Morgunblaðið - 19.07.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
✝ Hjalti Jónssonfæddist á Múla
II í Álftafirði 17.
desember 1942.
Hann lést á fjórð-
ungssjúkrahúsinu
Neskaupstað 10. júlí
síðastliðinn.
Foreldrar Hjalta
voru þau Jón Karls-
son, f. 1913, d. 1989,
og Sigurborg
Björnsdóttir, f.
1912, d. 1961.
Systkini Hjalta eru Dagný, f.
1933, d. 2000, Guðný, f. 1939.
Auður, f. 1944, d. 2012. Björn, f.
1946. Erla, f. 1948, d. 2002. Katr-
ín, f. 1949. Karl, f. 1955.
Hinn 23. febrúar 1964 kvænt-
ist Hjalti Bryndísi Jóhannsdóttur
frá Ytri-Reistará í Eyjafirði, f.
28.7. 1942. Þau skildu. Foreldrar
hennar voru Jóhann Friðrik Sig-
valdason, f. 1889, d. 1957, og Ást-
ríður Margrét Sæmundsóttir, f.
1898, d. 1982.
Börn þeirra eru:
1) Jóhann Hjaltason f. 17.12.
1963. Maki: Guðrún Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 12.12. 1968. Börn
þeirra eru: Anton Karl, f. 1997,
Friðrik Snær, f. 1999, Eydís Una
Hjalti ólst upp á Múla í Álfta-
firði í hópi systkina sinna og
sinnti þar hefðbundnum sveita-
störfum. Tvítugur að aldri hóf
hann sjómennsku og fór á vertíð
til Vestmannaeyja árið 1963 þar
sem hann kynntist Bryndísi sem
síðar varð eiginkona hans.
Árið 1963 eignaðist Hjalti sinn
fyrsta vörubíl og starfaði sem
vörubílstjóri alla tíð síðan, ásamt
trilluútgerð frá Djúpavogi. Hann
eignaðist sína fyrri trillu árið
1969 og árið 1989 eignaðist hann
núverandi trillu. Má segja að frá
þeim tíma hafi útgerð á henni
verið hans aðalstarf en hann hélt
þó vörubílaútgerðinni alltaf
áfram með sjómennskunni.
Hjalti var einstaklega hand-
laginn, hvort sem það var við
smíðar eða viðgerðir. Hann
stundaði nám í einn vetur við
Bændaskólann á Hólum þar sem
hann lærði m.a. trésmíði. Hjalti
var mikill náttúru- og útivist-
armaður og ferðaðist alla tíð um
Ísland og hafði einnig ánægju af
ferðalögum til útlanda.
Árið 2008 veiktist Hjalti af
krabbameini og gekkst undir vel
heppnaða aðgerð en varð að lok-
um að lúta í lægra haldi fyrir
sjúkdómnum.
Útför Hjalta fer fram frá
Djúpavogskirkju í dag, 19. júlí,
kl. 13.
f. 2002. Sonur Jó-
hanns: Birgir Há-
kon, f. 1987, sam-
býliskona: Kristín
Halldórsdóttir, f.
1989.
2) Jón Sigurbjörn
Hjaltason, f. 21.10.
1965. Maki: Guðrún
Bjarnveig Jóns-
dóttir, f. 13.4. 1964.
Synir þeirra: Andri
Jón, f. 1989. Sam-
býliskona: Árdís Birgisdóttir, f.
1989, Hjalti Steinar, f. 1995.
3) Guðný Margrét Hjaltadótt-
ir, f. 21.2, 1967. Maki: Þröstur
Stefánsson, f. 17.11. 1957. Börn
þeirra: Kristjana Hvönn, f. 1993,
Fjölnir, f. 1996, Einar Páll, f.
1998, og Signý, f. 1998. Sonur
Þrastar: Gunnar Freyr Þrast-
arson, f. 1977. Sambýliskona:
Unnur Sigurðardóttir, f. 1978.
Dætur þeirra: Brynja Nótt, f.
2008, Klara Hvönn, f. 2011.
4) Svala Bryndís Hjaltadóttir,
f. 7.8. 1972. Sambýlismaður:
Guðmundur H. Gunnlaugsson, f.
15.6. 1973. Dætur hennar: Bryn-
dís Þóra Sigfúsdóttir, f. 1997, og
Embla Guðrún Sigfúsdóttir, f.
2000.
Elsku pabbi minn er farinn.
Það er erfitt að kveðja þó við höf-
um gert okkur grein fyrir í hvað
stefndi, dauðinn kemur aftan að
manni og maður er ekki undir
hann búinn. Söknuðurinn er sár
og minningarnar streyma fram,
t.d. ferðirnar á vörubílnum á
Höfn eða Breiðdalsvík þegar far-
ið var með fisk eða sótt salt. Á
haustin var farið í fjárflutninga á
vörubílnum og var spennandi að
fá að fara með og fékk ég jafnvel
að vera uppi á palli með afa að
passa féð. Að dunda úti í skúr
þegar verið var að gera við bátinn
eða vörubílinn og eftir að við flutt-
um í Austurbrún, löngu áður en
ég fékk bílpróf, fékk ég að fara á
vörubílnum út í Höfða með því
skilyrði að ég myndi smyrja bíl-
inn, mikil spenna var að fá að fara
þennan rúnt á vörubílnum. Allar
útilegurnar í dalina í Álftafirði og
á fleiri staði á landinu en fjöl-
skyldan hafði gaman af því að
fara í útilegu og ferðast um land-
ið, mest var farið um Austur- og
Norðurland.
Fyrir börnin mín byrjuðu jólin
á því að fara í skötu til afa Hjalta á
Þorláksmessu og farið var í
kirkjugarðinn á Múla. Á sjó-
mannadaginn var farið á sjó með
afa á bátnum hans Eyrúnu og á
sumrin var gaman að fara út að
Stórusteinum þar sem fjölskyld-
an hittist, skemmti sér saman og
stökk út í Tröllatjörn.
Erfitt var að fylgjast með bar-
áttunni við krabbameinið í vor og
sumar þar sem pabbi var alltaf
hraustur á lífsævinni, en hann var
jákvæður og bjartsýnn í veikind-
unum og trúði að hann kæmi aft-
ur heim á Djúpavog.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Takk fyrir allt og allt. Þín
Jóhann, Guðrún, Anton
Karl, Friðrik Snær og Eydís
Una.
Elsku pabbi, það er erfitt að
setjast niður og skrifa minning-
argrein um þig, minningarnar eru
svo ótal margar. Ég lítil skotta
með þér í vörubílnum og þá var
jafnvel stutt á milli staða þar sem
mokað var á og svo sturtað af og
rúntað fram og til baka heilu dag-
ana og þótti mér það gaman. Öll
ferðalögin með þér og mömmu
með tjald og hafðir þú gaman af
að vera úti í náttúrunni og ósjald-
an stoppað við læk til að fá sér að
drekka því þannig væri vatnið
best. Þú kenndir mér að skrifa
stafina og hafðir einstaklega góða
tækni við það. Þegar ég flutti að
heiman og fór að búa á Höfn þá
varstu duglegur að koma í heim-
sókn og dvaldir oft þar um jól hjá
okkur. Stelpurnar ólust upp við
að hafa þig mikið í kringum sig og
sérstaklega eftir að við fluttum
aftur á Djúpavog, þá hjálpaðir þú
okkur mikið og það var gott að
koma aftur heim. Þú varst svolítið
af gamla skólanum með það að
sum verk væru karlmannsverk og
er mér minnisstætt þegar ég
keypti mér heimabíó og var að
rembast við að tengja það, þá
sagðir þú: „Hringdu í Gumma,
hann er ekki nokkra stund að
redda þessu.“ Þetta var mörgum
mánuðum áður en við Gummi fór-
um að vera saman en þið voruð
góðir félagar og spurning hvort
þú hafir verið að leggja drög að
sambandinu þarna. Við erum
endalaust þakklát fyrir alla hjálp-
ina þegar við keyptum húsið okk-
ar, oftar en ekki ef vantaði eitt-
hvað þá var það til í bílskúrnum,
það er sko alvöru bílskúr með öllu
milli himins og jarðar. Þegar þú
fluttir í næsta hús við okkur þá
varð samgangurinn enn meiri og
stundum oft á dag og söknum við
þess óendanlega að heyra þig
ekki koma bakdyramegin inn.
Stelpurnar sakna afa síns mikið
og langar að kveðja þig með þess-
ari fallegu bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku pabbi og afi, takk fyrir
allt.
Þín
Svala, Guðmundur,
Bryndís og Embla.
Pabbi er nú farinn frá okkur
eftir harða baráttu við sjúkdóm-
inn skæða sem hrjáði hann síð-
ustu æviárin. Minningar um góð-
an mann sem öllum þótti vænt um
leita stöðugt á hugann.
Alltaf er gott að koma í heim-
sókn á Djúpavog. Fastur liður í
þeim heimsóknum var að vakna
snemma á morgnana og rölta til
pabba, út í Höfða og síðustu árin í
Borgarlandið, þar sem við gistum
líka oft. Alltaf var hægt að ganga
að því vísu að pabbi væri vakn-
aður, hversu snemma sem ég
bankaði upp á. Hann opnaði dyrn-
ar með sitt stóra bros, við sett-
umst við eldhúsborðið með ristað
brauð og kaffi og ræddum lífsins
gagn og nauðsynjar.
Söknuðurinn hellist yfir þessa
morgna, núna á Djúpavogi, þegar
pabbi er farinn. Þessar stundir
koma aldrei aftur en þær verða
alltaf ljóslifandi í minningunni.
Ég er fullur þakklætis fyrir allar
góðu stundirnar, fyrir allar úti-
legurnar, alla róðrana á trillunni,
að fá að sitja í vörubílnum, stund-
irnar í Múla, berjamó inn á dal, öll
löngu símtölin um heima og
geima.
Við minnumst öll þess æðru-
leysis og rólyndis sem einkenndi
fas pabba alla tíð. Sjaldan reiddist
hann, hvað sem á dundi og aðdá-
unarvert var æðruleysi hans í
gegnum veikindin. Kvartsár var
hann ekki og ef ég spurði hvernig
hann hefði það, og svarið var; „Ja,
svona la la“, þá vissi ég að heilsan
var ekki góð en sterkari lýsinga á
líðan hans var ekki að vænta.
Hve margs er að minnast
Hve sárt er að sakna
Og erfitt að setja í orð
Hve kært þér að kynnast
Hve vont er að vakna
Og hafa þig ekki um borð
Því brosið þitt bjarta
Því fyndni þín fögur
Og augu sem skinu svo skært
Því hlátur frá hjarta
Því stórskrítnar sögur
Allt þetta var okkur svo kært
(Gulla)
Elsku pabbi, við söknum þín
mikið. En eitt vitum við fyrir víst,
að svona góður maður eins og þú
varst ert nú á góðum stað. Þegar
afastrákarnir þínir, Andri Jón og
Hjalti Steinar, kvöddu þig áður
en þú fórst í þitt hinsta flug aust-
ur um daginn sagðist þú vera að
fara til Ibiza. Kannski ertu bara
þar.
Minning þín mun lifa að eilífu.
Sigurbjörn og
Guðrún (Gulla).
Enn erum við að kveðja. Nú
hafa fjögur af átta systkinum
kvatt okkur alltof fljótt. Við átt-
um ekki von á því að þurfa að
kveðja þig svona fljótt, elsku
Hjalti. Það er erfitt að sitja hér og
skrifa minningarorð um þig. En
þegar við lítum til baka og minn-
umst þín þá leitar hugurinn
ósjálfrátt til æskuáranna heima á
Múla, þar sem við ólumst upp.
Þar var oft ansi glatt á hjalla og
oftar en ekki varst það þú sem
stóðst fyrir því, miðpunktur gleð-
innar. Alltaf var stutt í húmorinn
hjá þér og mikið hlegið. Þú varst
oft búinn að hrekkja bæði eldri og
yngri systkini þín. Við gleymum
því aldrei þegar við vorum að
koma heim eitt kvöldið frá næsta
bæ og mættum draug. En þá
hafðir þú klætt þig í hvítt lak og
komst á móti okkur. Í minning-
unni eru þetta tilvik og fleiri slík
svo skemmtileg.
Eftir að þú og Bryndís stofn-
uðuð heimili á Djúpavogi áttum
við hin alltaf víst húsaskjól hjá
ykkur, fyrst í Ásbyrgi og svo í
Höfða. Það var gaman að fá að
vera eftir á Djúpavogi hjá ykkur
þegar við vorum ung og þá var oft
mikið fjör. Þannig var það líka
þegar þið komuð á Múla með
börnin ykkar.
Þrátt fyrir veikindin var húm-
orinn alltaf til staðar. Þegar við
komum í heimsókn til þín á spít-
alann eða heyrðum í þér í síma, þá
leið ekki á löngu áður en þú varst
farinn að grínast og hafa gaman. Í
eitt skiptið þegar Kalli og Siggi
komu í heimsókn þá fannst hjúkr-
unarkonunni leiðinlegt að þú gæt-
ir ekki séð þá. En þú svarðir um
hæl að það væri allt í lagi, þessa
gaura þekktir þú á hljóðinu.
Þú varst alltaf einstaklega
greiðvikinn og hjálpsamur og
boðinn og búinn að hjálpa okkur
ef við stóðum í framkvæmdum.
Bílaáhuginn kviknaði snemma
hjá þér og þú varst ekki gamall
þegar þú varst farinn að smíða
bíla fyrir okkur systkinin. Eins og
pabbi áttir þú og rakst vörubíl um
árabil. Þér líkaði vel ef þú hafðir
nóg að gera á honum og ef því
fylgdu ferðalög. Enda fékkstu
þér húsbíl sem þú notaðir mikið
til að ferðast um landið þegar fór
að hægjast um hjá þér.
Þér var ákaflega annt um Stór-
steina, litlu jörðina okkar systk-
ina í Álftafirði. Alltaf varst þú
tilbúinn að taka til hendinni og
halda vinnunni þar áfram. Dugn-
aðurinn og drifkrafturinn í fyrir-
rúmi. Þarna sást þú fyrir þér
sælureit okkar systkina og hlakk-
aðir til að eyða tíma þarna. Þó svo
þú verðir ekki meira með okkur
þá er víst að minningin um þig
verður ávallt í huga okkar á þess-
um stað.
Elsku Bryndís, Jóhann, Sigur-
björn, Guðný, Svala og fjölskyld-
ur, við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd systkinanna frá
Múla,
Karl Jónsson.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt
okkur en eftir standa minningar
sem aldrei munu gleymast.
Þó svo að við höfum búið sitt í
hvorum landshlutanum þá voru
það ófá ævintýrin sem við fórum í
saman, bæði á sjó og landi. Það
var nánast sama hverju við stung-
um upp á, þú varst alltaf tilbúinn
til að láta á það reyna, hvort sem
það var að fara á sjó í brælu eða
skutla manni upp á heiði.
Það var hægt að tala við þig um
allt milli himins og jarðar en þú
varst sannkallaður viskubrunnur
um allt sem tengdist Austfjörðum
og ræddum við þá stundum tím-
unum saman.
Þú kenndir okkur ómetanlega
lexíu um lífið, þá helst að taka öll-
um hlutum af ró og gleði og vera
ekkert að kvarta yfir smámunum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín verður sárt saknað en þú
lifir áfram í hjörtum okkar.
Andri Jón, Hjalti Steinar
og Árdís.
Elsku afi. Það er sárt að hugsa
að maður muni aldrei fá að hitta
þig aftur, þú ert farinn frá okkur
allt of fljótt. Ég hef ekkert nema
góðar minningar um þig á þess-
um 27 árum sem ég fékk að
þekkja þig. Allt frá því þegar þú
varst að stríða mér þegar ég var
yngri og segja mér brandara þeg-
ar ég var eldri sem þú hlóst hæst
að sjálfur, hvort tveggja hlutir
sem ég hef trúlega fengið frá þér.
Ég mun alltaf sjá eftir að hafa
ekki heimsótt þig oftar þegar ég
kom heim á Djúpavog en það voru
þó ófá skiptin sem þú hringdir í
mig og fékkst mig til þess að
koma í heimsókn og laga eitthvað
í tölvunni eða sjónvarpinu. Þú
varst alltaf svo kátur og vildir allt
fyrir mann gera þrátt fyrir veik-
indin.
Ég mun aldrei gleyma seinustu
heimsókninni til þín á sjúkrahúsið
þar sem þú sagðir brandara sem
ég skildi ekkert í en þú hlóst dátt
að, það var eins og þú hefðir
gleymt veikindunum í smástund.
Það var greinilegt hvað þú hafðir
sterkan mann að geyma miðað við
hvernig þú stóðst þig í gegnum
veikindin, ég er stoltur af að hafa
getað kallað þig afa minn.
Hvíldu í friði. Þinn
Birgir.
Elsku frændi. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar ég lít
til baka, í fljótu bragði, er hin
magnaða ferð sem ég, þú og pabbi
fórum til Svíþjóðar um sumarið
árið 2007. Við flugum til Gauta-
borgar, keyrðum upp til Stokk-
hólms. Þá fórum við að landa-
mærunum að Noregi, við
Svinesund. Því næst keyrðum við
niður til Malmö, yfir Eyrarsunds-
brúna, yfir til Danmerkur og svo
að lokum aftur til Gautaborgar.
Þið pabbi voruð búnir að skipu-
leggja ferðina í þaula, hvert
skyldi keyrt hvern einasta dag,
hvar skyldi gist o.s.frv. Mér er
sérstaklega minnisstætt að fyrsta
kvöldið okkar í Gautaborg spurði
ég hvort ég ætti ekki að stilla
vekjaraklukku. Þú hélst nú ekki,
það væri algjört óráð og hinn
mesti óþarfi. Þú yrðir, eins og alla
aðra daga, vaknaður fyrir allar
aldir. Ár og dagar væru síðan þú
hefðir sofið lengur en til hálf sex
að morgni til. Þú værir í raun
vekjaraklukkan sem við þurftum
á að halda. Rétt fyrir klukkan tíu
daginn eftir vaknaði ég síðan
fyrstur og vakti ykkur pabba. Að
þessu og árvekni þinni var mikið
hlegið í ferðinni allri og lengi eftir
á. Ekki síst gerðir þú grín að
sjálfum þér.
Áhugamálunum var vitaskuld
sinnt í ferðinni. Við lögðum örlít-
inn krók á leið okkar, kíktum við í
Bauhaus og skoðuðum verkfæri.
Ekki til að kaupa neitt, heldur
bara svona rétt til að sjá hvað
væri til. Í strandbæjunum, á leið-
inni niður til Danmerkur, mátti
alls ekki klikka á því að koma við
niður á höfn og kíkja á bátana. Við
stoppuðum reglulega og virtum
fyrir okkur fólk og firnindi.
Mannvirki ýmiss konar vöktu
áhuga þinn, við tókum myndir af
þeim og ræddum, s.s. brýrnar yfir
Svínasund og Eyrarsundsbrúna.
Þá fengu umræður um vörubíla,
Scania og Volvo, sinn skerf. Held-
ur betur.
Það væri efni í heila bók að fara
yfir allar þær skemmtilegu sögur
sem urðu til í þessari frábæru
ferð, en hún verður lengi í minn-
um okkar pabba höfð.
Bryndís, Jóhann, Sigurbjörn,
Guðný og Svala, ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Jón Karlsson.
Hjalti Jónsson
Ég velti því fyr-
ir mér hver hann
væri þessi glæsi-
legi séntilmaður
sem ég mætti í
Oddfellowheimilinu á Akranesi
fyrir 15 árum eða svo. Hann
kom gangandi á móti mér
glæsilegur í dökkbláum teinótt-
um jakkafötum, með fallegan
klút í stíl við bindið. Stafurinn
sem hann studdist við hvíldi í
hægri hendi, svartur og silfur-
sleginn, en skórnir glönsuðu á
hægri göngunni en höfuðið far-
ið að halla og augun aðeins
pírð. Þetta var Ragnar Leósson
við upphaf vináttu okkar sem
varð að miklum kærleik okkar
beggja. Frá fyrstu stundu var
hann þetta glæsimenni, sem
samt fölnaði við hreint og fag-
urt hugarfarið og vináttuna
sem hann sýndi mér frá fyrstu
til hinstu stundar. Í mörgum
ferðum mínum á Akranes sett-
ist hann alltaf hjá mér og
mætti þar sem ég var gestkom-
andi, á fundi eða við saman að
gleðja fólkið í kirkjunni eða á
Dvalarheimilinu Höfða sem við
gerðum nokkrum sinnum sam-
an. Ragnar var 93 ára þegar
við vorum saman á Árshátíð
Höfða vorið 2013. Hann tók
lagið með raust, lagviss og öfl-
ugur söngvari. Ég sagði sögur.
Þegar við vorum að kveðja í lok
samkomunnar sagði hann við
mig af einlægni: „Ási minn, eig-
um við ekki að ferðast og
skemmta meira saman, við get-
um það alveg enda á svipuðum
aldri.“ Þetta var vel meint og
sagt. Ragnar bauð mér upp á
herbergi hans í spjall þar sem
hann sagði mér frá fjölskyldu
sinni og eiginkonunni sem hann
elskaði svo heitt. Hann sýndi
mér myndir af henni og börn-
unum. Það var mikil reisn og
hlýja í minningum hans og
huga.
Hann var bifreiðarstjóri
stóran hluta ævinnar og akstur
og bílar voru honum hjartans
Ragnar Leósson
✝ Ragnar Leós-son fæddist 26.
desember 1920.
Hann lést 8. júlí
2014. Útför Ragn-
ars var gerð 15. júlí
2014.
mál. Hann sagði
mér frá því þegar
hann missti prófið
eftir að hafa villst
á akreinum í Hval-
fjarðargöngunum
og lögreglan tók af
honum „teinið“
eins og unglingarn-
ir segja. Þú getur
ekki próflaus verið,
segi ég að bragði.
Nei, ég fór til
sýslumannsins daginn eftir og
sagði honum að ég hafi týnt
ökuskírteininu. Ég fékk nýtt
um hæl. Hann dó ekki ráðalaus.
Ég fékk pakka í Alþingishúsið
frá Ragnari sem er mér kær.
Það var falleg kveðja á korti og
drykkjarkanna úr postulíni sem
á var ritað. „Yndislegur vinur.“
Á kortinu stóð m.a.: „Það er
gaman að skrifa á þetta svarta
blað og sjá stafina verða að
gulli, það vil ég að renni til þín.
Guð veri með þér alla tíð.
Bless, bless. R. Leósson (Vand-
aðu verk þín).“ Ragnar vildi
mér aðeins það besta og þessi
skilaboð eru í hans anda og
mér góð áminning í störfum
mínum. Kannan og kortið hefur
frá þessum degi verið á skrif-
borði mínu til að minnast þess-
arar hlýju vináttu sem gefur
mér kraft inn í hvern dag.
Ragnar hélt reisn sinni og tígu-
leik til hinstu stundar. Gekk
um salina á Höfða með göngu-
grindina, reffilegur til fara og
ákveðinn á sínu allt til loka.
Hann hafði mikið dálæti á söng
og vildi gleðja fólk í kringum
sig með þjóðlegum textum og
lögum. Síðustu tónarnir hafa
þagnað en minningin um þenn-
an glæsilega mann mun lengi
búa í huga mér. Ég votta fjöl-
skyldu Ragnars samúð.
Ásmundur Friðriksson.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800