Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 „Sæla, unaðslega bernskutíð sem aldrei kemur aftur! Hvernig gæti maður annað en þótt vænt um og hlúð að minningum frá þeim tíma? Þær lýsa upp og lyfta andanum og eru upp- spretta allra minna sælustu ánægjustunda.“ (Bernska, bls. 91) Þannig fjallar hinn einlægi og opinskái sögumaður víðfrægrar fyrstu skáldsögu rússneska skáldjöfursins Levs Tolstojs (1828-1910), Bernsku, um minningarnar sem bókin snýst um og hann miðlar á ein- staklega tæran, opinskáan og hrífandi hátt. Sagan hefst þremur dögum eftir tíu ára afmæli sögumannsins, drengsins Nikolaj, en frá- sögnin byggist að miklu leyti á uppvexti Tolstojs sjálfs, sem ólst upp við mikið ríki- dæmi og bar greifatign. Tolstoj kom á sínum tíma fram á ritvöllinn rétt rúmlega tvítugur með þríleik um uppvöxtinn, Bernsku, Æsku og Manndómsár, og vöktu bækurnar þegar athygli. Þýðing Áslaugar Agn- arssonar á fyrsta hlutanum, Bernsku, kom fyrst út árið 2009 en nú hefur bókaútgáfan Ugla endur- útgefið hana og ennfremur annan hluta þríleiksins, Æsku. Lokahlutinn er væntanlegur og geta lesendur lát- ið sig hlakka til því hér um einstætt verk að ræða, í glæsilegri, ljóðrænni og litríkri þýðingu Áslaugar, sem leikur sér með tungumálið og kinkar til að mynda kolli til annars slyngs þýðanda, Hannesar Sigfússonar skálds, sem sendi frá sér ljóðabókina Lágt muldur þrumunnar. Þannig er þrumuveðri lýst í Æsku: „Annað slagið leiftrar elding í fjarska og svo heyrist lágt muldur þrumunnar …“ (17) Öll er sagan sögð af mikilli næmni og af viðkvæmnislegri og ferskri skynjun á heiminum og fólkinu sem gengur inn og út úr söguheimi drengsins og síðar unglingsins. Þannig hljómar lýsing höfund- arins á upplifun drengsins á veiði- ferð, snilldarlega yfirfærð á íslensku: „Raddir vinnuhjúanna, hófatak hest- anna og hávaðinn í vögnunum, glað- vært kvak kornhænanna, suðið í mýinu sem flögraði í kyrrstæðri þvögu í loftinu, lyktin af malurt, heyi og svita hestanna, þúsund mis- munandi litir og skuggar sem brennandi sólin lét flæða yfir ljósgulan akurinn, blámi fjar- lægs skógar og ljósfjólublá ský, hvítir þræðir kónguló- arvefja sem svifu í loftinu eða hvíldu á stubbum kornstönglanna – allt þetta sá ég, heyrði og fann.“ (Bernska, bls. 48) Bernsku sögumanns lýkur við dauða móð- urinnar og í Æsku leggur hann upp í langferð, kveður sveitasetrið og heldur til Moskvu þar sem faðurinn kemur sér fyrir með börnin hjá móðurömmu þeirra og spilar fjárhættuspil meðan börnin laga sig að siðum stór- borgarinnar og halda áfram námi, umkringd þjónustufólki og öðru aðalsfólki sem hefur lítið við að vera annað en stunda samkvæm- islífið af kappi. Öllu þessu er lýst af sama opna og bjarta huganum, og lesandinn öðlast um leið skilning á lífi rússneskrar yfirstéttar sem hvarf skömmu síðar af sjónarsviðinu, við rússnesku byltinguna, en nýjar til- finningar vakna og hrærast innan með unga manninum sem við lok bókar hefur eignast vin og þeir ræða um „framtíðina, um listir, embætt- isstörf, hjónaband og barnauppeldi og það hvaflaði aldrei að okkur að það sem við ræddum væri argasta vitleysa. Það hvarflaði ekki að okkur vegna þess að vitleysan sem við lét- um okkur um munn fara var hugvits- samleg og ánægjuleg vitleysa og þegar maður er ungur ber maður virðingu fyrir hugviti og trúir á það.“ (152) Manndómsárin bíða. Skáldjöfurinn Bernska og Æska voru fyrstu skáldsögur Levs Tolstojs. Þúsund mis- munandi litir og skuggar Skáldsögur Bernska og Æska bbbbb Tvær skáldsögur eftir Lev Tolstoj. Áslaug Agnarsdóttir þýddi. Ugla, 2014. Kiljur. Bernska: 199 bls. Æska: 157 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Í gær sendi Sóley Stefánsdóttir, betur þekkt sem Sóley, frá sér stuttskífuna Kómantik og er hún gefin út af þýsku útgáfunni Morr Music líkt og fyrri plötur hennar. Á Krómantik er að finna átta píanó- verk sem mörg hver voru upp- runalega samin fyrir önnur verk- efni eða hafa komið fram sem styttri píanókaflar í öðrum tón- verkum sem Sóley hefur komið að. Til að fagna útgáfunni mun Sóley, ásamt hljómsveit sinni, koma fram á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2 hinn 31. júlí næstkomandi. Stuttskífa og útgáfufagnaður Sóleyjar Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Skífa Átta píanóverk eru á plötunni. Apinn stórgreindi, Caesar, leiðir örstækkandi hóp erfðafræðilega þróaðra apa. Þeim stafar ógn af eftirlifendum úr röðum manna sem stóðu af sér skelfilegan vírus sem breiddi úr sér um allan heim áratug fyrr. Metacritic 79/100 IMDB 8.6/10 Smárabíó 14:00 3D, 14:00 3D (LÚX), 17:00 3D , 17:00 3D (LÚX), 20:00 3D, 20:00 3D (LÚX), 22:15 3D, 22:45 3D (LÚX) Laugarásbíó 14:00 3D, 17:00 3D, 20:00 3D, 22:15 3D (POW) Háskólabíó 15:00 3D, 17:15 3D, 21:00 3D Sambíóin Egilshöll 17:20 3D, 20:00 3D, 22:40 3D Sambíóin Keflavík 17:20, 20:00 3D, 22:40 3D Borgarbíó Akureyri 17:40 3D, 20:00 3D, 22:20 3D Dawn of the planet of the apes 12 Hrollvekja um ungt par sem reynir að lifa af á göt- unni. Bíllinn þeirra bilar í þann mund sem árleg hreinsun hefst og þau eiga ekki von á góðu. Smárabíó 20:00, 22:20 Háskólabíó 22:10 Borgarbíó Akureyri 20:00 Laugarásbíó 20:00, 22:40 The Purge: Anarchy 16 Metacritic 39/100 IMDB 4.6/10 Sambíóin Álfabakka 13:30, 15:40, 17:50, 20:00, 22:10 Śambíóin Egilshöll 15:00, 17:50, 20:00, 22:25 Sambíóin Kringlunni 15:40, 17:50, 20:00 Sambíóin Akureyri 20:15 Sambíóin Keflavík 22:20 Tammy 12 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Deliver Us from Evil16 Hrollvekja sem segir frá lög- reglumanninum Ralph Sarc- hie sem hefur fengið sinn skerf af óhugnaði á myrkum strætum Bronx í New York. Metacritic 41/100 IMDB 6.6/10 Smárabíó 20:00, 22:45 Borgarbíó Akureyri 22:20 Háskólabíó 22:40 Chef Metacritic 68/100 IMDB 7.8/10 Sambíóin Álfabakka 15:00 (VIP), 15:30, 17:30 (VIP), 17:50, 20:00, 20:00 (VIP), 22:30, 22:30 (VIP) Sambíóin Kringlunni 17:30, 20:00, 22:30 Sambíóin Akureyri 20:00, 22:20 Sambíóin Keflavík 20:00 Earth to Echo Kvikmynd í anda hinnar sígildu E.T. eftir Steven Spielberg. Myndin segir frá þremur drengjum sem fá dularfull skilaboð. Metacritic 52/100 IMDB 5.9/10 Smárabíó 15:40, 17:45 Transformers: Age of Extinction Age of Extinction hefst fjór- um árum eftir atburðina og uppgjörið í síðustu mynd, Dark of the Moon. Mark Wa- hlberg fer með hlutverk ein- stæðs föður sem dag einn kaupir gamlan trukk eða sjálfan Optimus Prime. Metacritic 32/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Álfabakka 14:00 3D, 17:15 3D, 20:30 3D Sambíóin Egilshöll 14:30 3D, 16:40, 20:00 3D, 22:10 Sambíóin Kringlunni 15:00, 18:15 3D, 21:30 3D Sambíóin Akureyri 14:30, 17:00 3D Sabotage 16 Sabotage er nýjasta mynd leikstjórans og handrits- höfundarins David Ayer sem sendi frá sér hina mögnuðu mynd End of Watch. Mbl. bbnnn Metacritic 42/100 IMDB 6.2/10 Sambíóin Álfabakka 20:10, 22:30 Sambíóin Egilshöll 20:00 Sambíóin Akureyri 22:20 Cuban Fury Þeir Nick Frost og Chris O’Dowd fara á kostum sem ólíklegustu salsakóngar í heimi. Mbl. bbnnn Metacritic 52/100 IMDB 6.3/10 Sambíóin Álfabakka 20:00, 22:10 Sambíóin Akureyri 20:15 The Salvation 16 The Salvation er vestri með Mads Mikkelsen, sem sló síðast rækilega í gegn hér- lendis í kvikmyndinni Jagten, og Evu Green í aðal- hlutverkum. Myndin þykir sverja sig í ætt við hefð- bundna vestrahefð með svolítið skandinavískum snúningi. Mbl.bbbnn Metacritic 60/100 IMDB 7.5/10 Háskólabíó 20:00 Vonarstræti 12 Mbl. bbbbm IMDB 8,5/10 Smárabíó 17:00 Háskólabíó 17:20, 20:00 Tarzan IMDB 4.7/10 Sambíóin Álfabakka 13:30, 15:40, 17:50 Sambíóin Egilshöll 14:30, 15:40, 17:50 Sambíóin Kringlunni 15:20 Sambíóin Akureyri 14:30, 17:50 Sambíóin Keflavík 15:40, 17:50 Edge of Tomorrow 12 Hermaður ferðast um tíma og rúm í stríði við geimverur. Mbl. bbbbn Metacritic 71/100 IMDB 8,2/10 Sambíóin Kringlunni 22:10 Monica Z Mbl.bbbbn IMDB 7.1/10 Bíó Paradís 20:00 22 Jump Street Eftir að hafa þraukað tvisvar sinnum í gegnum mennta- skóla bregða lögregluþjón- arnir Schmidt og Jenko sér í dulargervi í háskóla. Mbl. bbbmn Metacritic 71/100 IMDB 8,0/10 Laugarásbíó 17:00, 20:00 Smárabíó 22:35 Háskólabíó 22:40 Borgarbíó Akureyri 17:40 Að temja dreka sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 14:00 Smárabíó 13:00, 15:15, 17:30 Háskólabíó 15:00, 17:45 Borgarbíó Akureyri 15:40 The Fault in Our Stars Mbl. bbbnn Metacritic 69/100 IMDB 8.4/10 Háskólabíó 20:00 Welcome to New York 16 Mbl. bbbnn Metacritic 68/100 IMDB 5.1/10 Bíó Paradís 17:30 A Million Ways to Die in the West 16 Mbl.bbmnn Metacritic 45/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 22:20 Maleficent Sögumaður segir frá sögu valdamikillar álfkonu sem lifir í mýri skammt frá landa- mærum konungsríkis manna. Metacritic 56/100 IMDB 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 13:30, 15:40, 17:50 Gnarr IMDB 7.5/10 Bíó Paradís 22:00 101 Reykjavík IMDB 6.9/10 Bíó Paradís 20:00 Andri og Edda Bíó Paradís 16:00 Antboy IMDB 5.6/10 Bíó Paradís 15:50 Supernova IMDB 6.2/10 Bíó Paradís 17:50 Man vs. Trash Bíó Paradís 20:00 Before you know it Metacritic 68/100 IMDB 7.1/10 Bíó Paradís 22:00 Short Term 12 12 Metacritic 82/100 IMDB 8.1/10 Bíó Paradís 22:10 Jónsi og riddarareglan IMDB 6.0/10 Sambíóin Álfabakka 13:30 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.