Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Það rignir inn ferðamönnum, og
rigningu, og þegar það leggst saman
þá er hún náttúrulega tvöföld ánægj-
an hjá kaupmönnum sem selja regn-
fatnað,“ segir Halldór Hreinsson, eig-
andi Fjallakofans, en hann er eflaust
einn fárra Íslendinga sem kvarta ekki
yfir tíðarfarinu það sem af er sumri.
Hann segir allar vörur sem halda
ferðamanni og búnaði þurrum seljast
eins og heitar lummur en á móti
hangi stuttbuxur og ermalausir bolir
á slá og safni ryki.
„Við erum með þrjár verslanir en
finnum mest fyrir þessu á Laugaveg-
inum þar sem ferðamenn eru í vand-
ræðum, ekki endilega bara með fatn-
aðinn, heldur með tjöldin og
tjaldbúnaðinn sem er kannski ekki al-
veg fyrir svona leiðindaveður,“ segir
Halldór. „Hinn almenni ferðamaður
er kannski búinn að gúgla eitthvað
norm á Íslandi og kemur hingað með
eitthvað sem myndi kannski sleppa í
góðu árferði en sú er ekki raunin
núna,“ segir hann.
Halldór segir að salan hafi verið
slík að um 30% aukningu sé að ræða
það sem af er sumri og að hann hafi
þurft að gera ráðstafanir til að fá
aukasendingar frá birgjum, af vörum
á borð við regnslár fyrir mann, hjól
og búnað. Halldór segir viðskiptavini
sína að stærstum hluta erlenda ferða-
menn en einnig Íslendinga á leiðinni í
sumarfrí. „Þeir aftur reyna að stíla
svolítið inn á gulu kúluna, t.d. þeir Ís-
lendingar sem geta farið austur þótt
þeir hafi ætlað sér að fara norður. Ís-
lendingarnir eru viljugri til að kú-
venda ferðaplönunum,“ segir hann.
Halldór stendur sjálfur vaktina í
Fjallakofanum þessa dagana, enda
allir kallaðir til sem vettlingi geta
valdið. Hann segist þó ekki myndu
sakna rigningarinnar. „Ég ætla ekki
að óska þess að þetta verði svona allt
sumarið, þetta er orðið ágætt,“ segir
hann.
Eigandi Fjallakofans kvartar ekki yfir veðurfarinu Salan hefur aukist um 30% það sem af er sumri
Erlendir ferðamenn búa sig eftir veðri en Íslendingar freista þess að elta sólina Ekki allir jafn kátir
Allt vatnshelt rýkur úr hillunum
Morgunblaðið/Kristinn
Rigningatíð Sunnanlands og vestan hefur verið vætusamt í sumar og ferðamenn orðið að klæðast eftir því.
Útlit virðist vera fyrir ágæta berja-
sprettu í sumar, skv. lýsingum fólks
á vefnum berjavinir.com. Mörgum
er tilhlökkunarefni að komast í ber
þegar líða tekur á sumarið og geta
áhugasamir vænst ágætrar upp-
skeru, þó að vætutíð og kuldakast
síðastliðinna vikna kunni að hafa
sett strik í reikninginn. Á móti
kemur að víðast hvar hefur verið
hlýtt að undanförnu sem er gott
fyrir sprettu.
Grænjaxlar á Suðurlandi
„Ég hef ekki kannað stöðuna
sjálf. Hins vegar sé ég á veröndinni
hér heima að dritið úr fuglunum er
orðið blátt. Ætli það viti ekki á að
einhver ber séu fullsprottin,“ segir
Karólína Hulda Guðmundsdóttir,
skógarbóndi á Fitjum í Skorradal,
spurð um ber í Borgarfirði.
Talsvert er síðan sást til fyrstu
grænjaxla á krækiberjalygni á Suð-
urlandi, segir Hreinn Óskarsson
skógarvörður. Það segir hann hafa
gefið ágæta vísbendingu um fram-
haldið, að minnsta kosti hvað
krækiberjum viðvíkur. Óljóst sé
með aðrar tegundir. Oft sé þó
gnægð berja að finna í skógum á
svæðinu, í Þjórsárdal, Þórsmörk,
Haukadal og víðar sunnanlands.
Lýsingar úr Öskjuhlíð í Reykja-
vík á berjavinir.com eru jákvæðar.
Sagt er að grænjaxlar og sætu-
koppar dafni vel. Þá berast góðar
fréttir austan af landi. Anna Gerð-
ur Hjaltadóttir, ferðaþjónustubóndi
á Hafursá á Héraði, segir jafnvel
líklegt að síðasta sumar, sem var
afar gott, verði toppað. Vestur á
fjörðum er staðan sögð ágæt og
mikið leynist í lyngi ofan við Súða-
víkurþorp við Álftafjörð. sbs@mbl.is
Drit úr fuglun-
um orðið blátt
Útlit fyrir ágæta berjasprettu í vætunni
Morgunblaðið/Ómar
Lyng Það er alltaf fallegt þegar
blána fer yfir berjamó á sumrin.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Framkvæmdir eru nú að hefjast við
smíði göngubrúar í vesturhöfninni í
Reykjavík, sem liggur frá Sjóminja-
safninu að svonefndri Verbúðar-
bryggju sem varðskipið Óðinn ligg-
ur við og er skammt frá Kaffi-
vagninum á Grandagarði. Brúin
verður 52 metra löng og er smíðuð
úr gegnheilum bryggjuvið. Mann-
virki þessu er ætlað að greiða leið
gangandi vegfarenda um hafnar-
svæðið sem nýtur vaxandi vin-
sælda, til dæmis meðal ferðamanna,
sem á Grandanum geta kynnst
bryggjulífinu, hitt fiskimenn sem
eru að landa afla eða skoðað
stærstu togara flotans.
„Við erum að hefja fram-
kvæmdir þessa dagana. Teikningar
ligga fyrir og allt er tilbúið,“ segir
Andrés Ásmundsson, tæknifræð-
ingur hjá Faxaflóahöfnum, sem hef-
ur umsjón og eftirlit með þessum
framkvæmdum.
Verklok í nóvember
Verktakafyrirtækið Knekti hf.
átti lægsta tilboð í þetta verk, það
er rétt tæpar 25 milljónir króna og
var gengið til samninga við stjórn-
endur þess. Framkvæmdum á að
vera lokið 15. nóvember næstkom-
andi. Það voru arkitektar frá Land-
mótun ehf. sem hönnuðu brúna
góðu. Svo hægt væri að hefjast
handa um þessar framkvæmdir á
Grandanum var stór 600 fermetra
prammi sem Faxaflóahafnir eiga
fluttur á staðinn. Mun hann gera
mönnum verk þetta mun auðveld-
ara en ella yrði. Fleki þessi var
keyptur til landsins árið 1982 og
var upphaflega akstursbrú fyrir
ekjuskipin sem Eimskip var þá með
í útgerð. Flotinn, eins og pramminn
er oft kallaður, er alla jafna geymd-
ur inn við Geldinganes og var á
dögunum dreginn þaðan út sundin.
Er þetta stykki oft notað við fram-
kvæmdir á hafnarsvæðinu og hefur
verið þarfaþing.
Brú milli bryggja er
tenging við sjómannslíf
Framkvæmdir í vesturhöfn Flotinn þykir þarfaþing
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Víkin Pramminn kominn á svæðið til undirbúnings fyrir brúarsmíðina yfir til varðskipsins Óðins.
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Það eru ekki allir jafn ánægðir
með rigningatíðina en hún hef-
ur m.a. leikið málara grátt.
„Hún er bara ekki að fara vel
með okkur, það er ekkert flókn-
ara. Þetta er svo ofboðslega
ódrjúgt, það er alltaf einhver
rigning á hverjum degi,“ segir
Bjarni Þór Gústafsson, formað-
ur Málarameistarafélagsins.
Bjarni segir öll verk tefjast
þegar veður er vott og segir
marga mánuð á eftir áætlun og
rúmlega það.
Hann segir að enn eigi eftir
að klára einhver verk sem töfð-
ust vegna vætuveðurs sl. sumar
en menn voni að haustið verði
betra. Þá verði hægt að vinna
fram eftir ef veður leyfir.
Bleytan tefur
málarana
Á EFTIR ÁÆTLUN