Morgunblaðið - 19.07.2014, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, kvaðst í gær hafa
fyrirskipað her landsins að búa sig
undir þann möguleika að auka um-
fang landhernaðar sem Ísraelar hófu
á Gaza-svæðinu í fyrrakvöld.
Þúsundir ísraelskra hermanna
réðust þá inn á svæðið til að eyði-
leggja göng sem vígasveitir Hamas-
samtakanna á Gaza hafa notað til
árása á Ísrael.
Þúsundir skelfingu lostinna Gaza-
búa flúðu heimili sín vegna árása Ísr-
aelshers og leituðu athvarfs í skólum
þar sem hjálparstofnun Sameinuðu
þjóðanna veitir flóttafólki neyðarað-
stoð. Um 40.000 manns hafast nú við
í skólunum.
Hamas-menn létu engan bilbug á
sér finna og hétu því að brjóta inn-
rásarliðið á bak aftur. „Netanyahu
er að drepa börnin okkar og hann á
eftir að gjalda þess dýru verði,“
sagði talsmaður Hamas.
Ísraelsstjórn hefur heimilað hern-
um að kalla út alls 65.000 vara-
liðsmenn vegna hernaðarins.
Netanyahu kvaðst hafa fyrirskip-
að landhernaðinn vegna þess að loft-
árásir dygðu ekki til að koma í veg
fyrir að Hamas-menn gætu notað
göngin til árása á Ísrael. Herinn
réðst meðal annars á þrettán Palest-
ínumenn sem komu út úr göngum
undir landamærin og voru taldir
ætla að ráðast á samyrkjubú í Ísrael.
Að minnsta kosti einn árásarmann-
anna beið bana og hinir flúðu aftur
inn í göngin.
Að sögn fréttaveitunnar AFP hafa
Hamas-menn einnig notað göngin til
að setja saman flugskeyti til árása á
Ísrael.
Mahmud Abbas, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, sagði að
Ísraelar yrðu að stöðva landhernað-
inn og varaði við því að árásirnar
gætu leitt til mikils mannfalls meðal
saklausra borgara á Gaza-svæðinu.
„Engin trygging“ fyrir sigri
„Það er engin trygging fyrir því að
landhernaðurinn á Gaza leiði til sig-
urs,“ sagði Yediot Aharonot, sölu-
hæsta dagblað Ísraels.
Fréttaskýrendur telja að mjög
erfitt verði fyrir Ísraelsher að eyða
öllum vopnum Hamas án þess að
hætta á mikið mannfall.
Jonathan Marcus, fréttaskýrandi
breska ríkisútvarpsins, segir að ljóst
sé að landhernaðurinn leiði ekki til
þess að Hamas hrökklist frá völdum
á Gaza eða að Ísraelar hernemi
svæðið að nýju. Hann segir megin-
markmið Ísraela vera að knýja
Hamas-menn og fleiri vopnaða hópa
Palestínumanna til að fallast á
vopnahlé og spáir því að blóðsúthell-
ingunum linni um sinn með vopna-
hléssamningi fyrir milligöngu ríkja á
borð við Egyptaland.
Fréttaskýrendur eru þó ekki
bjartsýnir á að hægt verði að ná
samkomulagi sem tryggi að árásirn-
ar hefjist ekki aftur síðar með enn
meiri blóðsúthellingum.
AFP
Blóðsúthellingar Palestínumenn aðstoða félaga sinn sem særðist í loftárás Ísraelshers á Gaza-borg í gær.
Óttast mikið mannfall
í landhernaði á Gaza
Benjamin Netanyahu hótar að auka umfang hernaðarins
Heimild: Ísraelsher, UNRWA
Helstu skotmörk í árásum Ísraela og Hamas
Beit
Lahiya
Frá 7. júlí
Beit
Hanun
Jabaliya
Khan
Yunis
Rafah
GAZA-
BORG
Nuseirat
Deir
al-Balah
EGYPTA-
LAND
JÓRDANÍA
SÝ
RL
A
N
D
ÍSRAEL
Vestur-
bakkinn
G
ól
an
-
hæ
ði
r
Tel Avív
Beersheva
JERÚSALEM
M
IÐ
JA
RÐ
A
RH
A
F
Ashdod
Sderot
Gaza-
svæðið
LÍBANON
50 km
Kiryat
Malakhi
ÍSRAELÞéttbýlissvæði
Palestínumanna
Ísraelskur
hermaður beið
bana í
áhlaupinu
í gærmorgun
skv. fréttum síðdegis í gær:
Minnst
Flóttamannabúðir
Helstu skotmörk Ísraela
Ísraelskir hermenn réðust inn á Gaza-svæðið í gær
Helstu skotmörk Hamas
5 km
ÍsraelarPalestínumenn
2
280
52
börn
Fjöldi látinna frá 7. júlí,
Rúm 75% þeirra
sem féllu voru
óbreyttir borgarar,
að sögn SÞ
Óttast meira blóðbað
» A.m.k. 55 Palestínumenn og
einn ísraelskur hermaður biðu
bana á Gaza-svæðinu í gær.
» Á meðal þeirra sem létu lífið
voru fjögur palestínsk börn.
» Barack Obama Bandaríkja-
forseti hringdi í Benjamin Net-
anyahu og kvaðst hafa áhyggj-
ur af því að mannfallið meðal
óbreyttra borgara á Gaza ykist
vegna landhernaðarins.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
H
a
u
ku
r
1
.1
4
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Heildverslun með sælgæti. Ársvelta 65 mkr. Góð afkoma.
• Lítið, fallegt og mjög vinsælt hótel á góðum stað á suðvestur horninu.
Stækkunarmöguleikar til staðar
• Snyrtivörur - hlutafjáraukning. Þekkt snyrtivörufyrirtæki með eigin
framleiðslu. Hefur góða markaðshlutdeild á Íslandi og selur til rúmlega
30 landa. Í boði allt að 50% hlutur við hlutafjáraukningu, sem notuð
verður til að fara af krafti inn á Bretlandsmarkað.
• Skífan - Gamestöðin. Þekktasta sérverslun landsins með yfirburða
markaðsstöðu á sínu sviði. Útsölustaðir í Kringlunni og Smáralind.
Ársvelta 350 mkr. Auðveld kaup.
• Hestaleiga á höfuðborgarsvæðinu sem gerir út á stutta túra með erlenda
ferðamenn. Gott og stórt hesthús, hestar og allur búnaður til staðar.
• Þvottahús í miklum vexti. Velta nú 9 mkr. á mánuði.
• Ein elsta og þekktasta heildverslun landsins með pípulagningavörur, en
eigandi vill fara að draga sig í hlé sökum aldurs. Stöðug velta síðustu
árin um 300 mkr. og góð framlegð.
• Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í varahlutum
og viðgerðum á diesel vélum til sjós og lands. Ársvelta 100 mkr. Góð
afkoma.
• Þekkt sérverslun með heilsurúm. Mikil sérstaða. Ársvelta 180 mkr.
og vaxandi.
• Tískuverslunin Kroll á Laugavegi. Góð velta og afkoma, besti tíminn
framundan. Auðveld kaup fyrir einstakling eða hjón.
Samkvæmt úrskurði áfrýjunar-
dómstóls í Ítalíu þarf Silvio Berlus-
coni, fyrrverandi forsætisráðherra,
ekki að afplána sjö ára fangelsisdóm
sem hann hlaut fyrir að greiða
sautján ára stúlku fyrir kynmök.
Stúlkan, Kharima El Mahroug,
hélt því fram að Berlusconi hefði
greitt henni tvö til þrjú þúsund evr-
ur fyrir hvert kvöld.
Um þessar mundir er Berlusconi
við samfélagsþjónustu vegna fyrri
brota en hann var sakfelldur fyrir
skattsvik í fyrra. Forsætisráð-
herrann fyrrverandi, sem er 77 ára
gamall, hjálpar til á hjúkrunarheim-
ili fyrir Alzheimer-sjúklinga einu
sinni í viku og hefur gert það síðan í
maí.
Samfélagsþjónustan er eini dóm-
urinn sem hann hefur þurft að af-
plána þrátt fyrir margar ákærur
undanfarin ár.
Berlusconi neitaði því ávallt að
hafa átt í kynferðislegu sambandi
við El-Mahroug og áfrýjaði dómnum
þegar hann féll í júní í fyrra.
Samkvæmt frétt breska rík-
isútvarpsins, BBC, birtust frásagnir
af villtum veislum á heimili Berlus-
coni þar sem erótískar dansmeyjar
voru meðal gesta meðan á rétt-
arhöldunum stóð. Dansmeyjarnar
lýstu þó veislunum alltaf sem „fág-
uðum kvöldverðarboðum“.
Eftir úrskurð áfrýjunardómstóls-
ins sagði lögfræðingur Berlusconis
að niðurstöðurnar hefðu farið fram
úr þeirra björtustu vonum.
Berlusconi gegndi embætti for-
sætisráðherra Ítalíu þrisvar sinnum.
Silvio Berlusconi
sleppur við dóm
AFP
Umdeildur Silvio Berlusconi á leið
úr dómhúsi í Mílanó.