Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 42

Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Hildur Ragnarsdóttir fagnar í dag 25 ára afmæli sínu. Í til-efni afmælisins býður hún vinum og vandamönnum tiltveggja veislna á heimili sínu í Hafnarfirði. Hildur á og rekur fatabúðina Einveru á Laugavegi, en hún setti búðina á fót í nóvember síðastliðnum. Spurð hvernig búðarreksturinn gangi segir Hildur: „Ég vissi ekki alveg við hverju ég var að búast þegar ég lagði út í þetta verkefni, þannig að það er erfitt að tala um hvort reksturinn hafi farið fram úr væntingum. En hann gengur vel og ég er mjög sátt við það sem komið er. Ég get að minnsta kosti ekki kvartað,“ seg- ir Hildur glöð í bragði. Hún segir vinnuna vera sitt aðaláhugamál. Til að mynda er hún að vinna á sjálfan afmælisdaginn. „Þetta er mjög stíf dagskrá, ég held tvær afmælisveislur og vinn líka í búðinni. En það kemur kannski engum á óvart sem þekkir mig,“ segir Hildur. Þá heldur Hildur einnig úti tískubloggi á slóðinni www.trendnet.is/hilrag. Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir Hildur hafa átt sér stað þegar hún fagnaði tvítugsafmæli sínu. Það gerði hún ásamt frænda sínum á hinum fornfræga Q-bar. „Við dönsuðum fram á nótt undir tónum frá kvikmyndinni Boogie Nights sem mér finnst æðisleg leið til að halda upp á afmælisdaginn,“ segir Hildur. sh@mbl.is Hildur Ragnarsdóttir er 25 ára í dag Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Afmælisbarn Hildur hefur í miklu að snúast í dag þar sem hún held- ur tvær afmælisveislur ásamt því að vinna í búð sinni á Laugavegi. Dansaði undir tón- um Boogie Nights Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Washington DC Iðunn Helena fæddist 31. maí 2013. Hún vó 2.690 g og var 49,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Dagur Skúta Helgason og Abi- gail Elaine Ley. Nýir borgarar D agur fæddist í Reykja- vík 19.7. 1964, ólst upp í Hraunbænum frá sex til ellefu ára aldurs og í Grindavík á unglings- árunum með eins árs viðkomu á Sel- tjarnarnesi. Hann var í Árbæjar- skóla, Grunnskóla Grindavíkur og Mýrarhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1984 og fékk þá viðurkenningu við útskrift fyrir framúrskarandi árangur í verslunargreinum. Dagur lauk síðan prófi í við- skiptafræði frá HÍ 1988, útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuskól- anum í Herlev í Danmörku 1990, lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1992 og útskrifaðist frá leiðsöguskól- anum í Menntaskólanum í Kópavogi sem gönguleiðsögumaður sl. vor. Á æskuárunum seldi Dagur Vísi, Dagblaðið og DV í miðbænum og bar út Morgunblaðið. Dagur afgreiddi í veitingasölunni í Þrastalundi við Sogið á sumrin á unglingsárunum og vann í fiski í Grindavík, en eftir verslunarpróf Dagur Egonsson, forstöðumaður hjá Icelandair – 50 ára Hlauparar Dagur, Guðbjörg, Kjartan og Kári með þremur systkinum Dags, einum maka og systkinabörnum. Í langhlaupum í 30 ár Í Edinborg Dagur, með vinnufélögum í Edinborgarmaraþoni í júní 2012. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. SPUNI Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum. STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.