Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 43

Morgunblaðið - 19.07.2014, Page 43
fékk hann sumarvinnu og síðar vinnu með skóla í Landsbankanum, í útibúi bankans í Grindavík og var gjaldkeri í aðalbanka og í veðlána- deild, Laugavegi 77. Þá starfaði hann eitt sumar við fraktbókhald Arnarflugs sem gaf fyrirheit um það sem seinna varð. Samhliða námi í HÍ var Dagur stundakennari við Verzlunarskóla Íslands þar sem hann kenndi bók- hald og á tölvur. Að námi loknu í Kaupmannahöfn starfaði hann hjá IBM á árunum 1992-94, en eftir sex ára fjarveru erlendis ákvað fjöl- skyldan að tími væri til kominn að flytja heim. Dagur hóf þá störf hjá EJS og var þar í tæpt ár, fékk þá vinnu í Hagdeild Flugleiða og hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan og er nú forstöðumaður í Upplýsinga- tæknideild Icelandair. Dagur var auk þess stundakenn- ari í upplýsingatækni við Háskóla Íslands í tvo vetur. Hefur hlaupið 20 maraþon Ekki verður annað sagt en að Dagur hafi sprett úr spori í gegnum árin: „Ég hef verið á hlaupum í hjartnær 30 ár eða frá því ég reimaði fyrst á mig skóna fyrir hálft mara- þon í Reykjavík árið 1987. Ég hef hlaupið 20 maraþon og hlaupið Laugaveginn þrisvar, árið 1998, 1999 og 2007. Auk þess hef ég tekið þátt í miklum fjölda annarra keppn- ishlaupa. Ég hef einnig stundað hjólreiðar, sund og keppt í þríþraut. Ég eign- aðist forláta Cooper-reiðhjól á ung- lingsárunum og hef síðan mikið not- að reiðhjól sem samgöngutæki, bæði í Kaupmannahöfn og hér heima. Ég hjóla alla daga, sumar sem vetur, í og úr vinnu liðlega 9 km hvora leið. Ef ég á að stæra mig af mínum bestu hlaupatímum þá hljóp ég maraþon í Berlín á 3:03:51, 1991; hálft maraþon á Akranesi á 1:20:16, 2001; 10 km í Reykjavík á 36:37, 1999, 5 km í Kaupmannahöfn á 17:30 1991. Þá var ég annar stofnenda og hef verið aðalsprautan í Vetrar- hlaupinu sem haldið hefur verið óslitið frá 2000 eða samtals 72 hlaup. Vetrarhlaupið er nú eitt af vinsælli hlaupum á Íslandi og næst á eftir Reykjavíkurmaraþoni að stærð.“ Fjölskylda Kona Dags er Guðbjörg Helga Erlingsdóttir, f. 25.10. 1967, svæf- ingahjúkrunarfræðingur við Land- spítalann. Synir Dags og Guðbjargar eru Áki Marcher Dagsson, f. 30.6. 1989, starfsmaður hjá Actavis, býr í for- eldrahúsum; Kjartan Marcher Dagsson, f. 18.8. 2000, og Kári Marcher Dagsson, f. 22.8. 2003. Systkini Dags eru Páll Marcher Egonsson, f. 18.12. 1967, deild- arstjóri þjónustu hjá HS Orku í Reykjanesbæ; Helgi Marcher Egonsson, f. 24.11. 1969, dreifing- arstjóri hjá Olíudreifingu í Reykja- vík; Olga Eleonora Egonsdóttir, f. 10.11. 1972, fjármálahagfræðingur í Reykjavík; Guðrún Sunna Egons- dóttir, f. 11.11. 1982, sem sinnir birgðabókhaldi hjá Olís í Hafnar- firði. Foreldrar Dags eru Egon Thyge- sen Marcher, f. í Danmörku 2.12. 1945, sjómaður og síðast bátsmaður á rannsóknarskipinu Bjarna Sæ- mundssyni, og Anna Helgadóttir, f. á Patreksfirði 7.1. 1947, sjúkraliði. Úr frændgarði Dags B.M. Egonssonar Dagur Egonsson Sigrún Össurardóttir húsfr. í Kollsvík, af Kollsvíkurætt Ásbjörn Helgi Árnason b. í Kollsvík, af Kollsvíkurætt Guðrún Helgadóttir húsfr. í Rvík Helgi Guðmundsson skipstj. í Rvík Anna Helgadóttir sjúkraliði í Rvík Anna Helgadóttir húsfr. á Patreksfirði Guðmundur Ólafur Þórðarson útvegsb. á Patreksfirði Ingeborg Thygesen húsfr. í Danmörku Peter Thygesen ráðsm. í Danmörku Olga Eleonora Marcher húsfr. í Danmörku Svend Marcher b. í Danmörku Egon Thygesen Marcher sjóm. í Rvík Anna Marcher húsfr. í Danmörku Karl Marcher b. í Danmörku Afmælisbarnið Dagur Egonsson. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2014 Stefán Jóhann Stefánsson for-sætisráðherra fæddist á Dag-verðareyri við Eyjafjörð 20.7. 1894. Hann var sonur hjónanna Stef- áns Ágústs Oddssonar, bónda á Dagverðareyri, Ólafar Árnadóttur húsfreyju þar. Stefán Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR 1918 og embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 1922. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1926 og kynnti sér félagsmálalöggjöf á Norðurlöndunum með styrk úr sáttmálasjóði árið 1928. Áður en Stefán Jóhann sneri sér að stjórnmálum var hann m.a. fulltrúi og starfsmaður bæjarfógeta i Reykjavík og starfrækti eigin mál- flutningsskrifstofu. Þá var hann framkvæmdastjóri Brunabótafélags Íslands á árunum 1945-47. Stefán Jóhann var bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn 1924-42 og sat í bæjarráði frá 1932. Hann varð formaður Alþýðuflokks- ins eftir að flokkurinn klofnaði 1938 og gegndi þar formennsku til 1952 er Hannibal Valdimarsson felldi hann í formannskosningum. Þá gegndi hann fjölda annarra trún- aðarstarfa. Hann var landskjörinn alþm. fyrir Alþýðuflokkinn 1934-37, þingmaður Reykvíkinga 1942-46 og Eyfirðinga 1946-53. Stefán Jóhann varð forsætis- og félagsmálaráðherra í þjóðstjórninni 1947-49 sem lengst af hefur verið nefnd Stefanía, eftir honum. Sú stjórn tókst á við nánast gjaldeyris- þurrð hér á landi með gríðarlegum innflutningshöftum og ströngum hafta- og áætlunarbúskap. Þá er stjórnin ekki síður söguleg fyrir þá staðreynd að í stjórnartíð hennar samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949 með miklum óeirðum á Austurvelli. Stefán Jóhann var sendiherra Ís- lands í Danmörku og jafnframt á Ír- landi 1957 og frá 1958 sendiherra í Tyrklandi en fékk lausn 1965. Stefán Jóhann ritaði æviminn- ingar sínar í tveimur bindum sem komu út árin 1966 og 1967. Stefán Jóhann lést hinn 20.10. 1980. Merkir Íslendingar Stefán J. Stefánsson Laugardagur 95 ára Sólborg Sveinsdóttir 90 ára Eysteinn Tryggvason 85 ára Hallveig Ólafsdóttir 80 ára Arnleif Ívarsdóttir Erling Jóhannesson Erna O. Óskarsdóttir Hafsteinn A. Kristjánsson Hermann Hjartarson Lára Haraldsdóttir 75 ára Broddi Skagfjörð Björnsson 70 ára Anna Birna Ragnarsdóttir Gunnar Már Kristófersson Kristófer Bjarnason Margrét Gertrud Molitor Mjöll Hólm Sölvi Steinberg Pálsson Vilma H. Sosa de Pena 60 ára Anna Guðný Sigurðardóttir Elín Jóna Þórsdóttir Emilía Björg Björnsdóttir Guðjón Hjaltalín Hjálmar Már Sveinsson Jensína Sigurgeirsdóttir Jóhannes Árni Bjarnason Sighvatur Blöndahl F. Cassata Sigurður Kristinsson Þórdís Magnúsdóttir 50 ára Baldur Már Róbertsson Börkur Grímsson Einar G. Þorvaldsson Erla Dögg Ármannsdóttir Guðný S. Sigurðardóttir Halldór Guðmundsson Ragnar Guðmundsson Stefán Guðmundsson Vignir Elvar Vignisson Þórir Magnússon 40 ára Elísabet Hansdóttir Ellý María Guðmundsdóttir Guðlaug M. Valdemarsdóttir Guðmundur Árni Þórisson Gunnar Björn Björnsson Hallur Erlendsson Ingibjörg E. Haraldsdóttir Jón Kjartan Kristinsson Magnús Sveinn Helgason Margrét K. Guðbjartsdóttir Minh Thang Bui Rafal Dorociak Rufin Dawid Glogowski Sara M. Auðardóttir 30 ára Adrian M. Ciebien Akane Sophie Monavon Anna Heiða Gunnarsdóttir Egill Viðarsson Gunnhildur Ólafsdóttir Hallgrímur Sigurðsson Hrafnhildur Ýr Árnadóttir Júlíus Arnar Jósepsson Kalla Lóa Sigríðardóttir Robert Daniel Zakonek Rúnar Dór Daníelsson Yulia Pronchenko Zbigniew Modzelewski Sunnudagur 90 ára Friðþjófur Sigurðsson Ólafur Haukur Flygenring 85 ára Dagmar Didriksen Inga Guðbrandsdóttir Jónas Ólafsson Knútur Jónsson 80 ára Jóna Aldís Sæmundsdóttir Svavar Guðjónsson 75 ára Margrét S. Gunnarsdóttir Sigurður Stefánsson Sveinn P. Jakobsson 70 ára Anna Guðnadóttir Guðrún S. Guðlaugsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Hafdís R. Þórhallsdóttir Kristinn Einarsson Sveinn Fjeldsted 60 ára Ásta I. Ástmundsdóttir Emilía Karlsdóttir Erla Ágústa Gunnarsdóttir Guðlaugur Ómar Leifsson Guðrún I. Ingimarsdóttir Helga Björk Sigvaldadóttir Jóhann S. Guðjónsson Ólína Magný Brynjólfsdóttir Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir Runólfur M. Ásgeirsson Sigurbjörg K.E. Karlsdóttir Valgeir Jónsson 50 ára Baldur Á. Steinarsson Bergur Brynjar Álfþórsson Berta J. Kjartansdóttir Edda Björg Sigurðardóttir Guðjón H. Gunnbjörnsson Guðjón Jónasson Heimir Óskarsson Helga Elísabet Jónsdóttir Helgi Þór Jónasson Jóhanna S. Jónsdóttir Kári Þór Jóhannsson Laufey B. Friðjónsdóttir Laufey Jónsdóttir Rikhard Heimir Sigurðsson Sæunn Guðmundsdóttir 40 ára Atli Freyr Kristinsson Árni Stefán Leifsson Árný Hlín Hilmarsdóttir Guðmar Elís Pálsson Gunnar A. Arngrímsson Hanna Vilhjálmsdóttir Heimir Þór Steindórsson Kremena K. Nikolova-Fontaine Kristján Ástvaldsson Kristján Jónsson Laufey Logadóttir Ólafur Jónsson Rakel Baldursdóttir Sigfríð Berglind Thorlacius Sigmar Rafnsson Þórarinn B. Benediktsson 30 ára Ágúst Ingi Brynjarsson Benedikt Skúlason Birgir Haraldsson Daniel Kluk Eðvald Þórsson Fjóla Þorsteinsdóttir Garðar Borgþórsson Hlynur Heiðarsson Ingigerður Sigurpálsdóttir Jessý Friðbjarnardóttir Jón Brynjar Óskarsson Jón Trausti Traustason Logi Þórðarson Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir Reynir Þ. Þorsteinsson Sigrún H. Guðmundsdóttir Sigþrúður M. Gunnsteinsdóttir Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir Vilberg Brynjarsson Til hamingju með daginn Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,- Verð 34.900,- Verð 29.900,- Verð 25.700,- Verð 25.700,- Verð 17.900,- Verð 17.900,- Verð 18.900,- Verð 17.900,- Verð 25.700,- Verð 19.900,- Verð 14.800,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.