Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Sífelt fleiri grínistar
bætast í hóp þeirra
sem munu koma fram
á hátíðinni Reykjavík
Comedy sem fram fer
dagana 23.-26. októ-
ber. Nú síðast var hinn
bandaríski Jim Breuer
að staðfesta komu sína
en hann er meðal ann-
ars þekktur fyrir leik
sinn í Saturday Night
Live og kvikmyndinni
Half Baked. Það er
Sena sem stendur fyr-
ir hátíðinni en hún er
hluti af röð uppi-
standshátíða sem
haldnar verða í októ-
ber í Noregi, Svíþjóð,
Belgíu, Íslandi og víð-
ar.
Meðal annarra grín-
ista sem koma fram á
hátíðinni má nefna höfund The Office, Stephen Merchant, en hann hefur auk
þess gert góða hluti í þættinum The Ricky Gervais Show ásamt Gervais og
hinum góðlátlega Karli Pilkinton. Von er á að minnsta kosti þremur grín-
istum í viðbót sem tilkynnt verður um innan skamms auk þess sem rjóminn af
íslenskum grínistum mun hita upp fyrir þá erlendu. davidmar@mbl.is
Skemmtun Jim Breuer stígur á svið í Hörpu í haust.
Bandarískur grínisti
kemur fram í Hörpu
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Lögin á plötunni eru samin á mjög
löngu tímabili. Elsta lagið samdi ég
þegar ég var í áttunda bekk í grunn-
skóla og yngsta lagið er frá því í
fyrra. Platan varð því að nokkurs-
konar dagbók þar sem hvert
lag er í rauninni sérkafli.
Þaðan kom eiginlega titill-
inn á plötunni,“ segir Una
Stefánsdóttir, betur þekkt
sem Una Stef, en hún gaf
út plötuna Songbook fyrir
skemmstu. Um er að ræða
hennar fyrstu plötu en á
henni má finna sálar-skotin popplög
auk þess sem fönkið, djassinn og
R&B fær að njóta sín.
Algjört tónlistarskólabarn
„Ég er í raun algjört tónlistar-
skólabarn. Ég byrjaði að læra á píanó
og þverflautu áður en ég fór í klass-
ískan söng. Ég endaði svo í djasssöng
í tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist
þaðan í vor með burtfararpróf,“ segir
Una. Söngkonan býr yfir talsverðri
reynslu á sviði en hún hefur meðal
annars tekið þátt í Samfés.
„Ég var rosalega athyglissjúkur
krakki. Þegar krökkunum var hleypt
upp á svið á jólaböllum og ættar-
mótum, þá fór ég upp á svið og neit-
aði að fara niður. Það mátti enginn
annar syngja. Ég hef í raun verið
óþolandi síðan ég var lítil,“ segir Una
kímin.
Ástríða fyrir ólíkum stefnum
Þrátt fyrir að vera útskrifuð djass-
söngkona, þá segist Una ekki taka
sérstaklega eftir djass-áhrifunum í
sínum eigin lögum.
„Þegar ég er sjálf að
semja tónlist þá er það
meira R&B, fönk og sál
sem fangar athygli mína.
Fyrir mér er djassinn allt
annar kapítuli. Ég vil þó
blanda þessu öllu saman,“
segir hún og kveðst jafn-
framt búa yfir ástríðu fyrir allskonar
tónlist.
„Lagið „Mama Funk“, sem er að
finna á plötunni, er til að mynda
hreinræktað fönklag. Lagið „Be My
Man“ er að sama skapi fönklag sem
ég samdi þegar ég var þrettán ára,
mjög viðeigandi titill fyrir þrettán
ára barn að semja,“ segir Una kald-
hæðin og kveðst hafa verið undir
áhrifum James Brown á því tímabili.
Hjálp frá sínum nánustu
„Maður er alltaf í einhverri sjálfs-
gagnrýni og mér finnst textagerðin
alltaf vera mín veikasta hlið. Hvert
einasta orð kemur engu að síður frá
mjög einlægum stað. Ég vil frekar
hafa textana einfalda og sanna en að
vera með íslensku samheitaorðabók-
ina og gera eitthvað voða flókið og
fallegt,“ segir hún hreinskilin en hún
semur öll lög og texta sem finna má á
plötunni. Hún útsetti lögin einnig
sjálf en segist þó hafa þegið hjálp frá
sínum nánustu.
„Pabbi minn, Stefán S. Stefánsson,
er tónlistarmaður og hjálpaði mér
mikið. Ég er mjög heppin með for-
eldra, ég tel það mikil forréttindi að
hafa alist upp á heimili þar sem allir
eru að gera það sem þeir vilja gera.
Það er ákveðið viðhorf sem maður
lærir af slíku fólki. Ég verð einnig að
nefna kærastann minn, Hlyn Hall-
grímsson. Hann á nokkrar útsetn-
ingar með mér,“ segir hún en þess
má geta að Hlynur er meðlimur í
sveitinni 1860.
Tónleikar framundan
„Helgina eftir verslunarmanna-
helgina förum við austur á Seyð-
isfjörð og verðum með tónleika.
Helgina eftir það er síðan Gæran á
Sauðarkróki. Við verðum líka á Ak-
ureyri 14. ágúst, þetta verða svona
allskonar smáferðir út á land. Planið
er auk þess að spila sem mest hérna í
bænum,“ segir hún en Una Stef kem-
ur einnig fram á Airwaves-hátíðinni í
haust.
„Ég mun líklegast alltaf vera með
þetta sólóverkefni í gangi,“ svarar
Una spurð að því hvað framtíðin ber í
skauti sér.
„Mig langar þó í raun að gera allt.
Ég væri helst til í að semja sinfóníu,
stjórna stórhljómsveit og gefa út
rapp-plötu á meðan ég vinn að djass-
plötu,“ segir hún glaðlynd að lokum.
Ástríða fyrir
ólíkum stefnum
Morgunblaðið/Þórður
Frumraun Una Stef gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Songbook, en elsta lagið samdi hún í áttunda bekk.
Una Stef gefur út sína fyrstu plötu
Verkið Landsliðið á línu verður
frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld
klukkan 20 en um er að ræða ein-
leik eftir leikarann Arnar Dan
Kristjánsson. Einleikurinn er að
sögn um ungan dreng sem fer á sjó
og lærir ýmsar lexíur um lífið. Arn-
ar Dan hefur sjálfur eytt þremur
sumrum á sjó svo kappinn ætti að
vita sitt hvað um hættur hafsins.
Arnar Dan útskrifaðist frá leiklist-
ardeild Listaháskóla Íslands vorið
2013 en fyrir leiklistarnámið stund-
aði hann nám í tónlist við Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar og sálfræði við
Háskóla Íslands. Arnar vinnur
einnig að öðru verki sem sýnt verð-
ur um miðjan ágúst í Tjarnarbíói.
Vinnuheiti verksins er Samsuða
stórveldanna. Þess skal getið að
tónlistin í Landsliðinu á línu er
frumsamin af Báru Gísladóttur og
spiluð á kontrabassa.
Frumsýning í Tjarnarbíói
Morgunblaðið/Ómar
Sýning Arnar Dan frumflytur nýtt
verk í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.
MUNTU LIFA NÓT IT NA AF?
"Besta stórmyndin í sumar.
Þú verður gersamlega
agndofa“.
- P. H., Movieline
ÍSLENSKT TAL
"Þú sérð ekki fyndnari
mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég
skammaðist mín”!"
-Guardian
L
L
L
16
16
12
14PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:15 (P)
THE PURGE: ANARCHY Sýnd kl. 8 -10:40
EARTH TO ECHO Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 - 8
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20
TÖFRALANDIÐ OZ Sýnd kl. 2
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÍSL.
TAL
TÖFRANDI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
POWERSÝNINGKL. 10:15
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★