Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 11
Ljúfasti hestur í heimi Hér er Sigríður Vigfúsdóttir, einn meðlima Hryllingsfélagsins, með Hryllingi sjálfum
sem er afar ljúfur. Æjatolla gaf Rúnari eiginmanni Sigríðar Hrylling í afmælisgjöf á síðasta ári.
Dreymdi um að vera prestur
Reynir segist ekki vera í þjóð-
kirkjunni en að hann hafi alltaf ætl-
að sér að verða prestur í sveit, enda
að hluta til alinn upp á kirkjustað, á
Auðkúlu í Húnvatnssýslu. „Ég ætl-
aði mér að sitja þar, en ég hætti við
út af röngum ástæðum, ég missti
trúna. Æskuvinur minn, séra Pétur
Þórarinsson, sagði að ég ætti ekki að
láta það stoppa mig. En ég gerði það
nú samt,“ segir Reynir og bætir við:
„Þeir eru ekki fáir sem ég hefði haft
gaman af að jarða.“ En hann fékk
drauminn um prestsskap að ein-
hverju leyti uppfylltan um liðna
helgi þegar hann tók að sér að gifta
dótturdóttur sína. Hún ku hafa verið
eftirminnileg vígsluræðan hans.
Þorrablót Hér taka þeir heldur betur á í söngnum, Pétur, Hólmgeir og
Ármann, en að baki þeim er altaristafla félagsins sem Reynir skar út.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Aðeins 18 mánuðir eru síðan ION
Luxury Adventure Hotel var opnað á
Nesjavöllum, en það hefur hlotið 10
alþjóðleg verðlaun. Nýjustu verð-
launin eru Global Travel Experience
Awards sem afhent voru í Shanghæ
og LE Miami Awards sem afhent
voru í Miami í júní.
,,Við erum mjög stolt og ánægð
með þessa miklu viðurkenningu sem
hótelinu hefur verið sýnd. Hótelið
hefur fengið góða kynningu og
mikla umfjöllun erlendis í blöðum
og tímaritum eins og Elle, breska
Vogue, Hauser, Wallpaper, Le Point,
Indepentent og New York Times.
Þessi umfjöllun hefur náð að styrkja
uppbyggingu rekstursins og verð-
launin hafa tvímælalaust haft mjög
góð áhrif á ímynd og viðskipti,“ seg-
ir Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi og
framkvæmdastjóri hótelsins.
Nafn hótelsins er tengt við
orkuna sem er að finna í náttúrunni
á svæðinu og norðurljósunum en
ION þýðir vetnisjón á ensku. Hótelið
er byggt á náttúrulegri og umhverf-
isvænni hönnun en öll húsgögn, efn-
isval, lín og handklæði er valið með
það í huga. Á hótelinu er Spa með
útisetlaug, gufubaði og fleiru og
maturinn kemur úr nágrenninu,
lamb beint frá býli og fiskur úr
Þingvallavatni.
Hótelið á Nesjavöllum sankar að sér alþjóðlegum verðlaunum
Náttúruleg og umhverfisvæn
hönnun og matur beint frá býli
Stór stund Sigurlaug Sveinsdóttir tekur við verðlaununum í Shanghæ.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
HVAÐ GERÐIR ÞÚ
UM HELGINA?
ŠKODA Yeti Outdoor
kostar frá 5.220.000,-
Á vit ævintýranna í nýjum ŠKODA Yeti Outdoor.
Betri eru þúsundir stjarna á næturhimni en fimm stjörnur á hóteli. Þú getur áð hvar sem þér dettur í hug, þökk
sé torfærustillingunni í Yeti. Þú getur slappað af og látið fara vel um þig þótt undirlagið sé ójafnt. Þú kemst heilu og
höldnu á leiðarenda og VarioFlex aftursætakerfið tryggir að þú getir tekið allan nauðsynlegan aukabúnað með þér.
Geymslurými er aldrei vandamál því þú býrð einfaldlega til pláss með því að færa til aftursætin.
Þá kemur sér ekki síður vel að vera með dráttarkúlu sem staðalbúnað. Leggðu drög að óbyggðaferðinni strax
í dag með því að fá reynsluakstur hjá ŠKODA. Nú fæst sjálfskiptur Yeti á enn betra verði en áður.
Eldsneytisnotkun og útblástur Yeti í blönduðum akstri: 4,6–8,0 l/100 km, 119–189 g/km
skoda.is
SIMPLY CLEVER
Opið í dag
kl. 12–16