Morgunblaðið - 19.07.2014, Síða 46

Morgunblaðið - 19.07.2014, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17. Húsasafnið opið víða um land, nánar á heimasíðu Sunnudagur 20. júlí: Tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafnið Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal Natríum sól á Veggnum, Innblástur á Torgi Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Listasafn Reykjanesbæjar DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU Karolína Lárusdóttir 29. maí – 17. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnunarklasinn Maris Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Ummerki sköpunar Úrval nýrra verka úr safneign Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 - Rakel Pétursdóttir safnafræðingur Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 SUMARTÓNLEIKAR, þriðjudaginn 22. júlí kl. 20:30 Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigurjón Bergþór Daðason klarinett og Carl Philippe Gionet píanó. Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Sérstök verðlaun fyrir bestu plötu ársins í Skotlandi voru veitt í fyrsta skipti fyrir þremur árum. Verðlaun- um er ætlað, nema hvað, að styðja við skoska tónlistariðnaðinn, hvetja listamennina til dáða með viðurkenn- ingum á því sem þeir eru að gera og vekja athygli, ekki síst umheimsins, á sérkennum skosku tónlistarsen- unnar með því að varpa skæru ljósi á hana einu sinni ári en von aðstand- enda – eins og allra þeirra sem standa að viðlíka verðlaunum – er að fréttir af þeim rati sem víðast. Þetta eru ekki ósvipaðar pælingar og standa undir Norrænu tónlist- arverðlaununum, Nordic Music Prize, sem Jónsi hreppti fyrir árið 2010. Hylli Verðlaunin eru auðvitað óhjá- kvæmileg afleiðing af yfirstandandi skoskri vitundarvakningu sem m.a. kom af stað kosningunni um sjálf- stæðið sem fram fer í haust. Samfara því hefur maður orðið vitni að vissum áherslubreytingum hjá dæg- urtónlistarmönnum þar sem hið skoska er umfaðmað í æ ríkari mæli, í gegnum hreim eða annað. Fyrsta platan sem var verðlaunuð með þess- um hætti var plata Bill Wells og Aid- an Moffat, Everything’s Getting Ol- der, en hún kom út árið 2011. Afskaplega „skosk“ plata en báðir þessir menn hafa verið mikilvægur hluti af skoskri tónlistarmenningu, þó að lítt áberandi hafi verið út á við. Moffat er sá þekktari af því tvíeyki, er fyrrverandi söngvari Arab Strap sem náði mikilli hylli á tíunda ára- tugnum í hinum alþjóðlega neð- anjarðarrokksheimi en þar spiluðu textar Moffat stóra rullu þar sem hann rúllaði upp úr sér meinhæðnum athugasemdum um veruleika skoskra ungmenna með stórkostlega þykkum hreim. Hinn sjálflærði Bill Wells hefur þá gefið út fjölda platna í samstarfi við hina og þessa tónlist- armenn úr skosku senunni sem hann hefur fjölskrúðugar tengingar við. Í fyrra var svo tónlistarmaðurinn RM Hubbert verðlaunaður fyrir Thir- teen Lost & Found og enn var um mikinn heimalistamann að ræða. Hubbert hefur lengi verið hluti af hinni ríku tónlistarsenu Glasgow- borgar; góðvinur hans Alex Kapr- anos tók plötuna t.a.m. upp og Alasdair Roberts, Emma Pollock (Delgados) og áðurnefndur Moffat leggja honum þar lið. Það að Hub- bert hafi sigrað er fullkomlega í takt við ætlaða virkni verðlaunanna en fullyrða má að þó að skoskir neð- anjarðartónlistarmenn þekki vel til Hubberts hefur nafn hans verið hulið öðrum meira og minna, þar til nú a.m.k. Rapp Áður en tilkynnt er um sigurveg- ara er tíu platna úrtak kynnt sem ætlað er að sýna breiddina auk þess sem það varpar ljósi á plötur sem fáir höfðu hugsað um sem sérstaklega skoskar. Í fyrra var t.d. plata Emeli Sandé á meðal þeirra tilnefndu og í ár plata Biffy Clyro. Í báðum til- fellum er um mjög vinsæla tónlist- armenn að ræða en þeirri staðreynd að þeir séu frá Skotlandi er sjaldan haldið á lofti. Gömul stríðshross sem gera sig enn gildandi fá þá sitt pláss; í ár voru t.d. á lista plötur Edwyns Collins, Boards of Canada, Mogwai, Steve Mason og Pastels. Kynd- ilberar hins nýja eru þá þarna líka að sjálfsögðu, CHVRCHES og Young Fathers t.d. en þeir síðarnefndu, jað- arvænt rapptríó frá Edinborg – sem gefur út á Anticon – hreppti hnossið fyrir plötuna Tape Two. Ólíkt fyrri verðlaunahöfum eru Young Fathers ekki sérstaklega skoskir – ekki á yf- irborðinu a.m.k. – og sýnir þetta val að aðstandendur ætla greinilega ekki að festast í gildru fyrirsjáanleikans. Breiðskífa ársins í Skotlandi verðlaunuð  Rapptríóið Young Fathers á plötu ársins í Skotlandi  SAY- verðlaunin (Scottish Album of the Year) veitt í þriðja sinn » Verðlaunin eru auð-vitað óhjákvæmileg afleiðing af yfirstand- andi skoskri vitund- arvakningu sem m.a. kom af stað kosningunni um sjálfstæðið sem fram fer í haust. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Pabbalingar Young Fathers koma frá Edinborg, ekki Brooklyn, eins og kannski halda mætti. Tríóið hreppti hnossið fyrir plötuna Tape Two. Næstu sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar munu fara fram þriðjudaginn 22. júlí kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Rómantík þýsku meistaranna. Flytjendur verða Lilja Guðmunds- dóttir sópransöngkona, Sigurjón Bergþór Daðason, er leikur á klar- inett og Carl Philippe Gionet píanó- leikari. Á efnisskrá tónleikanna er tónlist eftir Franz Schubert, Robert Schumann, Hugo Wolf og Louis Spohr, fyrir sópran, klarinett og pí- anó. Lilja stundar um þessar mundir meistaranám í söng í Konserva- torium Wien Privatuniversität und- ir leiðsögn Uta Schwabe. Sigurjón hlaut framhaldsmenntun sína í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og Ecole Normale de Music í París. Gionet lauk dokt- orsgráðu í píanóleik frá Université de Montréal. Aðalkennari hans þar var píanistinn Paul Stewart. Vafa- lítið mun hópurinn gera tónlist meistaranna góð skil. gith@mbl.is Flink Carl Philippe Gionet, Sigurjón Daða- son og Lilja Guðmundsdóttir leika þýska rómantík í Listasafni Sigurjóns. Rómantík þýsku meistaranna Tónlistarmennirnir Skúli Sverr- isson og Ólöf Arnalds halda saman tónleika í Mengi, Óðinsgötu í Reykjavík, í kvöld kl. 21. Skúli og Ólöf hafa starfað saman í rúman áratug en nýlega luku þau tökum á nýrri plötu Ólafar, Palme, sem út mun koma 29. september. Áður hafa fimm plötur sprottið upp úr samstarfi þeirra, Sería I, Sería II, Við og við, Innundir skinni og Sud- den Elevation. Í kvöld spila þau sambland af nýju og gömlu efni. Tónleikar í Mengi í kvöld Tónlist Ólöf Arnalds heldur tónleika ásamt Skúla Sverrissyni í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.