Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
✝ Jóhann Ólafs-son fæddist að
Þverá á Síðu í Vest-
ur-Skaftafellssýslu
24. janúar 1950.
Hann lést 10. júlí
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Fanney
Guðsteinsdóttir, f.
31.1. 1913, d. 8.1.
1972 og Ólafur Vig-
fússon, f. 5.2. 1917,
d. 2.2. 1996. Systkini Jóhanns
eru: 1) Vigfús Ólafsson, f. 25.12.
1946, 2) Sólrún Ólafsdóttir, f.
28.2. 1948 og hálfsystkini, sam-
mæðra, 3) Guðsteinn Krist-
insson, f. 16.6. 1931, d. 26.2.
2002, 4) Hörður Kristinsson, f.
13.7. 1933, 5) Þráinn Krist-
insson, f. 27.12. 1936, d. 16.9.
1955 og 6) Katla Magnúsdóttir,
f. 8.2. 1941. 7. ágúst 1983 kvænt-
ist Jóhann Þuríði Sveinbjörgu
Arnórsdóttur, f. 19.7. 1957. Þau
slitu samvistum eftir 12 ára sam-
búð árið 1990. Þeirra börn eru:
1) Svanfríður Arna, f. 18.12.
1981, sambýlismaður Sigurður
Grétar Ágústsson, f. 2.4. 1980.
Sonur þeirra er Almar Jökull, f.
og fluttust á mölina, fyrst í
Kópavog og síðar til Reykjavík-
ur. Víða kom Jói við á sinni sjó-
mennskutíð og var hann m.a. á
bátum frá Vestmannaeyjum,
Hafnarfirði, Hornafirði, en þó
lengst af frá Þorlákshöfn. Frá
Þorlákshöfn sótti hann bæði sjó
með stærri bátum og einnig eig-
in trillu sem hann nefndi eftir
Fanneyju, móður sinni. Jói gekk
í flest þau störf til sjós sem sinna
þurfti og taldi það ekki eftir sér;
hann var háseti, stýrimaður, vél-
stjóri, kokkur og svo skipstjóri á
eigin bát. Hann sótti sjó sleitu-
laust fram til 1999 og leit ávallt
á sig sem sjómann. Frá árinu
2000 hefur Jói búið á Kirkjubæj-
arklaustri hjá systur sinni, Sól-
rúnu Ólafsdóttur, og manni
hennar, Lárusi Valdimarssyni,
eftir að hann hætti störfum til
sjós sökum veikinda. Hann
sinnti hinum ýmsu störfum á
Klaustri uns hann hóf störf við
bleikjueldi Klausturbleikju árið
2006 þar sem hann starfaði allt
til dauðadags. Minka- og tófu-
veiðar áttu lengst af hug hans
allan og stundaði hann þær af
miklum móð fram á síðasta dag.
Útför Jóhanns fer fram frá
Prestsbakkakirkju á Síðu í dag,
19. júlí 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
12.4. 2010. Fyrir
átti Svanfríður
dótturina Hörpu
Dagbjörtu Hjalta-
dóttur, f. 16.12.
2002, 2) Guðsteinn
Fannar, f. 3.7. 1987,
3) Guðmundur
Birkir, f. 29.9. 1988,
sambýliskona
Björg Eyþórsdóttir,
f. 22.6. 1988. Sonur
þeirra er Arnór
Stirnir, f. 6.3. 2012.
Jóhann, sem ávallt var kall-
aður Jói, fæddist og ólst upp að
Þverá, gegndi hann þar öllum
almennum bústörfum og þar
byrjaði áhugi hans á veiðum sem
fylgdi honum alla tíð. Þegar
hann var 16 ára gamall fór hann
á sínu fyrstu vertíð til Vest-
mannaeyja og vann hann í fram-
haldi af því sem sjómaður
stærstan hluta starfsævi sinnar.
Kom hann þó alltaf heim á sumr-
um að Þverá til að létta undir
með foreldrum sínum. Eftir lát
móður sinnar árið 1972, fluttist
hann aftur heim að Þverá til föð-
ur síns. Bjó hann þar þangað til
þeir feðgar brugðu búi árið 1976
Elsku pabbi minn.
Ég trúi því bara ekki ennþá að
þú sért farinn frá okkur og komir
ekki aftur. Mér brá svo rosalega
þegar þú varst fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur en frétti
svo af þér þegar þú varst kominn
alla leið niður á spítala, segjandi
læknunum brandara og ótrúlega
hress. Næstu daga vorum við fjöl-
skyldan dugleg að heimsækja þig
þessar stundir sem þú varst í
bænum. Þegar þú varst útskrif-
aður þá gistir þú hjá okkur eina
nótt og þó við vildum fá að hafa
þig lengur þá vildir þú komast
heim í sveitina þína. Þér var svo
umhugað um aðra en við máttum
aldrei hafa áhyggjur af þér.
Ég hringdi í þig nánast í hvert
sinn sem ég var að fara á næt-
urvakt og síðasta skiptið sem ég
heyrði í þér var ég einmitt að fara
á næturvakt, það var kvöldið áður
en þú fórst og þú varst svo hress
og kátur, allur að koma til og
baðst mig um að hafa engar
áhyggjur af þér því þú værir bara
að taka það rólega.
Þegar ég hugsa til baka frá því
ég var barn þykir mér ótrúlega
vænt um hvað þú varst duglegur
að hringja í mig, líka þegar þú
varst á sjónum þótt þú hefðir fátt
að segja nema hvað þið voruð
búnir að fiska mikið. Þú varst
auðvitað bara að hringja til að fá
að vita hvernig mér leið og hvort
ekki væri allt í lagi þó ég hafi ekki
þá skilið hvað mér kom við hvað
mikið hafði fiskast. Einnig er mér
mjög minnisstætt hvað þú varst
alltaf þolinmóður og skein í gegn
hvað þér þótti vænt um mig og
hvað þú vildir taka þátt í eins
mörgu og hægt var í mínu lífi.
Ferðin þegar þú fórst með okkur
systkinin að Þverá er mjög eft-
irminnileg því það var þér svo
mikils virði að kynna okkur fyrir
sveitinni þinni þar sem þú ólst
upp og er ég í dag mjög þakklát
fyrir það þó ég hafi verið á erf-
iðum aldri þegar ferðin var farin.
Eftir að börnin mín fæddust
hefur þú komið í öll afmælin
þeirra og alveg sama hvað var að
gerast hjá okkur, útskriftir,
skírnir eða fæðingar barna-
barnanna, þá varst þú alltaf
mættur og meira að segja barðist
í gegnum öskuna þegar Almar
minn fæddist. Þú varst vanur að
spjalla við mig á meðan ég bakaði
og tók til fyrir afmælin og mikið á
ég eftir að sakna þess að fá þig
ekki til mín núna í desember. Þú
hafðir svo gaman af því að elda og
kenna mér hin ýmsu trix í eldhús-
inu og það sást alltaf á Sigga hvað
hann var glaður þegar þú varst
hjá okkur því þá fékk hann bláa
mjólk, smjörva, hangikjötsálegg
og lambakjöt í matinn eða kjöt-
súpu að hætti Jóa.
Þú varst svo ótrúlega hjarta-
hlýr og vildir allt fyrir alla gera
og gjafmildari mann veit ég varla
um. Um fermingaraldur minn
keyptirðu tölvu handa okkur
systkinunum því það var ekki
annað hægt en að við ættum tölvu
þó fáir ættu tölvu á þeim tíma.
Það var alltaf stutt í hláturinn í
kringum þig og gátum við hlegið
saman hvort af óförum annars og
skemmt okkur. Kátum, brosandi
og hlæjandi langar mig að muna
eftir þér, elsku pabbi minn.
Ég gæti skrifað endalaust um
allar þær stundir sem við áttum
saman en ég geymi þær í hjarta
mér og mun aldrei gleyma þér.
Pabbi, ég elska þig og sakna
þín svo mikið. Þín dóttir,
Svanfríður Arna.
Elsku besti pabbi minn, þegar
ég lít til baka og hugsa um allt
sem við gengum í gegnum saman
þá hefði ég ekki viljað hafa hlut-
ina neitt öðruvísi en þeir voru. Ég
trúi því að allt sé af einhverri
ástæðu. Ef það er eitthvað í okkar
sambandi sem stendur upp úr þá
eru það sumrin sem ég var í sveit
á Syðri-Fljótum, þegar ég var 14
og 15 ára. Þarna sýndir þú mér
svo vel úr hverju þú varst gerður.
Keyrðir til mín oft í viku bara til
þess að kíkja á mig og jafnvel til
að bjóða mér eitthvert með þér út
í náttúruna þar sem þú vildir
helst alltaf vera. Gleðin sem
fylgdi þér alltaf alla tíð og áhugi
þinn á því að passa alltaf upp á að
engum liði illa í kringum þig lýsir
þér mjög vel. En það sem þú
gleymdir alltaf að gera var að
setja sjálfan þig í fyrsta sætið.
Þegar ég var lítill þá fannst
mér alltaf svo gaman að spyrja
þig út í allt á milli himins og jarð-
ar, því það skipti engu máli hvað
það var, þú hafðir alltaf svör við
öllu. Það þarf að leita víða til að
finna jafn fróðan mann og þig.
Hvaðan öll þessi vitneskja kom er
mér óskiljanlegt því lítið varstu
lærður á bókina. En þú varst
snemma lífsreyndur og fannst
ætíð út úr hlutunum sjálfur og
prófaðir þig áfram. Fyrir mér
sem litlum polla, og jafnvel
ennþá, er þetta svo aðdáunar-
verður eiginleiki og gerði þig að
þessum skemmtilega félaga sem
þú varst.
Eftir að þú fluttir á Klaustur
varð það auðvitað að venju að
stoppa alltaf hjá þér þegar við
áttum leið um. Það var alveg
sama hversu mikið var að gera
hjá þér eða hvaða tíma dags við
vorum á ferðinni, alltaf gafstu þér
tíma til að elda fyrir okkur læri og
með því. Öllu var tjaldað til þegar
þú vissir að við værum á leiðinni
og við komumst ekki upp með
annað en að halda áfram keyrslu
okkar um landið pakksödd eftir
læri, ís og allan pakkann. Eins er
mér minnisstætt í ferðinni okkar
vestur fyrir fjórum árum, þegar
þú tókst varla annað í mál en að
hafa læri í matinn uppá hvern dag
og við borðuðum sjö læri á 10
dögum. Svona varstu, vildir gera
vel við þig og þína þegar kom að
þessu, það dugði ekkert hálfkák.
Takk kærlega fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman,
elsku pabbi minn, ég veit að þú
munt fylgjast jafn vel með okkur
þar sem þú ert, eins og þú gerðir
alltaf. Sérstaklega núna næstu
daga þegar það bætist einn lítill
grallari í afastrákahópinn.
Þegar ég hugsa um þig núna
og staðinn sem þú ert á þá sé ég
þig fyrir mér á bátnum þínum
klæddur í veiðigallann þinn með
öll veiðarfærin þín að sigla út úr
einhverjum fallegum firði í kvöld-
sólinni á leiðinni á vit ævintýr-
anna.
Á þessum erfiðu tímum langar
mig til að þú vitir hversu mikils
virði vinátta okkar var mér.
Bjartsýni þín og þessi ótrúlega
gleði sem alltaf var í kringum þig
hefur kennt mér svo margt í
þessu lífi. Ég kveð þig með mikl-
um söknuði, elsku pabbi minn, en
þú mátt trúa því að minning þín
mun alltaf lifa, bæði hjá mér og
hjá barnabörnunum þínum.
Þinn,
Guðmundur Birkir.
Elsku pabbi minn.
Þú kvaddir alltof fljótt, hvernig
getur þessi ungi hrausti maður
verið farinn? Það var að lokum
hjartað þitt sem sveik þig, ekki
vantaði viljann, þrekið og dugn-
aðinn. Þú fékkst að fara fljótt og
þurftir ekki að þjást. En eftir sit
ég með ótal spurningar sem þú
einn getur svarað.
Ást þín til okkar systkinanna
er ofarlega í huga mér, hversu
mikið þú gafst af þér en baðst
ekki um neitt á móti. Ekki var ég
hár í loftinu þegar þú fórst að
draga mig með í veiðiskap.
Fyrstu veiðiminningar eru um
dorgveiði af bryggjunni í Þor-
lákshöfn eftir að þú keyptir
handa okkur nýjar veiðistangir.
Víða var farið að veiða og áttum
við margar góðar stundir saman.
Þó að ég hafi ekki búið hjá þér
nema fyrstu ár ævi minnar, kom
það ekki að sök. Þú varst svo dug-
legur að hringja, þannig hélstu
sambandinu. Þar hlustaðir þú og
sagðir svo frá því hvað þú varst að
gera. Oft var ekkert merkilegt
sagt en alltaf var gott að heyra í
þér og fannst mér gott hversu
duglegur þú varst að fylgja þess-
um símtölum eftir. Spurðir þú
næst þegar þú heyrðir í mér
hvernig hefði gengið með það
sem ég var að brasa síðast. Alltaf
varstu nálægt, þó oft hefðu kíló-
metrarnir verið margir á milli.
Þú varst svo stoltur að ég hefði
ákveðið að mennta mig og þannig
auka tækifærin mín í lífinu. Auð-
heyrt var að þú hafðir séð eftir því
að hafa ekki menntað þig.
Þegar ég kom austur til þín var
veiðiskapurinn ofarlega í huga.
Þá var farið um alla sveitina að
líta í minkagildrur og var þá jafn-
framt horft eftir tófum. Þessar
ferðir voru svo miklu meira en
bara veiðiferðir, þarna fræddir
þú mig m.a. um mófuglana, þeirra
háttalag og söng.
Misjafnlega vel bar í veiði í
þessum ferðum, en oft áttir þú
það til að stoppa bílinn þegar við
vorum í miðjum samræðum og
benda á fuglinn og segja „sjáðu
fuglinn og hvernig hann hegðar
sér“. Þá sástu eitthvað á háttalagi
hans sem sagði þér að vargur
væri nærri. Þetta var þitt helsta
verkfæri í veiðinni, sama hver
hún var. Þessi eftirtekt þín og
skilningur á náttúrunni varð til
þess að mér fannst þú hafa fleiri
skilningarvit en við hin.
Mörg símtölin seint á kvöldin
fóru í frásagnir af nýjustu veiði-
ferðinni og hvernig þú náðir að
leika á bráðina. Þessara símtala
mun ég sakna mikið.
Sérstaklega minnisstæðar eru
síðustu tvær veiðiferðir okkar
saman, þar lagðir þú allt kapp á
að ég myndi ná að skjóta mína
fyrstu tófu. Þjálfunin var auðvit-
að byrjuð löngu áður, allar þær
stundir sem ég fylgdist með þér á
veiðum. Ekki vantaði löngunina
hjá mér að læra af þér, náttúru-
barninu, og um síðustu verslunar-
mannahelgi lágum við úti alla
helgina og náði ég með þinni hjálp
loks að skjóta mína fyrstu tófu.
Ég skaut mórauða læðu og þú
skaust tvo hvolpa hennar. Nú er
veiðifélaginn farinn á vit feðranna
og hlutskiptin munu breytast, nú
veiði ég og þú horfir á, elsku
pabbi minn.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði og sorg í hjarta.
Þinn
Fannar.
Elsku Jói, þó kynni okkar hafi
ekki verið nærri nógu löng þá
þekktumst við ótrúlega vel því við
áttum svo margar góðar stundir
saman bæði þegar þú komst og
varst hjá okkur fyrir sunnan og
þegar við komum austur. Ég held
að ég hafi varla átt ferð um
Skaftafellssýslu án þess að belgja
mig út með dýrindis lambalæri
síðan við hittumst fyrst.
Við Jói deildum áhuga á veiði-
skap og því voru ófá símtölin um
veiðiskap sem okkur fóru á milli
en þó er ein veiðiferð sem sér-
staklega verður í minnum höfð þó
það hafi kannski ekki verið fyrir
aflabrögðin. En þessi ferð er góð-
ur vitnisburður um hversu ein-
stakur Jói var. Það var sumarið
2010 að við buðu honum að koma
með okkur í ferð um Vestfirði í til-
efni sextugsafmælis hans. Við
gistum í húsi sem við leigðum á
Súðavík og okkur fannst alveg til-
valið að reyna að veiða eitthvað af
þessum makríl sem hertekið
hafði miðin allt í kringum landið
en þegar verið var að draga einn
upp á bryggjuna þá festi Jói á
óskiljanlegan máta öngulinn af
minni stöng á bólakaf í lófann á
sér svo sækja þurfti lækni til Ísa-
fjarðar til að ná honum úr. Að
vísu þurfti að beita Jóa töluverð-
um fortölum til að fara og hitta
þennan lækni því hann „hefði nú
alveg getað skorið fyrir þessum
krók sjálfur“.
Á leið til baka frá lækninum
var lítið talað enda búið að sól-
unda bæði tíma og fé sökum
þessa klaufaskapar og veiði-
mannsstoltið mikið sært. Þegar
andrúmsloftið var um það bil að
verða óþægilega þrúgandi í bíln-
um kallar Jói upp fyrir sig
STOPP svo halda mætti að eitt-
hvað hræðilegt hefði gerst. Rauk
hann út úr bílnum, reif upp skott-
lokið og hljóp svo út í móa með
felgulykilinn á lofti svo skein í
sáraumbúðirnar. Stuttu seinna
tölti hann sigri hrósandi til baka
með minkaskott í vasanum búinn
að vinna inn hluta þess sem þessi
ferð til læknisins hafði kostað
hann.
Takk fyrir allar stundirnar og
hvíldu í friði.
Sigurður Grétar Ágústsson.
Tengdafaðir minn er fallinn
frá, alltof snemma og án fyrir-
vara. Tilfinningin er undarleg
enda maður á besta aldri og virk-
aði svo hraustur út á við þó raunin
hafi e.t.v. verið önnur þegar betur
var að gáð. Á svona tímum fara
alls kyns hugsanir í gegnum höf-
uðið á manni og maður verður
áþreifanlega var við hversu
hverfult lífið er. Fyrstu kynni mín
af Jóa voru fyrir fjórum árum,
þegar ég var lítil og feimin ný
kærasta í fjölskyldunni og við
stoppuðum á Klaustri til að borða
læri, eins og venjan var. Þegar ég
hugsa til baka held ég að hann
hafi haft frekar mikið gaman af
því hversu feimin ég var þegar
hann fór að segja mér alls konar
sögur af hinu og þessu sem ég
hafði ekki hundsvit á og sagði
bara já og amen við öllum um-
mælum hans um minka og fisk-
veiðar. Hann var lífsglaður mað-
ur, sem hafði gaman af því að
setja fólk örlítið úr jafnvægi með
góðlátlegri stríðni og tókst hon-
um yfirleitt vel til. Mér fannst það
síðan skondið og alveg í hans
anda, að viku eftir þessa heim-
sókn okkar hringir hann í Guð-
mund til að athuga hvort ég hafi
ekki örugglega skilið hvað hann
átti við. Áberandi fannst mér
hversu vel maður fann hversu
vænt honum þótti um börnin sín
og vildi allt fyrir þau gera. Alveg
frá því ég fór að heyra sögur af
„Jóa pabba“ frá þeim og eftir því
sem ég kynntist tengdapabba
mínum betur, sá ég hversu mikið
börnin hans litu upp til hans. Vin-
átta hans við börnin sín og hversu
duglegur hann var að hafa sam-
band við þau og styrkja tengslin
var til eftirbreytni. Jóa verður
sárt saknað en minning hans mun
lifa með okkur og án alls efa fá
börnin okkar Guðmundar að
heyra ófáar skemmtisögurnar af
Jóa afa um ókomna tíð. Þín
tengdadóttir,
Björg.
Elsku afi.
Ég man að þú komst alltaf á af-
mælinu mínu (í desember rétt
fyrir jólin) og hjá Almari líka (í
apríl). En þetta ár kemur þú ekki
í afmælið mitt. Þú gafst mér
fyrsta gírahjólið. Þegar við fórum
á Vestfirði öll saman og þegar þú
komst með fjögur álftaregg og
sýndir okkur þau og þú tókst
eggjarauðuna og eggjahvítuna úr
eggjunum. Við eigum ennþá uppi
í hillu eina eggjaskurn.
Ég man líka þegar ég, Gummi
og Arnór fórum á Kirkjubæjar-
klaustur í ferminguna hjá Svan-
hildi, þá vorum við eina helgi fyrir
austan, fyrsta kvöldið gafst þú
okkur að borða á hótelinu á
Klaustri að hætti Klaustur-
sbleikju. Þú bauðst okkur líka í
hádegismat heim til þín seinna
um helgina.
Ég mun aldrei gleyma þér og
þú mátt ekki gleyma mér. Hvíldu
í friði, elsku afi minn, minning þín
lifir.
Harpa Dagbjört.
Ef hægt er að ræða um ein-
hvern sem „náttúrutalent“ þá
varst það sannarlega þú, kæri
mágur. Allt frá barnsaldri var það
náttúran sem hafði aðdráttarafl-
ið. Vötnin, áin, hraunið, fuglarnir
og nánast hver lifandi lífvera í
umhverfinu. Þú stóðst vart út úr
hnefa þegar fyrsti fiskurinn var
veiddur og alla tíð síðan hefur þú
verið fengsæll veiðimaður. Það
var eins og þú vissir um alla bestu
staðina, vissir hvar fiskarnir
héldu sig og skynjaðir þeirra
hreyfingar.
Þegar þú snerir þér að skot-
veiðinni var það sama upp á ten-
ingnum, þú varst einstaklega
næmur á allt hátterni refa og
minka, já og gæsa og annarra
fugla þegar það átti við. Ég minn-
ist kyrrláts kvölds við Eldvatn í
Meðallandi fyrir fáum árum þeg-
ar þú skynjaðir hin ýmsu hljóð
náttúrunnar sem við hin heyrð-
um ekki. Þú sagðir okkur frá
„hjali“ yrðlinga að leik, þú heyrð-
ir gaggið í eldri refum, þú þekktir
auðvitað öll fuglahljóðin og skýja-
farið gat örugglega sagt þér til
um það hvernig veðrið yrði næsta
dag.
Þú hafðir gaman af tónlist, þó
að þú tækir ekki beint þátt í flutn-
ingi hennar sjálfur en tónlist
náttúrunnar kunnir þú góð skil á.
Þar þekktir þú hvern streng og
hljóm og naust þín til fullnustu.
Þegar sá gállinn var á þér gast
þú reytt af þér brandara, komið
með hnyttin tilsvör og verið eft-
irherma svo eftir var tekið og
sjálfur tókstu bakföll af hlátri
þegar glensið stóð sem hæst. Já,
hægt er að rifja upp ótal góðar
minningar af samverustundum.
Kærleiksríkur faðir, tengda-
faðir og afi er nú farinn til sólar-
landsins og mestur er ykkar
missir, elsku Svanfríður, Fannar,
Guðmundur, tengdabörn og afa-
börn. Guð styðji ykkur í sorginni
og yljið ykkur við góðar minning-
ar. Vertu kært kvaddur, minning
þín lifir.
Hanna Hjartardóttir.
Það voru margar góðar minn-
ingar sem komu upp í huga okkar
eftir símtal frá syni Jóhanns
Ólafssonar, vini mínum, er hann
sagði frá ótímabæru fráfalli föður
síns.
Jóann eða Jói eins og hann var
gjarnan kallaður gerðist starfs-
maður okkar hjóna vorið 1986 er
við keyptum bát sem Jói hafði
verið vélstjóri á og fylgdi hann
með í kaupunum ef svo má segja.
Það var mikill happafengur að fá
að njóta starfskrafta Jóa, hann
var lífsreyndur sjómaður og
sveitamaður sem kunni ráð við
flestu og lá sannarlega ekki á liði
sínu þegar á þurfti að halda. Jóa
líkaði lífið þegar verkefnin voru
óvenjuleg, þau voru snúin og
menn ráðþrota yfir því hvernig
leysa ætti. Þá kom hann gjarnan
með aðferðir sem öðrum hefði
ekki svo mikið sem dottið í hug og
leysti málin. Jóhann stafaði hjá
okkur á annan áratug þó með
hléum væri. Engu máli skipti
hvaða hlutverk Jói tók að sér,
hvort sem hann var kokkur,
stýrimaður eða vélstjóri, allt
vann hann með sóma.
Jói hafði gaman af því að segja
sögur og sagði þær með sínum
einstaka hætti. Varð oft glatt á
hjalla og skemmti hann sér vel
þegar hann sagði frá, var gjarnan
byrjaður að hlæja áður en sagan
var sögð til enda og smitaði
áheyrendur með sínum einstaka
hlátri og háttalagi. Þegar upp var
staðið skipti oft á tíðum innihald
sögunnar ekki lengur máli því all-
ir smituðust af hlátri Jóa.
Jói var einlægur og hafði ríka
hluttekningu þegar fólk í kring-
um hann átti í erfiðleikum, hafði
hann sjálfur kynnst lífinu bæði í
blíðu og stríðu. Á ákveðnu tíma-
bili þurfti hann að glíma við tals-
verð veikindi. Við hjónin áttum
frábæra samverustund með Jóa,
börnum hans sem hann var svo
stoltur af og stórfjölskyldu þegar
hann hélt upp á sextíu ára afmæl-
ið sitt með glæsilegri veislu.
Veislu sem verður lengi í minnum
höfð.
Við þökkum fyrir samfylgdina
með Jóhanni Ólafssyni og vottum
börnum hans þeim Svanfríði,
Fannari og Guðmundi og öðrum
aðstandendum og vinum innilega
samúð okkar.
Sveinn Steinarsson og
Jenný Erlingsdóttir,
Litlalandi, Ölfusi.
Jóhann Ólafsson