Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Á sg ei r Sm ar i Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Tónlistarhátíðin KEXPort er haldin í dag, laugardaginn 19. júlí, í þriðja sinn. Eins og áður er um útitónleika að ræða og fara þeir fram í portinu við Kex Hostel en þar er svið sem byggt var fyrir fyrstu KEXPort há- tíðina árið 2012 og stendur enn vakt- ina. Aðstandendur hátíðarinnar eru Kex Hostel, KEXLand og banda- ríska útvarpsstöðin KEXP. Stöðin hefur komið árlega til landsins á Airwaves-tónlistarhátíðina og út- varpað beint frá þeim tónleikum Airwaves sem fram fara á Kex Hos- tel en íslenskar hljómsveitir hafa þannig fengið tækifæri á spilun og tónleikahaldi úti í Bandaríkjunum. Ein af hugmyndunum á bak við há- tíðina er því að styrkja samband stöðvarinnar við Kex Hostel. Áheyr- endur mega búast við sannkölluðu tónlistarmaraþoni, því hátíðin hefst kl. tólf á hádegi og lýkur ekki fyrr en kl. tólf á miðnætti. Nýjar hljómsveitir árlega „Það má eiginlega kalla þetta hálf- maraþon,“ segir Baldvin Esra, port- maður hátíðarinnar. „Þetta verða tólf hljómsveitir alls, sem koma fram á tólf klukkutímum. Það verða auð- vitað uppstillingarhlé á milli atriða en annars er þetta allt í beit.“ Fjöl- breytt úrval hljómsveita kemur fram á hátíðinni í ár og eru þær ekki af verri endanum en flytjendur verða 1860, Atónal blús, Dimma, dj flugvél og geimskip, Ghostigital, kimono, Kött Grá Pjé, Low Roar, Mr. Silla, Pétur Ben, Reykjavíkurdætur og Sometime. „Við reynum eftir fremsta megni að halda þessu fersku og skemmti- legu með því hafa nýjar hljómsveitir á dagskránni hjá okkur, það er lítið gaman að festast alltaf í sama farinu,“ segir Baldvin. „Reyndar er ein hljómsveitanna í ár að koma í annað sinn til okkar, Ghostigital, en þeir voru með lokaatriðið á fyrstu há- tíðinni 2012. Þeir verða þá eina hljómsveitin sem hefur spilað hjá okkur oftar en einu sinni.“ Góð stemning er vanalega í port- inu þegar hátíðin fer fram. „Auðvitað eru einhverjir sem koma við, hlusta í svolitla stund og fara svo eitthvað annað en það eru líka alltaf margir sem koma til okkar á hádegi og fara ekki fyrr en á miðnætti,“ útskýrir Baldvin. Óvænt uppákoma Þegar svona mörg bönd spila í ein- um pakka, er líklega erfitt að gera upp hug sinn ef ekki er tími til að hlusta á þau öll. Fyrir hverju er port- maðurinn hvað spenntastur? „Ég er auðvitað spenntur fyrir þessu öllu en sérlega spenntur fyrir Dimmu – þeir eru nefnilega búnir að segjast ætla að vera með svolítið „show“. Svo verða Reykjavíkurdætur með loka- atriðið í ár og það verður skemmti- legt. Sjálfur er ég líka mikill aðdá- andi dj flugvél og geimskips, hún er töffari. Þannig að það er af nógu að taka.“ Inntur eftir því hvers konar „show“ sé á dagskrá Dimmu, segist Baldvin ekki hafa heyrt nein staðfest smáatriði þar að lútandi. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta verður en er spenntur. Umfangið fer líka að einhverju leyti eftir veðri, veðurspáin hótar rigningu en við sjáum hvað set- ur.“ Baldvin segir þeirri hugmynd hafa verið slegið upp í gríni að dansa regndans fyrr um morguninn til að afstýra rigningu. Blaðamanni líst vel á hugmyndina og leggur til að fólk leggist á eitt og dansi slíkan dans heima við áður en það mætir á KEX- Port. Getur varla sakað. Augljóst er að engin ástæða er til að sitja heima í dag, en frítt er inn á KEXPort-tónlistarhátíðina. „Ég hvet sem flesta til að mæta,“ segir Baldvin. „Það er gott að njóta lífsins á Kex Hostel.“ Hálfmaraþonið KEXPort í dag Stemning Líf og fjör er á tónlistarhátíðinni KEXPort, sem haldin er utandyra í portinu við Kex Hostel. Gamaldags Hljómsveitin 1860 treður upp í dag. Töff Sometime lætur sig ekki vanta á hátíðina.  Tólf hljómsveitir á tólf klukkutímum Listahátíðin LungA sem fram fer á Seyðisfirði hefur verið í fullum gangi undanfarna daga en á dagskránni hafa verið fyrirlestrar, námskeið og listasmiðjur. Allt tekur þó enda og hátíðinni lýkur í kvöld með glæsi- legum lokatónleikum. Um sannkall- aða uppskeruhelgi er að ræða því fyrr um daginn verður afrakstur listasmiðja vikunnar sýndur. Hljóm- sveitir sem fram koma á tónleik- unum eru Cell 7, Prins Póló, Moses Hightower, Sin Fang, Hermigervill og Retro Stefsson. Gaman er að undirbúningi loka- tónleikanna, en í vikunni sem leið hafa listamenn, smiðir og arkitektar unnið hörðum höndum að því að smíða svið fyrir tónleikana. Sviðið er hannað af Baldri Helga Snorrasyni, nema í arkitektúr, og Mads Binde- rup, arkitekt og smiði. Grunnur sviðsins er úr fiskikörum en inn- blástur fengu þeir frá umhverfinu, höfninni og náttúru Seyðisfjarðar. Auk þessa sjá listamenn um að skreyta umhverfið í kring og má þar nefna gamalt skipshús sem hlotið hefur nýtt líf sem bar. „Tónleikarnir í ár verða haldnir svolítið utan við bæinn,“ segir El- ísabet Karlsdóttir, einn skipuleggj- enda listahátíðarinnar. „Auðvitað er mikil vinna að hanna og smíða okkar eigið svið en það væri hvort sem er mikil vinna að flytja svið til okkar. Auk þess fannst okkur skapandi svið hæfa hátíðinni mun betur en venju- legt svið. Fólk hefur unnið að list- sköpun hér alla vikuna og sviðið er hluti af því.“ Miðasala á lokatónleikana fer fram á midi.is en rútuferðir verða frá höfuðstöðvum LungA, Herðu- breið, að tónleikasvæðinu. gith@mbl.is Smíða svið fyrir lokatónleikana Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Í smíðum Svið LungA er listrænt og skapandi, enda afrakstur listahátíðar og innblásið af náttúru Seyðisfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.