Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Strandveiðar fara vel af stað í ágúst og eftir tvo veiðidaga hefur alls veiðst 401 tonn af fiski, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda. Fjöldi landana er 779 og því er meðalafli úr róðri 514 kg. Aflahæsti bát- urinn á landsvísu, það sem af er sumri, er Hulda SF en hún hefur landað rúmum 35 tonn- um eftir 45 róðra á svæði D. Skipstjóri bátsins og eigandi er Hólmar Unnsteinsson en hann gerir út frá Hornafirði. Á svæði A er Kári BA aflahæstur en 23 róðrar hafa skilað honum alls tæpum átján tonnum. Ásdís ÓF er aflahæsti báturinn á svæði B þar sem rúmlega 31 tonn hefur komið í land eftir 39 róðra. Birta SU hefur skilað mestum afla á svæði C, en 44 róðrar hafa skil- að tæpum 33 tonnum til hafnar. Sjómenn bundnir af fjórum mánuðum Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir að sumarið hafi gefið ágætlega af sér. „Menn hafa mögulega þurft að hafa að- eins meira fyrir aflanum í ár en í fyrra, en strandveiðarnar hafa engu að síður gengið ljómandi vel. Fyrstu dagarnir í ágúst lofa mjög góðu og ekki skemmir fyrir að fiskverðið hefur verið mjög hagstætt og við finnum að mikil ánægja ríkir með það,“ segir Örn. Að sögn Arnar væri hægt að breyta fyr- irkomulaginu til að stuðla að betri veiði. „Við erum að reyna að fá stjórnvöld með okkur í lið til að þróa kerfið í þá átt að sjómenn geti valið fjóra mánuði af sex í stað þess að vera bundnir af þessu tímabili frá maí til ágúst,“ segir Örn og bætir við að víða megi finna vilja til breytinga. „Hér í flóanum [Faxaflóa] er venja fyrir því að veiðin sé léleg í júlí og ágúst og ég held að margir hverjir myndu því frekar vilja hefja veiðar í apríl og sleppa þessum tveimur mán- uðum. Einnig er hefð fyrir lélegri veiði í maí fyrir austan og ég tel að menn vildu frekar nýta annan og betri mánuð til veiða, stæði það þeim til boða.“ Strandveiðarnar gengið vel í sumar  Þörf er á að breyta fyrirkomulaginu, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda  Ánægja ríkir með hagstætt fiskverð  Hulda SF aflahæsti báturinn með rúm 35 tonn lönduð í ár Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Smábátaveiði Net dregin úr Skjálfandaflóa. Hagstætt fiskverð vekur ánægju sjómanna. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Þrjár kærur hafa borist lögreglu vegna kynferðisbrota um síðustu helgi. Tvær þeirra bárust lögregl- unni á Selfossi vegna meintra brota á Selfossi og á Flúðum og þriðja kæran barst lögreglunni á Akureyri. Ekki hafa borist kærur vegna tveggja annarra meintra kynferðisbrota gegn tveimur ung- um konum í Reykjavík og Vest- mannaeyjum um helgina, en alls leituðu fimm konur til neyðar- móttöku Landspítala fyrir þol- endur kynferðisofbeldis um og eftir verslunarmannahelgina. Rannsókn gengur vel Samkvæmt lögreglunni á Sel- fossi eru bæði málin þar í rann- sókn og miðar ágætlega. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, að- stoðaryfirlögreglustjóra á Selfossi, gengur rannsókn vel. „Við erum að leggja áherslu á að yfirheyra vitni og þá sem tengjast málinu. Við vonumst til að ná að ljúka þessu mjög fljótlega, að minnsta kosti Selfossmálinu,“ segir hann, en í því máli liggur aðili undir grun. Hann segir málið á Flúðum þó heldur flóknara, „Þar þarf að fá sérfræðiálit og annað sem getur tafið málið, það er samt sem áður á góðri ferð.“ Þorgrímur segir málin tvö vera í forgangi. „Önnur mál verða að líða fyrir það. Þegar mál snúa að til- finningum skipta þau meira máli en mál sem snúa til dæmis um dauða hluti,“ segir hann. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri miðar rannsókn þar einnig vel. Kært var kynferðisafbrot sem átti sér stað í heimahúsi á Akur- eyri og er málið til rannsóknar, en enginn er í haldi að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Rannsaka kynferðis- brotin  Málin í forgangi hjá Selfosslögreglu Morgunblaðið/ÞÖK Sjúkrahús Fimm leituðu aðstoðar. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í gærkvöld í Silfurbergi í Hörpu, en Hinsegin dagar hófust á þriðjudag. Ýmsir listamenn stigu á stokk á hátíðinni og má þar nefna Pál Óskar, Siggu Beinteins, Haf- stein Þórólfsson, Hinsegin kórinn og fleiri. Einnig kom fram skemmtikrafturinn vinsæli William úr RuPaul’s Drag Race, en hann kom sérstaklega hingað til lands til að skemmta á opnunarhátíðinni. Óvæntur ræðumaður kvöldsins var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi forsætisráðherra, en hún talaði m.a. um baráttu hinsegin fólks. „Hugur minn er fullur af þakklæti,“ sagði hún, „þakklæti til frumherjanna sem hófu að ryðja brautina fyrir nærri fjórum áratug- um þegar íslenskt samfélag var allt öðruvísi en nú.“ Jóhanna talaði um það mikla og góða starf sem unnið hefur verið á síðustu árum gegn fordómum, en þó væri baráttunni hvergi nærri lokið. „Baráttu þeirra sem berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks lýkur ekki fyrr en heimurinn allur skilur að tilfinn- ingar okkar eru nákvæmlega þær sömu og annarra,“ sagði hún. Það væri stærsta verkefnið. if@mbl.is Opnunarhátíð Hinsegin daga haldin í Hörpu í gær Baráttunni hvergi nærri lokið  Jóhanna Sigurðardóttir var óvæntur ræðumaður á opnunarhátíð Hinsegin daga Morgunblaðið/Ómar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sveitarfélög í Svíþjóð eru nú sum hver farin að bjóða íbúum sínum upp á þráðlaust net án endurgjalds. Meðal þeirra borga sem bjóða upp á slíka þjónustu eru Helsingjaborg, Jönköping, Sundsvall og Málmey. Í samtali við Morgunblaðið segir Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, það koma vel til greina að kanna slíkt hér á landi. „Þetta er vel skoðandi, án þess þó að lofa neinu. Það væri hins vegar mjög jákvætt fyrir fólk að geta verið tengt hvert sem það fer. Það eru reyndar til staðar tengipunktar hér og þar en það mætti nú bæta úr því,“ segir Halldór Auðar og bætir við að ágætis innviðir séu fyrir slíkt. Lækkun útsvars mikilvægara Aðspurður segir Halldór Auðar þó mikilvægt að kanna hvernig stað- ið yrði að kostnaði færi borgin að bjóða íbúum upp á þráðlaust net. „Þetta er vissulega heillandi hug- mynd en hún kostar eflaust sitt.“ Spurður hvort hann myndi beita sér fyrir þjónustunni svarar Halldór Auðar: „Það er alveg möguleiki. Gaman væri að sjá umræðu skapast um þetta mál.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir lækkun útsvars nýtast fleirum. „Mér finnst eðlilegra að fólk greiði eitthvert gjald fyrir þjón- ustuna. Ef ég stæði frammi fyrir þeim valkostum að geta boðið upp á fría internetþjónustu eða lækka út- svar þá myndi ég frekar lækka út- svarið því það er eitthvað sem nýtist mun fleirum,“ segir Halldór. Frítt net heillandi hugmynd  Sum sveitarfélög í Svíþjóð bjóða upp á þráðlaust net endurgjaldslaust  „Þetta er vel skoðandi, “ segir kapteinn Pírata í borginni  Innviðirnir eru til staðar Morgunblaðið/hag Netkaffi Víða er net á kaffihúsum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.