Morgunblaðið - 19.07.2014, Side 16
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skortur er á leiguhúsnæði í Garði,
Vogum og Sandgerði og eru dæmi um
að fólk hafi þurft að leita í önnur sveit-
arfélög að húsnæði vegna þessa.
Þetta kemur fram í samtölum Morg-
unblaðsins við bæjarstjóra í bæjunum
þremur.
Samanlagt bjuggu þar um 4.140
manns í ársbyrjun.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í
Garði, segir mikla þörf fyrir leiguhús-
næði í bænum.
„Sveitarfélagið á sex félagslegar
íbúðir sem eru í notkun. Íbúðalána-
sjóður á yfir 40 íbúðir. Leigufélag
Klettur, dótturfélag Íbúðalánasjóðs,
á sex íbúðir sem allar eru í útleigu.
Það má nefna sem dæmi að fyrir
nokkrum vikum auglýsti Íbúðalána-
sjóður eina íbúð til leigu. Það sótti vel
á annan tug um þá íbúð. Það bendir til
þess að það sé mikill skortur á leigu-
húsnæði í Garði.
Ég hef verið í ágætu sambandi við
Íbúðalánasjóð. Bæjarráð fjallaði um
málið í lok júní og í framhaldinu sendi
ég Sigurði Erlingssyni, forstjóra
sjóðsins, bréf með ósk um samstarf
um þessi mál. Íbúðalánasjóður þarf
að koma þessu húsnæði í notkun,
enda er þörfin mikil og viðhaldi
margra eigna ábótavant. Við höfum
misst fólk úr byggðarlaginu vegna
þess að það finnur ekki húsnæði. Hér
eins og annars staðar hefur fólk misst
húsnæði vegna skuldavanda. Ég
þekki dæmi um fólk sem er á van-
skilaskrá. Það er mjög erfitt fyrir
þetta fólk að leysa sín mál. Fjárhags-
aðstoð sveitarfélagsins hefur aukist
mikið, sérstaklega eftir að bótatími
atvinnuleysisbóta var styttur hjá At-
vinnuleysistryggingasjóði. Þá kom
holskefla yfir sveitarfélögin. Þetta
eru orðin verulega mikil útgjöld og
þau hafa aukist mjög á síðustu tveim-
ur árum,“ segir Magnús en eins og
rakið er í ramma hér til hliðar er um-
fang fjárhagsaðstoðarinnar á þessu
ári ekki þekkt.
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í
Sandgerði, segir mikla eftirspurn eft-
ir leiguhúsnæði í bænum.
Selja frekar en gera við
„Eftirspurnin eftir leiguhúsnæði er
mjög mikil. Margir hafa haft sam-
band við okkur beint eða í gegnum fé-
lagsþjónustuna. Það fara afskaplega
fáar eignir frá Íbúðalánasjóði í leigu.
Það er vegna þess að þeir hafa ekki
heimild til að eyða nema ákveðinni
fjárhæð í endurbætur eða viðhald á
húsnæði. Flestar eignir þeirra í Sand-
gerði þarfnast meira viðhalds en
Íbúðalánasjóður er tilbúinn að leggja
í þær. Það er mikið af eignum í sölu en
fólk hefur ekki efni á að leggja fram
20% af markaðsvirði í útborgun.
Þetta er því mjög snúin og erfið
staða.“
Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæj-
arstjóra í Vogum, er sveitarfélagið
ekki með félagslegt húsnæði, ef frá
eru taldar tvær íbúðir fyrir eldri
borgara.
„Við höfum heyrt af fólki sem er á
hrakhólum með húsnæði. Það er at-
vinnulaust, með lágar tekjur eða glím-
ir við annan vanda sem veldur því að
það finnur ekki húsnæði. Við vitum
ekki hvaða áhrif þessi vandi hefur á
íbúafjöldann. Það eru aðeins vanga-
veltur.“
Erfiðara að finna húsnæði
Hann bendir á að sveitarfélögin
Vogar, Garður og Sandgerði reki
sameiginlega félagsþjónustu.
„Við bæjarstjórarnir þrír ræddum
málið í gær og ákváðum að fara yfir
málin með félagsþjónustunni eftir
verslunarmannahelgina, þegar sum-
arfríum lýkur. Það er þung undaralda
og erfiðara fyrir fólk að finna húsnæði
en áður. Það er að minnsta kosti upp-
lifun mín, án þess að ég hafi nákvæm-
ar tölur um það. Hluti vandans er sá
að hér standa margar íbúðir auðar í
eigu Íbúðalánasjóðs eða banka sem
seljast ekki né fást leigðar. Það er erf-
itt fyrir fólk sem er í virkilegum hús-
næðisvanda að horfa upp á það að hér
skuli standa mikið af ónotuðu húsnæði
sem er ekki nokkur einasta leið að
komast í.“
Eignasala gengur vel í Keflavík
Úlfar Indriðason, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs hjá Íbúðalána-
sjóði, segir vel ganga að selja eignir í
eigu sjóðsins í Keflavík. Salan gangi
hins vegar hægar í Vogum, Garði og
Sandgerði.
„Við höfum fundað með sveitar-
stjórum í þessum bæjum og erum að
skoða hvort það sé eitthvað hægt að
gera til að auka framboð af leiguhús-
næði. Það er auðvitað þannig að
margar af þessum eignum eru það
stórar að þær henta ekki fólki sem er
með lágar tekjur og hefur takmark-
aða möguleika á fasteignamarkaði. Þá
er lítið annað að gera en að selja eign-
irnar.“
Samkvæmt janúarskýrslu Íbúða-
lánasjóðs var sjóðurinn þá með 371
eign í sölu og 294 eignir í leigu á Suð-
urnesjum. 102 eignir í eigu sjóðsins á
svæðinu voru þá auðar. Í júní var sjóð-
urinn með 421 eign í sölu og 347 íbúðir
í leigu. 17 eignir voru þá auðar og hef-
ur slíkum eignum því fækkað hratt.
Húsnæðisskortur á Suðurnesjum
Skortur er á leiguhúsnæði í Garði, Vogum og Sandgerði Dæmi eru um að fólk hafi þurft að leita í
önnur sveitarfélög Íbúðalánasjóður með 371 eign í sölu og 294 eignir í leigu á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Á göngu Sandgerðingar ganga glaðir um bæinn í aðdraganda Sandgerðisdaga. Þar er nú mikill húsnæðisskortur.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sat hjá við
atkvæðagreiðslu um bráðabirgðasamning um sjúkra-
flutninga á höfuðborgarsvæðinu á stjórnarfundi
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Ég tel samninginn
óviðunandi fyrir sveitarfélögin og sit því hjá. Þessi
samningur endurspeglar ekki raunverulegan kostnað
sjúkraflutninga en umframkostnaðurinn mun lenda á
sveitarfélögunum. Þá eru sveitarfélögin að greiða með
þjónustu sem ríkið á að greiða fyrir.“
Þá segir Gunnar samninginn hafa verið gerðan undir
hótun. „Þessi samningur var gerður undir þeirri hótun,
að ef ekki yrði samið, yrði málum skipað í reglugerð sem
við þyrftum að hlíta. Mér finnst þetta slæm vinnubrögð og ég er ekki bjart-
sýnn á að góður langtímasamningur náist miðað við þennan samning,“ seg-
ir Gunnar. Hinn nýsamþykkti samningur er til níu mánaða. isb@mbl.is
Telur samninginn óviðunandi
Gunnar Einarsson
Nú þegar hafa
7,7 milljónir
króna safnast í
áheitasöfnun
Reykjavíkur-
maraþons Ís-
landsbanka, sem
fram fer laug-
ardaginn 23.
ágúst næstkom-
andi í tengslum
við Menningar-
nótt í Reykjavík. Áheitasöfnunin er
á vefnum hlaupastyrkur.is, þar sem
hægt er að heita á hlaupara, en
skráning á sjálft hlaupið er á vefn-
um marathon.is. Í fyrra söfnuðust
ríflega 72,5 milljónir króna, sem
runnu til 148 góðgerðafélaga. Var
það 58% meira en árið áður.
7,7 milljónir hafa
þegar safnast
Frá síðasta Reykja-
víkurmaraþoni.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
var undir hádegi í gær tilkynnt um
harðan árekstur á Vesturlandsvegi.
Ekki urðu slys á fólki en í ljós kom
að annar ökumaðurinn var ölvaður
og fékk hann viðeigandi meðhöndl-
un, eins og segir í dagbók lögregl-
unnar. Skömmu síðar fékk lög-
reglan í sama hverfi tilkynningu
um eignaspjöll á vinnuvélum í Graf-
arholti. Ekki fylgdu frekari upplýs-
ingar um tjónið.
Annars gekk umferðin í gær að
mestu leyti vel, að sögn lögreglu.
Þó skullu tveir bílar saman á mót-
um Höfðabakka og Bíldshöfða um
hálfníuleytið í gærvöldi. Fimm
manns voru í bílunum og tveir
þeirra voru fluttir á slysadeild, ekki
alvarlega slasaðir.
Ölvaður í árekstri
á Vesturlandsvegi
STUTT
Að sögn Gyðu Hjartardóttur, félagsþjónustufulltrúa hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, liggur ekki fyrir hversu mikil fjárhagsaðstoð sveit-
arfélaganna var á fyrri hluta ársins.
Skýringin er sú að sambandið hefur ekki fengið samtímaupplýsingar
úr ársreikningum frá öllum stærstu sveitarfélögunum fyrir fyrstu þrjá
mánuði ársins. Jafnframt upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélag-
anna er hægt að nálgast upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga hjá
Hagstofu Íslands. Hagstofan safnar gögnum um fjárhagsaðstoð sveitar-
félaganna á ársgrundvelli. Þar kemur fram, auk upphæða, hver fjöldi ein-
staklinga sem fær aðstoð er og fleiri upplýsingar tengdar félagslegri að-
stoð. Þær upplýsingar gerir Hagstofan upp á ársgrundvelli og nýjustu
upplýsingar sem liggja fyrir þar eru fyrir árið 2013.
„Það er vilji til þess hjá sambandinu að vinna að því í samstarfi við vel-
ferðarráðuneytið og Samtök félagsmálastjóra að vinna að því að hægt
verði að kalla þessar upplýsingar fram mánaðarlega. Það er eitthvað sem
samræmist nútímastjórnsýslu og nýtist sveitarfélögunum í þeirra vinnu,
auk þess sem greinileg eftirspurn er eftir því frá fjölmiðlum.“
Fram kom í Morgunblaðinu í mars sl. að samkvæmt áætlunum myndi
fjárhagsaðstoðin nema 4,7 milljörðum króna. Félagsþjónustufulltrúi
sambandsins staðfestir þær áætlanir. „Niðurstöður ársreikninga fyrir ár-
ið 2013 sýna að áætlunin reyndist mjög nákvæm,“ segir Gyða.
Umfangið er ekki vitað
FJÁRHAGSAÐSTOÐ SVEITARFÉLAGANNA
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og
hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin
að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði
og snjalla þráðlausa tengingu.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is