Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 36

Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Yfirumsjón með viðhaldi HB Grandi óskar eftir að ráða vanan mann til að hafa yfirumsjón með viðhaldi á Baader- vélum fyrirtækisins í Norðurgarði. Viðgerðarmaður HB Grandi óskar eftir að ráða mann til viðgerða á fiskvinnslubúnaði í Norðurgarði Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson í síma 858 1054 og sigurður@hbgrandi.is Grafískur hönnuður Við leitum að grafískum hönnuði í krefjandi og spennandi umhverfi. Hönnuðurinn þarf að vinna auglýsingaefni fyrir prent- og vefmiðla, taka þátt í hugmyndavinnu í góðum hópi skapandi folks og sýna frumkvæði. Hæfniskröfur: • 3-5 ára starfsreynsla æskileg • Mjög góð kunnátta á Photoshop, Illustrator & Indesign • Kunnátta á After Effects kostur • Góð þekking til samfélagsmiðla er æskileg Umsóknir skulu sendast rafrænt á 23@23.is eða með pósti til 23. ehf., Nethyl 2A, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Ágústi í síma 615 6056 – Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí. Reynslubolti óskar eftir starfi í eftirtöldum greinum s.s. húsamíði (er lærður húsasmiður), fasteignasölu (með reynslu í ráðgjöf) eða bifreiðasölu (er löggiltur bifreiðasali). Er laus um miðjan september. Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is merkt ,,R-25695”. Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður umsjónarkennara með 1. bekk og kennarastaða í hönnun og smíði Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklings- miðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald skólastjóra, birgir@sunnulaek.is, eða Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, 800 Selfossi. Skólastjóri. Elsku pabbi minn lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði þriðjudaginn 1. júlí. Ég minnist pabba með mikilli sorg og gríð- arlegum söknuði. Faðir minn var einstakur kar- akter sem gaman var að umgang- ast. Pabbi hafði að geyma alveg einstakan innri mann. Kostir pabba voru margir en það sem stendur upp úr er þrjóskan og hreinskilnin sem ávallt fylgdu honum. Hreinni og beinni mann er ómögulegt að finna og kom hann ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Pabbi verður seint sakaður um að hafa legið á skoðunum sínum og hafði hann yf- irleitt sterkar skoðanir á hlutun- um. Enski boltinn hefur átt stóran sess í lífi okkar alla tíð. Ég var ekki orðinn hár í loftinu þegar vin- ir mínir vildu helst eyða laugar- dögunum heima í stofu að horfa á boltann, því að pabbi lifði sig svo einstaklega vel inn í leikina að hann sat öskrandi og veinandi á sjónvarpið að segja mönnum til. Þegar ég horfi til baka finnst mér alveg einstakt hve sterk og djúp áhrif pabbi hefur haft á minn innri mann, miðað við tímann sem hann eyddi úti á sjó á uppeldis- árum mínum. Það tók mig mörg ár að læra að meta fórnina sem hann færði fyrir okkur á mínum yngri árum þegar hann var svona mikið frá okkur en í dag lít ég á pabba sem hetju fyrir allt sem hann lagði á sig. Pabba tókst að koma öllum sínum áhugamálum í höfuðið á mér, og á ég honum þar mikið að þakka. Fimm ára gamall var ég mættur á fótboltaæfingar og þess á milli var golfkylfan límd við höndina, enda á ég honum all- an minn árangur að þakka. Það var aldrei til í hans huga að taka þátt í einhverju til að vera með, maður skyldi mæta til að sigra, annað væri ekki í boði. Golfáhugi okkar feðga var alltaf mikill og spiluðum við mikið saman en það breyttist nú í seinni tíð. Áhugi hans á golfi breyttist í áhuga á mótorhjólum og grilli. Ef hann var ekki að hjóla var hann að bóna, og gerðum við fjölskyldan mikið grín að þessari áráttu hans. En það breytti víst litlu. En þegar á botninn er hvolft stendur áhugi pabba á „webbanum“ upp úr, hon- um þótti fátt skemmtilegra en að grilla góðan mat. Pabbi var alltaf hrókur alls fagnaðar í matarboð- um og kom öllum í gott skap á stuttum tíma. Áhugi hans fyrir grillinu var einstakur, svo mikill var hann að hann þræddi ekki bara matarbækur daginn út og daginn inn heldur líka matar- blogg. Á endanum kom hann svo grillbakteríunni yfir til mín. Ég gleymi því seint þegar við fórum í Bauhaus að skoða grill fyrir mig því þar var nú lítið skoðað, hann var löngu búinn að ákveða hvaða grill ég skyldi kaupa og við því var ekkert að segja. Sverrir Halldórsson ✝ Sverrir Hall-dórsson fædd- ist 15. október 1958. Hann lést 1. júlí 2014. Útför Sverris fór fram 12. júlí 2014. Elsku besti pabbi, söknuðurinn er gríðarlegur og tíminn fram undan er erfiður. Að skrifa þér kveðjuorðin, 27 ára gamall, er eitt- hvað svo óraunveru- legt. Með vonar- neista ég hugsa um þig og með bjart- sýni að vopni ég horfi á þig. Guð geymi þig elsku pabbi, ég elska þig. Þinn sonur, Birkir Halldór Sverrisson. Örlög manna eru misjöfn. Sumum auðnast að komast að mestu leyti áfallalaust í gegnum lífið á meðan aðrir verða fyrir þungum áföllum. Elsku Sverrir, heldur finnst mér kveðjustundin hafa komið snemma. Þín verður sárt saknað. Þú varst alltaf höfuð fjölskyldunnar og mestu lætin og fjörið í kringum þig. Það verður skrítið að koma í Smiðjugötuna og þú ekki þar, tilbúinn í viðeig- andi íþróttatreyju yfir leiknum öskrandi á sjónvarpið. Sjá þig ekki liggjandi yfir matreiðslu- bókum eða standandi við grillið að sýna mér hvernig þetta er gert. Þegar þú greindist með sjúkdóm þinn tókstu því af svo miklu æðruleysi og sagðir alltaf að svona væri þetta bara og við gætum engu breytt, nú væri bara að lifa lífinu sem eftir væri og nýta tímann vel. Þú varst svo ótrúlega ákveðinn og sterkur al- veg fram í lokin, komst okkur stöðugt á óvart og gerðir okkur svo stolt. Takk fyrir samferðina síðastliðin 10 ár og Guð gefi elsku Björk, Birki og Helgu styrk á þessum erfiðu tímum. Guð geymi þig, elsku tengda- pabbi Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Linda Rut Svavarsdóttir. Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.