Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
✝ IngibjörgBergþórsdóttir
fæddist 27. ágúst
1930 og lést á
Kumbaravogi 12.
júlí 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Pálsdóttir, f. 13.
júlí 1885, d. 15.
ágúst 1965, og
Bergþór Jónsson,
f. 8. okt. 1887, d. 9.
júlí 1955, hjón í Fljótstungu í
Hvítársíðu. Hún var yngst 7
systkina, þau eru í aldursröð:
Guðrún, f. 1920, Þorbjörg, f.
1921 (látin), Páll, f. 1923, Jón,
f. 1924, Sigrún, f. 1927, og
Gyða, f. 1929. Fyrri maður
hennar, g. 3. maí 1955, var
Hjörtur Rósinkar Jóhannsson,
f. 21. sept. 1926. Hjörtur
drukknaði í Úlfsvatni 9. júlí
1955 ásamt Bergþóri, föður
Ingibjargar. Seinni maður
hennar, g. 3. maí 1958, var
Árni Þorsteinsson, f. 26. maí
1927, hann lést 3. mars 1997.
Barn Ingibjargar og Hjartar er
Hjörtur Bergþór, f. 14. maí
1955. Hann er kvæntur Helgu
Sif Þorsteinsdóttir Hesselvig í
sambúð með Mariu Rahbek.
Ingibjörg ólst upp í Fljóts-
tungu í Hvítársíðu og bjó þar
til 1999 er hún flutti fyrst á
Selfoss og síðan á Hjúkrunar-
og dvalarheimilið á Kumb-
aravogi. Ingibjörg tók mikinn
þátt í félagsmálum innan sveit-
ar og utan. Hún starfaði í
Kvenfélaginu í sveitinni, Sam-
bandi borgfirskra kvenna og
Kvenfélagasambandi Íslands,
einnig sat hún í hreppsnefnd.
Hjónin í Fljótstungu voru fyrst
og síðast bændur. Þau bjuggu
bæði með sauðfé og kýr til
1977, eftir það eingöngu með
kindur. Árið 1970 byrjuðu þau
að taka á móti ferðamönnum í
bændagistingu, fyrst erlendum,
og voru þau meðal brautryðj-
enda í þeirri atvinnugrein. Enn
er rekin ferðaþjónusta í Fljóts-
tungu 44 árum síðar. Ingibjörg
gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir Ferðaþjón-
ustu bænda. Hún hafði mikið
yndi af tónlist og var organisti
og kórstjóri. Til er mikið safn
laga sem hún samdi. Einnig
þýddi hún bækur og smásögur
úr þýsku. Ingibjörg tók líka
saman bók um skáldskap borg-
firskra kvenna og ferðabækling
um alla bæi í Borgarfirði.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Reykholti í dag, 19. júlí
2014, kl. 10.30.
Brynjólfsdóttur og
búa þau á Selfossi.
Þau eiga 2 börn; a)
Unu Björgu, f.
1975, gifta Kjart-
ani Ólafssyni og
eiga þau 3 dætur,
Sólrúnu Svövu,
Sunnevu og Helgu
Björgu og b) Árna
Víði, f. 1979, kona
hans er Katya
Shults, hann á son-
inn Andra Liljar með fyrri
konu sinni, Guðrúnu Helgu Elv-
arsdóttur. Börn Ingibjargar og
Árna eru 1) Jónína Marta, f.
27. janúar 1959, gift Guðbirni
Sigvaldasyni, búsett í Mos-
fellsbæ. Þau eiga börnin a)
Silju Hlín, f. 1987, unnusta
hennar er Ana Acedo del Olmo
Godino, b) Gísla Frey, f. 1991 á
nýfæddan son með Heiðdísi
Björk Brandsdóttur. 2) Þor-
steinn, f. 16. mars 1966, kvænt-
ur Piu Hesselvig og eru þau
búsett í Danmörku. Börn
þeirra eru a) Jonas Þor-
steinsson Hesselvig, f. 1992, og
tvíburarnir f. 1994, b) Nanna
Þorsteinsdóttir Hesselvig og c)
„Ertu barnabarn Imbu í
Fljótstungu?“ Þetta er spurning
sem ég hef heyrt ósjaldan um
ævina og þegar ég svara játandi
get ég næstum því séð hvernig
ég vex í áliti hjá spyrlinum því
viðkomandi gengur út frá því að
ég hafi líka einhverja af mann-
kostum ömmu minnar. Þeir voru
margir; skáldagáfa, tónlistar-
hæfileikar, tungumálafærni,
gestrisni og síðast en ekki síst
seigla.
Hún var yngst af sjö systk-
inum en þrjár yngstu systurnar
voru, og eru enn, kallaðar „litlu
stelpurnar“ af þeim eldri. Hún
var í fyrsta hópnum sem útskrif-
aðist frá Menntaskólanum að
Laugarvatni og stundaði eftir
það nám í Norrænu við Háskóla
Íslands. Amma og Hjörtur afi
giftust 3. maí 1955, 14. maí sama
ár fæddist pabbi minn og 9. júlí
fórst afi minn í slysi ásamt
tengdaföður sínum, Bergþóri.
Amma hafði hætt háskólanámi til
að taka við ættaróðalinu í Hvít-
ársíðu ásamt nýja eiginmannin-
um en var nú 25 ára gömul ekkja
með nýfætt barn, aldraða móður
sem líka var nýorðin ekkja og bú-
skap sem þurfti að sinna. Hún
sagði mér seinna að það hefði
bjargað henni að afi dó í hey-
skapartíð svo að hún varð að
halda áfram að vinna og bjarga
heyi í hús. Ekki löngu seinna
kynntist hún Árna Þorsteinssyni
og þau giftust árið 1958. Hann
varð pabbi pabba og seinna afi
okkar systkinanna. Þau eignuð-
ust Nínu og Steina, sem voru
miklar hetjur og töffarar í aug-
um litlu frænku þeirra.
Amma í sveitinni var ekkert
eins og ömmur í barnabókum.
Hún var aldrei með svuntu og
lagði ekkert upp úr því að flétta
stelpukrakkann. Henni fannst
líka ekki gaman að prjóna þó að
hún kynni það alveg en hún
kenndi mér að yrkja ferskeytlu
rétt þegar ég var um það bil sjö
ára og margar stundir stóð ég við
hlið hennar við orgelið í stofunni
og söng af hjartans lyst meðan
hún lék undir. Hún bakaði þrum-
ara í risadunkum, bjó til heims-
ins bestu kindakæfu og skrifaði
greinar í Þjóðviljann. Bærinn
þeirra ömmu og afa var troðfull-
ur af bókum á ýmsum tungumál-
um og þær voru ekki til skrauts
heldur voru þær lesnar upp til
agna. Þegar ég var á framhalds-
skólaaldri vann ég á sumrin við
ferðaþjónustuna sem amma og
afi ráku í Fljótstungu. Það var
góður og lærdómsríkur tími,
amma og afi voru ótrúlega gest-
risin og höfðu ósvikinn áhuga á
að kynnast fólki af ýmsum þjóð-
ernum og ræða við það um allt
milli himins og jarðar. Það var
ekki óalgengt að gestirnir skrif-
uðu í gestabókina að eftir 2-3
vikna ferðalag um Ísland hefðu
þeir loksins talað almennilega við
Íslendinga og lært margt um ís-
lenska menningu og siði á einni
kvöldstund.
Elsku afi minn dó skyndilega
1997 og tveimur árum seinna seldi
amma systurdóttur sinni Fljóts-
tungu og flutti á Selfoss til að vera
nær pabba og Nínu. Heilsan var
ekki nógu góð síðustu árin en allt-
af ljómaði hún þegar langömmu-
börnin komu í heimsókn. Stelp-
urnar mínar sakna hennar sárt og
ég jafnvel enn meira. Hvíl í friði
elsku amma mín, ég er stolt af því
að vera barnabarn Imbu í Fljóts-
tungu.
Una Björg Hjartardóttir.
Í dag verður Ingibjörg lögð til
hinstu hvílu. Ég kynntist henni í
kringum aldamótin síðustu og
urðum við strax góðar vinkonur.
Ingibjörg tók alltaf vel á móti
mér þegar ég heimsótti hana. Við
áttum góðar samræður í róleg-
heitum um daginn og veginn.
Það var aldrei neinn asi á henni
Ingibjörgu, hún var ætíð mjög
yfirveguð og frá henni stafaði
hlýja. Í einu samtali okkar sagði
hún mér frá því þegar hún missti
bæði eiginmann sinn og föður
sama daginn. Eftir stóð Ingi-
björg með frumburð sinn nokk-
urra mánaða gamlan. Þessi saga
opnaði augu mín fyrir því hvað
hafði markað líf Ingibjargar og
gert hana svona sterka og yfir-
vegaða. Ég ímynda mér að þegar
það versta hefur komið fyrir
mann þá öðlist maður eins konar
ró og kvíði ekki framhaldinu.
Ingibjörg var bæði amma og
langamma og þótti mjög vænt
um afkomendur sína. Þegar
Andri Liljar sonur minn fæddist
bjuggum við mæðgin á Selfossi,
nánast í næstu götu við Ingi-
björgu og samgangur var mikill.
Andri Liljar naut þess að fara í
heimsókn til langömmu. Hún var
svo góð við hann og hafði greini-
lega mjög gaman af því að fylgj-
ast með honum vaxa og dafna.
Með Ingibjörgu bjó hundurinn
Spori sem hafði fylgt Ingibjörgu
úr Fljótstungu. Mikill vinskapur
var á milli þeirra og fannst mér
mjög sorglegt þegar hann kvaddi
nokkrum árum á undan hús-
freyju sinni. Andra Liljari þótti
líka vænt um Spora og tóku þau
Ingibjörg alltaf vel á móti okkur í
sameiningu. Ingibjörg var svona
amma sem vildi dekra við börnin
með alls konar góðgæti. Hún átti
ætíð einhver sætindi til að gauka
að Andra Liljari og fannst hon-
um það hreint ekki leiðinlegt. Ég
er mjög þakklát fyrir það að son-
ur minn hafi fengið að kynnast
langömmu sinni og mun ég gera
mitt besta til að halda minning-
unni um Ingibjörgu á lífi í hans
huga. Einnig er ég mjög þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
Ingibjörgu og hafa þannig eign-
ast eins konar auka ömmu. Við
mæðgin munum sakna hennar
ætíð en við getum glaðst með
henni því hún er komin á góðan
stað og hefur náð endurfundum
við ástvini sína.
Rætur Ingibjargar lágu í
Fljótstungu í Hvítársíðu og
leyndi það sér ekki að hún var
sveitakona sem hafði eiginlega
óvart lent í kaupstað. Við mæðg-
in kveðjum Ingibjörgu lang-
ömmu með nokkrum erindum úr
ljóði sem minnir á hana. Takk
fyrir allar góðu stundirnar.
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Vor héraðsprýði horfin er:
öll heiðríkjan, sem fylgdi þér.
Og allt er grárra en áður var
og opnar vakir hér og þar.
Þér kær var þessi bændabyggð,
þú bast við hana ævitryggð.
Til árs og friðar – ekki í stríð –
á undan gekkstu í háa tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þín,
Helga og Andri Liljar.
Tíminn líður. Kynslóðir koma
og fara. Um miðja síðustu öld,
eða vorið 1952, héldum við und-
irritaðir ásamt þremur bekkjar-
félögum okkar, þeim Ingibjörgu
Bergþórsdóttur, Elísi Guðnasyni
og Teiti Benediktssyni, frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni til
Reykjavíkur til þess að þreyta
stúdentspróf við Menntaskólann
í Reykjavík. Okkur hafði verið
kennt undir væntanlegt stúd-
entspróf af kennurum héraðs-
skólans vegna þess að skólastjóri
hans, Bjarni Bjarnason, hafði
forystu fyrir því að stofnaður
yrði menntaskóli í sveit á Laug-
arvatni. Við urðum sjálf að
bjarga okkur með húsnæði og
viðurværi en höfðum aðgang að
einni skólastofu í Samvinnuskól-
anum hjá Jónasi Jónssyni og gát-
um hist þar og ráðið ráðum okk-
ar. Í munnlegu prófunum vorum
við alltaf seinust sem utanskóla-
nemendur og komum við stund-
um upp til prófs seint að kvöldi.
Okkur sexmenningunum tókst
að ná stúdentsprófinu, jafnvel
sumum okkar með ágætum. Út-
skrift stúdentsprófsins fór síðan
fram þann 16. júní. Þar töluðu
ýmsir og þar á meðal Ásgeir Ás-
geirsson sem þá var að bjóða sig
fram til forseta en hann átti þá
40 ára stúdentsafmæli. Fljótlega
fórum við til Laugarvatns og
fengum þar góðar móttökur.
Bjarni skólastjóri bauð okkur í
ferðalag um Suðurland eins langt
austur og þjóðvegur leyfði á
þeim tíma og gistum við á
Kirkjubæjarklaustri. Daginn eft-
ir fór Bjarni skólastjóri með okk-
ur til Reykjavíkur með viðkomu
hjá skáldinu á Gljúfrasteini. Þar
með skildum við, þessir sex
bekkjarfélagar, við gamla skól-
ann á Laugarvatni þar sem
stofnaður var menntaskóli árið
eftir.
En nú erum við þrír eftir þess-
ara sexmenninga. Elís og Teitur
kvöddu þennan heim fyrir nokkr-
um árum og nú er eina stúlkan í
hópnum, Ingibjörg Bergþórs-
dóttir, farin til ljóssins heima.
Við þrír sem eftir erum hérna
megin landamæranna kveðjum
hana nú með þakklæti fyrir göm-
ul kynni og samvinnu. Hún var
alltaf kurteis og þægileg, mjög
vel að sér í bókmenntum og okk-
ur strákunum á allan hátt góður
félagi í krefjandi verki. En ekk-
ert fær stöðvað tímans rás.
Gamla öldin er horfin og ný tekin
við. Megi Ingibjörg Bergþórs-
dóttir eiga góða daga á eilífðar-
landinu.
Ásgeir Svanbergsson,
Einar Þór Þorsteinsson,
Erling Snævar Tómasson.
Ingibjörg
Bergþórsdóttir
✝ Gísli HólmJónsson fædd-
ist 12. desember
1920 að Miðhúsum í
Óslandshlíð í
Skagafirði. Hann
lést 12. júlí 2014.
Gísli var yngsta
barn hjónanna Sig-
ríðar Jónsdóttur
frá Bakka í Svarf-
aðardal og Jóns
Pálssonar f. á
Syðsta-Hóli í Fellshreppi. Fjöl-
skyldan flutti, um fimmtán árum
síðar, að Brimnesi í Ólafsfirði.
Systkini Gísla voru Ásta, Har-
aldur og Ari, en þau eru öll látin.
Gísli stofnaði heimili 1944 í
Ólafsfirði með konu sinni, Ragn-
heiði Bergmundsdóttur frá
Látrum í Aðalvík. Gísli og Ragn-
heiður eignuðust átta börn, elst
er Ester þá Haraldur, Ágústa,
Margrét, andvana fædd stúlka,
Sigríður, Páll og Inga Fríða.
Barnabörnin urðu tuttugu og
tvö og barnabarnabörnin eru
orðin þrjátíu og sex, auk þess
sem í fimmta ættlið eru komin
fimm langalanga-
langafabörn.
Árið 1953 fluttu
Gísli og Ragna til
Reykjavíkur og var
hann fyrst til sjós
en síðar verkstjóri í
fiskvinnslu Jóns
Halldórssonar.
Fjölskyldan flutti
svo til Grindavíkur
1962, þar sem Gísli
vann sem verkstjóri
í saltfiskverkun Sævíkur og síð-
ar við smíðar í Trésmiðjunni
Karmi en bæði fyrirtækin setti
hann á stofn ásamt vinum sín-
um. Um hríð gerði hann út litla
trillu á grásleppuveiðar og vann
einnig við sláturhús Kaupfélags
Suðurnesja í nokkur ár. Síðustu
starfsár sín vann hann við fisk-
vinnslu í Gullvík ehf. hjá dóttur
sinni og tengdasyni. Um árabil
gegndi Gísli trúnaðarstörfum
fyrir Verkalýðsfélag Grindavík-
ur sem gjaldkeri.
Útför Gísla fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 19. júlí
2014, kl. 13.
Þá hefur hann fengið hvíldina
heiðursmaðurinn og trúlega elsti
Grindvíkingurinn, Gísli Hólm
Jónsson, 93 ára að aldri. Kynni
okkar hófust er elsta dóttir hans
og ég hófum að skjóta okkur
hvort í öðru. Við urðum vinir frá
fyrstu stundu. Ógleymanlegar
eru mér margar heimsóknir
okkar Esterar til hans á Dval-
arheimilið Víðihlíð í Grindavík,
en þar bjó hann síðustu árin. Þá
fræddi hann mig m.a. um sjó-
sókn og búskaparhætti fyrri ára
á þann hátt að unun var á að
hlýða – inn á milli var svo slegið
á létta strengi og ef kvenfólk
barst í tal brá oftar en ekki fyrir
bliki í auga og brosi á brá hjá
gamla sjarmatröllinu. Fyrir góð-
ar stundir og sanna vináttu er
hér með þakkað frá rótum hjart-
ans hans Kjartans. Mætar minn-
ingar lifa. Góðs manns er gott að
minnast.
Stórfjölskyldunni sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kjartan Trausti Sigurðsson.
Tengdafaðir minn, Gísli Hólm
Jónsson, er látinn í hárri elli,
mikil kempa að velli lögð.
Fyrsta skiptið sem leiðir okk-
ar lágu saman var sumarið 1954.
Ég var þá vélstjóri á mb. Kára
Sölmundarsyni en báturinn var
tilbúinn til síldveiða og lá í
Reykjavíkurhöfn.
Koma þurfti gömlu slitnu „Al-
len“ vélinni í gang en ekki þurfti
að reyna gangsetningu án snafs
af eter og hvergi sá ég eter-
glasið. Utan á Kára lá mb. Skúli
fógeti og sá ég mann þar um
borð sem ég spurði hvort ætti
eter, já hann átti það og þar var
kominn Gísli.
Um 10 árum seinna hittumst
við Gísli aftur, hann hafði þá
flust með fjölskylduna til
Grindavíkur til að taka þátt í
rekstri saltfiskvinnslu með
nokkrum vinum sínum. En
þarna var hann farinn að byggja
hús og hafði stofnað trésmíða-
fyrirtækið Karm hf. með enn
öðrum vinum sínum. Ég var
byrjaður í útgerð, vantaði hús-
næði og ræddum við þarna sam-
an um hríð. Líklega hef ég nú
verið tvöfaldur í roðinu því ég
vissi að hann átti gullfallegar
dætur og hef því viljað koma
mér vel við karlinn. Fáum miss-
erum seinna var ég orðinn
tengdasonur hans, mesta happ
sem mig hefur hent á lífsleiðinni.
Þegar við Gústa mín fórum að
vinna fisk í salt réðst Gísli til
okkar sem verkstjóri. Fyrsta
veturinn höfðum við ekki flatn-
ingsvél en við höfðum Gísla,
hann vann hjá okkur þar til
hann hætti störfum fyrir aldurs
sakir. Ég tek mér í munn orð
skáldsins og segi um Gísla:
„betri þótti mér handtök hans
heldur en nokkurs annars
manns“.
Mér þótti afar vænt um
tengdaforeldra mína, Gísla og
Rögnu, og það var ómetanlegt
að fá að vera í stóru samhentu
fjölskyldunni þeirra.
Ég kveð nú vin minn, Gísla
Hólm Jónsson, veit að við mun-
um hittast í Sumarlandinu þegar
þar að kemur og þá verða fagn-
aðarfundir.
Hafsteinn Sæmundsson.
Fallinn er frá gamall og góður
vinur til margra áratuga, Gísli
Hólm.
Margt höfum við brallað sam-
an gegnum tíðina, enda gat Gísli
aldrei iðjulaus verið. Hann átti
lengi kindur með okkur í Vík, við
vorum í samfloti í kartöflurækt
og hann stjórnaði því að við fór-
um að reykja kjöt saman sem
við njótum góðs af í dag. Farið
var í margar veiðiferðir, sumar
fengsælar, t.d. í Veiðivötn. Alltaf
var glatt á hjalla.
Það góða við Gísla vin okkar
var að sama hvort vel veiddist
eða ekki var hann alltaf sami
húmoristinn sem okkur fannst
gott að vera samvistum við. En
ekki líkaði honum ef illa smal-
aðist. Við munum ætíð minnast
Gísla Hólm með hlýhug. Blessuð
sé minning hans.
Guðjón og Viktoría.
Gísli Hólm Jónsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KOLBRÚNAR ÁRMANNSDÓTTUR
frá Tindum,
Neskaupstað,
Funalind 7,
Kópavogi,
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 26. júní.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Karítas
og starfsfólki bráða- og lyflækningadeildar Landspítalans í
Fossvogi fyrir alúð og ómetanlega umönnun.
Hallveig Hilmarsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson,
Birna Hilmarsdóttir, Gústaf Samir Hasan,
Tómas Hilmarsson, Valgerður Halldórsdóttir.