Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
sit og skrifa, sé ég að margir
stauranna eru reyndar dálítið
ójafnir og ekki alveg beint sag-
aðir.
Mamma hafði orð á því í vik-
unni hvað fjölskyldan væri alþjóð-
leg, þrír af sonunum fjórum í tygj-
um við konur úr hinum ýmsu
löndum og álfum. Við hljótum þar
af leiðandi að vera alin upp án for-
dóma gagnvart útlendingum,
þeim sem eru svo „óheppnir“ að
fæðast annars staðar en á Íslandi.
Ég minnist þess að á þeim tíma
þegar fjölskyldan ferðaðist um
landið þvert og endilangt akandi
með bílinn troðinn af börnum og
farangri, þá var oft stoppað ef
puttalingar voru á ferðinni og þeir
teknir með ef hægt var að troða
þeim inn í Land Roverinn eða
Vauxhallinn. Eins voru margir
teknir með heim í mat eða gist-
ingu ef þeir fundust þreyttir,
blautir eða kaldir meðfram vest-
firsku vegunum.
Ég mun um ókomnar stundir
eiga gnótt af góðum minningum
um ástkæran, elskulegan og
æðrulausan pabba sem ég hef
ávallt verið stoltur af. Ég þykist
líka vita að honum hefur verið vel
tekið þar sem hann er núna.
Gunnar Davíðsson.
Látinn er vinur okkar, Davíð
Halldór Kristjánsson frá Neðri-
Hjarðardal í Mýrahreppi í Dýra-
firði, eftir langvinna glímu við ill-
vígan sjúkdóm. Samskipti Mýra-
fólks við fjölskyldu hans voru
jafnan mikil og ánægjuleg. Krist-
ján faðir hans var lengi spari-
sjóðsstjóri, einnig hreppstjóri og
hreppsnefndaroddviti. Því lágu
leiðir margra að Neðri-Hjarðar-
dal til að fá greitt úr sínum mál-
um. Þar var gestrisni í heiðri höfð
og svo var einnig hjá Davíð eftir
að hann kvæntist sinni ágætu
konu, Katrínu Gunnarsdóttur frá
Hofi, og settist að á Þingeyri. Þau
hjónin voru veitul á mat og drykk
og ekki síður á glaðlegt viðmót.
Davíð var gleðimaður að segja má
til hinstu stundar. Hann var rit-
fær vel, færði í letur ýmsar sann-
ar skemmtisögur sem gengið
höfðu manna á milli í Dýrafirði.
Var hann oft fenginn til að lesa
upp úr þeim sagnasjóði á
skemmtisamkomum. Oft var það,
þegar Mýrhreppingar fjölmenntu
á heimili hans, að hann tók upp
„Rauðu bókina“ og las skemmti-
lega sögu.
Við lok annasamrar starfsævi
keypti Davíð sér trillu í samfloti
með félaga sínum Andrési Jónas-
syni. Fiskuðu þeir í soðið fyrir sig
og aðra á þessum báti. Þá buðu
þeir fólki með sér í róðra svo það
gæti sjálft aflað sér soðningar.
Davíð bauð mér og Eddu konu
minni í allmargar slíkar ferðir.
Sjóhreysti okkar leyfði ekki að ró-
ið væri út úr firðinum en afli var
jafnan bærilegur þrátt fyrir það.
Davíð var naskur að finna afla-
sæla bletti utarlega í firðinum.
Svo sá hann jafnan um að flaka
aflann fyrir okkur og oft færði
hann okkur þorskflök þó að ekki
færum við á sjóinn með honum.
Davíð var ágæt skytta og um
fjölda ára aðstoðaði hann við að
verja Mýravarpið fyrir ágangi
tófu. Vakti hann þá margar nætur
á hverju vori yfir varpinu með
heimamönnum. Skaut hann ófáar
tófur á þessum vöktum. Það hefur
lengi verið siðvenja að vökumenn
yfir Mýra- og Lækjarvarpi komi
saman á Mýrum kl. 6 að morgni í
morgunkaffi eftir næturvökur og
greini þar frá atburðum nætur-
innar í rímuðu máli. Þarna var
Davíð í fremstu röð vísnagerðar-
manna enda hagyrðingur góður
allt frá unglingsárum. Aðeins
einu sinni skaut hann laust á tófu
á Mýramel. Frá þessu greindi
hann er vökumenn hittust að
morgni 14. maí 2003:
Refurinn byssubrenndur
beint inn allar strendur
sem fugl á flugi skaust.
Hann hefur fima fætur
og fljótt þá ganga lætur
ef byssuskotið brennur laust.
Davíð naut þess að sitja úti á
vornóttum og kemur það glöggt
fram í vísum hans. Aðfaranótt 28.
maí 2008 orti hann:
Leit ég um ljósa nótt
litbrigði ýmisleg.
Allt var svo undra hljótt
andvakan dásamleg.
Megi hughrifin sem lýst er í
vísunni fylgja honum inn á nýjar
lendur. Um leið og við kveðjum
Davíð Halldór Kristjánsson þökk-
um við fyrir ánægjulega samfylgd
og ómetanlega aðstoð á mörgum
sviðum. Eiginkonu og börnum
vottum við innilega samúð.
Valdimar H. Gíslason,
systkini og makar.
Send ljós þitt og trúfesti,
þau skulu leiða mig,
þau skulu fara með mig til fjallsins þíns
helga,
til bústaðar þíns,
svo að ég megi inn ganga að altari
Guðs,
til Guðs, minnar fagnandi gleði
og lofa þig undir hörpuslætti,
(43. Davíðssálmur)
Góður maður og trúfastur er
genginn inn í fögnuð Herra síns.
Davíð H. Kristjánsson var með-
hjálpari í Þingeyrarkirkju árin
fimmtán sem ég starfaði sem
sóknarprestur í Þingeyrarpresta-
kalli og a.m.k. tíu ár áður. Þeirri
þjónustu gegndi hann með ein-
stökum hætti. Hann las afar vel
og með lotningu meðhjálpara-
bænina og lestrana, kom syngj-
andi sálmana fram í skrúðhúsið til
aðstoðar og messu var ekki lokið
fyrr en hann hafði lesið lokabæn-
ina. Það var alltaf hátíðlegt að
koma til messu og hitta þá vinina
Davíð og Andrés G. Jónasson sem
var hringjari í Þingeyrarkirkju
sem komnir voru til helgrar þjón-
ustu. Andrés lést fyrir rúmu ári
og blessuð sé minning hans. Dav-
íð var alltaf meðhjálpari á Hrafns-
eyri í messunni á þjóðhátíðardag-
inn og svo samtengdur þeirri
messu að varla er hægt að hugsa
sér messuna 17. júní án hans.
Davíð var ekki aðeins með-
hjálpari minn heldur einnig ná-
granni ásamt eiginkonu sinni
Katrínu Gunnarsdóttur og betri
nágrannar eru vandfundnir.
Fyrstu árin mín á Þingeyri
voru síðustu starfsár Davíðs á
Þingeyrarflugvelli. En Davíð
hætti aldrei að vinna. Öllum
stundum hafði hann verk með
höndum, hann las mikið og átti
gott bókasafn og hann batt inn
bækur og gerði það af mikilli
vandvirkni. Hann ræktaði gul-
rætur, gulrófur og kartöflur.
Hann fór á sjó og veiddi upp á vet-
urinn. Hann sveið hausa og lappir
á haustin. Hann gekk til rjúpna
og skaut sjófugla, sérstaklega var
gaman að hitta Davíð þegar hann
var búinn að skjóta skarf. Hann
var meðal þeirra sem vörðu æð-
arvarp í Dýrafirði og hafði
ánægju af félagsskap góðra vina.
Hann hafði yndi af stangveiði og
fór oft að veiða m.a. við árósinn í
Hjarðardal og veiddi þar bleikju.
Á þeim slóðum ólst hann upp og
sagði gjarnan frá lífinu á þeim
tímum. Davíð kunni, að ég held,
Passíusálmana utan að. Hann var
látinn lesa þá fyrir ömmu sína frá
því að hann lærði ungur að lesa og
þegar hann gekk til prestsins fyr-
ir fermingu og einhvern rak í
vörðurnar með Passíusálma sem
átti að fara með, þá sagði sr. Ei-
ríkur: Klára þú, Davíð. Davíð
fermdist í Mýrakirkju hjá sr. Ei-
ríki J. Eiríkssyni og var honum
alltaf hlýtt til kirkjunnar á Mýr-
um og kom gjarnan til messu þar
jafnvel í annað sinn á sama helgi-
degi ef svo bar undir.
Davíð tíndi mikið af aðalblá-
berjum haust hvert og átti forláta
tínu, aflatínu sannkallaða. Davíð
var afar gjafmildur á það sem
hann ræktaði og aflaði.
Það er með þakklæti í huga
sem ég rita þessa kveðju.
Ég þakka fyrir hjálpsemi í hví-
vetna og fróðleik en fyrst og
fremst vináttu og hlýju. Sam-
starfið í kirkjustarfinu verður
seint fullþakkað.
Minningarnar eru ótal margar
og dýrmætar.
Innilegar samúðarkveðjur frá
Einari og fjölskyldu minni.
Hjartans bestu þakkir fyrir allt
og vertu ætíð Guði falinn.
Guðrún Edda.
Davíð H. Kristjánsson, sem
borinn verður til grafar á Þing-
eyri í dag, var fæddur á vorjafn-
dægri árið 1930 á Bakka í Neðri-
Hjarðardal í Dýrafirði og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum. Hann
naut þeirrar gæfu að á bernsku-
dögunum voru báðar ömmur hans
og báðir afar heimilisfólk hjá for-
eldrum hans. Elst þeirra var föð-
uramman, Jóhanna Kr. Jónsdótt-
ir, fædd árið 1856. Kynnin af
þessu fólki settu mark sitt á
drenginn, enda varð hann bæði
ættfróður og áhugasamur um
söguleg efni.
Föðurfólk Davíðs í Dýrafirði
var flest mótað af hugsjónum
ungmennafélaganna og sam-
vinnuhreyfingarinnar en í móður-
ætt hans, Kollsvíkurættinni,
fundust snemma dæmi um rót-
tækari viðhorf og svo fór að Davíð
gekk á ungum aldri til liðs við
stjórnmálahreyfingu sósíalista.
Árið 1974 skipuðust mál á þann
veg að ég fór í framboð fyrir Al-
þýðubandalagið í Vestfjarðakjör-
dæmi í alþingiskosningunum sem
þá fóru fram. Tók Davíð þá ekki
annað í mál en ég hefði aðsetur
hjá sér, þá daga sem ég kynni að
dveljast á Þingeyri. Síðan eru nú
liðin 40 ár og allan þann tíma hef
ég gist eina eða fleiri nætur, á
nær hverju ári, á heimili Davíðs
og hans góðu konu, Katrínar.
Fyrstu tólf árin tengdust ferðir
mínar vestur stjórnmálavafstri en
síðar annarri og hljóðlátari iðju.
Þau umskipti breyttu engu í sam-
skiptum okkar Davíðs og er hér
margt að þakka við leiðarlok.
Það var unun að fara með Dav-
íð á bæi í Dýrafirði og í nálægum
fjörðum. Hvarvetna var hann au-
fúsugestur og greinilegt að allir
báru til hans hlýjan hug. Það var
oft mikil glaðværð og sagna-
skemmtun kringum þennan Dýr-
firðing. Sjálfur kunni hann mæta-
vel að segja frá og vekja gleði.
Hlátur hans innilegur og eftir-
minnilegur. Davíð var rótgróinn
Dýrfirðingur en lífrænar rætur
tengdu hann líka með óslítandi
böndum við Kollsvík í Rauða-
sandshreppi, Álfadal á Ingjalds-
sandi og Kirkjuból í Valþjófsdal.
Í fari sínu átti Davíð tvo eðl-
iskosti, sem auðkenndu alla hans
framgöngu, vandvirkni og hjálp-
semi. Hann vandaði öll sín verk
og var svo greiðvikinn að af bar –
naut þess að geta rétt öðrum
hjálparhönd. Hann var reglumað-
ur, prúður í framkomu en heitur í
huga og hreinskiptinn.
Sá sem við kveðjum í dag var
gæfumaður í einkalífi. Hann náði
snemma að festa sér Katrínu
Gunnarsdóttur frá Hofi í Dýra-
firði, sem æ síðan hefur borið með
honum byrðar lífsins og reyndist
best þegar mest á reyndi í langri
sjúkdómsþraut nú í lokin. Börn
þeirra eru sex, öll mannkostafólk.
Davíð H. Kristjánsson var
bókamaður, las mikið og fékkst á
efri árum við að binda inn bækur.
Hann var alllengi meðhjálpari í
Þingeyrarkirkju og meðal fjöl-
margra bóka, sem hann átti, voru
gamlar guðsorðabækur. Þær
sagði hann vera úr búi fósturfor-
eldra Jóhönnu, ömmu sinnar,
hjónanna Kristjáns Jónssonar og
Gróu Greipsdóttur, sem á síðari
hluta 19. aldar bjuggu lengi í
neðri bænum á Kirkjubóli í Val-
þjófsdal, þeim sem frá fornu fari
var nefndur Skáli.
Ég kveð kæran vin og votta
nánustu vandamönnum Davíðs
einlæga samúð vegna andláts
hans.
Kjartan Ólafsson.
Góður vinur okkar, Davíð Hall-
dór Kristjánsson á Þingeyri, er
látinn. Fréttin kom ekki á óvart.
Mér skilst að hann hafi beðið eftir
brottfarardeginum mikla og
sagðist vera forvitinn um hvað
tæki við hinum megin. Eflaust
hafa beðið hans vinir í varpa og nú
verða rifjaðar upp gamlar vest-
firskar sögur og vísur.
Davíð var af kjarnmiklu fólki
kominn, lífsreyndur og margfróð-
ur. Hann var árum saman til sjós
en það var löngu áður en okkar
fundum bar saman. Stundum
rekst maður á fólk sem virðist,
eftir stutt spjall, vera manni gam-
alkunnugt. Þannig var það með
okkar fyrstu kynni í Skotlands-
ferðinni forðum. Þá var engu lík-
ara en við þekktumst frá fornu
fari. Þessi höfðingi, sem titlaður
var „meðhjálparinn og flugmar-
skálkurinn frá Þingeyri“ hélt upp
fjöri með vísum og vestfirskum
sögum, eins og títt er í bænda-
ferðum. Allar götur síðan höfum
við verið svo lánsöm að eiga þau
Kötu og Davíð að vinum. Við er-
um þakklát fyrir samverustund-
irnar bæði hér og fyrir vestan,
fyrir leiðsögnina um Dýrafjörð-
inn og að fossinum fagra, ógleym-
anlega heimferð um Svalvogaveg-
inn fræga þar sem hann kunni skil
á örnefnum og ýmsar sögur
fylgdu með.
Ekki má gleyma öllum bóka-
og berjasendingunum að vestan. Í
húsi þeirra góðu hjóna sýndi
bókakostur heimilisins, handa-
vinna frúarinnar og umgjörðin öll,
að húsráðendur væru vel að sér til
munns og handa – ræktunarfólk í
víðum skilningi. Þeim varð sex
barna auðið og fer þar ört stækk-
andi hópur af einstaklega vel
gerðu dugandi fólki.
Fyrir rúmu ári barst fréttin um
hinn slynga vágest sem hafði læst
klóm í þennan dáðadreng. Skyldi
hann hafa æðrast? „Hvað ætli ég
fari í meðferð sem er svo erfið, að
hún gæti gengið að manni dauð-
um“ – og nú brosti hann – „ég hef
átt svo langt og gott líf, eingöngu
kynnst góðu fólki, allt hefur geng-
ið vel, við komum börnum okkar
til manns og eigum marga góða
afkomendur, er hægt að fara fram
á meira?“ Slíkt æðruleysi er ein-
stakt.
Elsku Kata okkar, við sendum
þér og fólkinu þínu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Þær eru
dýrmætar minningarnar um
þennan góða mann og við erum ei-
líflega þakklát fyrir að hafa álpast
í umrædda Skotlandsferð fyrir 15
árum. Annars hefðu leiðir okkar
ekki legið saman, og við misst af
mannbætandi samskiptum og
vináttu ykkar.
Blessuð sé minning Davíðs H.
Kristjánssonar.
Valgerður og Gunnar,
Rifkelsstöðum.
Það var undarlegt að ganga í
kvöldsólinni með þeim systrum
sorg og gleði, samtímis, niður
Kirkjustrætið og inn Vallargöt-
una að Dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Tjörn á laugardags-
kvöldið 12. júlí síðastliðinn þegar
vinur minn, nágranni og sam-
starfsmaður Davíð Halldór Krist-
jánsson lést. Sorgin er óumflýj-
anleg tilfinning þegar vinur
kveður. Þó gat ég ekki annað en
glaðst fyrir hönd Davíðs, hann
hafði hlotið hvíldina sem hann
þráði.
Á þessari stuttu göngu flugu
minningarnar gegnum hugann.
Minningar um okkar fyrstu kynni
fyrir fimm árum þegar ég kom
hingað vestur í Dýrafjörð að leysa
af þáverandi sóknarprest. Það
voru Davíð og Kata sem komu
fyrst á tröppurnar á Aðalstræti
40 til að segja mér að heimili
þeirra væri mér alltaf opið – hvort
sem mig vanhagaði um eitthvað,
vantaði aðstoð eða bara kaffisopa.
Samtölin, sögurnar, vísurnar,
bækurnar, gleðin, hláturinn og
skopskynið hans kom í hugann.
Veiðisögur og sögur sem ekki
voru látnar gjalda fyrir sannleik-
ann. Hvað hann sagði skemmti-
lega frá. Gráköflótti hatturinn og
græni pokinn. Kartöflur og rófur
komu líka sterkt upp í hugann.
Strax á fyrstu vikum dvalar minn-
ar hér á Þingeyri kom hann fær-
andi hendi með poka af kartöflum
— af eigin ræktun. Svo var eins
og hann vissi hvenær væri þörf á
að endurnýja birgðirnar. Undan-
tekningarlaust (að mig minnir)
var aðeins eftir í eina suðu af kart-
öflum þegar hann birtist á tröpp-
unum með fullan poka. Stundum
hékk pokinn á snerlinum og það
kom fyrir að gulrófur leyndust
þar líka og meira að segja ný-
veiddur silungur.
Já, þær voru margar fleiri
minningarnar sem flugu. Tólf
tímum áður, um morguninn, hafði
ég gengið til hans með viðkomu í
kirkjunni – þar sem við unnum
saman í rúmt ár, en Davíð var
meðhjálpari í Þingeyrarkirkju í
rúman aldarfjórðung. Ég heilsaði
honum og settist litla stund við
rúmið hans þar sem hann svaf.
Þegar ég stóð upp kvaddi ég hann
eins og vanalega með kossi á
kinnina og sagði: „Ég lít til þín
aftur, við sjáumst, vinur.“ Síðan
bætti ég við:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Efst í huga mér á þessari
stuttu göngu var og er þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast Davíð. Fádæma æðru-
leysi, sem spratt af einlægri
Guðstrú, einkenndi síðustu mán-
uði ævi hans og gerði síðustu sam-
verustundirnar góðar og gefandi.
Í þeirri trú læt ég síðustu kveðju
mína til hans standa, „við sjáumst
aftur, vinur“ og fel hann góðum
Guði.
Kæra Kata og fjölskylda. Við
Guðmundur Grétar vottum ykkur
okkar innilegustu samúð með ein-
lægu þakklæti fyrir allt.
Hildur Inga
Rúnarsdóttir.
✝
Elskulega móðir okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
KRISTÍN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR,
Brekkugötu 5,
Ólafsfirði,
lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku aðfaranótt
laugardagsins 12. júlí.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
mánudaginn 21. júlí kl. 14.00.
Ásta Ragnarsdóttir,
Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Hinrik Hjörleifsson,
Jóhanna Ragnarsdóttir, Sigurjón Jónasson,
Gylfi Ragnarsson,
Ragnhildur Ragnarsdóttir, Guðmar Stefánsson,
Sveinbjörg Þ. Ragnarsdóttir, Birgir Bragason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BALDUR HALLDÓRSSON
skipasmiður,
Hlíðarenda, Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
10. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 25. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á öldrunarheimilið Hlíð.
Ingvar Baldursson, Jónína Valdemarsdóttir,
Ólafur Lárus Baldursson, Jóhanna L. Árnadóttir,
Baldur Örn Baldursson, María Arnfinnsdóttir,
Halldór Guðmundur Baldursson, Anna Katrín Þórsdóttir,
Sigurður Hólmgeir Baldursson, Hildur Magnúsdóttir,
Ingunn Kristín Baldursdóttir, Helgi Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EGGERT JÓHANNESSON,
Hrafnistu, Kópavogi,
áður Kirkjuvegi 17,
Selfossi,
lést þriðjudaginn 15. júlí.
Minningarathöfn fer fram laugardaginn 26. júlí
í Kirkjuhvammskirkju í Vestur-Húnavatnssýslu kl. 14.00.
Auður Hauksdóttir,
Ólöf Lilja Sigurðardóttir, Davíð Björnsson,
Jóhannes Eggertsson,
Baldvin Eggertsson,
Kjartan Haukur Eggertsson, Guðrún Þóra Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍSA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Skjóli,
Kleppsvegi 64,
áður Bólstaðarhlíð 40, Rvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
14. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Guðmundur Sigurpálsson,
Ásthildur Sigurjónsdóttir, Jón Stefánsson,
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn.