Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
✝ Kristján Jóns-son fæddist á
Víðivöllum í
Fnjóskadal 1. jan-
úar 1937. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
4. júlí 2014.
Foreldrar hans
voru Jón Kr. Krist-
jánsson, bóndi á
Víðivöllum og
skólastjóri í Skóg-
um, og Hulda B. Kristjánsdóttir
húsfreyja. Systkini Kristjáns:
Karl, f. 1935, Álfhildur, f. 1938,
Völundur, f. 1943, Aðalsteinn, f.
1949, og drengur andvana, f.
1951. Hinn 26.12. 1964 kvæntist
Kristján Guðríði H. Arnþórs-
dóttur, f. 24.9. 1942, frá Mörk í
Fnjóskadal. Foreldrar hennar
voru Arnþór Guðnason bóndi
þar og Áslaug Stefánsdóttir
húsfreyja. Börn Kristjáns og
Guðríðar eru: 1) Kristín Anna, f.
1965, maki Sæmundur Jónsson,
f. 1963. Börn: Jón Kristján og
Sólveig Sigurbjörg. 2) Hermann
Helgi, f. 1966, maki Gestheiður
Þorvaldsdóttir, f. 1968. Börn
Gestheiðar eru Jón Þór Krist-
jánsson og Auður Katrín Æg-
isdóttir. 3) Hulda Björg, f. 1970,
Fnjóskadal en 1969 keyptu þau
jörðina Veturliðastaði í sömu
sveit. Þar hófu þau sauð-
fjárbúskap og bættu jörðina
brátt að húsakosti og land-
nytjum. Kristján ók þó vörubíl
áfram uns hann hóf vinnu hjá
Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi
á árunum fyrir 1980. Þar vann
hann við akstur, smíðar og fjöl-
margt annað fram um sjötugt.
Auk fyrrgreindra starfa var
Kristján lögreglumaður og
sinnti löggæslu mikinn hluta
starfsævinnar. Á yngri árum
var hann tvö sumur í lögregl-
unni á Akureyri og héraðslög-
reglumaður var hann í 45 ár.
Hlaut hann viðurkenningu fyrir
þau störf að ferli loknum. Krist-
ján kom nokkuð að félagsmálum
í sveit sinni, sat m.a. í hrepps-
nefnd og var formaður
Búnaðarfélags Suður-
Fnjóskdæla um skeið. Nokkur
seinustu árin átti Kristján við al-
varlega vanheilsu að stríða og
var bundinn erfiðri sjúkra-
meðferð, sem hann tók af mikilli
yfirvegun og þolinmæði. Síðasta
árið dvaldi hann nær alveg á
sjúkrahúsum en lengi framan af
náði hann þó að eiga stundir
með fjölskyldunni heima á
Veturliðastöðum.
Útför Kristjáns fer fram í
dag, 19. júlí, að Hálsi í Fnjóska-
dal og hefst athöfnin kl. 10.30.
maki Brynjólfur
Halldór Magn-
ússon, f. 1960.
Börn: Guðrún,
Helgi og Kristján.
Sonur Brynjólfs af
fyrra hjónabandi er
Magnús. 4) Áslaug,
f. 1971, maki Sig-
urður Skarphéð-
insson, f. 1966.
Dóttir: Móníka.
Kristján ólst upp í
systkinahópnum á Víðivöllum
og gekk í barnaskóla að Skóg-
um í Fnjóskadal. Vorið 1958
varð hann búfræðingur eftir
tveggja ára nám í Bændaskól-
anum á Hólum. Vegna góðrar
frammistöðu þar var honum
boðin ókeypis dvöl við lýðhá-
skóla sænsku bændasamtak-
anna, Sånga Säby, þar sem hann
stundaði nám vetrarlangt 1958-
1959. Að skóla loknum starfaði
hann í Noregi framan af sumri.
Heim kominn sneri Kristján sér
aftur að búskapnum á Víðivöll-
um en vann í vaxandi mæli utan
heimilis næstu árin, einkum við
akstur t.d. vegagerð. Fyrstu ár-
in eftir að Kristján og Guðríður
gengu í hjónaband héldu þau
heimili á nokkrum stöðum í
„Þegar afi kemur heim, þá för-
um við og keyrum hratt í vatnið á
afabíl“ tilkynnti yngsta barna-
barnið hans pabba nú í vor. Þá var
afi, eins og svo oft áður, hjá lækn-
unum í Reykjavík og sá litli að
bíða eftir að hann kæmi heim. Þá
ætlaði hann með afa inn á afrétt á
Patrol og keyra hratt í Belgsána.
Það verður víst ekkert af þessari
ferð, en afastrákurinn á minn-
inguna. Pabbi var alger öðlingur,
hann var kletturinn okkar allra.
Við gátum alltaf leitað til hans og
þau mamma voru dugleg að
styðja við bakið á okkur. Pabbi
var árrisull, fór snemma í verkin.
Ef rólegt var þá var hann oft bú-
inn að leggja nokkra sjö stokka
kapla eða klára nokkrar krossgát-
ur þegar við komum á fætur.
Hann var líka kvöldsvæfur og
sofnaði oft yfir sjónvarpsfréttun-
um. Hann var rólegur og yfirveg-
aður að eðlisfari, ekkert mikið að
æsa sig yfir hlutunum, ef við feng-
um skammir þá höfðum við
örugglega unnið fyrir þeim. Pabbi
kenndi mér margt, t.d. að keyra
traktor. Einu sinni þegar ég var
unglingur fékk ég það verkefni að
slóðadraga eitt túnið. Það fannst
mér ekki gaman, ákvað bara að
drífa þetta af, setti Ferguson í
þriðja gír og þrumaði fram og aft-
ur yfir túnið þangað til ég taldi
mig hafa klárað verkið. Pabbi
kom, tók við vélinni og sagði að
það væri nú betra að slóðinn næði
að vera á jörðinni ef hann ætti að
gera gagn, hann kláraði verkið og
ég passaði mig á því næst að
keyra ekki alveg svona hratt.
Pabbi vann mikið að heiman bæði
á vörubílunum og í lögreglunni.
Það hefur þá örugglega oft verið
erfitt fyrir mömmu að hugsa um
búið og okkur krakkana en hún
gerði það með sóma og ég vona að
við höfum eitthvað hjálpað henni.
Síðustu árin var pabbi mikill sjúk-
lingur. Það fór þó ekki verulega
að draga af honum í bústörfunum
fyrr en upp úr áramótunum 2012-
2013. Þá var hann búinn að notast
við kviðskilju vegna langvinnrar
nýrnabilunar í nokkurn tíma. Í
byrjun sumars 2013 þurfti hann
að byrja í blóðskilunarmeðferð
sem einungis var þá í boði í
Reykjavík. Síðasta árið sem hann
lifði dvaldi hann meira og minna á
sjúkrahótelinu í Reykjavík til að
komast í blóðskilunarmeðferð 3-4
sinnum í viku. Þegar hann treysti
sér kom hann norður í frí. Þessi
meðferð var ekki auðveld fyrir
bóndann úr sveitinni. Pabbi sýndi
ótrúlegt æðruleysi og þolinmæði
og hefur það örugglega skipt
miklu máli varðandi það hversu
lengi hann náði þó að vera hér hjá
okkur. Vinir fjölskyldunnar og
ættingjar voru duglegir að heim-
sækja hann, ástarþakkir fyrir
það, það var okkur mikils virði.
Það kom að því að pabbi var orð-
inn of veikur til að þola þessa
meðferð. Við fylgdum honum í
síðustu blóðskilunarmeðferðina 3.
júlí sl. Strax eftir hana fór hann
norður í sjúkraflugi þar sem tekið
var vel á móti honum á Lyfjadeild
SAK og hann lést þar 4. júlí, sátt-
ur við að hafa komist heim. Ég er
innilega þakklát fyrir þá frábæru
umönnun sem pabbi fékk á Land-
spítalanum. Elsku pabbi, þín
verður sárt saknað af okkur öll-
um. Huggun okkar felst í því að
þínu langa stríði er lokið og þú
getur nú loksins hvílt þig. Takk
fyrir allt, elsku pabbi minn.
Hulda Björg Kristjánsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Kristján Jónsson
✝
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDSSON,
áður Torfufelli 25,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 6. júlí á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir,
Ásdís Jónsdóttir, Þorleifur Gíslason,
Garðar Arason, Ingibjörg Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR J. JÓHANNSSON
tannlæknir,
Hvassaleiti 58, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.00.
Guðrún Birgisdóttir, Chuck Mack,
Jónas B. Birgisson, Stella Guðmundsdóttir,
Halldór Úlfarsson,
Sigrún Birgisdóttir, Óskar Baldursson,
Haukur Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
Bræðratungu,
lést miðvikudaginn 16. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Sveinsdóttir, Þorsteinn Þórarinsson,
Skúli Sveinsson, Þórdís Sigfúsdóttir,
Kjartan Sveinsson, Guðrún S. Magnúsdóttir,
Stefán Sveinsson, Sigrún Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Langholtsvegi 78,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 22. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð líknardeildar og heima-
hlynningar Landspítalans.
Gunnar Bernhard,
Ragna G. Gould, Richard Gould,
Guðmundur Geir Gunnarsson,Ingibjörg Snorradóttir,
Gylfi Gunnarsson, Dóra Bjarnadóttir,
Edda Gunnarsdóttir, Sveinn Ásgeir Baldursson,
Gunnar Gunnarsson, Bergljót Ylfa Pétursdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
okkar ástkæru
STEINVARAR SIGURÐARDÓTTUR,
Diddu,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Starfsfólki á deild B2 á LHS í Fossvogi sendum við bestu
þakkir fyrir einstaka þjónustu og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Einarsdóttir,
Jenný Einarsdóttir, Hjalti Sæmundsson,
Sigurður Einarsson, Sólveig Birna Jósefsdóttir,
Þórður Einarsson, Guðbjörg Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar heittelskuð,
GUNNHILDUR SVANA
SIGURÐARDÓTTIR,
Brekkutanga 20,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum mánudaginn 14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvennadeild
Landspítalans.
Sigurður Egilsson,
Pétur Kornelíusson,
Sigurður Pétursson, Jennifer Pétursson,
Haraldur Pétursson, Hrund Scheving,
Bragi Sigurðsson, Sigríður E. Bjarnadóttir,
Þórður Sigurðsson, Edda Björnsdóttir,
Oddný Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og
tengdafaðir,
HILMAR GUNNARSSON
múrarameistari,
lést föstudaginn 11. júlí.
Hilmar verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
21. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Fyrir hönd ástvina,
Áslaug Þráinsdóttir.
✝
Útför elskulegs sonar okkar, stjúpsonar,
bróður, barnabarns og barnabarnabarns,
ANDRA FREYS SVEINSSONAR,
mun fara fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
vökudeild Landspítalans.
Harpa B. Brynjarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Sveinn A. Sigfússon (Denni), Hulda Guðjónsdóttir,
Anton I. Sveinsson,
Aldís E. Sveinsdóttir,
Írena Þ. Sveinsdóttir,
Freydís K. Sveinsdóttir,
Guðmundur Í. Sigurjónsson,
Daníel O. Viney,
Ásgeir Sigurjónsson,
Leó S. Sigurjónsson,
Hildur B. Sigurjónsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir, Þórir Ólafsson,
Brynjar Kvaran, Ingibjörg Fjölnisdóttir,
Hrafnhildur Þórarinsdóttir,
Axel Kvaran, Ósk Kvaran,
Guðmundur Kristinsson.
✝
Ástkær faðir okkar,
SAMÚEL GRÉTAR HREINSSON,
skipstjóri og forstjóri í Bremerhaven,
lést mánudaginn 14. júlí.
Jarðarförin fer fram í Bremerhaven,
Þýskalandi, 23. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd ástvina,
Friðrik Hreinn Samúelsson,
Samúel Grétar Samúelsson.
✝
Okkar ástkæra
GYÐA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Maríubakka 16,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 15. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 24. júlí kl. 15.00.
Melkorka Ýr Jóhannsdóttir,
Alda Guðmundsdóttir, Kristófer Valgeir Stefánsson,
Stefán Kristófersson, Katrín Svava Jónsdóttir,
Kolbrún Alda Stefánsdóttir,
Jón Valgeir Stefánsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og
tengdamóðir,
SIGURLAUG GUÐRÚN
GUNNARSDÓTTIR,
Silla Gunna,
Hásæti 9b,
Sauðárkróki,
lést þriðjudaginn 8. júlí á Heilbrigðis-
stofnuninni, Sauðárkróki.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn
22. júlí kl. 14.00.
Garðar Víðir Guðjónsson,
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Gunnar S. Steingrímsson,
Brynhildur Sigtryggsdóttir, Ómar Kjartansson,
Guðrún Sigtryggsdóttir, Þorsteinn Ólason,
Vala Jóna Garðarsdóttir, Viðar Þórðarson
og fjölskyldur þeirra.