Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 14
VEIÐI Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nýjustu veiðitölur frá Lands- sambandi veiðifélaga þykja ekki vera til marks um gott veiðiár. Það sem af er sumri hefur veiðst miklu minna af laxi en í meðalári. Sú von virðist horfin sjónum að sumarið yrði jafn hagstætt laxveiðimönnum og metsumarið í fyrra. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir tölurnar í ár koma mönnum gjör- samlega í opna skjöldu. „Fyrir sumarið voru í raun öll teikn á lofti um að laxveiðisumarið yrði frábært. Aðstæður í hafinu voru ekki eins og þær voru árið 2011, en það sumar var hafið kalt og hafði að geyma lítið seltumagn, sem gerði það að verkum að lítið var um átu. Núna sýndu mælingar hins vegar að allir þessir þættir væru í góðu lagi. Þá var seiðabúskapur ánna með hinu besta móti. Nú þurfa vísindamenn því að ráða ráðum sínum og finna út hvað veldur þessu hruni.“ Sumarið ekki með öllu slæmt Hann segir þó að sumarið sé ekki með öllu slæmt. Til að mynda hafi stórlaxinn verið með allra besta móti í ár. „Við höfum ekki séð það áður að tveggja ára laxinn geti borið uppi veiðina fram á sumar eins og verið hefur núna. Margir hafa því getað glaðst yfir því að draga flotta og skemmtilega stórlaxa á land,“ segir Óðinn. „Eitt mesta umhugsunarefnið, hvað þessi mál varðar, er þetta gríð- arlega misgengi á milli ára. Á þess- ari öld höfum við verið með þokka- lega sterkar smálaxagöngur og heilt á litið hefur laxveiðin verið í mjög góðu lagi, eftir dapran tíunda ára- tug. Svo kemur árið 2012 sem var auðvitað mjög slakt ár. Þar á eftir kemur 2013 sem býður upp á stang- veiði eins og hún gerist best. Í ár er- um við svo aftur að sjá mikla sveiflu niður á við. Veiðimenn eru vanir langtímasveiflum sem ganga yfir nokkur ár en nú er gríðarlegur mun- ur á milli ára og þetta er sannarlega vert rannsóknarefni,“ segir Óðinn, og bætir við að úr því sem nú sé komið sé ólíklegt að sumarið nái sömu veiðitölum og meðalár. Hlýrri sjór hindrar spár Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir að flestar forsendur hafi verið fyrir hendi til að laxveiðisumarið yrði gott. „Til að mynda gekk sterkur seiðastofn til sjávar í fyrravor. Svo virðist sem sjórinn hafi þó tekið illa við þeim.“ Þá segir hann að erfitt sé fyrir vís- indamenn að spá fyrir um laxveið- ina. „Við vorum komin með ákveðna vísa í umhverfinu, hiti og sjávarselta að vori sögðu oft mikið fyrir um veið- ina. En allar þær vísitölur eru farnar í þessu óvenjulega ástandi þegar sjórinn er orðinn 2-3 gráðum hlýrri en hefur verið. Forsendurnar fyrir öllum okkar spámódelum eru eig- inlega brostnar,“ segir Sigurður. Ekki hreistrugir upp fyrir haus Árni Friðleifsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir tölurnar vera vonbrigði. „Vonin er að sjálfsögðu stór hluti af veiðinni. Við vorum að vonast til að með stór- streyminu um síðustu helgi myndi smálaxinn skila sér í auknum mæli í árnar. Það varð þó ekki,“ segir Árni. Jón Þór Júlíusson hjá veiðifélag- inu Hreggnasa segir að fátt gott sé hægt að segja um þessar tölur. „Við myndum auðvitað allir vilja sjá betri tölur. Ég hef verið að grúska í þessu og mér sýnist sem þessu svipi mjög til þess sem var árið 2007, en ástand- ið er þó ívið betra í ár. Það ár var heldur ekki þessi stórlax í aflanum sem er að halda uppi veiðinni víða, allavega í mínum ám, Laxá í Kjós og Grímsá. En það er ekkert sjálfgefið í veiðinni og þetta væri ekkert spenn- andi ef við værum alltaf hreistrugir upp fyrir haus,“ segir Jón Þór, léttur í bragði. Risableikja í Litluá Í vikunni veiddist 80 cm bleikja sem vó 15 pund í Litluá í Keldu- hverfi. Sturla Sigtryggsson, stað- arhaldari á Keldunesi, segir bleikj- una vera óvenjustóra, þó að hún komi honum ekki á óvart. „Það hafa komið margar bleikjur sem eru yfir 70 cm en þessi bleikja slær þó metið í sumar og í raun má leita nokkuð langt aftur til að finna stærri bleikju.“ Sturla segir sumarið í Kelduhverfi hafa reynst vel hingað til. „Þetta ár er mjög gott, í vatninu hafa veiðst rúmlega 500 bleikjur og það sem af er sumri hafa veiðst næstum þúsund fiskar í ánni.“ Litlaá er um margt sérstök, þar sem hún á sér upptök í Brunnum, en þar er vatnið óvenjuheitt. Í ánni blandast vatnið kaldara vatni sem gerir það að verkum að meðalhiti vatnsins í ánni er í kringum 12°C. Vaxtarhraði fiska í ánni er mikill og er sjóbirtingsstofn árinnar einn sá stærsti á landinu. Til dæmis veiddist þar stærsti sjóbirtingur landsins ár- ið 2004, 23 punda ferlíki. Smálaxagöngur með minnsta móti  „Forsendur fyrir spámódelum brostnar,“ segir forstjóri Veiðimálastofnunar  „Öll teikn voru á lofti um frábært laxveiðisumar,“ segir formaður LV  Stórlaxinn heldur veiðinni uppi víða um land Glaðbeittur Hópur Færeyinga veiðir árlega hjá Laxárfélaginu og þeir veiddu þennan myndarlega lax í vikunni. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Blanda (14) Þverá-Kjarrá (14) Norðurá (15) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Haffjarðará (6) Laxá í Aðaldal (18) Laxá á Ásum (2) Elliðaárnar (6) Ytri-Rangá & Hólsá, v. (20) Vatnsdalsá í Húnaþingi (7) Selá í Vopnafirði (7) Laxá í Kjós (8) Grímsá og Tunguá (8) Víðidalsá (8) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma Staðan 16 júlí 2014 2013 2012 1030 1423 1817 438 678 905 218 187 517 516 189 156 330 515 170 490 326 592 598 318 543 193 73 514 601 100 474 182 188 72 882 505 470 363 328 285 208 201 200 189 176 152 132 131 130 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Villidýr á verði · tiger.is „Onímeððetta!“ Hrannast upp drasl af óþörfu? Leystu málið með Tigerkörfu! Þriggja (stiga) körfusett 4500 kr. Röð og regla Sendum í póstkröfu · s. 5288200 Alls sóttu 30 um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði, tveir drógu umsókn sína til baka, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 13. júlí sl. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum 18. júní að aug- lýsa stöðu bæjarstjóra lausa til um- sóknar og fól bæjarráði ábyrgð á ráðningarferlinu. Skipuð var þriggja manna valnefnd sem fékk það hlut- verk að greina starfið, skilgreina hæfniskröfur, stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Í valnefnd- inni eru Rósa Guðbjartsdóttir, Guð- laug Kristjánsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Umsækjendur um stöðuna eru Ás- geir Einarsson, Ásta Dís Ólafsdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Bergur Hauksson, Bjarki Jóhannesson, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Egill Anton Hlöðversson, Elín Björg Ragnars- dóttir, Erla Björk Þorgeirsdóttir, Guðmundur Jóhann Árnason, Guð- rún Pálsdóttir, Gylfi Kristinn Sigur- geirsson, Haraldur L. Haraldsson, Jóhann Guðni Reynisson, Jón Hrói Finnsson, Jón Ólafur Gestsson, Jón Ólafur Ólafsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Kristinn Tómasson, Magnús Jóhannesson, Magnús Ægir Magnússon, María Kristín Gylfa- dóttir, Ólafur Guðjón Haraldsson, Ólafur Ólafsson, Óli Örn Eiríksson, Páll Línberg Sigurðsson, Þórður Sverrisson og Þórey S. Þórisdóttir. Morgunblaðið/Eggert Hafnarfjörður Íbúar bíða nú spenntir eftir því hver verður bæjarstjóri. 30 vilja bæjarstjóra- stólinn í Hafnarfirði  Valnefnd metur umsækjendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.