Morgunblaðið - 08.08.2014, Síða 4
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ísland á mikilla hagsmuna að gæta
hvað varðar fiskútflutning til Rúss-
lands, en samtals voru fiskafurðir
fyrir 18,5 milljarða króna fluttar til
Rússlands á síðasta ári.
Líkt og fram kom í frétt á mbl.is í
gær, bönnuðu Rússar innflutning á
ávöxtum, grænmeti, kjöti, fisk,
mjólk og mjólkurafurðum frá
Bandaríkjunum, Evrópusamband-
inu, Ástralíu, Kanada og Noregi í
gær og tók bannið þegar gildi.
„Íslensk stjórnvöld fengu það
staðfest fyrr í dag að Ísland væri
ekki á lista rússneskra stjórnvalda
um innflutningsbann á matvælum
frá Vesturlöndum,“ sagði Andri
Lúthersson, deildarstjóri upplýs-
ingamála utanríkisráðuneytisins í
gær.
Miklir hagsmunir í húfi
Kolbeinn Árnason, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna (LÍÚ) sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að á
síðasta ári hefðu Íslendingar flutt út
sjávarafurðir, aðallega uppsjáv-
arfisk, til Rússlands fyrir 18,5 millj-
arða króna. „Það eru því engir smá-
hagsmunir í húfi fyrir okkur,“ sagði
Kolbeinn.
Hann bendir á að ef Rússar séu að
loka á allan innflutning á laxi og bol-
fiski frá þessum ríkjum og löndum,
sem séu mörg hver í beinni sam-
keppni við okkur um markaði, þá
hljóti þeir sem flytja út fisk frá ofan-
greindum löndum að reyna að finna
markaði annars staðar og þar með
talið í okkar markaðslöndum.
„Ég ímynda mér að slíkt gæti haft
áhrif bæði á framboðið og verðlagið
og gæti þannig komið illa við okkur.
Þetta gæti því að einhverju marki
riðlað skipulaginu og markaðs-
myndinni eins og hún blasir við okk-
ur í dag. Það er of snemmt að segja
til um það hvernig þetta verður, en
það verður vissulega áhugavert að
fylgjast með því hvernig úr málum
spilast,“ sagði Kolbeinn.
Gætum styrkt stöðu okkar
Friðleifur Friðleifsson, sölustjóri
hjá Iceland Seafood, var spurður í
gær hvort hann teldi að bann Rúss-
anna mundi hafa einhver áhrif á út-
flutning sjávarafurða frá Íslandi:
„Staðan er þannig, að við erum ekki
á þessum lista Rússa yfir þau lönd
sem sett er bann á. Að því er við vit-
um best, verður útflutningur okkar
til Rússlands óbreyttur. Ef eitthvað
er, þá gætum við allt eins styrkt
okkar stöðu þarna á markaðnum, en
það er of snemmt að segja til um
það,“ sagði Friðleifur.
Friðleifur sagði að þeir hjá Ice-
land Seafood hefðu í gær talað við
rússneska viðskiptamenn fyrirtæk-
isins og það hefði komið á daginn að
menn væru að meta fréttirnar af
banninu og stöðuna í framhaldi þess.
Makríllinn er mikilvægastur
„Langstærsti hluti útflutnings
okkar til Rússlands er uppsjáv-
arfiskur og þar er makríllinn einna
mikilvægastur og síldarafurðir þar á
eftir.
Eins og málin horfa við okkur í
dag, er ekkert sem bendir til þess að
innflutningur frá Íslandi til Rúss-
lands verði stöðvaður, og menn vona
svo sannarlega að það verði ekki
svo,“ sagði Friðleifur.
Hann sagði að hafa bæri í huga að
markaður fyrir makríl frá Noregi og
Evrópusambandslöndum væri ekki
mjög stór. Rússar hefðu keypt svo-
lítið af makríl og síld frá Skotlandi,
en þeir hefðu keypt lungann af mak-
ríl frá eigin flota og svo frá Íslend-
ingum og Færeyingum.
Engin áhrif á Icelandair
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að í fljótu bragði
fengju þeir hjá Icelandair ekki séð
að bann Rússanna mundi hafa áhrif
á rekstur Icelandair.
„Við sjáum ekki að þetta bann
Rússa hafi áhrif á Icelandair. Við
munum halda áfram áætlunarflugi
okkar til Sankti Pétursborgar til
mánaðamóta og sömuleiðis erum við
með viðhaldsverkefni fyrir rúss-
neskt flugfélag og því verður einnig
haldið áfram. Bannið hefur engin
áhrif á það,“ sagði Guðjón Arn-
grímsson.
Lítil áhrif á Ísland af banni Rússa
Framkvæmdastjóri LÍÚ bendir á að bannlöndin gætu sótt á markaðslönd Íslendinga í fiskútflutn-
ingi Sölustjóri Iceland Seafood segir að markaðsstaða Íslendinga gæti jafnvel styrkst í Rússlandi
Makríll Makrílafurðir vega langþyngst í fiskútflutningi Íslands til Rússlands.
2011 var fluttur út makríll fyrir 10,3 milljarða og í fyrra fyrir 8,9 milljarða.
Útflutningur sjávarafurða til Rússlands
2011 – maí 2014
2011 2012 2013 2014
17.973.311.333Samtals ISK: 16.641.346.441 18.503.136.749 6.459.646.605*
10.340.629.171Makrílafurðir 7.259.107.397 8.928.562.240 239.136.321
3.948.103.613Síldarafurðir 5.126.618.342 2.835.670.024 1.401.063.976
1.318.095.352Loðnuafurðir 2.073.015.903 3.376.518.748 2.743.977.367
1.414.249.411Karfaafurðir 1.399.996.254 2.720.252.818 1.793.841.378
952.233.786Aðrar afurðir 782.608.545 642.132.919 281.627.563
Heimild: Hagstofan* janúar til maí 2014
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, telur að
áhrifin af banni Rússa á Ísland og útflutning til Rúss-
lands verði lítil sem engin.
„Ég tel að áhrif bannsins fyrir okkur verði hverfandi.
Við erum enn sem komið er ekki á þessum lista hjá
Rússunum og vonum að sjálfsögðu að svo verði áfram.
Á meðan svo er, þá aðhöfumst við ekki neitt. Við fylgj-
umst bara með framvindu mála,“ sagði utanrík-
isráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær.
Gunnar Bragi sagði varðandi frekari þvingunar-
aðgerðir gegn Rússum, að þá yrði slíkt bara metið á
hverjum tíma og hvort það snerti Ísland og íslenska hagsmuni sérstaklega.
GUNNAR BRAGI SVEINSSON
Gunnar Bragi
Sveinsson
Fylgjumst bara með
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Við höfum miklar væntingar um
góða sjóhæfni þessa skipa,“ segir
Kristján Vilhelmsson, framkvæmda-
stjóri útgerðar Samherja, en Sam-
herji Ísland og Útgerðarfélag Akur-
eyringa hafa gert samninga við
skipasmíðamiðstöðina Cemre Ship-
yard í Istanbul í Tyrklandi um smíði á
þremur nýjum ísfisktogurum. Togar-
arnir verða 61,6 metra langir og 13,5
metra breiðir, útbúnir til að flytja
ferskan afla í land. Áætlað er að smíði
fyrsta skipsins hefjist upp úr næstu
áramótum og afhending þess verði í
apríl/maí 2016. Heildarverðmæti
þessara samninga er um 10 milljarðar
íslenskra króna. Alls verða smíðuð
fjögur skip og það fjórða fer til út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins
Fisk Seafood.
Bygging skipanna tímabær
Kristján segir ánægjulegt að samn-
ingur um byggingu skipanna þriggja
sé í höfn og segir hann þessa endur-
nýjun tímabæra. „Það hefur ekki ver-
ið endurnýjað í of langan tíma. Þessi
skip hafa verið í rekstri lengi svo þetta
er dálítið sögulegt,“ segir hann, en
þau skip sem endurnýjuð verða eru
Kaldbakur EA 1 sem var smíðað á
Spáni 1974, Björgúlfur EA 312 sem
var smíðað á Akureyri 1977 og Snæ-
fell EA 310 sem var smíðað í Noregi
árið 1968. Elsta skipið verður því
næstum 50 ára gamalt þegar það fer
úr rekstri. Fjórða skipið sem verður í
eigu Fisk Seafood mun einnig koma í
stað annars skips, Klakks SK-5, en
það var smíðað árið 1977. „Það er
kominn tími til að endurnýja skipa-
stólinn,“ segir Jón Eðvald Friðriks-
son, framkvæmdastjóri Fisk Seafood,
en þetta er fyrsta nýbygging félagsins
í langan tíma.
Hönnuð af Íslendingum
Samherji lét bjóða verkið út í
nokkrum löndum en tilboðið frá
Cemre Shipyard var metið hagstæð-
ast. Eiginleg stálsmíði skipanna mun
fara fram í Tyrklandi en unnin hefur
verið mikil vinna af íslenskum aðilum
við hönnun. „Það hefur alltaf verið
stefna Samherja að kaupa þá vinnu
innanlands sem hægt er að kaupa og
þetta er hluti af því, þessi fyrirtæki
eru mjög samkeppnishæf í því sem
þau eru að gera,“ segir Kristján. Aðal-
hönnun skipsins hefur verið í höndum
Verkfræðistofunnar Skipatækni og
starfsmanna Samherja undir yfirum-
sjón Bárðar Hafsteinssonar. Raf-
teikningar eru frá Raftækni Akureyri,
og teikningar og fyrirkomulag sigl-
inga og fiskileitatækja er unnið af
Brimrún í Reykjavík. Eldvarnir eru
útfærðar af Nortek ehf. á Akureyri,
en tölvu- og tækjarými með allra nýj-
ustu tækni er hannað af Nordata ehf. í
Reykjavík. Fiskvinnslubúnaður er í
hönnunarferli starfsmanna Samherja
ásamt Slippnum á Akureyri. Stál
teikningar verða unnar af Verkfræði-
stofunni Skipatækni.
Öll hönnun skipanna er miðuð við
að orkunotkun verði eins lág og kost-
ur er. „Það er hugsað til þess í hönn-
uninni, og svo er það líka bara þannig
að nýir hlutir eru hagkvæmari í
rekstri en 50 ára gamlir,“ segir
Kristján.
Auka við landvinnslu
Samherji hefur að sögn Kristjáns
breytt rekstrinum að mestu leyti úr
útgerð á frystitogurum yfir í ísfisktog-
ara. „Við reynum að auka landvinnslu
og erum með hana hjá ÚA á Akureyri
og í Dalvík.“
Fisk Seafood hefur sömu stefnu, að
sögn Jóns Eðvalds. „Það er hluti af
stefnu fyrirtækisins að auka land-
vinnslu og tryggja betra og ferskara
hráefni,“ segir hann, en á ísfisktog-
urum fer vinnsla fisksins ekki um
borð í skipinu eins og á frystitogurum.
50 ára togari leystur af
Samherji Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa hafa gert samninga um smíði á þremur nýjum ís-
fisktogurum Fisk Seafood hefur einnig samið um smíði nýs togara Heildarverðmæti 10 milljarðar
Ísfisktogari Teikningin sýnir hvernig nýju togararnir munu koma til með að líta út, en þeir verða 61,6 metra langir og 13,5 metra breiðir.
Kristján
Vilhelmsson
Jón E.
Friðriksson