfesta erlendis.
Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbanka Íslands segir lífeyriskerfið farið að líkjast gegnum-
streymiskerfi Tæplega helmingur af heildareignum lífeyrissjóðanna er gegnumstreymiseignir
Ari Skúlason
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Nefnd, sem þá-
verandi fjár-
málaráðherra
skipaði í janúar í
fyrra, hefur tek-
ið til skoðunar
vaxandi skugga-
bankastarfsemi
hér á landi.
Markmið nefnd-
arinnar er fyrst
og fremst að
endurskoða lög um fjárfesting-
arheimildir lífeyrissjóðanna.
Gylfi Magnússon, formaður
nefndarinnar, segir að ýmis sjón-
armið hafi verið uppi innan nefnd-
arinnar um hvernig bregðast eigi
við þeim vexti sem hefur verið í
skuggabankastarfsemi undanfarin
ár. Til marks um uppganginn hefur
orðið umtalsverð aukning í svoköll-
uðum skráðum skuldabréfaútgáf-
um fagfjárfestasjóða, en frá árinu
2012 hafa þrettán slíkar útgáfur
verið teknar til viðskipta á verð-
bréfamarkaði. Gylfi segir ekki ljóst
hvenær nefndin muni ljúka störfum
og skila af sér tillögum.
Nefndin var skipuð í seinni hluta
janúarmánaðar 2013 og var henni
falið að skila tillögum fyrir 1. júní
það ár. Vinnan hefur hins vegar
dregist mjög á langinn og er nefnd-
in enn að störfum.
Nefndina skipa þau Gylfi, Lilja
Sturludóttir hjá fjármálaráðuneyt-
inu, Valgerður Rún Benediktsdóttir
hjá atvinnuvegaráðuneytinu, Lúð-
vík Elíasson hjá Seðlabankanum,
Sara Sigurðardóttir hjá FME og
Ólafur Sigurðsson hjá Lands-
samtökum lífeyrissjóða.
Skugga-
bankar til
skoðunar
Gylfi
Magnússon
Seðlabanki Íslands
Gjaldeyrisútboð
Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 2. september 2014. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum,
samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka
Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum
(http://sedlabanki.is/fjarfesting).
Útboð í fjárfestingarleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Lág-
marksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eru EUR 25.000. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning
við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt
fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að
skila inn umsóknum rennur út í dagslok 12. ágúst n.k.
Útboð í ríkisverðbréfaleið
Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Heildarmagn evra (útboðs-
fjárhæð) sem Seðlabankinn býðst til að kaupa verður að hámarki samsvarandi ISK 400 milljónum. Lágmarksfjárhæð til þátttöku í
ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn
greiðslu í ríkisverðbréfum.
Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri
Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við-
skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.
Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir-
tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á
sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi
síðar en 2. september 2014. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum.
Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptabanka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.
is/utbod.
Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar.