Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 32

Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 ✝ Björn Jónassonfæddist 4. júní 1945 á Siglufirði. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Fjallabyggðar 10. júlí 2014. Foreldrar hans voru Hrefna Her- mannsdóttir hús- móðir frá Ysta-Mói í Fljótum, f. 1918, d. 2009, og Jónas Bergsteinn Björnsson, skrif- stofu- og vigtarmaður frá Siglufirði, f. 1916, d. 1993. Björn var elstur fjögurra systkina sem eru: Guðrún Jón- asdóttir, f. 25.2. 1948, Halldóra Ingunn Jónasdóttir, f. 2.5. 1955, maki Gunnar Trausti Guðbjörnsson, og Hermann Jónasson, f. 27.5. 1957, maki Ingibjörg Halldórsdóttir. Fyrri kona Björns var Guð- rún Margrét Ingimarsdóttir frá Siglufirði, f. 4.3. 1945, d. 30.4. 1976. Dóttir þeirra er Rakel, f. 2.9. 1965. Maður hennar er Siglufjarðar frá 1968 til ársins 2003. Björn var sparisjóðsstjóri frá 1979-2001. Hann starfaði síðan sem innheimtustjóri hjá RARIK frá 2005-2011. Björn tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var for- maður Félags ungra sjálfstæð- ismanna á Siglufirði 1965-1980, í stjórn SUS 1976-1980, í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1989-1999, bæjarfulltrúi á Siglufirði og í ýmsum nefndum frá 1974-1998. Forseti bæj- arstjórnar á Siglufirði 1987- 1990, í stjórn Sambands ís- lenskra sparisjóða 1986-2001. Björn var sænskur konsúll á Siglufirði frá 1982. Hann var einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Skjaldar á Siglufirði 1971 og gekk í Frímúrararegl- una 1981. Þá var Björn í Karla- kórnum Vísi frá 1966 og í stjórn kórsins frá 1970. Hann söng með kirkjukór Siglu- fjarðar frá 1984 og fagnaði því 30 ára söngafmæli með kórn- um á þessu ári. Útför Björns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 19. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Thomas Josef Fleckenstein, f. 6.7. 1965 í Þýska- landi. Börn þeirra eru María Lísa, f. 14.1. 1998, og Björn, f. 14.2. 2000. Seinni kona Björns var Ásdís Kjartansdóttir frá Bakka á Seltjarn- arnesi, f. 4.1. 1948, d. 12.8. 2013. Björn bjó á Siglufirði alla tíð fyrir utan síðasta árið, þegar hann dvaldi á heimili dóttur sinnar í Garðabæ. Björn lauk gagnfræðaprófi frá Reykholtsskóla í Borg- arfirði 1963. Hann nam við Vimmerby Folkhögskola 1964 og verslunar- og skrifstofustörf við Verzlunarskóla Íslands 1965. Björn starfaði að loknu námi hjá Verzlunarfélagi Siglu- fjarðar hf. og bæjarfógetaemb- ættinu á Siglufirði. Hann starf- aði síðan hjá Sparisjóði Sú tilhugsun að þú hafir ein- göngu verið að ljúka þessari jarðvist hér til að mæta nýjum áskorunum á nýjum stað veitir mér vissa hugarró. Kannski var þinn tími kominn. Þú varst bú- inn að missa tvo lífsförunauta, hafðir fullvissu fyrir því að ég væri í ágætismálum með Thom- asi mínum og gullmolunum þín- um Maríu Lísu og Birni nafna þínum, starfsævinni var lokið og gott sæti í blómabrekkunni á milli mömmu og Ásdísar ekki versti kosturinn í stöðunni. Við áttum gott ár saman í Garðabænum. Keyrslan frá Siglufirði til Akureyrar, þegar þið Ásdís sóttuð þangað krabba- meinsmeðferð í fyrravetur, reyndist þér erfið og því kaust þú að dvelja hjá mér og halda þinni meðferð áfram á Land- spítalanum. Við tóku reglulegar lyfjagjafir, sumir dagar voru góðir, aðrir ekki eins góðir. Friðbjörn læknirinn þinn og ég lögðumst á eitt við það að hjálpa þér að eiga eins margar gæða- stundir og mögulegt var. Það var ekki meðferðin sem réð ferðinni heldur það hvað þig langaði til að gera. Friðbjörn var þriðji maðurinn í okkar teymi og er ég honum ævarandi þakklát fyrir það hvernig hann leiddi okkur áfram og kenndi okkur að njóta hverrar stundar vitandi að hún gæti orðið sú síð- asta. Þegar þú greindist með krabbamein í brisi fyrir tveimur árum var ekki útlit fyrir að þú ættir eftir að vera til staðar þegar nafni þinn Björn Thom- asson yrði fermdur, hvað þá að fara til Þýskalands til að vera við fermingu Alinu litlu frænku og þaðan af síður að flytja hátíð- arræðuna í Siglfirðingakaffinu fyrir fullri Grafarvogskirkju, blaðlaust, tæpum tveimur mán- uðum fyrir andlát þitt. Þetta tókst þér allt saman og við nutum hvers dags. Síðustu markmiðin voru að setja niður kerið hennar Ásdísar um hvíta- sunnuhelgina og halda ættarmót með niðjum Björns Jónassonar keyrara, afa þíns. Þegar þetta var búið varst þú líka búinn. Við tók fjögurra vikna líknandi með- ferð á sjúkrahúsinu á Siglufirði þar sem þú varst umkringdur fjölskyldu og vinum. Þínir fjöl- mörgu vinir eiga eftir að sakna þín sárt. Þeir eiga án efa eftir að sakna þess jafnmikið og ég að heyra ekki þína hvellu rödd svara í Nokia: „Blessaður vinur! Nei, nei, þú ert ekkert að trufla.“ Við litla fjölskyldan í Garðabænum eigum eftir að sakna þess að hafa þig ekki hjá okkur. Þú skilur við okkur stút- full af ást og kærleik og fal- legum minningum um þig. Takk, elsku hjartans pabbi minn, fyrir allt. Við áttum ekk- ert ósagt og ekkert ógert og þannig er gott að kveðjast að þessu sinni. Þín Rakel. Nú er fallinn frá frændi minn og góður félagi, eftir erfiða bar- áttu við þann sama vágest, sem áður hafði tekið frá honum eig- inkonurnar tvær. Það er hugg- un harmi gegn að eiga góðar minningar um samferðina með þessum sómamanni, það var aldrei logn í kringum hann og hlutirnir áttu að gerast hér og nú. Það var ýmislegt brallað hjá okkur félögunum á Siglufirði í þá daga, ungir menn sem nutu lífsins í þessum nafla alheims- ins. Björn var athafnamaður og virkur í félags- og bæjarmálum. Hann var mikill Siglfirðingur og barðist fyrir hagsmunum bæj- arins hvar sem því varð við komið. Það varð honum því erf- itt að horfa upp á hnignun bæj- arins, en að sama skapi gladdi það hann að fylgjast með og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú hefur átt sér stað á Siglufirði. Björn var minnugur á atburði og ártöl og góður sögu- maður. Á þessu ári átti ég svo því láni að fagna að fá að eyða nokkrum góðum dögum með honum þar sem hann fór yfir lífshlaup sitt og kryddaði með góðum sögum, sem við hljóðrit- uðum. Við sendum Rakel og fjöl- skyldu, svo og öðrum ástvinum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Góðs félaga er sárt saknað, en minningin lifir. Baldur Árnason og Kristín Friðbertsdóttir. Kæri frændi minn. Nú ert þú farinn í ferðina sem við öll munum fara. Það er eins gott að lífið er ráðgáta og enginn ráði sínum næturstað. Þú fæddist inn í sumarið og kvaddir að sumri. Þú varst óskabarn, elsta barn foreldra þinna, með stóran og mætan frændgarð í báðar ættir. Sá fjársjóður verður aldrei frá neinum tekinn og mótar allt líf- ið. Ég var elst af barnaskar- anum sem átti því láni að fagna að eiga ömmu og afa í Fljót- unum og nutum við þar gæsku og gleði stórfjölskyldunnar okk- ar í móðurætt. Ég ætla ekki að rekja þinn starfsvettvang, það munu aðrir sjá um. Við vorum tengd sterkum böndum, vinur minn, þó stundum væði á súðum bæði í gamni og alvöru, enda vorum við alin upp við mikil skoðanaskipti og lengi býr að fyrstu gerð. Vertu sæll að sinni. Minning þín er mér ei gleymd mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Rakel, Tómas, María Lísa, Björn og fjölskyldan öll, guð veri með ykkur. Margrét Lára Friðriks- dóttir (Maddý). Ferjan hefur festar losað, farþeginn er einn um borð, mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. Endalokin voru búin að liggja í loftinu síðan í vor. Björn mágur minn hafði barist við veikindi sín af karlmennsku og æðruleysi sem honum var tamt á þriðja ár. Þessi lífsglaði maður var bú- inn að fá sinn skammt af erf- iðleikum um ævina. Hann var búinn að horfa á eftir seinni konu sinni, Ásdísi Kjartansdóttur, sem andaðist í fyrrahaust og fyrri konu sinni, Bettý Ingimarsdóttur, sem lést úr sama sjúkdómi 1976 og lagði þau öll að velli. En líklega legg- ur Guð ekki meira á mennina en þeir þola og Björn var karl- menni. Ég kynntist Birni, sem þá var bókari í Sparisjóði Siglu- fjarðar, þegar ég hafði laumað mér að haustlagi inn í fjölskyld- una og gert systur hans heima- sætuna ólétta. Og eins og Björns var von og vísa þá sá hann fram á það að Dóra litla gæti ekki setið uppi með slark- saman togarajaxl og kom mér í læri hjá Sigurjóni stórtenór Sæmundssyni í Siglufjarðar- prentsmiðju. Bettý og Björn áttu saman 11 yndisleg ár með sólargeislanum Rakel sem Björn gekk í föðurstað. Björn hóf árið 1977 sambúð með Ás- dísi Kjartansdóttur fóstru og kennara og fluttu þau inn í ný- byggt húsið sem Bettý hafði lagt drögin að áður en hún kvaddi þennan heim. Í septem- ber sl. skrifaði ég þetta um Ás- dísi: „kom inn í líf ungs spari- sjóðsstjóra í sárum og fjöl- skyldu hans eins og stormsveip- ur. Hún gerði stórbýli úr Suðurgötu 56. Þvílíkur ævin- týraheimur fyrir börnin í fjöl- skyldunni. Þau bókstaflega hurfu inn í annan heim af brúðum, smástyttum og ótrú- legu dóti sem fóstran hafði komið sér upp. Þá hef ég ekki minnst á garðinn sem umlukti hús þeirra Björns. Með sígræna fingur bjó hún til ævintýragarð fyrir ofan hús og neðan. Og stoltur spari- sjóðsstjórinn grillaði múðnað kjötið í frumskóginum“. Björn Jónasson var ætíð hrókur alls fagnaðar. Veislu- glaður. vinmargur og frænd- rækinn með afbrigðum. Naut hann þar arfþátta Hrefnu móð- ur sinnar og föður síns Jónasar. Björn var einkar laginn við að sætta ólík sjónarmið og vinna með fólki sem var með allt aðr- ar lífsskoðanir en hann aðhyllt- ist sjálfur. Björn skrökvaði því upp á mig í júnílok þegar ég kvaddi hann að ég hefði hringt í hann þegar ég var hættur að drekka að beðið hann í guðanna bænum að hætta ekki að drekka því maður yrði svo leiðinlegur! Svo bætti hann við kankvíslega eins og hann gerði svo oft þegar eitthvað var á gráu svæði: Ég „gleymessu“ aldrei! En við Björn hættum báðir að drekka og sáum aldrei eftir því. Urðum bara skemmtilegri! Einn SÁÁ-félagi hans gerði sér sérstaka ferð til Siglufjarðar til að segja Ásdísi að Björn væri mesti fyrirmyndar edrú-maður sem hann hefði kynnst. Þá hló Ásdís. Edrúmennska hans var hon- um ofarlega í huga þessa síð- ustu daga. Ég þakka samfylgdina og all- ar góðar gleðistundir. Innilegar samúðarkveðjur til Rakelar og Thomasar, Maríu Lísu og Björns Thomasarbarna sem hafa misst svo mikið á stuttum tíma. Gunnar Trausti. Til forna voru héraðshöfð- ingjar heygðir í hól með hesti sínum og vopnum. Við munum minnast vinar míns Björns Jón- assonar á annan hátt en með álíkri virðingu. Við munum ekki grafa vopnin með honum. Við munum nota þau áfram til að halda á lífi hugsjónum hans. Einlægni, bjartsýni og sterk réttlætiskennd einkenndu vinnubrögð Björns. Hvort sem var í félagsstörfum, sem bæj- arfulltrúi, sparisjóðsstjóri eða sem stjórnamaður í Rauðku ehf. þar sem við fengum síðustu árin að njóta félagsskapar hans við uppbyggingu í ferðamálum á Siglufirði. Það er einstakt að erfa vin frá föður sínum. Þannig var það með Björn, en traust vinátta var milli Guðfinns föður míns og hins fallna höfðingja, eins ólíkir og þeir voru. Faðir minn verkamaður með harðar vinstri skoðanir en Björn með sterka sýn á hið frjálsa framtak einstaklingsins. Áhugi á fótbolta og að staupa sig á guðaveigum var eitt af því sem þeir félagar náðu vel saman um. Björn var alltaf hagsýnn og vildi eiga nóg af öllu. Það eru þrjár frystikist- ur í bílskúrnum á Suðurgötunni, sem fylltar voru á hverju hausti af nýslátruðu. Alltaf þurfti að bæta á kisturnar jafnvel þó að aðeins væri tvennt í heimili. Oft gerði Björn grín að þessari ár- áttu sinni. Þannig rifjuðum við upp fyrir nokkru áratuga gamla sögu af innkaupum hans á áfengi. Á árum áður komu oft skip til að sækja sjávarafurðir til Siglufjarðar. Björn fann það út að sum skipin komu reglu- lega og var þá boðinn varningur til kaups. Þannig komust þeir félagarnir í áskrift að ódýrum veigum. Fyrir um tveimur ára- tugum var látið af neyslu hins görótta drykks en áskriftinni á varningnum lauk ekki fyrr en löngu síðar. Björn hafði sig ekki í að segja upp svo góðum samn- ingi. Það var ekki fyrr en háa- loftið var farið að svigna undan dýrðinni að viðskiptasamningi var slitið. Það er misjafnt hvað lagt er á fólk í gegnum lífið. Að missa tvær eiginkonur úr krabbameini er lífsreynsla sem auðvelt er að bogna undan. Við- brögð Björns við mótlætinu voru að rækta sitt nánasta um- hverfi og halda utan um einka- dóttur og barnabörnin tvö. Okk- ar síðasti fundur var á sólríkum degi í lok síðasta mánaðar. Ásamt Edwin golfvallarhönnuði var setið við sjúkrarúm stjórn- armannsins og farið yfir verk- efni Rauðku. Heltekinn af erf- iðum sjúkdómi fylgdist Björn með kynningu okkar á spjald- tölvu. Áhuginn skein úr augum hans þrátt fyrir að fyrirséð væri að hann fengi ekki að sjá nýja golfvöllinn fullbúinn eða vera við vígslu Hótel Sunnu. Björn lét ekki þjáningar sínar yfir- skyggja ánægjuna yfir því að okkar litla samfélag væri að snúa vörn í sókn. Þannig var Björn. Þannig fór hann í gegn- um lífið og þannig kvaddi hann. Róbert Guðfinnsson. Nú þegar „nóttlaus verald- arnóttin“ heilsar okkur og við öll erum upptekin við „að huga að liljum vallarins og fuglum himinsins,“ eins og Kristur bauð lærisveinum sínum að gjöra þegar áhyggjur lífsins gerðu vart við sig, barst okkur fréttin um að náinn vinur okkar, Björn Jónasson, hefði kvatt þennan heim, væri ekki lengur mitt á meðal okkar. Það má ef til vill segja að við hefðum átt að vera undirbúin undir kveðjustund Björns vegna alvarlegra veik- inda hans. En við komust gjarn- an að því að við erum aldrei reiðubúin „að kveðja“ þá sem okkur eru kærir. Björn og Ásdís, eiginkona hans, höfðu gengið saman í gegnum erfiða baráttu við sjúk- dóma sína á liðnum árum. Bar- áttu sem þau bæði háðu af ein- stöku æðruleysi. Ásdís lést eftir hetjulega baráttu fyrir rúmum ellefu mánuðum. Fyrri kona Björns var Guð- rún Margrét Ingimarsdóttir, kölluð Bettý. Hún lést árið l976 langt fyrir aldur fram. Blessuð sé minning þeirra beggja, Bettýar og Ásdísar. Við Elín áttum í þeim hjón- um, Ásdísi og Birni, einstaklega góða og trausta vini. Vináttan hefur varað í nærri 40 ár eða frá því við fluttum til Siglu- fjarðar árið l976. Reyndar þekktust þær Ásdís og Elín fyr- ir þann tíma, voru skólasystur á Seltjarnarnesi. Í þeim fjölþættu félagsmála- störfum sem Björn tók þátt í, komst ég að því hve mikill Sigl- firðingur Björn var. Hann bar hag fæðingarstaðar síns ávallt fyrir brjósti og vildi allt fyrir fyrirtæki og íbúa staðarins gera. Björn var sparisjóðsstjóri í 22 ár í elstu peningastofnun landsins, Sparisjóði Siglufjarð- ar. Það sem heillaði okkur Elínu sérstaklega í fari Björns var hve einstakur faðir og afi hann var. Ávallt var hann að ræða við okkur um Rakel sína og barna- börnin tvö, Maríu Lísu og Björn, já og Thomas tengdason sinn. Björn var mikil sjálfstæðis- maður. Var hann kosinn til að gegna hinum ýmsu trúnaðar- störfum fyrir flokk sinn bæði heima í héraði og á landsvísu. Sat hann í bæjarstjórn Siglu- fjarðar í 20 ár. Hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að hver einstaklingur fengi að njóta sín. Ekki síður væri það mikilvægt að samfélagið allt fengi að njóta þess þegar vel gengi hjá einstaklingunum. En það er einmitt það sem á sér stað á Siglufirði um þessar mundir. Björn var einn af stofnfélög- um Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði. Hann starfaði einnig í Frímúrarareglunni á Íslandi. Þar eins og í Siglufjarðarkirkju, en hann söng í þrjá áratugi í kirkjukórnum, vildi hann vinna að því að gera allt lífið heilt og þess virði að því væri lifað frá degi til dags. Þótti Björn mjög góður söngmaður, var góður bassi. Hann söng einnig í Karla- kórnum Vísi. Björn var konsúll Svíaríkis á Siglufirði. Tóku þau hjónin Ás- dís og Björn virkan þátt í starfi Norræna félagsins á Siglufirði en Ásdís var formaður þess fé- lags síðustu árin. Sóttu þau mörg vinabæjarmót á Norður- löndunum Gagnvart þeim þætti er snýr að kveðjustundu lífsins átti Björn óbifandi trú. Hann var al- veg viss um það, eins og þjóð- skáldið okkar góða að norðan orðaði svo vel: „Að þegar lífi lýkur hér, rís það upp í Drottins dýrðar hendi.“ Megi hann Björn vera Guði falinn. Við Elín biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Rakel, Thom- as, Maríu Lísu og Björn á kveðjustundu svo og aðra ást- vini Björns og Ásdísar. Vigfús Þór Árnason. Björn Jónasson var sterkur og fjölhæfur persónuleiki, traustur vinur og umfram allt góður drengur. Hann var mikill forystumaður og baráttumaður í öllum þeim störfum sem hann gegndi. Hann var sanngjarn, hjálpsamur og vandaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Nú er hann fallinn frá þessi öðlingur, eftir tæplega tveggja ára baráttu við krabbameinið. Við Guðrún heimsóttum þau hjónin í ágúst 2012, á sama tíma og hann greindist með krabba- mein og Ásdís tókst á við sín veikindi. Þrátt fyrir veikindin áttum við saman nokkra ógleymanlega daga á Siglufirði, Björn Jónasson ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.