Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 22
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að fram hefðu komið vísbendingar um að aðskiln- aðarsinnar í austanverðri Úkraínu hefðu skotið niður farþegaþotu sem hrapaði á yfirráðasvæði þeirra í fyrradag. Allir í vélinni, alls 298 manns, létu lífið. Obama kvaðst vona að atburður- inn yrði til þess að Evrópuríki, sem hafa verið treg til að beita Rússland refsiaðgerðum, breyttu afstöðu sinni og áttuðu sig á nauðsyn þess að knýja Rússa til að hætta stuðningi við aðskilnaðarsinnana og stuðla að friði í Úkraínu. Hann krafðist þess að Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, beitti sér fyrir því að aðskiln- aðarsinnarnir legðu niður vopn og sagði að þeir hefðu ekki getað skotið niður farþegaþotuna án rússnesks búnaðar og þjálfunar Rússa. Leiðtogar aðskilnaðarsinna sök- uðu hins vegar her Úkraínu um að hafa skotið þotuna niður. Varnar- málaráðuneyti Rússlands kvaðst hafa fengið upplýsingar um að flug- skeytakerfi Úkraínuhers hefði verið virkt á svæðinu þar sem þotan hrapaði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði að stjórnvöld í Úkraínu bæru ábyrgð á því að þotan hrapaði en kvaðst vera í sambandi við Petro Porosénko, forseta landsins, til að beita sér fyrir varanlegum friði. Veittu Rússar tæknilega aðstoð? Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði á fundi öryggisráðs samtakanna í gær að aðskilnaðar- sinnar í Úkraínu hefðu „líklega“ skotið þotuna niður með loftvarna- flugskeyti af gerðinni SA-11. Sendi- herra Bretlands sagði einnig að fyrstu vísbendingar bentu til þess að þotan hefði verið skotin niður með loftvarnaflugskeyti. Power sagði að tæknibúnaðurinn, sem þarf til að beita slíkum flug- skeytum til að granda þotum í há- loftunum, væri mjög flókinn og Bandaríkjastjórn gæti þess vegna „ekki útilokað þann möguleika að þeir hefðu notið tæknilegrar aðstoð- ar rússnesks herliðs“ þegar flug- skeytinu var skotið á þotuna. „Rúss- ar geta bundið enda á þetta stríð. Rússar verða að binda enda á stríð- ið,“ sagði Power. Vítalí Tsjúrkín, sendiherra Rúss- lands, leiddi ásakanir Bandaríkja- manna og Breta hjá sér og sagði yfirvöld í Úkraínu hafa gerst sek um alvarlegt gáleysi með því að hafa heimilað flug yfir svæði þar sem loft- varnakerfi væru í notkun. „Úkraínu- stjórn tilkynnti í dag að lofthelgi landsins hefði verið lokað. Hvers vegna var þetta ekki gert fyrr, í stað þess að bíða eftir því að hundruð manna létu lífið?“ spurði sendiherr- ann. Hann bætti við að Úkraínuher hefði orðið mörgum óbreyttum borgurum að bana í árásum á að- skilnaðarsinna og sakaði Banda- ríkjastjórn um að ýta undir árás- irnar. Ríkissjónvarpið í Rússlandi lagði áherslu á nokkrar samsæriskenn- ingar sem gengu út á að Úkraínu- menn hefðu skotið þotuna niður. Samkvæmt einni þeirra héldu þeir að farþegaþotan væri flugvél Pútíns og hugðust granda henni til að ráða forsetann af dögum. Sjónvarpið vitnaði m.a. í heimildarmann Inter- fax-fréttastofunnar sem sagði að merki malasíska flugfélagsins á vængjum þotunnar „líktist þrílitum fána Rússlands“. Yfirvöld í Úkraínu birtu hins veg- ar afrit af hleruðum símasamtölum á rússnesku milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og manna, sem virðast vera rússneskir herforingjar, þar sem þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið niður farþegaþotu. Gæti markað tímamót Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist ýtarlegrar, óháðrar og al- þjóðlegrar rannsóknar á tildrögum þess að þotan hrapaði. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, og fleiri ráðamenn í Evrópu hvöttu til vopnahlés í austanverðri Úkraínu til að auðvelda rannsókn- ina. Alexander Borodaj, helsti leiðtogi aðskilnaðarsinnanna, hét því að rannsóknarmenn fengju að fara á staðinn þar sem þotan hrapaði en sagði ekki koma til greina að semja um vopnahlé. 30 manna hópur á veg- um Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, fékk að fara á staðinn þar sem þotan hrapaði, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hún hafði einnig eftir björgunarmönnum á staðnum að flugriti þotunnar hefði fundist en þeir vissu ekki hvar hann væri núna. Óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefði verið sendur til Moskvu. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að atburðurinn gæti markað tímamót í deilunni um átökin í Úkraínu. „Annaðhvort ýtir þetta Rússum út í aukna einangrunarstefnu til að svara gagnrýninni, sem þeir sæta víða um heim, eða þetta markar ein- hvers konar endalok, eða byrjun á endalokum, hættulegasta stigsins í átökunum í austanverðri Úkraínu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Chris Weafer, sérfræðingi ráðgjafarfyrir- tækis í Moskvu. Bendlar Rússa við árásina  Obama telur að aðskilnaðarsinnar hefðu ekki getað skotið þotuna niður án rússneskra vopna og þjálfunar Rússa  Stjórnvöld í Rússlandi segja Úkraínumenn bera ábyrgð á því að þotan hrapaði AFP Sorg Fólk leggur blóm og kveikir á kertum fyrir framan sendiráð Hollands í Kænugarði til að minnast þeirra sem létu lífið þegar þotan hrapaði í fyrradag. Amsterdam Kuala Lumpur Heimild: Malaysia Airlines/Flightradar24 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum hafa krafist þess að ekki verði reynt að hindra rannsókn á tildrögum þess að farþegaþota Malaysia Airlines hrapaði á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu. HOLLAND ÞÝSKALAND PÓLLAND MALASÍA ÚKRAÍNA ÚKRAÍNA RÚSSLAND Kænugarður Donetsk Moskva Amsterdam Brottför kl. 10.30 fimmtudag Kl. 11.00 Kl. 12.00 Kl. 13.00 Hvarf af ratsjá klukkan 13.21 að ísl. tíma Malaysia Airlines, flug MH17 Boeing 777-200 Flugleiðin Farþegar: 283 Áhöfn: 15 Farþegaþota skotin niður yfir austanverðri Úkraínu 300 km Flestir frá Hollandi » Í þotunni voru alls 298 manns, þar af 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn sem var öll frá Malasíu. » Á meðal farþeganna voru a.m.k. 189 Hollendingar, 44 Malasar, 27 Ástralar, tólf Indó- nesar, níu Bretar, fjórir Þjóð- verjar, fjórir Belgar, þrír Fil- ippseyingar, Kanadamaður, Nýsjálendingur og Bandaríkja- maður. » Ekki var enn vitað um þjóð- erni þriggja farþega. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Á meðal þeirra sem fórust í far- þegaþotunni voru allt að hundr- að sérfræðingar í alnæmisrann- sóknum, fjölmiðlafulltrúar og baráttumenn fyrir aðgerðum gegn alnæmi. Þeir voru á leið- inni á alþjóðlega ráðstefnu um alnæmi sem átti að hefjast í Melbourne í Ástralíu á morgun. Staðfest var að Hollendingur- inn Joep Lang, einn þekktasti vísindamaður heims á sviði al- næmisrannsókna, var á meðal farþeganna sem létu lífið. „Þetta er mikill missir fyrir heimsbyggðina í baráttunni gegn alnæmi, mikill missir fyrir Holland og fyrir mig,“ sagði hol- lenski alnæmissérfræðingurinn Jaap Goudsmit, náinn vinur Langs. Glenn Thomas, talsmaður Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO), var einnig á meðal þeirra sem hugðust sitja ráð- stefnuna og fórust þegar þotan hrapaði. Þotan var í eigu sama flug- félags og átti flugvél sem hvarf í mars síðastliðnum með 239 manns innanborðs. Skömmu fyrir brottför þotunnar í fyrra- dag setti einn hollensku farþeg- anna inn mynd af henni á Facebook og skrifaði: „Ef hún skyldi hverfa, þá lítur hún svona út.“ Mikill missir fyrir heiminn MARGIR ALNÆMISSÉR- FRÆÐINGAR LÉTU LÍFIÐ AFP 298 fórust Slökkviliðsmaður slekk- ur eld í braki farþegaþotunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.