Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 28
28 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl.
11.00. Sr Kristín Pálsdóttir flytur hug-
leiðingu. Félagar úr kirkjukórnum leiða
safnaðarsöng undir stjórn Kjartans
Ognibene.
ÁSKIRKJA | Helgihald liggur niðri út
júlímánuð vegna sumarleyfis sókn-
arprests og starfsfólks Áskirkju.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón-
usta verður í Borgarneskirkju mánu-
dagskvöldið 21. júlí kl. 20. Prestur er
sr. Páll Ágúst Ólafsson og Steinunn
Árnadóttir leikur á orgelið. Notaleg
stund á ljúfum nótum.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa
20. júlí kl. 11.
Morgunstund með lofgjörð og hvetj-
andi orðum. Samvera fyrir alla fjöl-
skylduna. Guðspjall dagsins fjallar um
köllun postulanna, sem voru fiski-
menn við Genesaretvatn og hlutverk
þeirra í uppbyggingu kirkjunnar.
Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja
undir stjórn Jónasar Þóris.
Þetta er 5. sunnudagur eftir þrenning-
arhátíð og litur messuklæða er
grænn.
Messuþjónar aðstoða og prestur er
sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og
hressing eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11 séra
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Sigríður Helga Ásgeirsdóttir
og Lára Sif Þórisdóttir verða fermdar.
Kammerkór Dómkirkjunnar og org-
anisti er Kári Þormar.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar
fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason org-
anisti spilar undir almennan safn-
aðarsöng. Kaffisopi eftir messu á
kirkjuhlaðinu. Sjá gardasokn.is
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgu-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Forsöngvarar leiða söng. Organisti:
Hákon Leifsson. Kaffisopi eftir
messu.
GRENSÁSKIRKJA | Vegna sum-
arleyfa er Grensáskirkja lokuð frá 8.
júlí til 8. ágúst. Bent er á guðsþjón-
ustur í öðrum kirkjum. Sé þörf fyrir
aðra prestsþjónustu má leita til ná-
grannapresta.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund og ganga kl. 11-12. Í stað hefð-
bundinnar guðsþjónustu verður stutt
helgistund í kirkjunni kl. 11. Þaðan
verður gengið upp að Flensborgarskól-
anum og upp á Hamarinn. Stoppað
verður á leiðinni og verður þá lesið úr
ritningunni, flutt bænagjörð og stuttar
íhuganir. Kaffisopi. Sr. Jón Helgi Þór-
arinsson leiðir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar
og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Eyþór
Franzson Wechner. Sögustund fyrir
börnin. Alessandro Bianchi leikur eft-
irspil. Alþjóðlegt orgelsumar: Tón-
leikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl.
17. Alessandro Bianchi organisti frá
Ítalíu leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Organisti Steinar Logi Helgason.
Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Hin árlega
púttmessa fer fram hinn 20. júlí kl.
11. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.
Kaffiveitingar í boði kirkjunnar að lok-
inni messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjónsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Almennur
safnaðarsöngur.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi.
og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og
kl. 18 er sunnudagsmessa.
LAUGARNESKIRKJA | Helgistund
kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson ræðir um
stríð og frið, Hrafnkell Már Einarsson
leiðir sönginn.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
í Lágafellskirkju kl. 20. Umsjón Rut G.
Magnúsdóttir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sum-
arsamstarf kirknanna í Kópavogi.
Sunnudagaskóli í Lindakirkju kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng.
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kaffisopi á Torginu
eftir messu.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleit-
isbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður
Daniel Tarassenko. Túlkað á ensku.
Barnapössun.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Óskar Hafsteinn Ósk-
arsson. Jörg Sondermann leikur á org-
elið. Súpa og brauð á eftir.
SELJAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr.
Sigurður Grétar Helgason predikar og
þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir
safnaðarsöng. Organisti er Tómas
Guðni Eggertsson. Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergs-
son guðfræðingur annast stundina.
Kaffiveitingar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíð-
armessa á Skálholtshátíð sunnudag,
20. júlí, kl. 14 með þátttöku píla-
gríma. Biskup Íslands, sr. Agnes M.
Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Kristján
Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup og
sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur í
Skálholti þjóna fyrir altari. Skálholts-
kórinn syngur. Einsöngvari Margrét
Bóasdóttir. Organisti og kórstjóri er
Jón Bjarnason.
STRANDARKIRKJA | Minnt er á tón-
leikana Engla og menn laugardag kl.
14. Messa kl. 14, sunnudag. Skírnir
Garðarsson messar. Jörg Sonder-
mann spilar. Kór Þorlákskirkju syngur.
Morgunblaðið/ÓmarHafnarfjarðarkirkja.
(Lúk. 5)
Orð dagsins: Jesús
kennir af skipi.
✝ Davíð HalldórKristjánsson
fæddist í Neðri-
Hjarðardal í Dýra-
firði 20. mars 1930.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Tjörn
á Þingeyri 12. júlí
2014.
Hann var elsta
barn hjónanna
Kristjáns Þórarins
Davíðssonar bónda,
f. 9.4. 1889, d. 21.10. 1970 og
Magðalenu Össurardóttur hús-
freyju, f. 14.12. 1893, d. 27.5.
1988. Systkini Davíðs eru and-
vana fæddur drengur sem var
tvíburi hans, Valgerður, f. 1931,
Kristín, f. 1932 og Guðmundur
Bjarni, f. 1934.
Davíð kvæntist 25.12. 1959
Katrínu Gunnarsdóttur, f. 25.1.
1941, frá Hofi í Dýrafirði. Hún
er dóttir hjónanna Gunnars
Guðmundssonar, f. 30.5. 1898,
d. 23.10. 1987 og Guðmundu
Jónu Jónsdóttur, f. 19.10. 1905,
d. 21.10. 1991. Börn Davíðs og
f. 3.9. 1965, maki Björgvin Ingi-
marsson, f. 16.11. 1965, d. 9.2.
2013. Börn hennar: a) Katrín
Vilborgardóttir Gunnarsdóttir,
f. 1987, maki Aðalsteinn Már
Ólafsson, f. 1984. b) Matthías
Már Valdimarsson, f. 1994 og c)
Sigrún Ugla Björgvinsdóttir, f.
2004. 6. Auður Lilja, f. 14.7.
1978, maki Ragnar Þór Jóns-
son, f. 2.5. 1969. Börn hennar:
a) Sunna Dögg Jónsdóttir, f.
1997, b) Embla Marie Ragn-
arsdóttir (stjúpdóttir), f. 2004,
c) Tómas Davíð Thomasson, f.
2005 og d) Bjarmi Þór Ragn-
arsson, f. 2012.
Davíð fór ungur til sjós, öðl-
aðist bæði skipstjórnar- og
vélstjórnarréttindi og starfaði
lengst af sem sjómaður á fiski-
bátum og -skipum sem gerðu út
frá Þingeyri, ýmist sem stýri-
maður, skipstjóri eða vélstjóri,
samtals í um aldarfjórðung.
Frystihússtjóri var hann einnig
í nokkur ár. Árið 1977 lét hann
af sjómennsku og hóf störf sem
flugvallarvörður á Þingeyri og
umboðsmaður Flugfélags Ís-
lands. Þeim störfum gegndi
hann allt til ársins 1990 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Útför Davíðs fer fram frá
Þingeyrarkirkju í dag, 19. júlí
2014, kl. 14.
Katrínar eru 1.
Davíð, f. 14.5. 1959,
sambýliskona Joy
Angkhana Sribang,
f. 14.11. 1960. Dæt-
ur Joy eru a) Anna
Anchali, f. 1993 og
b) Vilborg Díana
Jónsdóttir, f. 2004.
2. Kristján Þór-
arinn, f. 16.11.
1960, maki Elín
Hrefna Garðars-
dóttir, f. 14.11. 1958. Börn
þeirra eru a) Davíð Halldór, f.
1984, maki Margrét Jak-
obsdóttir, f. 1984. Börn þeirra
eru Kristján Þórarinn, f. 2008
og Jakob Freyr, f. 2013. b)
Gunnar Ingi, f. 1988 og c) Mar-
grét Auður, f. 1993. 3. Gunnar,
f. 13.8. 1962, maki Marit
Husmo, f. 8.9. 1960. Börn: a)
Lilja Marie, f. 1996 og b) Björn
Viljar, f. 2001. 4. Björn, f. 17.11.
1963, maki Beverly Louise
Stephenson, f. 17.5. 1960. Börn:
a) Stephen Albert, f. 1992 og b)
Rakel Sylvía, f. 1994. 5. Vilborg,
Fyrir fáeinum árum kom ég að
pabba í stofusófanum á heimili
mínu að glugga í bókina „Uppeldi
er ævintýri“ eftir Margréti Pálu
Ólafsdóttir. Ég skellti upp úr og
spurði hann hvort það væri nú
ekki of seint í rassinn gripið, við
sex systkinin öll orðin fullorðin og
það fyrir þó nokkru. Hann gerði
lítið úr reynslu sinni af uppeldi,
verandi fjarverandi löngum
stundum í senn á sjónum á árum
áður. En sagði mér að hann væri
afar þakklátur fyrir það að hafa
fengið að taka þátt í uppeldi mínu
þar sem hann var eftir þrjátíu ára
sjómennsku kominn í land er ég,
yngsta barnið, fæddist. Ég þakka
það líka.
Börnin okkar systkinanna eru
líka lánsöm að hafa átt hann sem
afa. Þau nutu góðs af blíðu hans,
þolinmæði og hlýju. Alltaf gaf
hann sér tíma og varði löngum
stundum í lestur fyrir þau í hvert
sinn sem tækifæri gafst til. Aldrei
leið honum betur en þegar að
hann var umkringdur barnabörn-
um og deildi með þeim perlum úr
íslenskum bókmenntum eða söng
fyrir þau um krumma sem svaf í
klettagjá.
Fyrr þann dag sem pabbi
kvaddi þennan heim fengum við
hjónin að gjöf fallega bók. Fyrir
einskæra tilviljun opnaðist bókin
á kafla um huggun og þetta ljóð
sem þar blasti við mér:
Það var vonin sem lá við akkeri í
hjartanu,
trúin sem kom frá útréttum höndum
og kærleikurinn sem breiddi út
vængina
eins og fugl að veita ungum sínum
skjól.
(Höf. ók.)
Þessi orð veita mér huggun er
ég fyllist af sorg og söknuði sem
ég finn eftir þessum hjartahreina
manni sem hann faðir minn var.
Hann var sáttur við örlög sín
og tók þeim af öfundsverðu æðru-
leysi. Hann var þakklátur fyrir
það góða líf sem hann átti að baki,
þær góðu stundir sem hann hafði
lifað og þau verk sem hann hafði
innt af hendi. Þau voru voru sann-
arlega mörg og handtökin við sjó-
mennskuna, kartöfluræktunina,
berjatínsluna, flugvallastörfin,
bókbandið og síðast en ekki síst
góðverkin í garð annarra sem
voru honum svo eðlislæg. Samlíð-
anin sem hann sýndi öðrum end-
urspeglaðist í hjálpsemi og meðal
annars óteljandi fjölda kartöflu-
poka sem sendir voru landshluta
á milli í samfloti við nýuppteknar
rófur og gulrætur sem hann
ræktaði af mikilli alúð og natni.
Allt sem hann faðir minn tók
sér fyrir hendur gerði hann af
vandvirkni og nákvæmni. Hann
gerði kröfur og kenndi mér
snemma að betra væri heima set-
ið en af stað farið ef ekki skyldi
vanda til verks og gjörða.
Efst í huga mér á þessari
stundu er þakklæti fyrir að hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
fæðast sem dóttir föður míns.
Hann var óteljandi kostum
prýddur sem gerðu hann að þeim
yndislega manni sem hefur
reynst mér svo vel. Hann var og
verður fyrirmynd mín um
ókomna tíð.
Hjarta mitt er barmafullt af
kærleika og eftir sitja fallegar
minningar um einstakan mann og
skarð sem enginn getur fyllt.
Auður Lilja Davíðsdóttir.
Eftir farsælt líf í rúma átta ára-
tugi hefur ástkær faðir minn nú
kvatt okkur. Við erum mörg sem
söknum hans, en það er huggun
harmi gegn hve vel við búum að
ríkulegu safni góðra minninga.
Aðdragandinn að hinu óumflýjan-
lega var nokkur og hann nýtti
þann tíma vel, til undirbúnings og
til að kveðja. Það gerði hann með
einstöku æðruleysi sem létti okk-
ur öllum kveðjustundirnar. Fjöl-
margir heimsóttu hann til að
kveðja og er þeim þakkað, sem og
þeim sem höfðu samband á annan
hátt, fyrir vinarþelið. Einnig er
þökkuð kærleiksrík umhyggja
séra Hildar Ingu, sem og starfs-
fólks heimahlynningar og dvalar-
heimilisins Tjarnar á síðustu vik-
um lífs hans.
Sterk siðferðis- og réttlætis-
kennd, umhyggja fyrir náunga
sínum, sjálfsbjargar- og mennt-
unarviðleitni, frændrækni, gjaf-
mildi og góð nærvera einkenndi
allt hans líf. Hann bar það með
sér að hafa notið góðs uppeldis
þar sem lögð var áhersla á réttvísi
og góða siði. Hann lagði sig fram
um að vera góð fyrirmynd afkom-
enda sinna og sinnti föður- og afa-
hlutverkinu af ástríki og alúð.
Hann brýndi í orði og verki mik-
ilvægi þess að þroska og rækta
bæði skynsemina og samviskuna,
ekki síst með góðri menntun og
leitast við að breyta rétt. Mennt-
unarviðleitnin sýndi sig meðal
annars í mikilli ást á bókmenntum
og öðru menningarstarfi í öllum
myndum. Hann átti stórt safn
bóka, batt sjálfur á eldri árum
hálft annað þúsund og tveimur
betur. Þær nýttust til menntunar
og gjafa til vina og vandamanna,
sem margir eiga handfastan vitn-
isburð um hugarþel hans í formi
bókar. Sjálfsbjargarviðleitnin og
gjafmildin fengu útrás í ræktun
eigin garðs, veiðum á fugli og fiski
og berjatínslu og ófáir eru þeir í
fjölskyldu, frænd- og vinargarði
sem nutu góðs af.
Að leiðarlokum þökkum við af-
komendur fyrir fjársjóð minning-
anna og ekki síður fyrir það sem
hann var; sönn og góð fyrirmynd.
Við þökkum fyrir góðan og ástrík-
an föður, afa og langafa, sem ekki
síður sýndi ást sína í verki en orð-
um, með óteljandi góðum stund-
um, gjöfum sem ekki síst voru
fólgnar í góðri samveru; sögu-
stund, skemmtiferð, bókagjöf,
kartöflu- eða rófupoka, berja-
kassa eða fisksendingu. Mér ylja
ekki síst góðar minningar um
saltan ilminn úr sjóarapeysunni
og kveðjukossinn þegar hann fór
á sjóinn og hrjúfan skeggbrodda-
koss við heimkomu af sjónum,
innilegur samfagnaður á smáum
og stórum áföngum á lífsleiðinni,
leiðsögn við lausn á margvísleg-
um viðfangsefnum lífsins og auð-
sýndur kærleikur og traust. Að
ógleymdum sögustundum með
„Rauðu bókinni“ sem ég varðveiti
nú fyrir hönd komandi kynslóða.
Ekki síst yljar mér tilhugsunin
um að afabörnin eiga fjársjóð
góðra minninga eftir ótal upplif-
anir með kærleiksríkum afa. Fyr-
ir eigin hönd og fjölskyldu minnar
allrar þakka ég fyrir allt og óska
góðrar ferðar nú þegar leiðir skil-
ur um sinn.
Kristján Þórarinn
Davíðsson.
Pabbi elskulegur er farinn inn í
ljósið. Mamma, sem hlúði að hon-
um heima fyrir nær allt til loka,
var hjá honum og andlátið var
friðsælt og fallegt. Hann vandaði
sig við allt í lífinu og hann vandaði
sig líka við að deyja. Í fyrravor
vissi hann hvert stefndi þegar í
ljós kom að hann var með útbreitt
krabbamein og hóf þegar að und-
irbúa sig og okkur hin. Alla sem
til hans komu að kveðja leysti
hann út með bókagjöfum og valdi
allt sem velja þarf fyrir útförina:
sálmana, kransinn og grafstæðið
og réð meira að segja söngmenn í
erfidrykkjuna, sem að hans eigin
ósk á ekki að vera sorgar- heldur
skemmtisamkoma. Hann talaði
opinskátt um dauðann og minnti
okkur á að þannig væri nú eðlileg-
ur gangur lífsins, sagði að við ætt-
um ekki að syrgja hann sem hefði
átt langa og góða ævi og aldrei
verið með nema góðu fólki. Ég efa
ekki að pabbi hefur mætt alls
kyns fólki um dagana eins og við
öll en þessi orð lýsa hans innra
manni betur en margt annað.
Hann var á sjó þar til ég og
bræður mínir fjórir vorum komin
á unglingsaldur; yngri systir okk-
ar fædd árið eftir að hann kom í
land og byrjaði að vinna á flug-
vellinum. Fyrstu minningarnar
eru hlýtt faðmlag og skegg-
broddakoss á vanga áður en hann
fór á sjóinn og aftur þegar hann
kom heim í stutta landleguna;
vangi minn við vélstjóraístruna
hans, smurolíulykt í bláu sjóara-
peysunni.
Við systkinin vorum alin upp í
mikilli ást á bókmenntum. Pabbi
las mikið og hafði með sér stafla
af bókum í hvert sinn sem hann
fór á sjóinn, var ástríðufullur
bókakaupandi alla ævi og batt
sjálfur inn fjölda bóka á efri árum.
Einhverju sinni varð mér að orði
við hann, þá fullorðinni, að ég
hefði hætt við að kaupa bók sem
mér þótti of dýr. Honum var
brugðið og sagði með áherslu: „Ef
þú átt ekki peninga fyrir bók sem
þig langar að eignast þá áttu held-
ur ekki peninga fyrir mat og þá
skaltu tala við mig!“ En þótt mik-
ið sé lesið er ekki hægt að komast
yfir nema takmarkaðan fjölda
blaðsíðna um ævina og því kenndi
hann mér þá reglu að ef bók gripi
mig ekki á fyrstu fimmtíu síðun-
um skyldi ég leggja hana til hliðar
og velja aðra. „Það borgar sig
ekki að eyða tíma í leiðinlegar
bækur, það er nóg til af þeim
góðu,“ sagði hann og hló.
Pabbi var léttur í lundu, nema
reyndar þegar hann ræddi um
pólitík, þá gat honum hitnað vel í
hamsi enda með sterka réttlæt-
iskennd og mikill vinstri maður.
Örlátur var hann með afbrigðum;
ekki aðeins við systkinin nutum
góðs af reglulegum sendingum að
vestan á fiski og fugli, kartöflum,
rófum og bláberjum heldur fjöldi
annarra. Hann mátti aldrei vamm
sitt vita, heiðarleikinn og vand-
virknin voru honum í blóð borin.
„Það sem þú gerir, skaltu gera
vel,“ sagði hann og lifði svo sann-
arlega eftir þeim orðum sjálfur.
Aðdáunarvert æðruleysið og
kímnigáfuna varðveitti hann allt
til enda og varð að ósk sinni um að
þurfa ekki að liggja lengi bjarg-
arlaus. Í dag berum við systkinin
hann til grafar og þökkum fyrir
að hafa átt að föður góðan mann
sem kvaddi sáttur við Guð og
menn og þurfti ekki að sjá eftir
neinu.
Vilborg Davíðsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Þær eru margar, minningarn-
ar mínar um pabba minn og um
auðugan garð að gresja, svo notuð
sé líking sem nær langt út fyrir
kartöflugarðinn hans. Það vita
allir sem þekktu hann að pabbi
var mikill smiður og laghentur á
allar viðgerðir og útréttingar, og
hagur jafnt á tré og járn. Hann
byggði æskuheimili okkar systk-
inanna með góðra manna hjálp og
gerði náttúrulega við allt sem úr
lagi fór af vélum og búnaði þegar
hann var á sjó, lengst af sem vél-
stjóri. Samt var hann ómenntaður
í þessu öllu. Hann sagði mér frá
því í fyrra að enn væri hlekkur í
vírastýri togarans sem hann var
vélstjóri á, sem hann smíðaði á
nokkrum klukkustundum úti á
miðunum – og enn virkar rúmum
40 árum síðar.
Fyrir nokkrum árum var ég að
hjálpa honum við að smíða bóka-
hillur, enda þörfin á þess háttar
mublum óþrjótandi á heimili for-
eldra minna. Ég þykist hafa lært
alla mína smíðakunnáttu af pabba
og er stoltur af því. Þó er vand-
virknin hjá mér stundum skörinni
lægri en hjá pabba. Mér fannst
þess vegna sérstaklega gott þeg-
ar pabbi hafði orð á því þegar ég
var að saga til hillurnar að þetta
væri allt saman hárrétt sagað og
beint og snyrtilegt. Auðvitað var
ég honum samþykkur í því en
spurði af hverju hann væri að
hafa orð á þessu. „Jú,“ svaraði
hann, „ég hef aldrei á ævinni
kunnað að saga beint og ekki skil
ég enn þann dag í dag hvernig
farið er að því!“ Þetta sagði mað-
urinn sem kenndi mér að saga
beint. Ég skil nú af hverju honum
hrutu svo mörg blótsyrði af
vörum þegar allir girðingarstaur-
arnir umhverfis lóðina brunnu í
endana þau einu áramót sem
hann festi neyðarblys á þá. Þegar
ég lít út um gluggann hér á æsku-
heimilinu á Þingeyri þar sem ég
Davíð Halldór
Kristjánsson