Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
George Foreman
HEILSUGRILLIN
Útsölustaðir:
Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO ,
Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri,
Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag
Skagfirðinga og Johann Rönning,
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Aðrir munu taka eftir þér í dag þann-
ig að ráðlegt er að gefa gaum að útlitinu.
Líttu til þess sem vel hefur gengið og er þér
og þínum til skemmtunar.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur byrinn með þér til að klára
þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Not-
aðu tækifærið til að rifja upp gamlar minn-
ingar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að standa á rétti þínum en
gæta þess um leið að gera ekki meira úr
hlutunum en nauðsyn krefur. Reyndu að ná
jafnvægi milli þess sem þú vonar og hvað
getur í raun gerst.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Með því að leggja þig allan fram get-
ur þú sigrast á þeim erfiðleikum, sem blasa
við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Til þín kann að verða leitað um forustu
fyrir ákveðnum hópi. Ekki reyna að réttlæta
langanir þínar – löngunin er eina ástæðan
sem þú þarft.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Stuttar ferðir, fundir og samtöl þýða
að þú hefur nóg að gera. Mundu að öllu
gamni fylgir nokkur alvara. Hugsaðu þig
vandlega um áður en þú velur fjárfesting-
arkost.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur safnað að þér upplýsingum og
getur nú farið að vinna úr þeim. En smávegis
mannalæti eru góð og gild til þess að þagga
niður efasemdaraddir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það getur verið kúnst að græða
sem mest á samstarfi við aðra. Farsælast er
að finna henni jákvæðan farveg og hefjast
svo handa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert óhrædd/ur við að láta
skoðanir þínar í ljós í dag. Hlutir eru jafn mik-
ilvægir og þú leyfir þeim að vera.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að forðast að eyða of
miklum peningum þegar fjárútlát eru annars
vegar. Hugsaðu málið í dag. En þú mátt ekki
skella skollaeyrum við gagnrýni, heldur átt
þú að skoða hana vandlega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur einbeitt þér um of að
andlegri líðan þinni og um leið vanrækt lík-
ama þinn. Gleðstu yfir unnu afreki þínu og
settu þér ótrauður nýtt takmark.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Farðu varlega í öllum fjárfestingum og
gættu þess sérstaklega að taka enga
áhættu. Gættu þess að ofmetnast ekki og
taktu gagnrýni vel.
Fyrir viku var gátan eftir Pál íHlíð:
Hákarl þetta heiti ber
og hafís líka, trúðu mér,
latínu sá lesa kann,
á ljósum hesti nafnið fann.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Grána heitið hákarl ber,
hafís líka virðist mér.
Grámunkurinn grandvar er
Grána lætur hjálpa sér.
Þessi er ráðning Guðmundar
Arnfinnssonar:
Gráni heitir hákarlinn,.
hafísjaki nafnið ber,
latínugráni lúsiðinn,
og ljós hann Gráni fákur er.
Og Helgi R. Einarsson sendi
þetta skemmtilega bréf:
„Ég var úti í Bíldsey á Breiðafirði
í fjárragi á laugardaginn
og notaði þar útilokunar-
aðferðina við ráðningu gátunnar.
Ekki skyr- og ekki gler-,
ekki Jökull Máni,
ekki séra Óliver,
en e.t.v. hann Gráni.
Eftir rúning fengum við okkur
kaffisopa en þá þurfti ein krían að
bragðbæta það.
Varð þá til þessi limra:
Hörundið sólin hitaði
og hafflötinn fallega litaði,
eftir kindunum stukkum
og kaffið svo drukkum
með dásemd sem kría ein dritaði.
Með kaffinu fengum við rúg-
brauð með kæfu og varð þá til þessi
vísnagáta:
Með tækninni má taktinn fá,
tilvalið í kæfu,
fara í hann sem fljúgast á,
firrir brjóstið gæfu.“
Og ég minni á, að lausn verður að
berast ekki síðar en á miðvikudag,
– og vitanalega er vel þegið, ef
vísnagáta fylgir í kaupbæti!
Það hefur verið rysjótt tíð eins og
löngum. Jón Þorsteinsson á Arn-
arvatni orti:
Það er nú svona sitt á hvað:
Sólskin er öðrumegin
en nepjustælingur norðan að.
- Nú verð ég miðlun feginn.
Hulda orti:
Oft mig dreymir ást og vor,
einskis þá ég sakna,
en mig skortir einatt þor
aftur til að vakna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Af latínugrána, veðurfari
og húsgöngum
Í klípu
„ÞVÍLÍKT DUSILMENNI! HANN VAR
AÐ SAKA OKKUR UM AÐ REYNA AÐ
KAFSIGLA FYRIRTÆKINU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ ER LANGT ÞANGAÐ TIL SNÁKURINN
KEMUR UPP ÚR HATTINUM?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara saman í
göngutúr í rigningunni.
HRÓLFUR! ÉG HÉLT
AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ
HERTAKA ENGLAND
Í DAG!
ÉG SKIPTI UM
SKOÐUN.
ÉG ÆTLA
AÐ HERTAKA
RÚMIÐ MITT Í
STAÐINN.
VÁ! HVAÐ ÉG ER
FLOTTUR Í DAG!
Ó!
BÍDDU ...
ÉG GLEYMDI VÍST BARA AÐ
FJARLÆGJA HERÐATRÉÐ!
OG ÆTLAR AÐ
HAFA ÞAÐ ÞARNA
ÁFRAM, EKKI
SATT?
Víkverji hefur frá því að hann varsautján ára og fékk ökuréttindi
verið bílakall. Ekki þannig að hann
viti eitthvað um bíla, hvernig beri að
hugsa um og gera við þá ef eitthvað
bilar. Nei, hann hefur síðan þá reitt
sig á einkabílinn til að komast á milli
staða og líkað það vel. Aldrei hefur
hvarflað að honum að kvarta yfir
eldsneytisverði eða kostnaði við
rekstur bíla sinna og eru samt fimm-
tán ár liðin frá því að hann ók lög-
lega bifreið í fyrsta skipti.
x x x
Í vor ákvað Víkverji að endurnýjabifreið sína og seldi því skrjóðinn.
En í stað þess að fara strax á bílasöl-
ur borgarinnar gerði hann hugmynd
stærðfræðingsins Pawels Bartoszek
að sinni og ákvað að taka upp bíl-
lausan lífsstíl fram að vetri. Og þrátt
fyrir nokkuð hryssingslegt veðurfar
það sem af er sumri hefur hinn nýi
lífsstíll að langmestu leyti verið upp-
spretta ánægju. Þannig eru stræt-
isvagnar furðu stundvísir og gamli
hjólhesturinn sem keyptur var kem-
ur Víkverja á milli borgarhluta án
nokkurra vandkvæða. Meira að
segja þessi pistill var að mestum
hluta skrifaður á spjaldtölvu í
strætisvagni.
x x x
Eftir að hafa bölsótast yfir umferð-armenningu Íslendinga úr bíl-
stjórasætinu í mörg ár er ánægju-
legt að greina frá því að sama
menning lítur mun betur út af reið-
hjólahnakknum. Eins er gaman að fá
tækifæri til hrósa íslenskum öku-
mönnum fyrir greiðvikni í garð
hinna hjólandi. Alls staðar er stopp-
að, vikið frá og leið hjólreiðamanna
greidd. Það er aldeilis plús í kladd-
ann.
x x x
Að endingu vill Víkverji hrósaReiðhjólaverzluninni Berlín en
eigendur hennar hafa einsett sér að
bæta hjólreiðamenningu Íslendinga.
Þeir upphefja hjólhestinn sem sam-
göngutæki, hvort sem er á skrifstof-
una, kaffihúsið eða leikhúsið, en ekki
eingöngu æfingatæki. Einnig að
óþarfi sé að láta tískuna víkja fyrir
hjólinu og klæða sig í íþróttaföt
vegna þess eins að setið er á reið-
hjólahnakki. víkverji@mbl.is
Víkverji
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis,
þá mun allt þetta veitast yður að auki.
(Matteusarguðspjall 6:33)