Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Suður-Reykir, alifuglabú Kynning á verkefnislýsingu deiliskipulags Mosfellsbær auglýsir hérmeð til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir reit úr landi Suður- Reykja, sem merktur er 320-L á aðalskipulagi og skilgreindur þar sem landbúnaðarsvæði. Markmið með deiliskipulaginu er að gera það mögu- legt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni, en aðeins verður um óverulega aukningu á umfangi starfseminnar að ræða. Í verkefnislýsingunni kemur lögum samkvæmt fram „hvaða áherslur sveitarstjórn (hefur) við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um for- sendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.“ Verkefnislýsingin liggur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ, og á heimasíðu bæjarins á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar Athugasemdum og ábendingum varðandi skipulagslýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir 1. ágúst n.k. 17. júlí 2014, Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar finnur@mos.is   RÆSTINGARÞJÓNUSTA Í LEIKSKÓLUM Í KÓPAVOGI Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í ræstingar- þjónustu í 14 leikskólum í Kópavogi. Í verkinu fellst að framkvæma reglulegar ræstingar, bónun og hreingerningar í eftiröldum leikskólum: 1. Anarsmári 2. Asturkór 3. Álfaheiði 4. Álfatún 5. Baugur 6. Dalur 7. Efstihjalli 8. Fagrabrekka 9. Lækur 10. Marbakki 11. Núpur 12. Sólhvörf 13. Urðarhóll 14. Grænatún Samtals 9.310 m² Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 í þjónustuveri Kópavogsbæjar Fannorg 2 frá og með þriðjudeginum 22. júlí 2014. Tilboðum skal skilað á sama stað fimmtudaginn 7. ágúst 2014 fyrir kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/um-or/utbod Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í: HELLISHEIÐARVIRKJUN STÁLPÍPUR OG FITTINGS Efnið er vegna framkvæmda Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Flutningsskilmáli FOB. Nánari lýsingu má finna í útboðsgögnum ONE 2014/01 sem eru á ensku. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn verður hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR frá og með mánudeginum 14. júlí 2014. http://www.or.is/um-or/utbod Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 4. september 2014 kl.11:00. ONE 2014/01 12.07.2014 Raðauglýsingar 569 1100 Til Kanaríeyjafara Hið árlega Kanaríeyjamót verður haldið hjá ferðaþjónustunni í Úthlíð 25-26. júlí næstkomandi. Hátíðin er með hefðbundnum hætti, matur ogharmonikkuball. Nánari upplýsingar á Facebook og í síma 8940610. Tilboð/útboð Bókaveisla Hin landsfræga og margrómaða júlíútsala er í fullum gangi. 50% afsláttur. Allt á að seljast Við erum í Kolaportinu, hafnarmegin í húsinu. Opið um helgina kl. 11-17. Til sölu Fundir/Mannfagnaðir Skútustaðahreppur Auglýsing sveitarstjórnar um niðurstöður sínar. sbr. 2. mgr. 32 gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Almenn ákvæði og leiðréttingar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, sem auglýst var skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við kafla 4.1.3. Byggingarlist og mannvirkjagerð bætist almennt ákvæði við svigrúm til framkvæmda á „fullbyggðum svæðum“. Jafnframt eru annars vegar leiðrétt skipu- lagsákvæði sem lentu í röngum dálki og hins vegar augljós villa sem leiðrétt er til samræmis við önnur svæði þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum. Tillagan var auglýst frá og með 28. mars til og með 9. maí s.l. og sveitarstjórn samþykkti hana þann 25. júní s.l. Athugasemdir við tillöguna gáfu ekki tilefni til breytinga á henni og hefur hún verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar. Samþykkt deiliskipulag. Deiliskipulag við Sel-Hótel Mývatn. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt eftir- farandi deiliskipulagstillögu, sem auglýst var skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulags- tillagan, sem er í landi Skútustaða 2, var auglýst frá og með 28. mars til og með 9. maí s.l. samhliða og til samræmis við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Í henni er gert ráð fyrir færslu þjóðvegar um 30 m til norðurs, tveimur gönguleiðum yfir þjóðveg og undir- göngum fyrir búfénað. Einnig er gert ráð fyrir stækkun á byggingarreit hótels og verslunar, auk skilgreindra stæða fyrir bíla og rútur. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Við loka- afgreiðslu deiliskipulagsins voru gerðar lítils háttar breytingar á greinargerðartexta vegna framkominna athugasemda. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna svo breytta þann 25. júní s.l. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Útboð Raufarhöfn Endurbætur á smábátahöfn Hafnanefnd Norðurþings óskar eftir til- boðum í ofangreint verk. Um er að ræða endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs, að steypa landstöpul flotbryggju og færa núverandi flotbryggju. Helstu magntölur: Flokkað grjót og sprengdur kjarni um 3.800 m³. Dýpkun í -2,5 m um 1.700 m³. Landstöpul 1 stk Færa flotbyggju 2x20 m Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. desember 2014. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7–9, 640 Húsavík og hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 23. júlí 2014, gegn 5.000 kr. greiðslu. Skila skal tilboðum á sömu staði miðviku- daginn 13. ágúst 2014 kl. 14.00 og verða þau opnuð þar kl. 14.15 þann dag. Hafnanefnd Norðurþings. www. radum. i s radum@radum. i s S ím i 519 6770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.