Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Hlutabréf malasíska flugfélagsins Malaysia Air-
lines hríðféllu um rúm 11% í verði í gær eftir að
fregnir bárust um að farþegaþota félagsins,
MH17, hefði verið skotin niður í austurhluta
Úkraínu. Bréf félagsins hafa fallið um næstum
fjörutíu prósent í verði það sem af er ári. Sem
kunnugt er hvarf önnur farþegaþota félagsins
sporlaust í marsmánuði síðastliðnum.
Þeir fjármálasérfræðingar sem Financial Times
ræddi við telja að hlutabréfaverð félagsins megi
ekki lækka mikið meira, ætli félagið að halda
starfsemi sinni áfram.
Titrings gætti á alþjóðamörkuðum í gær, þó svo
að verðfallið hafi hvergi orðið eins mikið og á bréf-
um malasíska flugfélagsins. Margir óttaslegnir
fjárfestar seldu hlutabréf sín, þá sér í lagi í flug-
félögum, og leituðu þess í stað í tiltölulega örugg
ríkisskuldabréf. Enda lækkaði ávöxtunarkrafa á
slíkum bréfum víða í gær. Þá hækkaði verð á gulli
jafnframt töluvert, eins og gerist oft þegar órói
ríkir á hlutabréfamörkuðum.
Greinendur bjuggust reyndar við enn meiri
verðlækkunum í gær. Bentu þeir til dæmis á að þó
svo að S&P 500-hlutabréfavísitalan hafi lækkað
um 1,2% strax eftir að fyrstu fregnir bárust um
harmleikinn í Úkraínu hafi vísitalan hækkað örlít-
ið, eða um 0,2%, í gær.
Philip Lawlor, greinandi hjá Smith & William-
son, sagði það vera nokkuð ljóst að fjárfestar væru
orðnir „ónæmir fyrir alþjóðadeilum“. Harmleikir
og slys hafi nú til dags takmörkuð áhrif á ákvarð-
anir þeirra. Þeir einblíni þess í stað aðallega á að-
gerðir og stefnumörkun seðlabanka. Þrátt fyrir að
þetta væri í alla staði hryllilegur atburður, þá
hefðu markaðir „ótrúlega getu“ til að láta eins og
ekkert hafi ískorist.
Hlutabréf rússneskra félaga voru undir tölu-
verðum þrýstingi í gær. Til marks um það lækkaði
hlutabréfavísitalan Micex um 1,8% og hefur hún
ekki verið eins lág í þrjá mánuði. Rússneska RTS-
vísitalan féll jafnframt um 2,2%. Þá lækkaði gjald-
miðill landsins, rúblan, gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum heims.
„Viðskiptaþvinganir bandarískra og evrópskra
stjórnvalda gagnvart Rússum hafa nú þegar tekið
sinn toll á rússneskum mörkuðum, áður en hroða-
verkin voru framin á fimmtudaginn. En frá því að
farþegaþotan var skotin niður hefur rússneski
gjaldmiðillinn og hlutabréf þar í landi fallið enn
frekar,“ sagði Daniel Sugarman, greinandi hjá
ETX Capital, í samtali við AFP.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á að úkra-
ínska hagkerfið hefði ekki farið varhluta af þeim
átökum sem hafa átt sér stað í austurhluta lands-
ins undanfarið. Voðaverkin væru aðeins til að
bæta gráu ofan á svart. Gerir sjóðurinn nú ráð fyr-
ir að úkraínska hagkerfið muni dragast saman um
6,5% í ár, en ekki um 5% eins og áður var ráðgert.
Titringur
á mörk-
uðum
Hlutabréf Malaysia
Airlines hríðféllu í verði
AFP
Þotan Titrings gætti víða á erlendum fjármálamörkuðum vegna harmleiksins í austurhluta Úkraínu.
Lækkanir í Rússlandi
» Áhrifa voðaverkanna í austurhluta Úkra-
ínu gætti helst á rússneskum fjármálamörk-
uðum í gær.
» Hlutabréfavísitölur hafa farið lækkandi
þar undanfarna mánuði vegna viðskipta-
þvingana af hálfu Vesturlanda.
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard
& Poor’s (S&P) breytti í gær horfum
um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr
stöðugum í jákvæðar. Lánshæfisein-
kunn ríkissjóðs var jafnframt stað-
fest BBB- fyrir langtímaskuldbind-
ingar og A-3 fyrir skammtímaskuld-
bindingar.
Fram kemur í skýrslu S&P að
fyrirtækið reikni með að hagvöxtur
hér á landi verði að meðaltali nálægt
þremur prósentum á árunum 2014 til
2017. Aukin einkaneysla sé þar drif-
kraftur.
Hagvöxturinn var 3,3% í fyrra og
samkvæmt spá Seðlabanka Íslands
verður hann rúmlega þrjú prósent í
ár og næstu tvö ár.
Þá áætla sérfræðingar S&P að
hrein skuldastaða hins opinbera
lækki úr 71% af vergri landsfram-
leiðslu í ár í 61% eftir þrjú ár, eða ár-
ið 2017. Hlutfallið var 88% árið 2011.
Þeir benda meðal annars á að ríkið
geti nú fjármagnað sig á betri kjör-
um eftir skuldabréfaútgáfuna í evr-
um fyrr í mánuðinum. Það muni
draga úr vaxtagjöldum ríkissjóðs.
Endurskoðaðar horfur matsfyrir-
tækisins endurspegla ennfremur
það mat að meira en þriðjungslíkur
séu á því að lánshæfiseinkunn rík-
issjóðs verði hækkuð innan tveggja
ára ef áframhald verður á öflugum
og víðtækum hagvexti ásamt frekari
bata í ríkisfjármálum.
Matsfyrirtækið telur að langtíma-
horfur hér á landi séu jákvæðar.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar fari
að aukast á næstu tveimur árum á
sama tíma og fiskiflotinn er endur-
nýjaður og ferðamönnum fjölgar. Í
skýrslunni er meðal annars bent á að
fjárfestingar hér á landi séu aðeins
um 14% af vergri landsframleiðslu,
en hafi verið um 24% að meðaltali á
árunum 1998 til 2008.
Fyrr í vikunni tilkynnti matsfyr-
irtækið Moody’s að lánshæfisein-
kunnir ríkissjóðs fyrir langtíma- og
skammtímaskuldbindingar væru
áfram óbreyttar með stöðugum horf-
um.
Horfur úr stöðugum í jákvæðar
Standard & Poor’s telur að hagvöxtur
hér á landi verði um 3% næstu þrjú árin
Morgunblaðið/Kristinn
Ríkið Horfur á Íslandi eru nú já-
kvæðar, að mati Standard & Poor’s.
● Bandaríski lyfjarisinn AbbVie hefur
fest kaup á írska lyfjafélaginu Shire
Pharmaceuticals. Kaupverðið nemur
54 milljörðum Bandaríkjadala, sem
jafngildir um 6.200 milljörðum ís-
lenskra króna, að því er segir í frétt
AFP. Stjórn Shire hafði áður hafnað
öðru yfirtökutilboði frá AbbVie.
Í tilkynningu frá AbbVie sagði að einn
tilgangur með kaupunum væri að kom-
ast undan hárri skattlagningu banda-
rískra yfirvalda. Talið er að félagið muni
greiða um 13% lægri fjárhæðir í skatt
árið 2016 vegna kaupanna.
AbbVie festir kaup á
Shire Pharmaceuticals
● Vísitala íbúða-
verðs á höfuðborg-
arsvæðinu var
389,7 stig í júní og
lækkaði um 0,8%
frá fyrri mánuði, að
því er fram kemur í
tilkynningu frá
Þjóðskrá. Vísitalan
sýnir breytingar á
vegnu meðaltali
fermetraverðs.
Íbúðaverð í sérbýli lækkaði töluvert
meira en í fjölbýli. Í sérbýli lækkaði vísi-
talan um 12,6 stig milli mánaða en ein-
ungis um 0,1 stig í fjölbýli. Seinustu
þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um
0,2%. Undanfarna sex mánuði hefur
hún hins vegar hækkað um 3,7% og á
síðasta ári hækkaði hún um 6,8%.
Íbúðaverð lækkar
Íbúðaverð lækkaði
í júnímánuði.
● Velta í rekstri gististaða og fyrirtækja
í veitingarekstri jókst um 16% á milli
ára í mars og apríl. Þetta var mesta
veltuaukningin í virðisaukaskatts-
skyldri starfsemi á tímabilinu, að því er
segir á vef Hagstofu Íslands.
Heildarveltan nam 524 milljörðum
króna, sem var 2% aukning á milli ára.
Á sama tíma dróst velta saman í
flutningum og geymslu, eða um 2,8%,
á milli ára. Velta dróst jafnframt saman
um 2,7% í fiskveiðum, fiskeldi og
vinnslu sjávarafurða.
Veltan eykst umtalsvert
Stuttar fréttir…
!"
#
"#!
#$
"$
!!
$$#%
%%!!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"$
%!
# "$
"#$"
$%
"$
"
$ #
%$
%
%%
# %
"#$$!
%%!
$
"$%%
!#
$ %!
%
"#$#$%!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
BORÐSTOFUSTÓLLINN FUNI
Staflanlegur
Verð frá ISK 39.500,-
Mikið úrval áklæða
og leðurs
Syrusson alltaf með lausnina