Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 27

Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Munurinn á öflugum skák-mönnum og miðlungsmeisturum liggur oft íþví að þeir fyrrnefndu hafa meiri slagkraft. Jafnvel í stöð- um þar sem allt iðar af „strateg- ískum“ þanka er hugsunin um „rot- höggið“ aldrei langt undan. Um þessar mundir virðist ítalski stór- meistarinn Fabiano Caruana vera manna líklegastur til að veita Magn- úsi Carlsen keppni í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Ekki er langt síðan hann lagði Norðmanninn að velli og samantekt af viðureignum þeirra leiðir í ljós að hann hefur margsinnis reynst Magnúsi óþægur ljár í þúfu. Spurningin sem sérfræð- ingar hafa verið að velta fyrir sér er auðvitað þessi: hefur þessi rólynd- islegi Ítali nægan slagkraft? Hann svaraði þeirri spurningu að sínu leyti í eftirfarandi skák sem tefld var á dögunum: Caruana – Ponomariov Staðan kom upp á stórmótinu í Dortmund. Þar hefur Caruana örugga forystu að loknum fimm um- ferðum. Úkraínumaðurinn Ponom- arinv var búinn að berjast við að halda jafnvægi alla skákina en þá kom “rothöggið“: 39. He7!! Dxe7 40. Ba6! Kxa6 41. Da8 mát. Til eru þeir sem setja samasem- merki milli þankagangs skákmanna og þeirra sem velja sér það hlut- skipti að berjast í hnefaleika- hringnum. Í „Bardaganum“ eftir Norman Mailer, bók sem fjallar um þungavigtarbardaga Mohammeds Ali og Georges Foremans í Zaire í Afríku haustið 1974, víkur höfundur að einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Í áttundu lotu kom Ali úr köðlunum og veitti Foreman rothöggið fræga; af „fagurfræðileg- um“ ástæðum hreyfði hann ekkert við mótherjanum þegar hann féll í gólfið, en þannig lýsti Norman Mai- ler lokasekúndubrotum bardagans. Sérfræðingar á borð við Ómar Ragnarsson hafa haldið því fram að á því augnabliki bardagans hafi „rot- arinn“ Foreman í raun og veru stað- ið á brauðfótum en það fór sennilega framhjá meginþorra áhorfenda. „Skákleg rothögg“ komu fyrir vissulega fyrir í einvígi Spasskís og Fischers: 5. einvígisskák: Spasskí – Fischer Spasskí hafði ekki teflt byrjunina vel og frumvæðið var greinlega hjá Fischer. Í 27. leik hörfaði Spasskí með drottninguna, 27. Dd3-c2, en nauðsynlegt var að leika henni til b1. Svarið kom á svipstundu: 27. … Bxa4! – og Spasskí lagði niður vopnin. Eftir 28. Dxa4 Dxe4 hótar svartur máti á e1 og g2. Fischer jafnaði met- in í einvíginu með þessum sigri en afleikur á borð við 27. Dc2 hafði ekki sést í skákum Spasskís í einvígjum og sjálfstraustið beið hnekki. Heimsmeistaraeinvígi Kortsnojs og Karpovs í Baguio á Filippseyjum haustið 1978 stóð í meira en þrjá mánuði. Mikil undiralda, spenna, hótanir, dulsálfræðingar, klögumál og kalt stríð. Tímahrak Kortsnojs var dýrt í þessari stöðu. 17. einvígisskák: Kortsnoj – Karpov Hvítur getur loftað út og haldið jafntefli með 39. g3 en Kortsnoj valdi að hindra mát í borðinu og lék : 39. Ha1?? … og riddarameistarinn Karpov var ekki seinn á sér: 39. … Rf3+! – og Kortsnoj „kastaði inn hand- klæðinu“. Eftir 40. gxf3 kemur 40 … Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát! Slagkrafturinn skiptir höfuðmáli Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is – með morgunkaffinu Ísland er líklega eina landið í ver- öldinni þar sem kristni hefur verið frá upphafi byggðar. Ef til vill voru hér í landi írskir einsetumenn sem iðkuðu trú sína hér fyrir landnám og einnig voru nokkrir landnámsmenn kristnir. Svo var það árið 999 að leið- togi heiðinna, Þorgeir lögsögumað- ur, úrskurðaði að einn siður skyldi vera lögtekinn, í þágu þjóðar- einingar. Fyrir kristnum mönnum á þessari örlagastundu fóru Gissur hvíti og Síðu-Hallur. Ísleifur sonur Gissurar hvíta varð biskup og settist að á ætt- ararfleifð sinni í Skálholt. Skálholt varð strax menningarsetur og þar hófst skólahald. Meðal nemenda Ís- leifs var Jón helgi Ögmundsson, Hólabiskup. Ávallt síðan hefur Skál- holt verið athvarf kristni, menningar og lista. Þó varð Skálholt um skeið fórnar- lamb niðurlægingar vegna þeirra hallæra, sem urðu í kjölfar móðu- harðinda. Biskupsstóll og skólahald lögðust af í Skálholti árið 1801 en biskupsstóll lagðist af á Hólum árið 1798. Þá var risin steinkirkja sú er enn stendur á Hólum en allt var hrunið í Skálholti. Skálholt var ekki gleymt í huga þjóðarinnar. Árið 1948 var Skál- holtsfélagið stofnað. Félagið hafði það að markmiði að endurreisa virð- ingu Skálholts í minningu guðs- kristni í landinu. 15 árum síðar var dómkirkjan sem nú stendur vígð. Kirkjan er sú tólfta á staðnum. Vígsla kirkjunnar var ekki aðeins kirkjuvígsla, hún var tákn þess að Ísland var risið úr öskustó Móðu- harðinda. Kirkjan er nú friðuð sem eitt höfuðdjásn byggingalistar á tutt- ugustu öld. Um friðunina segir: „Í útfærslu sinni á Skálholtskirkju hafði Hörður [Bjarnason] hliðsjón af Brynjólfskirkju sem stóð í Skálholti frá 1650 til 1807, krosslöguð, með þverskipi og hliðarskipum. Hún er einstaklega glæsileg í sínum einfald- leika og látleysi.“ Til hliðar við kirkjuna stendur Skálholtsskóli sem einnig er frið- aður. Um skólann segir í friðuninni: „Við hönnun Skálholtsskóla höfðu arkitektarnir [Manfreð Vilhjálms- son og Þorvaldur S. Þorvaldsson] fyrri tíða þorpsmynd í Skálholti í huga. Byggingunni er skipt upp í minni hús með tengigangi og til að árétta mikilvægi samræmis í bygg- ingum í Skálholti var skólinn hafður í sömu litum og kirkjan.“ Í táknhyggju Skálholts er einfald- leikinn í fyrirrúmi. Vissulega verður sólarljósið margbreytilegt þegar það skín um glugga Gerðar Helgadóttur. Þannig er einnig um kristmynd Nínu Tryggvadóttur fyrir altari kirkjunnar. Myndin vekur hugrenn- ingar hjá þeim er hennar njóta. Í friðuninni segir um verk þeirra: „Að innan er kirkjan einnig látlaus og einföld og því njóta steindir gluggar Gerðar Helgadóttur sín afar vel. Í kirkjunni er mikið af listaverk- um en ein helsta prýði hennar verð- ur þó að teljast mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur sem er í kórnum.“ Þegar kirkjan var risin af grunni fóru þeir heiðursmenn sem höfðu veg og vanda af verkefninu, herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Hörður Bjarnason húsameistari, til Skálholts. Biskup ámálgaði það við húsameistara að reistur skyldi garð- ur umhverfis kirkjuna. Húsameist- ari taldi það af og frá, kirkjan stend- ur á hæð og umhverfis hana skal ekkert standa sem skyggir á hana. Kirkjan er klettur sem skal verða manninum leiðarljós. Á hana skal ekkert skyggja. Á þetta féllst biskup strax. Því hefur ekkert verið gróður- sett umhverfis kirkjuna og allir leg- steinar í kirkjugarðinum liggja við moldu. Þannig hefur Skálholtskirkja öðl- ast virðingarsess í huga þjóðarinnar í einfaldleika sínum. Skálholtskirkja og Skálholtsskóli eru menningar- setur þar sem kristni, fræðimennska og tónlist eru í öndvegi. En svo gerast ósköpin í einka- framkvæmd. Það er reist hús horn- skakkt á kirkjuna. Húsið er án til- gangs, kallað tilgátuhús en án tilgátu. Kennt Þorláki án nokkurra tengsla við heilagan Þorlák. Um friðun bygginga í Skálholti segir: „Friðunin nær til innra og ytra byrð- is Skálholtskirkju, ytra byrðis Skál- holtsskóla auk nánasta umhverfis að undanskilinni yfirbyggingu yfir frið- lýstar fornleifar Þorláksbúðar.“ Þorláksbúð hin nýja nýtur því ekki friðunar. Auk þess er hún illi- lega á skjön við byggingarstíl og yf- irbragð þeirra bygginga sem eru friðaðar. Því er nauðsynlegt að húsið verði flutt og fundinn staður þar sem það spillir ekki heilsteyptu yfir- bragði Skálholtsstaðar. Gleðilega Skálholtshátíð. Skálholtshátíð Eftir Eið Svanberg Guðnason, Hörð H. Bjarnason, Jón Hákon Magnússon, Ormar Þór Guð- mundsson, Þorkel Helgason og Vilhjálm Bjarnason »Kirkjan er klettur sem skal verða manninum leiðarljós. Á hana skal ekkert skyggja. Eiður er fv. stjórnmálamaður, Hörð- ur er fv. sendiherra, Jón Hákon var framkvæmdastjóri, Ormar Þór er arkitekt, Þorkell er próf. emeritus, Vilhjálmur er alþingismaður. Morgunblaðið/Brynjar GautiSkálholtskirkja, Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.